Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 14
14 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 T>V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hjörðin og hirðirinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skeifdust, þegar þeir voru spurðir, hvort þeir vildu, að formaður flokksins byði sig fram til forseta íslands. „Ekki spyrja mig“ báðu þeir. Aðeins einn þingmaður flokksins treysti sér til að hafa skoðun á einu helzta umræðuefni þjóðarinnar. Eins og þingflokkurinn er skipaður, telja þingmenn ekki hlutverk sitt að hafa skoðun á máli, fyrr en formað- urinn hefur sagt þeim, hvaða skoðun þeir eigi að hafa. Og hann hefur ekki sagt þeim, hvaða skoðun þeir eigi að hafa á þessu máli. Því eru þeir bjargarlausir. Örfáar undantekningar eru á þessu, en þær snerta jafnan afmörkuð mál. Einar Oddur Kristjánsson treystir sér til að hafa sérstaka skoðun á framboði formannsins til forseta. Og Egill Jónsson á Seljavöllum treystir sér til að hafa sérstaka skoðun á landbúnaðarmálum. Flestir þingmenn flokksins tengjast ákveðnum hags- munum, til dæmis byggða eða atvinnugreina eða ein- stakra fyrirtækja, en eru ekki fulltrúar neinnar sérstakr- ar línu í stjórnmálum. Þeir eru aðilar að kosningavél, sem hefur engan sérstakan tilgang annan en völdin. Þetta er raunar nákvæmlega það sama og einkennir þingflokk Framsóknarflokksins í jafn ríkum mæli og að meira eða minna leyti flesta aðra þingflokka. Þeir eru sagnfræðileg og tæknileg fyrirbæri, en ekki pólitísk. Enda tala verk allra ríkisstjórna sama rómi. Þegar Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, skammaði sína menn fyrir skoðanaleysi í framboðsmáli formannsins, benti hann á, að enginn munur væri leng- ur á einstökum deildum fjórflokksins gamla á Alþingi. Þeir gætu þess vegna boðið framan sameiginlega. Engin flokkur hefur þróað þetta skipulag betur en Sjálfstæðisflokkurinn. Þar snýst veröldin umhverfis for- manninn. Einstakir flokksmenn og verkstjórar telja ekki hlutverk sitt að reyna að hafa áhrif á stefnuna, enda skiptir alls engu máli, hver hún er á pappírnum. Þetta gekk mjög vel, þegar Bjarni Benediktsson var formaður og gengur aftur vel núna, þegar Davíð Odds- son er formaður. Á milli var óróatímabil ósamkomulags um formenn. Sá ágreiningur hentaði flokknum illa og menn voru fegnir að fá Davíð til að hugsa fyrir sig. Nú eru menn svo eðlilega og notalega skoðanalausir, að þeir hafa enga skoðun á því, hvort landsþing flokks- ins skuli vera að vori eða hausti, þetta árið eða hitt. Þeir bíða bara eftir ákvörðun formanns. Þeir mundu sætta sig við, að landsþingi yrði frestað til aldamóta. Skoðanalaus og foringjahollur flokkur er kjörinn valdaflokkur. Hann nær léttu samkomulagi við aðra flokka um myndun ríkisstjórnar, af því að menn eru innilega sammála um að láta ekki málefnaágreining standa í vegi. Hrein og tær völd eru eina stórmálið. Það hentar slíkum flokki að vera í samstarfl um skipt- ingu valdsins við Framsóknarflokksins, sem tímabundið hefur komið upp svipuðu formannsveldi og Sjálfstæðis- flokkurinn. Ekkert mælir á móti því, að samstarfið hald- ist fram eftir næstu öld, ef kjósendur bara leyfa. Þannig er ekki hægt að merkja, að ríkisstjórnir, sem Sjálfstæðisflokkurinn skipar, séu hægri sinnaðri en aðr- ar. Allar ríkisstjómir vemda miðstýringuna, af því að hún hentar sterku hagsmunaaðilunum, sem hafa aðgang að valdinu og hafa þingmenn á sínum snærum. Einn góðan veðurdag segir formaðurinn flokki sínum, hvort hann ætlar að verða forseti landsins. Allir verða áfram afar hamingjusamir og una glaðir við sitt. Jónas Kristjánsson Kínverskt taugastríð gegn Taívanbúum Af öllum smátígrunum í Aust- ur-Asíu, ört dafnandi efnahags- veldum, hefur Taívan náð þeim árangri sem mestum undrum sæt- ir. Eyja undan suðausturströnd Kína, um þriðjungur íslands að flatarmáli, með 21 milljón íbúa, ræður nú yflr einhverjum rífleg- asta gjaldeyrissjóði í heimi vegna blómlegs iðnaðarútflutnings. Jafnframt hafa stjórnarhættir tekið stakkaskiptum á Taívan. Fyrst eftir að Sjang Kaisék flýði til eyjarinnar með stjórn og leifar af her Kuomintang-flokksins í Kína undan sigursælum kommúnistum rikti hann og síðan eftirmenn hans með harðri hendi. Kröfum Taívanbúa sjálfra um áhrif og lýð- réttindi var drekkt í blóði. Eftir því sem elli felldi leiðtoga Kuomintang tók stjórnarfarið að breytast í frjálsræðisátt. Nú situr lýðræðislega kjörið þing í höfuð- borginni Taipei og forsetakosning- ar með mörgum frambjóðendum eru fram undan 23. mars. Að undirlagi Bandaríkjastjóm- ar var látið svo heita fram yfir 1970 að stjómin á Taívan væri Kínastjórn og fór hún með umboð landsins hjá Sameinuðu þjóðun- um. Raunveruleg Kínastjórn í Peking gerði það ætíð að skilyrði fyrir stjómmálasambandi við önn- ur ríki að þau ryfu formleg milli- ríkjatengsl við Taívan. Nixon Bandaríkjaforseti varð að sæta þessu eins og aðrir þegar hann kom á stjórnmálasambandi milli Bandaríkjanna og Kína. Var það illa séð af sumum flokks- bræðrum hans i Repúblikana- flokknum sem vildu halda til streitu þeirri afstöðu að tvær stjórnir væru á kínversku landi, önnur á Taívan. Nú er Kína að endurheimta yf- irráð yfir svæðum sem fyrr meir urðu nýlendur erlendra ríkja. Hong Kong fer undir kínversk yf- irráð frá Bretum 1997 og Macao Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson frá Portúgölum 1999. Talsmaður utanríkisráöuneytis Kína sagði í vikunni að eftir það kæmist efst á blað að ráða til lykta „stöðu Taí- vans og sameiningu ættjarðarinn- ar“. Taívanstjóm hefur þá afstöðu að ræða megi stöðu eyjarinnar við Kínastjórn en algert skilyrði fyrir því sé að Kína skuldbindi sig til að gripa þar ekki til valdbeitingar. Þrátt fyrir þá sjálfheldu hafa sam- skipti og viðskipti yfir sundið milli eyjar og meginlands vaxið ört síðustu árin. Fjármálamenn á Taívan eru meðal mestu fjárfesta á þróunarsvæðunum í Kína sunn- an- og austanverðu. Svo stendur nú á í Kína að Deng Hsiaoping, æðstráðandi í Kommúnistaflokknum, er kominn að fótum fram og yngri menn búa sig undir átök sem orðið geta um eftirmanninn þegar hann fellur frá. Þegar þar að kemur skiptir miklu hvar herforustan leggst á sveif. Til þessa má að verulegu leyti rekja tilhneigingu Kínastjómar til aö beita hervaldsógnun gagnvart Taívan síðustu misseri. Upphafið var mikið uppnám í Peking þegar forseti Taívans, Lí Tenghúí, fékk vegabréfsáritun til Bandaríkjanna í fyrra að sækja bekkjarafmæli í háskóla sínum. Auk mótmæla við Bandaríkjastjóm var efnt til eld- flaugaskotæfmga á hafmu nærri Taívan. í nóvember æfðu svo floti og flugher Kína landgöngu á eyjum á Taívansundi. Nú berast fregnir af liðsamdrætti á meginlandinu gegnt Taívan. Fáir búast við að til meiri tíðinda dragi í bráð en báð- ir aðilar vígbúast. Kínastjórn hef- ur samið við Rússlandsstjórn um tækniyfirfærslu tii smíöi vandaðri árásarflugvéla en hún ræður nú yfir og Taívanstjóm á von á F-16 orrustuflugvélum frá Bandaríkj- unum og Mirage-vélum frá Frakk- landi. En undirrót ýfinga frá Peking er ekki einvörðungu valdastreitan sem þar kraumar vegna heilsufars Dengs. Valdhöfunum, sem börðu niður lýðræðishreyfinguna í höf- uðborg Kína 1989, er meinilla við að sjá lýðræðislega stjórnarhætti festast í sessi á svæðum sem þeir ætla sér yfirráð yflr. Þess vegna hefur Kínastjórn lýst yfir að hún muni afnema þær lýðræðislega kjörnu stofnanir sem Bretar komu upp í Hong Kong á allra síðustu árum áður en þeir eiga að afhenda Kína borgina. Verði Lí Tenghúi endurkjörinn forseti Taivans í næsta mánuði, eins og líkur benda til, verður hann í sterkari aðstöðu en áður, með ótvírætt umboð frá lands- mönnum. Fyrir Kínastjóm vakir öðrum þræði að fæla frá honum fylgi til frambjóðanda sem vill fara hægar í sakirnar gagnvart Kína. Lí Tenghúí, forseti Taívans, veifar til stuðningsmanna sinna á samkomu í kosningaskrifstofu sinni í Taipei. Símamynd Reuter skoðanir annarra Aðrir hnappar Clintons „Það hefði ekki átt að þurfa áríðandi símtöl frá Bill Clinton forseta til að afstýra hemaðarátökum milli Grikkja og Tyrkja um tvo óbyggða kletta í Eyjahafi í síðustu viku. Grikkir og Tyrkir eru sam- an í NATO og Clinton hefur öðrum og mikilvægari hnöppum að hneppa. Við lá að upp úr syði vegna | þess að forsætisráðherrar í veikri stöðu reyndu að slá við þjóðernissinnuðum andstæðingum sínum á sama tíma og lýðskrumspressan ól á nær þúsund ' ára óvild Grikkja og Tyrkja.“ Úr forustugrein New York Times 5. febrúar. Nýr stíll í París „Það er breyttur still í embætti Frakklandsfor- j seta. Francois Mitterrand hafði yfir sér leyndar- Ídómsfulla og upphafna ró en Jacques Chirac geisl- ar af eirðarlausri orku. Chirac er nýliðinn meðal margreyndra leiðtoga stórveldanna. Ákafi hans í að Frakkland komist aftur í fremstu röð og hafi áhrif hefur valdið nokkmm innbyrðis óróleika meðal stórveldanna undanfarna mánuði." Úr forustugrein Jyllands-Posten 5. febrúar. Endurmenntun borgar sig „Lögfestur réttur á fríi til að endurmennta sig er góð hugmynd, svo lengi sem við höfum efni á að borga það sem slíkar umbætur kosta. Thorbjöm Jagland, formaður Verkamannaflokksins, hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að ekkert borgi sig jafn vel fyrir samfélagið og að fjárfesta í menntun og hæfni. En þaö verður líka að fjármagna íjárfesting- ar sem borga sig. Rekstur margra norskra fyrir- tækja gengur vel nú en varla nokkurt þeirra hefur ráð á að gefa starfsmönnum sínum ársfrí á fullum launum tíunda hvert ár, eins og verkalýðshreyfíng- in hefur lagt til.“ Úr forustugrein Aftenposten 7. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.