Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 23
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 23 Ég er tengiliður milli alda „Ég segi nú sjálf að ég sé nokkurs konar tengiliður á milli alda. Þetta er handavinna sem barst hingað til íslands fyrir aldamótin 1900 og nú er ég að koma þessu yfir á 21. öldina svo þetta falli ekki í gleymskunnar dá,“ segir Sigríður Salvarsdóttir í Vigur á ísafjarðardjúpi en hún hef- ur undanfarið fengist við að leið- beina konum hér á suðvesturhorn- inu við að búa til listmuni úr mannshárum og öðrum hárum, s.s. hrosshárum. minni, Ragn- heiði Hákonar- dóttur. Ég lærði hárvinnuna af henni þegar ég var níu ára gömul, þeg- ar ég var sjúk- lingur, en vann ekki við mynd- gerð aftur fyrr en - segir Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sem býr til listmuni úr mannshárum „Nú er ég komin hingað suður og hef þegar leiðbeint nokkrum. Aðalvandinn við þetta er brugðningin á vír sem ég nota yið þetta. Brugðningin veröur að vera eins og bein lína, ef það tekst ekki verður hand- bragðið ljótt.“ Sið- an eru hárin klemmd á milli vír- anna. Eins og fyrr segir barst hár- mynda- gerð til íslands fyrir sið- ustu aldamót og á Ár- bæjarsafni er að finna mynd, eftir Guðrúnu V Sigríður við vinnu sína. Hún hefur rakt viskastykki á borðinu sem kemur í veg fyrir að hárin fari út um allt. Á borð- inu má sjá hluta af þeim munum sem hún hefur unnið. Fremst til vinstri á myndinni má sjá tvö pör af eyrnalokkum sem hún hefur unnið. DV-mynd Brynjar Gauti safnast til feðra sinna. Eg veit til dæmis bara um eina konu auk mín sem fæst við þetta í dag. Áður fyrr voru búnir til miklu stærri myndir úr hárum en ég er að búa til. Þá voru líka búnar til vasaúrfestar fyr- ir karlmenn úr mannshárum og fleiri munir. Ég man eftir því að pabbi átti til svona festi en hún var búin til eins og spjaldvefnaður er gerður, með festingar á sitt hvorum enda og gullplata í miðjunni með nafninu hans.“ Eyrnalokkarnir dagsverk Munirnir eru seinunnir. Til dæmis var um dagsverk að vinna eyrnalokkana sem sjá má mynd af á blaðsíðunni. Eins og fyrr segir býr Sigríður í Vigur en mikill ferðamannastraum- ur er þangað yfir sumarmánuðina. Þar selur hún muni sem hún býr til og verður vör við nokkurn áhuga fólks á framleiðslu sinni. Ekki sé erfitt að verða sér úti um hráefni en aðallega sé framleiðslan og tilsögnin hugsuð fyrir þá sem vilja búa til eða láta búa til muni úr eigin hárum. Til dæmis geti síðhært fólk tekið lokk úr eigin hári og búið til eða lát- ið búa til eitthvað úr hárinu. Vandamálið í dag sé hins vegar að verða sér úti um nógu langt hár svo að ekki þurfi að bæta við þegar einu sinni er byrjað á verki. -pp f FTfTT ’j v.f W >eígj y W 1 rA'í 1 Í \ f i3 & W A 19R 1 » 1 a W M m {' ál 1| 1 1 ’ / í2 fM' éL.|h a r & I Fagor FE-624 ný gerö, einstaklega einföld í notkun. Vinduhraði: 650 sn/mín. Stærð: fyrir 5 kg Hæð: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 cm FAGOR FAGOR FE-624 Staögreitt kr. 39.900 Þar sem Sigríður leiðbeinir kon- um á heimili systur sinnar ber að líta marga fagra muni úr mannshár- um. Má þar nefna eymalokka, næl- ur og innrömmuð listaverk. Kom til landsins frá Danmörku Sigríður segir hármyndagerð hafa borist hingað til íslands fyrir aldamótin 1900 með Karitas Hafliða- dóttur sem fædd var 1864 en dó 1945. Hún var frá Fremri-Bakka í Langa- dal í Nauteyrarhreppi. Karitas fór til Danmerkur um 1890 og dvaldi þar hjá móðursystur sinni, Guð- rúnu Hjálmarsdóttur Halberg. Guð- rún var gift dönskum sjómanni að nafni Niels Frederik Halberg. Hjá þessari móðursystur sinni lærði Karitas hármyndagerð - og að lík- indum einnig perlusaum, þótt ekki sé með fullu um það vitað. í einblöðungi, sem Sigríður lét gera fyrir sýningu sem hún hélt, segir enn fremur um Guðrúnu Hal- berg að um hana hafi verið sagt að það sem Jón Sigurðsson var fyrir is- lenska stúdenta í Kaupmannahöfn hafi Guðrún verið fyrir íslenska handverksfólkið sem kom í atvinnu- leit eða hina sjúku sem komu að heiman frá íslandi til að leita sér heilsubótar í Kaupmannahöfn. „Karitas gerðist barnakennari á Ísafírði og kenndi þar um hálfrar aldar skeið. Þá kenndi hún mörgum þessa hárvinnu. Þar á meðal móður eftir 1980, 45 árum seinna. Þá fór ég að rifja þetta upp og búa til myndir, nælur og eyrnalokka með þessari aðferð. Munir frá miðri 19. öld Ástæðan fyrir námskeiðum Sig- ríðar er sú að í júní sl. var haldin sýning á verkum kvenna í Perlunni, sýningin íðir ’95. Sigríður var ein þeirra sem sýndi muni þar og varð hún vör við áhuga kvenna á að kynnast hvernig hún bæri sig að við verk sín. Úr varð að hún lét bók liggja frammi þar sem áhugasamir gætu skrifað nafn sitt niður ef síðar yrði af námskeiðum. Hafberg sem gerð var árið 1852. Þá er líka talsvert til af munum i einkaeign hér á landi. „Það var þó nokkuð mikið um listmunagerð úr hárum eftir að Karitas kom til ísafjarðar. Hún kenndi þetta ábyggilega fram undir 1930. Það voru margar konur sem lærðu þetta hjá henni en þær hafa RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 562 40 11 Sirga. Falleg fjölskyldu- mynd um vináttusamband ungs drengs og Ijónsunga. Myndin er gerö af Luc Besson. Kl. 20:25 Duldir (The Colony). Mick McCann fær það verkefni að rannsaka morð á geð- lækni. Kl.22:25 Ástarraunir (Scorchers). Faye Dunaway, Denholm Elliott, James Earl Jones og Jennifer Tilly. Kl.00:15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.