Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 JL^V Hann á sér allsérstætt áhugamál, bóndinn í Austvaðsholti í Holta- og Landsveit. Þegar hann er ekki að sinna búinu og sinni 31 árskú, kálf- um, kvígum og kindum þá situr hann við tölvuna og teflir Email- skákir eða tölvupóstskákir. Áður fyrr hétu þetta bréfskákir, sem gátu staðið í nokkur ár, en eftir að bónd- inn tileinkaði sér tölvutæknina og tölvupóstinn tekur aðeins 2 til 3 mánuði að ljúka hverri skák, sem klukkuskákmönnum þykir líklega heil eilífð en bréfskákmönnum, en þeir eru nokkrir tugir virkir hér- lendis, þykir eitt andartak. Lærði skák á unglingsárunum Sá sem hér er rætt um heitir Hannes Ólafsson. Ættfeður Hannes- ar hafa stundað búskap aö Aust- vaðsholti frá því um miðja átjándu öld eða í tæplega fjórðung þess tíma sem ísland hefur verið í byggð. „Ég 'lærði skák á unglingsárum mínum, um 1970, þegar ég var í gagnfræðaskólanum að Skógum. Svo fór ég að tefla og varð Suður- landsmeistari nokkrum sinnum. Hannes segir vel í myndinni að efna til tölvupóstskákmóts hér á landi og þá með skemmri umhugsunartíma en tíðkast f því heimsmeistaramóti sem hann keppi á. Það gæti orðið til að efla áhugann á skákinni hér á landi. DV-mynd EJ sem er að ryðja sér til rúms. Sem dæmi má nefna Svíana Jonny Hect- or og Ulf Anderson. Hannes segir spennu allt eins fylgja ástundun bréfskáka og tölvupóstskáka og klukkuskák en þó geti þær dregist það á langinn að þær séu leiðinleg- ar. Menn fylgi að sjálfsögðu allt öðru tempói en lúmsk spenna sé því fylgjandi að stunda bréfskák. Fann mig vel í þessu „Ég fann mig strax vel í þessu tómstundagamni. Ég hef gaman af því að keppa að hlutunum og hafa markmið og þetta hjálpar mér í því. Ég var hins vegar orðinn dálítið leiður á þessu og þá kom tölvutækn- in mér til bjargar. Staðreyndin er líka sú að bréfskákin, sem var mjög vinsæl hér á árum áður og allt þar til á þessum áratug, á orðið undir högg að sækja - hún er að keppa við svo margt annað. Ég hef þá trú að tölvupósturinn hleypi nýju lífi í þetta form skákarinnar og einnig takist henni að höfða til yngra fólks sem liggur yfir tölvunum og Inter- netinu kvöldum saman.“ í dag hefur Hannes komið sér upp gagnabanka þar sem hann leikur Bréfskákmenn tölvuvæðast og Islendingur keppir á heimsmeistaramótinu í tölvupóstskák: Lengsta skákin stóð í rúm fimm ár - segir Hannes Olafsson, bóndi og alþjóðlegur stórmeistari í bráfskák Síðan tók ég þátt í íslandsmótum í áskorendaflokki en árið 1979 byrjaði ég að tefla bréfskák. Það var um það leyti sem ég byrjaði búskap og tími til að binda sig yfir klukkuskákmót- um var ekki lengur aflögu. Ég varð íslandsmeistari í bréfskák, það mót hófst árið 1979 og mótinu lauk á tveimur árum,“ segir Hannes. Hann segir þess dæmi að menn tefli yfir 100 bréfskákir í einu en al- gengara sé þó að tefldar séu 15 til 20 skákir í einu. Mest hefur Hannes teflt 38 skákir samtímis sem hann segir reyndar allt of mikið. „Bréfskákirnar geta tekið nokkur ár, allt eftir því hvar andstæðin- garnir eru staddir í heiminum. Inn- anlands og á Norðurlöndunum er al- gengt að hver skák taki um 2 ár en ef keppendur búa á fjarlægari slóð- um tekur hver skák lengri tíma. Nokkuð algengt er að mót keppenda sem búa langt hvor frá öðrum geti tekið allt að 5 ár. Til dæmis tók 7 ár aö knýja fram úrslit í síðustu heimsmeistarakeppni í bréfskák, þó fóru síðustu leikirnir fram með hjálp tölvupósts." Hannes segir lengstu skák sína hafa staðið yfir í hálft sjötta ár. Telf- dir hafi verið 70 til 80 leikir í þeirri skák sem endaði svo að lokum meö jafntefli. Andstæðingurinn hafi ver- ið Austur-Þjóðverji en þetta var á meðan þýsku ríkin voru aðskilin eða snemma á 9. áratugnum. Hann- es viðurkennir að þessi skák hafi verið í lengra lagi enda hafi honum verið farin að leiðast hún. Önnur enn þá hægari skák hafi verið á móti Búlgara undir lok níunda ára- tugarins. Hún hafi tekið rúmlega fimm ár og leiknir hafi verið 36 leik- ir eða að jafnaði 7 leikir á ári. Aldagamalt form Hér er um að-ræða aldagamalt form á iðkun skáklistarinnar. Hannes segist hafa heyrt sögu af tveimur biskupum á Ítalíu sem tefldu bréfskák fyrr á öldum meðan póstþjónustan var I frumbernsku. Skemmst er frá að segja að biskup- unum entist ekki aldur til að ljúka skákinni. Bréfskákmenn hafa myndað með sér nokkur félög. Má þar nefna ICCF, Alþjóðasamtök bréfskák- manna, IECG, Alþjóðasamtök tölvu- póstskákmanna, FÍBS, Félag ís- lenskra bréfskákmanna, sem er inn- an vébanda ICCF og Skáksambands íslands, sem aftur er innan vébanda FIDE. Þessi félög bréfskákmanna standa að skákmótum sem sum hver gefa stig til stórmeistaratitils og alþjóðlegs stórmeistaratitils í bréfskák. Hannes Ólafsson er til dæmis eini íslendingurinn sem hef- ur hlotið alþjóðlegan stórmeistara- titil ICCF en það var á síðasta ári. Hins vegar varð hann alþjóðlegur meistari árið 1991. IECG eru samtök sem stofnuð voru árið 1994 af áhugamönnum um tölvupóstskák. Þessi samtök hófu sína fyrstu heimsmeistarakeppni 15. janúar sl. og hlaut Hannes þann heiður að vera meðal 9 þátttakenda í mótinu og keppir því við 8 mótherja í einu. En þess má geta að klukkuskák er einnig tefld manna á millum á Internetinu. Mikill heiður „Þetta er mikill heiður fyrir mig en ég hefði kosið að æfa mig aðeins fyrst í að nota tölvuna á þennan máta. Ég keypti tölvu í haust og þá tengdist maður þessu blessaða Interneti og þá opnaðist sá mögu- leiki að tefla nýtt form bréfskákar. Þetta er.miklu fljótvirkara, til dæm- is er verið að tala um að mót klárist á 3 til 4 mánuðum. Maður gat orðið leiður á að bíða eftir leikjum í gamla bréfskákmótaforminu. Um- hugsunartíminn í þessu er líka tal- inn í dögum en ekki mánuðum. Maður þarf að leika 10 leiki á 40 dögurn." Það fylgdi þessu spenna í Alfræðibókinni um skák eftir dr. Ingimar Jónsson segir að bréfskák hafi tíðkast þegar á 17. öld en fyrstu varðveittu bréfskákirnar séu frá upphafi 19. aldar. Á fyrstu áratugum 19. aldar hafi þetta form skáklistarinnar færst í vöxt og stuttu eftir aldamót 20. aldar varð Þorvaldur Jónsson, læknir á ísa- firði, fyrstur íslendinga til að tefla bréfskák. Þegar líða tók á öldina jókst síöan áhugi á bréfskák hér á landi og árið 1981 var Jón A. Páls- son útnefndur alþjóðlegur meistari í bréfskák, fyrstur íslendinga. Mikið er um góða skákmenn í bréfskákinni og tölvupóstskákinni bréfskákir sínar. Áður fyrr þurfti að halda bókhald og stilla upp hverri skák fyrir sig þegar nýr leikur barst og honum var svarað. Þá nota sum- ir skákforrit þar sem þeir athuga hvaða leikir eru líklegir í stöðunni hverju sinni en það nota klukku- skákmenn, með alla sína aðstoðar- menn sumir hverjir, lika. Hannes segist þó að mestu tefla sínar skák- ir sjálfur. „Gagnabankinn, sem í er að finna tugi þúsunda skáka, heldur mikið betur um þetta og ég get athugað betur hvaða leikir hafa áður verið leiknir í áður telfdum skákum og þá náttúrlega hvaða svör eru líklega við mínum leikjum. Áður þurfti ég að skrifa allt saman niður og maður var að skrifa þetta á umslög og ann- að bréfsefni sem var við höndina og svo týndi maður því. Tölvutæknin hjálpar manni þannig mikiö að halda utan um þetta.“ Hann segir þetta áhugmál hins vegar tímafrekt eins og mörg önnur og það þurfi að sinna því vel til að ná góðum árangri og halda honum. Þetta sé hins vegar skemmtilegt og því tímanum vel varið við bréfa- og nú tölvupóstskákir. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.