Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Side 31
JjV LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 39 Magnea Guðmundsdóttir, oddviti á Fiateyri og maður ársins á rás tvö, gefur Kristjáni J. Jóhannessyni sveitarstjóra kaffi á vikulegri samverustund Önfirðinga í Reykjavík. DV-mynd Brynjar Gauti Opið hús fyrirbrottflutta Flateyringa: Gott fyrir sálartetrið - segir Björn Ingi Bjarnason, formaður Önfirðingafélagsins „Það hefur stundum verið það margt hérna að menn hafa ekki rúmast hér og hafa þurft að standa frammi á gangi,“ segir Bjöm Ingi Bjamason, formaður Önfirðingafé- lagsins, en félagið hefur staðið fyrir vikulegri samvemstund í vetur. „Fyrst eftir flóðið á Flateyri var Rauði krossinn með opið hús allan sólarhringinn. Síðan breyttist þetta í vikulegar stundir í húsnæði Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og svo núna eftir áramótin þá feng- um við aðstöðu hér.“ Kerti og pönnsur Á hverjum þriðjudegi, á milli klukkan fjögur og sjö, hittast 10 til 30 manns, bæði fólk sem flutti frá Flateyri eftir flóðin í október sem og gamlir Önfirðingar, í húsnæði Álfa- borgar í Knarrarvogi 4. Herbergið sem félagið hefur til umráða er lítið en andrúmsloftið er þægilegt. Á veggjum hanga myndir frá Flateyri og Önundarfirði, kerti loga á borð- um og boðið er upp á kaffi og pönnukökur. „Menn líta mikið inn hérna, til dæmis á leiðinni heim úr vinnunni. Það er mjög gott að hafa svona sam- verustund, ekki bara fyrir þá sem mæta heldur er það líka bara mjög gott fyrir sálartetrið að vita af þessu að hér er alltaf opið hús. Þannig hjálpar þetta bæði beint og óbeint að skapa festu og öryggiskennd," segir Bjöm Ingi. Herdís Egilsdóttir er ein af þeim sem misstu húsið sitt í flóðinu. Hún segist koma af og til í Knarrarvog- inn. „Þetta er mjög gott. Það er gott að hitta fólkið hérna og halda þannig sambandi," segir Herdís. 200 manns litið inn Um 1100 manns eru í Önfirðinga- félaginu. Þetta fólk er búsett víða um landið en flestir þó í Reykjavík. Björn Ingi segir að alls hafi um 200 manns komið á þriðjudagsstundim- ar frá því að byrjaö var á þeim. Þegar DV leit inn í Knarrarvog- inn síðasta þriðjudag vildi svo til að oddviti Flateyrar, Magnea Guð- mundsdóttir, og Kristján J. Jóhann- esson sveitarstjóri komu þar við I fyrsta sinn. Þau vom í opinberum erindagjörðum í Reykjavík og höfðu verið á leiðinni vestur á Flateyri. Það var hins vegar ekki flogiö þann daginn vegna veðurs svo að þau ákváðu að líta inn. „Fólk á Flateyri veit vel af þessu hérna og er mjög ánægt með þetta," segir Magnea. Að sögn Magneu vom alveg um hundrað manns sem á einn eða ann- an hátt tengdust hörmungunum síð- asta haust, annaðhvort lenti í flóð- inu, varð fyrir tjóni eða ástvina- missi. Af þessum hundrað fluttu um 60 manns til Reykjavíkur. Að und- anfórnu hafa sumir snúið aftur en enn búa margir fjarri Flateyri. í kvöld halda Flateyringar þorra- blót sem þar í sveit er kallað Stút- ungur og segir Björn Ingi að brott- flutiir Önfiröingar ætli aö fjöl- menna vestur til að taka þátt í gleð- skapnum. -ból Frá fundinum í Reykjavók. Skíðabogar með segulfestingum. Mjög auðvelt í notkun. Þægilegra getur það ekki verið. | Verð frá 7.942. Bílavörubúöin FJÖÐRIN Skeifan 2.588-2550 i HERRAR, munið Valentínusardaginn, 14 febrúar. Þú færð undirfötin hennar hjá okkur. Esj ps ÍL Laugavegi 66 Sími 551-2211 EIMSKIP AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 7. mars 1996 og hefst kl. 14.00. ------dagskrá ------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórninni eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 29. febrúar til hádegis 7. mars. Reykjavík, 5. febrúar 1996. STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.