Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 33
JjV LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996
Fíkniefnamarkaðurinn í Evrópu veltir árlega um 35 þúsund milljörðum króna. Ríkisstjórnir ýmissa landa vilja nú
framleiða heróín fyrir þegna sína tii þess að bæta heilsufarið og minnka glæpi. Framleiðslan kostar 250 krónur
grammmið en er seld ólöglega á hundrað sinnum meira eða 25 þúsund krónur. Tilraunin kemur því í veg fyrir að
fíklarnir stundi glæpi til að fjármagna fíknina og slá um leið á gríðarlegan hagnað fíkniefnahringanna.
Ókeypis heróín í
Danmörku og Hollandi
Fíkniefnaráð dönsku ríkisstjórn-
arinnar mun á næstu vikum skila
skýrslu um kosti og galla þess að út-
hluta fikniefnaneytendum ríkis-
heróíni, eins og það er kallað. For-
maður nefndarinnar er Preben
Brandt landlæknir og hann er ekki
í vafa um að kostirnir séu fleiri en
gallarnir. Þó hefur hann lagt
áherslu á að samhliða verði að auka
upplýsingastreymið verulega og
herða mjög á forvörnum, einkum
meðal yngra fólks. Heróín úr lækna-
höndum gæti sent þau skilaboð til
ungu kynslóðarinnar að efnið væri
ekki eins hættulegt og raun ber
vitni. Þær meðferðaraðferðir sem
boðið er upp á hjálpa ekki meiri-
hluta fikniefnaneytanda og því telur
Preben Brandt að ríkisheróín veiti
þeim heilbrigðara líferni og mögu-
leika til að fá sér vinnu og húsnæði.
I Hollandi eru menn tilbúnir með
tilraunaáætlun um dreifingu
heróins á sömu nótum og í Sviss.
Þar á tilraunin að miðast við borg-
irnar Rotterdam og Amsterdam.
Áætlunin er tilbúin og einungis beð-
ið eftir niðurstöðum úr alþjóðlegum
rannsóknum áður en endanleg
ákvörðun verður tekin.
Frjálsræði í stað hafta
Preben Brandt, landlæknir í Dan-
mörku, telur að það eigi alls ekki
bíða eftir niðurstöðum svissnesku
tilraunarinnar sem í fyrsta lagi
mun liggja fyrir á árinu 1997. Til-
ráunina á að setja í gang svo fljótt
sem auðið er í Danmörku til þess að
hægt sé að bera niðurstöðurnar
saman við niðurstöðurnar frá Sviss
og Hollandi, og reyndar Þýskalandi
og Englandi þar sem tilraunir í
smærri stil hafa staðið yfir. Hann
hefur einnig lýst því yfir að nú þeg-
ar eigi að ákveða hvort Danir skuli
halda fast við þær baráttuaðferðir
sem notaðar eru í Bandaríkjunum
og á Norðurlöndunum eða færa sig
yfir á frjálslyndari brautir, eins og
Svisslendingar og Hollendingar.
Kirsten Thue Skinhoj, aðstoðar-
forstjóri Miðstöðvar um vímuefnar-
annsóknir í Danmörku, er á sama
máli og hefur sagt að ekki þurfi að
ræða málið frekar. Tilraunin í Sviss
sé afar vönduð og hentug. Niður-
stöður þaðan séu ótvírætt jákvæðar
og því sé ekki eftir neinu að bíða.
Fjölmargir aðrir hafa lýst sig fylgj-
andi slíkri tilraun í Danmörku og
eins og áður segir er talið fullvíst að
nefnd sem skipuð var leggi eindreg-
ið til að þessi leið verði farin. Hins
vegar er talið að enn sé ekki meiri-
hluti fyrir þessu á danska þinginu.
Leysið mig úr helvíti
Þetta er hreint helvíti, segir
Margit, 29 ára heróínisti, í viðtali
við BT. Hún hefur verið fíkniefna-
neytandi í 12 ár og neyðist daglega
til þess að selja illa leikinn líkama
sinn á Halmtorgiriu og Istedgade í
Kaupmannahöfn. Hún þarf 15 þús-
und daglega til efniskaupa og hefur
reynt fjölda meðferða án árangurs.
Nú vonar hún að svissneska til-
raunin verði að veruleika í Dan-
mörku þannig að hún geti hætt að
liggja undir mörgum afar ókræsileg-
um karlmönnum á degi hverjum. í
framhaldi af því vonast hún til þess
að geta tekið upp samband við níu
ára gamlan son sinn og fjölskyldu.
Þegar Margit var að hefja fíkni-
efnaneysluna eignaðist hún barn
sem dó af heilaskaða. Hún kenndi
sjálfri sér um og fór hratt niður eft-
ir það. Reyndar varð hún ólétt aftur
og eignaðist heilbrigðan son ári síð-
ar. Hún losaði sig undan fíkninni í
fjögur ár - en féll aftur í sama farið.
Fíkniefni fyrir 35 þús-
und milljarða!
Talið er að verðmæti ólöglegra
viðskipta með fíkniefni í Evrópu
nemi árlega 35 þúsund milljörðum
króna. Hér er um gríðarlega upp-
hæð að ræða eða sem svarar öllum
íjárlögum íslenska ríkisins í 350 ár!
Á árinu 1994 lögðu lögregla og toll-
gæsla hídd á 6 tonn af heróíni, 29
tonn af kókaíni, 733 tonn af hassi og
tvö tonn af amfetamíni. Aukning á
haldlögðu efni frá fyrra ári varð í
öllum efnisflokkum, eða frá 15 og
upp í 70 prósent.
í skýrslu fíkniefnaskrifstofu Evr-
ópusambandsins og fíkniefnadeild-
ar Europol er einkum varað við
hættu á framgangi hinna nýju
glæpahringa í Mið- og Austur-Evr-
ópu sem hafa útibú í öllum löndum
Evrópu. í Póllandi er gríðarlega um-
fangsmikil framleiðsla og dreifing á
amfetamíni og fleiri efnum og þessi
framleiðsla vex hratt, einkum í Ung-
verjalandi, Tékklandi og baltnesku
löndunum þremur. Þessir glæpa-
hringar sjá einnig um dreifingu á
heróini, ópíum og kókaíni sem eink-
um kemur frá gullna þríhyrningn-
um, Pakistan og Suður-Ameríku.
41
Misstu ekki afspennandi
aukablödum I
ífebrúar og mars!
Aukablöð DY eru löngu orðin landsþekkt.
Blöðin eru bæði fræðandi og skemmtileg og
fjalla uni margvísleg og gagnleg sérsvið.
Bttar '96
I TTflðÍny^erj$ íinna heildstætt yfirbt yfir þá
fólksbiía og jeppa sem bílaumljoðin hafa í boði
á árinu 1996. Blað sem enginn bílaeigandi má
láta fram hjá sér fara.
28. febrúar
Fjölbreytt og efnismikið blað nm allt sem
viðkemur hljómtækjum. Þar verður meðal
annars fjallað um helstu nýjungar á
markaðnnm.
6. marst
Ferðir -
erlendis
Ita3^3f®ðpplýsingar um þá ferðamöguleika
sem eru í boði á árinu 1996 hjá
ferðaskrifstofunum, ásamt ýmsum hollráðum
varðandi ferðalög erlendis.
uiars Fermingar-
•gjafa-
andbók
Nauðsynleg upplýsinga- og innkaupahandbók
fyrir alla þá sem eru í leit að fermingargjöfum.
M * LjúUuvyU útg'áfa á dep
_