Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Síða 34
42 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 Utanríkisráðherra sætir gagnrýni vegna linkindar í samskiptum við Norðmenn Þegar ég tók hér við voru þessi mál í miklum hnút - segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins Hverju svarar þú þeirri gagn- rýni sem þú hefur oröið fyrir frá forvera þínum í utanríkisráðu- neytinu og fleiri um linkind í samskiptum og samningum við Norðmenn í fiskveiðimálum? „Jón Baldvin hefur á engan hátt rökstutt þetta nema aö því er varð- ar eitt atriði. Það er að við höfum ekki sent k'æru til EFTA-dómstóls- ins í sambandi við mál togarans Más. Við höfum vísvitandi látið það bíða vegna þess að við höfum gert okkur vonir um að náðst gætu samningar í þvi máli. Ég hef ekki afskrifað það enn þótt ég sé svart- sýnni nú en ég var í haust. Ég heid að allir geri sér grein fyrir því þeg- ar þeir hugsa málið betur að þessi mál geta ekki endað nema með samningum." Þú segir að Másmálið sé í með- ferð: „Másmálið er til umfjöllunar á öðrum vettvangi því útgerð togar- ans hefur kært það til Eftirlitsstofn- unar Evrópska efnahagssvæðisins og það verður ekki látið niður falla, enda ætlar sú stofnun að vinna áfram í málinu. En það getur vel verið, ef mál skýrast ekki á næst- unni, að við sendum kæru vegna þess til EFTA-dómstólsins og erum með tilbúna kæru í því máli sem við höfum ekki sent en getum gert það hvenær sem er.“ Erum við að láta stilla okkur upp við vegg og hirðum bara mol- ana af borði Norðmanna og Rússa í fiskveiðimálum, eins og Jón Baldvin Hannibalsson segir? „Við erum enga mola að hirða af borðum eins eða neins. Það hefur enginn rökstutt það hvar við höfum get mistök í þessu samningaferli. Þegar ég tók við hér í utanríkis- ráðuneytinu voru þessi mál í mikl- um hnút. Ég er ekki að kenna nein- um sérstökum um það. Við reynd- um að koma af stað samningum og það tókst. Það hefur hins vegar ekki komið niðurstaða í það mál en ég tel samt að rétt hafi verið á þessu hald- ið. Við tókum til að mynda skyndi- ákvörðun um það að leita samninga við Færeyinga og frá þeim var geng- ið á nokkrum klukkutímum. Eng- inn hefur gagnrýnt það, enda tel ég að með því hafi verið sýnd rétt við- brögð. Ég minni á, vegna þess að ég þekki það frá fyrri tíð, að samning- ar um loðnuna tókust 1987. Þá hafði staðið í samningaþóíi í um það bil 10 ár. Á þeim fundi þegar samning- ar tókust hafði enginn gert ráð fyr- ir því að niðurstaða fengist í mál- inu. Samt fór nú svo að það var samið. Ég lærði það þá að samning- ar geta tekist skyndilega. Þess vegna styð ég ekki þau sjónarmið að vera bara í því að skella hurðum, hvorki í mannlegum samskiptum né samskiptum milli þjóða. Þeir sem tala fyrir því eru aðilar sem ’vilja enga samninga. Mér hefur fundist Alþýðuflokkurinn tala fyrir því að ekki eigi að semja í þessum málum. Ég minni þá á hvaða áhætta er tekin með því. Menn taka líka áhættu með því að fara samninga- leiðina en það vil ég gera. En ég vil ekki taka þá áhættu að stefna vísvit- andi aö engum samningum." Þú nefndir loðnuna. Hún virð- ist nú hætt að ganga inn 1 norska fiskveiðilögsögu. Eigum við ekki að segja upp þeim samningum og reka norsku loðnuveiðiskipin út úr íslenskri fiskveiðilögsögu? Ég er andvígur því að segja þeim samningum upp á þessu stigi. Jafn- vel þótt loðnan hrygni í íslenskri lögsögu þá er útbreiðsla hennar sögulega allmikil, bæði á Jan Mayen- svæðinu og Grænlands- svæðinu. Það höfum við viður- kennt. Við ætlumst til þess af Norð- mönnum að þeir viðurkenni það sama að því er varðar síldina. Það vill svo tU að með hana er þessu öf- ugt farið. Það gengur ekki, hvorki fyrir okkur né Norðmenn, að við notum rökin þeirra í loðnumálinu og þeir noti okkar rök í síldarmál- inu. Menn verða að vera sjálfum sér samkvæmir í svona málum.“ Trúir þú því að Norðmenn gefi eftir og semji? „Ég trúi því að sá dagur muni koma að Norðmenn beri gæfu til þess að vera sjálfum sér samkvæm- ir að þvi er varðar þessa stofna. Það væri mikið glappaskot af okkur, þegar við stöndum í þessari miklu baráttu núna, að fara að snúa þessu öllu við vegna þess að það hentar okkur í loðnumálinu. Það hlýtur hins vegar öllum að vera ljóst að ef ekkert gerist í þessum málum þá Yfirheyrsla á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson hljóta samskipti þjóðanna að vera í hættu. Þá er ástandið líka orðið svo alvarlegt að maður vill helst ekki hugsa þá hugsun til enda - að við séum nánast komnir í stríð út af hverju einasta samskiptamáli við Norðmenn." Því hefur verið haldið fram hér á landi aö við eigum að endur- skoða öll samskipti okkar við Norðmenn og meðal annars neita norskum skipum um þjónustu í íslenskum höfnum. Hverrar skoðunar ert þú? „Við höfum viðurkennt rétt er- lendra skipa að koma til íslenskra hafna og fá þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. Ég er andvígur því að snúa þeirri túlkun við því það veik- ir okkar málstað að breyta um frá einum degi til annars. Við verðum að fara að alþjóðalögum og standa við alþjóðlega samninga. Það verður ætlast til þess að Norðmenn geri það líka. Ég tel að Norðmenn veiki sinn málstað með framferði sínu og mér sýnist sem það sé að koma þeim i koll á ýmsum stöðum. Ég tek eftir því að þeir verða fyrir vaxandi gagnrýni innanlands í Noregi einmitt fyrir framkomu stjórnvalda gagnvart nágrönnum sínum. Það getur því ekki annað verið en norsk stjórnvöld séu að fara mjög gagn- rýnið yfir það sem þau hafa verið að gera. Ég hef enga löngun til að taka upp vitleysuna i þeirn." Sjálftaka Norðmanna við Sval- barða - telur þú koma til greina að kæra hana til Haag-dómstólsins? Já, það kemur mjög til álita en ég vil ekki blanda því saman við rétt- indi okkar á úthafinu. Svalbarða- svæðið er umdeilt svæði og engin þjóð hefur viðurkennt rétt Norð- manna þar nema Kanadamenn. Ég á ekki von á því að önnur þjóð fallist á túlkun þeirra á þessu svæði. Hvort við verðum fyrstir til þess að fara í mál út af sjálftöku Norö- manna þarna og senda málið til Al- þjóðadómstólsins í Haag eða ekki fer að sjálfsögðu mikið eftir fram- vindu mála. Það eru ýmsar aðrar þjóðir sem fylgjast þarna grannt með. Til að mynda hafa Rússar ekki viðurkennt lögsögu Norðmanna á svæðinu."________________________ Jón Baldvin Hannibalsson hef- ur sagt að nota eigi tækifærið í sambandi við síldardeiluna og reka fleyg milli Norðmanna og Rússa. Hvert er þitt álit? „Við höfum aukið mjög samskipt- in við Rússa í þessum málum; ekki með því hugarfari að reka fleyg heldur til þess að vera upplýstir um afstöðu beggja aðila. Það var um of hér áður fyrr að menn byggðu sam- skiptin við Rússa á því sem Norð- menn höfðu um þau að segja. Þar hefur orðið breyting á og meðal annars þess vegna hefur tekist að koma á eðlilegum samskiptum við Rússa í sambandi við viðskipti. Það mál var allt komið hér í hnút. Það hefur verið leyst úr því í bili að minnsta kosti. Ég skil því ekki gagnrýni fyrrverandi utanrikisráð- herra. Ef eitthvað er þá er hann að gagnrýna sjálfan sig.“ Snúum okkur aðeins að kom- andi stórmáli innanlands sem er komandi kjarasamningar eftir 11 mánuði. Það er mikill hiti í verkalýðshreyfingunni vegna þess hvernig mál skipuðust í haust. Og það verður ný forysta ASÍ sem tekur við samningum um áramót. Er ríkisstjórnin farin að undirbúa sig fyrir þessi kom- andi átök? „Við erum farin að undirbúa okk- ur með þeim aðgerðum sem eiga sér stað í efnahagslífinu. Rekstur ríkis- sjóðs skiptir mjög miklu máli í sam- bandi við komandi kjarasamninga, eins og til að mynda hvort tekst að skapa svigrúm til einhverra breyt- inga á sköttum. Hagvöxtur er meiri en menn spáðu. Allt er þetta til að styrkja grundvöllinn. Það getur eng- inn bætt kjörin í landinu nema grundvöllurinn sé í lagi. Við höfum talið það forgangsmál að minnka at- vinnuleysið og það er að gerast. Ég held að það verði meginverkefni næstu kjarasamninga, eins og margra annarra, að reyna að jafna kjörin meira.“ Hefur það ekki verið ætlun allra í mörg ár en aldrei tekist? „Ég held því fram að endurskoða þurfi margt í grundvelli kjaramn- inganna til þess að það megi takast. Vissulega hafa þeir hærra launuðu of mikla möguleika til þess að ná meiru til sín. Þetta á sér meöal ann- ars rætur í vinnulöggjöfmni. Ég tel að henni þurfi að breyta. Þá reynir á samstöðu aöila vinnumarkaðar- ins, hvort þeir eru tilbúnir til þess að standa að því að breyta vinnulög- gjöfinni þannig að möguleikar fá- mennari hópanna séu takmarkaðir. Rikisvaldið getur vissulega gert margt en aðilar vinnumarkaðarins bera hér mikla ábyrgð. Ég hef eng- an heyrt tala um að setja hagvöxt og stöðugleika í hættu með kjarasamn- ingum." Aðeins að lokum. Það er mikið rætt um að Davíð Oddsson for- sætisráðherra ætli í forsetafram- boð. Hvaða áhrif myndi það hafa á stjórnarsamstarfið að þínum dómi ef svo færi? Það ætti áuðvitað öllum að vera ljóst að sami maður gegnir ekki embætti forsætisráðherra og for- seta. Það liggur síðan ljóst fyrir að ef forsætisráðherra fer í forseta- framboð þarf að mynda hér nýja ríkisstjórn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.