Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 37
LAUGAKDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 erlendar fréttir Steve Forbes ver hundruðum milljóna til að fá útnefningu sem forsetaefni repúblikana: Forríkur pabbadrengur vill kaupa forsetastól Meö dágóðan skammt af áræði, bjartsýni og troðfulla vasa af pen- ingum hefur útgefandinn Steve For- bes stokkið inn á svið stjómmál- anna í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér að verða næsti forseti Banda- ríkjanna. Og vinnur hörðum hönd- um að útnefningu sem frambjóð- andi repúblikana í forsetakosning- unum 5. nóvember. Þar til fyrir skömmu var. Steve Forbes nánast óþekktur, ekki tek- inn alvarlega sem mögulegur fram- bjóðandi og alls ekki álitinn eiga tækifæri á útnefningu. En þegar hann fór skyndilega að bruna fram úr öldungadeildarþingmanninum Bob Dole í skoðanakönnunum á dögunum fóru keppinautarnir loks að taka hann alvarlega. Og þegar hann hafði birst á forsíðum tímarit- anna Time og Newsweek fór fólk virkilega að spá í hver þetta væri. Kosningastjórar Forbes fögnuðu ákaft. Steve Forbes er stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fiölskyldufyr- irtækisins Forbes sem á 14 dagblöð og 10 tímarit, þar á meðal viðskipta- og fjármálablaðið sem ber nafn fjöl- skyldunnar: Forbes. Fjármálaveldi Forbes teygir anga sína víða. Eignir Steves Forbes sjálfs eru metnar á tæpa 30 milljarða en fastar eignir fyrirtækisins eru margfalt meira virði. Ólíkur litríkum föður sínum Ríkidæmið erfði Forbes eftir föð- ur sinn, hinn litríka útgefanda Malcolm Forbes. Hann lifði sam- kvæmt því mottói að því meira áberandi sem hann væri því betur gengi fyrirtækinu. Með gríðarlegum veislum og lífi í vellystingum tókst Forbes eldri að laða til sín ríka og fræga fólkið og ekki síst forstjórana sem réðu yfir auglýsingafjármagni fyrirtækjanna. Malcolm Forbes lést 1990. Sem elstm’ fimm systkina tók Steve við meirihlutaeign í fyrirtækjum fóður síns. Þó moldríkur sé umgengst hann auðinn á annan hátt en gamli maðurinn. Sá lét sig ekki muna um að halda upp á 70 ára afmælið sitt í Tanger þangað sem flogið var þrem- ur fullum þotum af gestum. Þar sýndu 200 berbískir reiðmenn listir sínar ásamt 600 magadansmeyjum. Dálæti á Churchill og söluhæfileikar Steve Forbes lætur sér nægja að feta í fótspor fóðurins sem stjóm- andi. Hann hefur þó erft söfnunar- áráttuna frá karlinum og er tíður gestur á uppboðum um allan heim. Hefur Forbes yngri sérstakt dálæti á hlutum sem tengjast Winston Churchill. En þó Steve Forbes berist ekki á eins og faðir hans kann hann þó að njóta lífsins; siglir um á lystisnekkj- um, á tvær hallir og eina eyju í ná- grenni eyjunnar Fiji. En Forbes er ekki bara pabba- drengur. Hann þykir vel greindur og er afar virtur innan fjármála- heimsins, álitinn einn af ábyggilegri efnahagsspámönnum vestra. Þá þykir hann hafa gríðarlega sölu- hæfileika. Frá 1992 hefur ekkert tímarit getað fagnað jafn háu aug- lýsingahlutfalli og flaggskip fyrir- tækisins, tímaritið Forbes. Skákar hann þar keppinautnum, Fortune, sem einnig hefur haft Forbes á for- síðunni, þó ekki með tilvísun í sér- lega jákvæða umfjöllun. í Fortune hefur verið sett fram sú tilgáta að raunverulegt takmark Steve Forbes sé ekki að komast í Hvíta húsið heldur að selja fleiri blöð og tímarit. Framboðsvafstrið sé ekki annað en kænlega skipulögð markaðssetning þar sem mottó föð- ursins er í hávegum haft, að selja blöð með því að selja sjálfan sig. Steve Forbes vísar þessu á bug sem aðdróttunum. Hann segist bjóða sig fram til sigurs. Enda hefur hann þegar eytt um 1200 milljónum króna í kosningabaráttuna. Steve Forbes þykir ekki hafa lifað þannig lífi að gefi tilefni til gerð tilfinn- ingafullra myndbanda tii notkunar í kosningabaráttunni. „Hann hefur bara sölutrikk," segir stjórnmálaskýrandi. Símamyndir Reuter Ögrað með 30 skatt- framtölum En hvað hefur Steve Forbes að bjóða sem fær fólk til að taka hann fram yfír Bob Dole eða aðra fram- bjóðendur Repúblikana? Fátt segja margir. Helsta kosninga- mál Steve Forbes er að skipta flóknunm skött- um eins og tekjuskatti, eignaskatti og erfðaskatti út með flötum 17 prósenta skatti á allar tekjur. Þar yrðu allir Bandaríkja i og síðar pólitískur leiðtogi. Phil Gramm, öldungardeildar- þingmann frá Texas, sem segir frá því þegar faðir hans dó og mamma safnaði börnunum við eld- húsborðið til að leggja á ráðin um hvemig fjöl- skyldan ætti að komast af. Einn stjórn- málafræðingur hefur orðað það svo að mynd- band Forbes verði mjög stutt. Hann hafi enga sögu að segja, bara sölutrikk. En Forbes klórar í bakk- ann, segir ævi sína hafa verið annað og meira en íspinnar og einkabílstjórar. Annars er hann afar fámáll um einkahagi sína. Með aðdáendum Reagans Forbes er legið á hálsi fyrir að vera ríki pabbadrengurinn sem tel- ur allt falt. Reyndar sjá margir það sem kost að hann geti fjármagnað kosningabaráttu sína sjálfur að öllu leyti, sé ekki háður ýmsum vel- gjörðarmönnum. En mörgum er þymir í augum að Forbes hafi feng- ið allt á silfurfati, ekki unnið sig upp á bandarískan máta eins og Ross Perot sem bauð sig fram í síð- ustu forsetakosningum. Þá efast margir um að hægt sé að kaupa for- setaembætti og sama hátt og ófáir hafa keypt sér þingsæti. Nú er ár síðan Forbes tók ákvörð- un um að gefa kost á sér. Hann var valinn til framboðs af félögum sín- um í klúbbi sem stofnaður var um hugmyndir Ronalds Reagans, fyrr- um Bandaríkjaforseta, og hefur þær í hávegum. Forbes var ekki valinn vegna persónutöfra sinna, sem þykja engir, heldur vegna hug- mynda hans um að bylta þjóðfélag- inu að hætti fylgismanna Reagans. Velmegunarhópar vilja forseta sem fellur að hugmyndum þeirra eins og flís i rass. Eða eins og fyrr- nefndur vinur Forbes sagði: „Ef þú átt fyrirtæki sem rekið er með tapi ætti þér að vera sama þó ráðinn sé forstjóri sem líkist hringjaranum frá Notre Dame. Bara að hann kunni til verka.“ Erlent fréttaljós Bob Dole hefur lotið í lægra haldi fyrir í Steve Forbes í nýlegum skoð- anakönnunum. Þó er ekki talið að Forbes eigi möguleika á móti Bill Clinton sem sækist eftir endurkjöri. menn skattlagðir jafnt. Flóknir út- reikningar og skattskýrslur yrðu leystar af hólmi með einfóldu póst- korti. Hann vill leysa markaðsöflin betur úr læðingi og skera ríkisbákn- ið niður í nánast ekki neitt. Hann er fylgismaður þess að tengja dollar- ann gulli eða öðrum föstum verð- mætum á ný, vill endurlífga gulifót- inn. Tímaritið Fortúne telur Forbes vera kominn á hálan ís með því að setja skattamál á oddinn og gefur I skyn að hann svíki grimmt undan skatti. Bob Dole hefur auk þess ögrað Forbes méð því að opinbera skattaskýrslur sínar 30 ár aftur í tímann og manar hann til þess sama. Fram til þessa hefur Forbes hefur verið í friöi fyrir klóm fjölmiðla og svarar engu spurningum um skatta- mál sín eða kynhneigðir föður síns. Nú er hann hins vegar kominn á fullt í baráttuna og verður ekki tek- inn neinum vettlingatökum. Hefur enga sögu að segja Andstæðingar Forbes hafa hlaðið byssumar. Margt þykir vinna gegn Forbes. Hann þykir hafa afar stirð- an talanda, brosið þykir tilgerðar- legt og bera vott um sjálfsánægju og síðast en ekki síst á hann starfsferil sem er gersamlega rúinn beinum af- skiptum af stjórnunarstörfum fyrir hið opinbera. Hann hefur ekki verið í kjöri til eins né neins. Einn vina Forbes segir að ósam- ræmið í kosningabaráttu hans mégi líkja við að hringjarinn frá Notre Dame taki við stjórn risafyrirtækis. Annar segir að Forbes sé svo rúinn allri tilfinningu fyrir hversdagslegu spjalli, sem nauðsynlegt sé til að ganga í augun á fólki, að hann snúi umræðu um haustlaufin á auga- bragði upp í snakk um gullverð. Þetta segja menn að eigi eftir að eyðileggja fyrir honum. Þá er ótalið að Forbes er ríki pabbadrengurinn sem er svo ósvíf- inn að gera tilraun til að kaupa sér forsetastólinn. Andstæðingarnir kalla hann Rikka rika (Richie rich) með tilvísan í bíómynd. Hann sé reynslulaus og eigi sér enga sögu sem hann geti notað af viti í kosn- ingabaráttunni. Helstu erfiðleikarn- ir sem orðið hafa á vegi Fobes í líf- inu eru, að sögn hans sjálfs, þegar hann fór að heiman í heimavistar- skóla og þegar hann tók við millj- arðafyrirtæki föður síns. Þegar spilað er á tilfinningar kjósenda með myndböndum um frambjóðendur þykir Forbes ekki eiga neitt í menn eins og Bob Dole sem ólst upp við heldur kröpp kjör, komst helsár úr stríði, varð striðs- AA)TJK UPPBOÐ Munið uppboðið á morgun sunnudaginn 11. febrúar kl. 16. HÚSGÖGN. SMÁVARA OG PHRSNESK TEPPI Sýning uppboðsverka í dag kl. 12-18 og á morgun kl. 12-14. Sýning og uppboðið sjálft fer fram í nýjum salarkynnum í Aðalstræti 6. Stórkostlegt úrval af nýjum vörum eftir helgi. BORG VIÐ INGÓLFSTORG SÍMI 553-4211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.