Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Side 50
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 IjV
58 afmæli
Baldvin Tryggvason sparisjóðs-
stjóri, Bjarmalandi 19, Reykjavík,
verður sjötugur á mánudaginn.
Starfsferill
Baldvin fæddist á Ólafsfirði,
lauk stúdentsprófi frá MA 1948 og
lögfræðiprófi frá HÍ 1953.
Hann stundaði ýmis lögfræði-
störf, var framkvæmdastjóri full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík 1956-60, Almenna bóka-
félagsins 1960-76 og hefur verið
sparisjóðsstjóri SPRON frá 1976.
Baldvin var formaður Heimdall-
ar 1957-58, formaður fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
1963-68, sat í miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins 1970-77, var varaborgar-
fulltrúi í átta ár, formaður Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur og Fræðslu-
ráðs Reykiavíkur um skeið, var
fulltrúi borgarstjóra í leikhúsráði
Leikfélags Reykjavíkur 1963-94, sat
í Menntamálaráði 1958-78, formað-
ur framkvæmdastjórnar Listahá-
tíðar 1974-76 og nú formaður Lista-
sjóðs, er formaður Sambands ís-
lenskra sparisjóða frá 1978 og hefur
gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðar-
störfum á vegum sparisjóðanna
innan lands og utan.
Fjölskylda
Baldvin kvæntist 11.4. 1956 Júlíu
Sveinbjarnardóttur, f. 29.8. 1931, d.
21.10. 1984, BA og leiðsögumanni.
Hún var dóttir Sveinbjörns Sigur-
jónssonar skólastjóra og k.h., Soff-
íu Ingvarsdóttur húsmóður.
Baldvin kvæntist 15.8. 1992
Halldóru Jónasdóttur Rafnar, f.
31.5. 1947, BA. Hún er dóttir Jónas-
ar Rafnar, alþm. og bankastjóra, og
k.h., Aðalheiðar Bjarnadóttur
Rafnar húsmóður.
Börn Baldvins og Júlíu eru
Sveinbjörn Ingvar Baldvinsson, f.
27.8. 1957, rithöfundur í Reykjavík,
kvæntur Jónu Finnsdóttur kvik-
myndagerðarmanni og eru börn
þeirra Arna Vala, Baldvin Kári og
Finnur Sigurjón; Tryggvi Marteinn
Baldvinsson, f. 4.8. 1965, tónskáld í
Reykjavík, kvæntur Vilborgu Ein-
arsdóttur kennara og eru synir
þeirra Sveinbjörn Júlíus, Einar
Sverrir og Baldvin Ingvar.
Stjúpsynir Baldvins eru Jónas
Friðrik Jónsson, f. 10.11. 1966, lög-
fræðingur í Reykjavík, kvæntur
Lilju Dóru Halldórsdóttur lögfræð-
ingi og er dóttir þeirra Steinunn
Dóra; Magnús Jónsson, f. 8.7. 1980,
nemi í Reykjavík.
Systir Baldvins er Dýrleif Jón-
ína, f. 5.4. 1929, húsmóðir í Reykja-
vlk.
Foreldrar Baldvins voru Tryggvi
Marteinsson, f. 17.11. 1889, d. 5.4.
1969, bátaformaður og útgerðar-
maður í Ólafsfirði, og k.h., Rósa
Friðflnnsdóttir, f. 26.6. 1897, d. 17.7.
1971, húsmóðir.
Ætt
Meðal systkina Tryggva má
nefna Helgu, veitingakonu á Röðli,
og Sigurbjörgu, ömmu Jóns Gunn-
laugssonar dagskrárgerðarmanns.
Tryggvi var sonur Marteins, b. og
sjómanns á Burstarbrekku í Ólafs-
firði, Sigurðssonar og Elínar Sess-
elju, systur Sigurbjargar, móður
Jóns Þorsteinssonar, stofnanda
Vélsmiðjunnar Odda á Akureyri,
afa Sigurveigar Jónsdóttur
leikkonu. Annar sonur Sigurbjarg-
ar var Þorsteinn, faðir Þorvalds,
sparisjóðsstjóra á Ólafsfirði, föður
Þorsteins, sparisjóðsstjóra þar.
Dóttir Sigurbjargar var Kristín,
amma Kristínar Jóhannesdóttur
kvikmyndagerðarmanns. Elín
Sesselja var dóttir Jóhannesar, b. á
Hornbrekku, Skúlasonar, frá Víði-
mýri, Jónssonar. Móðir Skúla var
Sigríður sól Einarsdóttir, b. í Álfta-
gerði, Skúlasonar. Móðir Elínar
var Guðrún Símonardóttir, í Hóla-
hreppi, Jónssonar, b. á Steini á
Reykjaströnd, Hallsteinssonar.
Móðir Símonar var Sigríður Jóns-
dóttir Egilssonar. Móðir Guðrúnar
var Guðrún Sæmundsdóttir, b. á
Enni í Viðvíkursveit, Þorleifsson-
ar.
Rósa var dóttir Friðfinns, b. í
Sauðaneskoti í Svarfaðardal, Jó-
hannssonar, b. á Auðnum, Jóns-
sonar, b. á Ytra-Kambhóli, Jóns-
sonar, bróður Sigríðar, langömmu
Pálinu, móður Hermanns Jónas-
sonar forsætisráðherra, föður
Steingríms seðlabankastjóra. Sig-
ríður var einnig langamma Þorkels
Þorkelssonar veðurstofustjóra og
Kristjáns, föður Sigurðar skóla-
stjóra og Hugrúnar rithöfundar,
móður Helga læknaprófessors.
Móðir Jóhanns var Anna Jónsdótt-
ir, systir Jóns, afa Lofts, langafa
Jóns L. stórmeistara og Más Gunn-
arssonar, starfsmannastjóra Flug-
leiða. Systir Önnu var Arnbjörg,
langamma Einars Olgeirssonar.
Móðir Friðfinns var Ingibjörg
Gísladóttir, systir Gunnlaugs,
langafa Jóns, föður Gísla, mennta-
skólakennara á Akureyri.
Móðir Rósu var Anna Þorsteins-
dóttir, b. á Skáldalæk, bróður Guð-
rúnar, langömmu Axels, föður Jó-
Baldvin Tryggvason.
hanns læknaprófessors. Þorsteinn
var sonur Sigurðar, hreppstjóra á
Hrísum, Jónssonar, bróður Halls,
langafa Péturs, föður Páls félags-
málaráðherra. Annar bróðir Sig-
urðar var Guðmundar, faðir Jó-
hannesar sýslumanns, föður Jó-
hannesar, alþm. og bæjarfógeta,
afa Matthíasar Johannessen
skálds. Þriðji bróðir Sigurðar var
Jóhannes, afi Vilhjálms Stefáns-
sonar landkönnuðar. Móðir Önnu
var Kristín, dóttir Jóns Jónssonar,
b. á Ytra-Kálfsskinni, og Guðlaugar
Hálfdánardóttur.
Baldvin og Halldóra taka á móti
gestum í forsal Borgarleikhússins
á morgun, sunnudaginn 11.2., kl.
16.00-19.00. Afmælisdagskrá á stóra
sviðinu hefst kl. 16.30.
Til hamingju mei
Már Lárusson
afmælið 10. febrúar
85 ára___________________
Herdís Ólafsdóttir,
Brennigerði, Skarðshreppi.
Bertel Erlingsson,
Stigahlíð 12, Reykjavík.
80 ára___________________
Anna Ólafsdóttir,
Efstasundi 41, Reykjavík.
75 ára
SofQa Björgúlfsdótir,
Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík.
Guðmundur J. Helgason,
Borgarhrauni 3, Grindavík.
Baldvin H. Óskarsson,
Klömbrum, Aðaldælahreppi.
70 ára
Þorsteinn Guðmundsson,
Æsufelli 2, Reykjavík.
60 ára
Eva Jónsdótt-
ir,
Klapparstíg 5,
Sandgerði.
Eiginmaður
hennar er Ár-
mann Halldórs-
son.
Þau taka á móti
gestum í sam-
komuhúsinu í Sandgerði eftir kl.
16.
Kristján Reinhardtsson,
Hrauntungu 117, Kópavogi.
50 ára
Hafdís Moldoff,
Brattholti 3, Mosfellsbæ.
Kristín R. Jónsdóttir,
Drekavogi 6, Reykjavík.
Guðni Bergsson,
Keldunúpi, Skaftárhreppi.
Gunnar Davíð Jones,
Álíholti 10, Hafnarfirði.
Hörður Blöndal,
Akurgerði 4, Akureyri.
Unnur Guðbjartsdóttir,
Amartanga 30, Mosfellsbæ.
40 ára
Guðjón Þór Helgason,
Hjallalundi llc, Akureyri.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Fífumóa 20, Njarðvík.
Valdís Þ. Vilhjálmsdóttir,
Furugrund 76, Kópavogi.
Gunnar Benediktsson,
Markholti 12, Mosfellsbæ.
Böðvar Ingvason,
Keilusíðu 12d, Akureyri.
Solveig Axelsdóttir,
Sunnubraut 4, Akranesi.
Húsnæði óskast
Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði fyrir sambýli fatl-
aðra í Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði.
Um er að ræða a.m.k. 200-250 m2 einbýlishús í góðu
ásigkomulagi með rúmgóðum svefnherbergjum.
Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á einni hæð og allt aðgengi
innan dyra sem utan í góðu lagi með tilliti til fatlaðra.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni,
herbergjafjölda, brunabótamat og fasteignamat, afhending-
artíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis-
ins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar 1996.
Fjármálaráðuneytiö, 8. febrúar 1996
Már Lárusson, fyrrverandi verk-
stjóri, Hraunbæ 54, Reykjavik, er
sextugur í dag.
Starfsferill
Már fæddist á Fáskrúðsfirði en
ólst upp á Raufarhöfn. Hann lauk
fiskimannaprófi frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík 1965. Strax
að loknu skyldunámi hóf Már störf
til sjós. Mestallan sjómannsferil
sinn var hann á bátum frá Vest-
mannaeyjum. Má þar nefna bátana
Þórunni, Kristbjörgu, Lundann,
Gjafar og Ingiber Ólafsson. Ýmist
var Már háseti, stýrimaður eða
skipstjóri. Eftir sextán ár til sjós
hóf Már störf sem verkstjóri í
frystihúsinu Eyjabergi í Vest-
mannaeyjum en þar starfaði hann
frá 1968-1973.
Árið 1973 fluttist Már með fjöl-
skyldu sína til Neskaupstaðar þar
sem hann bjó til 1991. Már starfaði
sem yfirverkstjóri hjá fiskvinnslu
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í
um það bil 18 ár en fluttist til
Reykjavíkur árið 1991.
Már var til fjölda ára virkur fé-
lagi 1 Alþýðubandalaginu. Hann
var formaður Alþýðubandalagsfé-
lagsins í Neskaupstað 1986-1987.
Einnig var hann meðlimur í
Rotaryklúbbi Norðfjarðar um
margra ára skeið.
Már Lárusson.
Fjölskylda
Már kvæntist Guðlaugu Pálsdótt-
ur 28.12. 1957, skrifstofumanni, f.
14.4. 1939. Foreldrar hennar eru
Fanný Guðjónsdóttir húsmóðir og
Páll Eyjólfsson, forstjóri Sjúkra-
samlags Vestmannaeyja.
Börn Más og Guðlaugar eru Sig-
ríður Fanný, f. 19.3. 1958, verslun-
armaður á Siglufirði, maki Þórhall-
ur Jónasson verkfræðingur og eiga
þau tvö börn; Harpa, f. 27.3. 1959,
húsmóðir í Reykjavík, maki Júlíus
Heiðar Haraldsson verslunarmað-
ur og eiga þau tvö börn; Ólöf, f.
15.7. 1960, hjúkrunarfræðingur í
Rykjavík, sambýlismaður Smári
Rúnar Hjálmtýsson vélstjóri og
eiga þau tvö börn; íris, f. 12.9. 1964,
förðunarfræðingur í Fellabæ, sam-
býlismaður Helgi Gíslason fram-
kvæmdastjóri. íris á eina dóttur.
Systkini Más eru Guðmundur, f.
1941, rafvirkjameistari á Siglufirði;
Jóna, f. 1951, húsmóðir og fisk-
vinnslukona í Vestmannaeyjum;
Margrét, f. 1949, húsmóðir og
starfsstúlka í Vestmannaeyjum.
Foreldrar Más voru Lárus Guð-
mundsson, f. 20.4. 1909, d. 17.11.
1975, kennari, og Sigríður Jónsdótt-
ir, f. 17.4. 1912, d. 14.3. 1994, hús-
móðir. Þau bjuggu á Raufarhöfn.
Ætt
Lárus var sonur Guðmundar
Guðfinnssonar, læknis og þing-
manns Rangæinga, og konu hans,
Margrétar Lárusdóttur. Sigríður
var dóttir Jóns Sigurðssonar, sjó-
manns frá Fáskrúðsfirði, og konu
hans, Ingibjargar Jónínu Benja-
mínsdóttur.
Már tekur á móti gestum í dag
frá kl. 17-19 að Sléttuvegi 3, í húsi
SEM samtakanna.
Niels P. Sigurðsson
Niels P. Sigurðsson sendiherra,
Sólheimum 15, er sjötugur í dag
Starfsferill
Niels fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann var stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1944 og lauk laganámi frá Háskóla
Islands í janúar 1950. Niels var í
framhaldsnámi við Oxford og Sor-
bonne og útskrifaðist sem hdl. í
desember árið 1951 og hrl. í maí
1966.
Niels hóf störf í utanríkisþjón-
ustunni í október árið 1952 og
starfaði þar bæði hér heima og er-
lendis til ársloka árið 1995 er hann
lét af störfum vegna aldurs.
Fjölskylda
Niels er kvæntur Ólafiu R. Sig-
urðsson hússtjórnarkennara. Þau
eiga þrjú börn. Þau eru: Rafn Alex-
ander, kvæntur Önnu Júlíönu
Sveinsdóttur óperusöngkonu;
Karitas Sigurðsson matvælasér-
fræðingur, gift Alexander
Mitrogogos, viðskiptafulltrúa
Grikklands; Sigurður Baldvin Sig-
urðsson framkvæmdastjóri, kvæn-
ist í dag Michelle M. Vaccaro. Niels
og Ólafía eiga fjögur barnaböm.
Niels dvelur í New Jersey á af-
mælisdaginn.
Niels P. Sigurðsson.