Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 2
fréttir LAUGARDÁGUR 2. MARS 1996 Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í Gýmismálinu: Eigandi og dýralæknir sekir um brot gegn dýraverndarlögum - hvor um sig greiði ríkissjóði 170 þúsund krónur í sekt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hinrik Bragason, eiganda hestsins Gýmis, og Helga Ingimund Sigurðsson dýralækni seka um brot gegn lögum um dýravemd. Helgi er jafnframt dæmdur fyrir brot á starfs- skyldum sínum um árvekni og fyllstu samviskusemi sem dýralæknir með því að hafa átt hlut að þátttöku hests- ins Gýmis frá Vindheimum í lands- móti hestamanna á Gaddstaðaflötum Opinberir starfsmenn: Aðgerða- nefndin ætlar að halda 75 fundi - frumvarpsdrögum hafnað Þaö kom fram í gær hjá að- gerðanefnd BSRB, kennara og BHMR að hún ætlar að gangast fyrir 75 vinnustaðafundum til að kynna innihald frumvarps- draga rikisstjórnarinnar um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og lifeyrismál. Þegar er búiö að halda 43 vinnustaðafundi og 7. mars verður 75. og síöasti fundurinn haldinn. Enda þótt fjánnálaráðherra hafl breytt frumvarpsdrögun- um nokkuð telja forráöamenn opinberra starfsmanna það alls ekki nóg og hafha drögunum al- farið. Þeir segjast tilbúnir til viðræðna um framtíðarfyrir- komulag á réttindum og kjör- um starfsmanna ríkisins en það verði þó ekki gert nema í tengslum við kjarasamninga. -S.dór við Hellu sumarið 1994. Aflífa varð hestinn eftir keppnina þar sem hann hafði hlotið alvarlega áverka á vinstra framfæti. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tvímenningana til að greiða hvor um sig 170 þúsund krónur í sekt í ríkis- sjóð og Helga var jafnframt gert að greiða verjanda sínum 150 þúsund i málsvamarlaun. Héraðsdómur dæmdi þá einnig til að greiða allan annan sakarkostnað óskipt, þar með talin 150 þúsund króna saksóknar- laun í ríkissjóð. Ekki þóttu næg efhi til þess að svipta Hinrik heimild til að hafa hesta í umsjá sinni, versla með þá eða sýsla. Málið var höfðað með ákæru ríkis- saksóknara frá júní í fyrra á hendur þeim Hinriki og Helga. Hinriki var gefið að sök að hafa farið með Gými í hæði forkeppni og úrslitakeppni landsmótsins þrátt fýrir áverkana en Gýmir hafði verið í lyfjameðferð fyr- ir keppnina og verið áberandi haltur. Skömmu fýrir keppnina var hann hins vegar ekki haltur eftir að hafa verið í meðferð hjá dýralækni sem hafði sprautað hann með bólgueyð- andi og verkjastillandi lyflum og gef- ið langvirkandi barkstera, fúkalyf og staðdeyfilyf. Helga Ingimundi var gefið að sök Fundi kirkjuráðs lauk síðdegis í gær. Kirkjuráð: Dv-mynd GS Harmar asakanir a biskup „Kirkjuráð harmar þær ásakanir Tekið er fram að kirkjuráð hafi framkomu þjóna kirkjunnar fjft og „Kirkjuráð harmar þær ásakanir sem bomar em fram á hendur biskupi íslands og eru alvarleg atlaga að æm hans og heiðri kirkjunnar þjóna og valda djúpri sorg málsaðilum og öllum unnendum kirkju og kristni," segir í ályktun sem kirkjuráð sendi frá sér í gær, að loknum tveggja daga fundi. Tekið er fram að kirkjuráð hafi hvorki stjómskipulegt vald né heldur í þessu tilviki „rökrænar forsendur" til að kveða upp úrskurð í klögumál- unum á hendur biskupi. Jafnframt lýsir kirkjuráð „hryggð sinni yfir þeim sáram. sem sóknarböm telja sig hafa orðið að bera vegna framkomu þjóna kirkjunnar fýTT og síðar og felur það allt náð Guðs og fyr- irgefhingu á hendur.“ Undir ályktuning skrifa Gunnlaug- ur Finnsson, Karl Sigurbjömsson, Helgi K. Hjálmsson og Hreinn Hjartar- son en auk þefrra á Ólafur Skúlason sæti í kirkjuráði. -GK Atriöi Radíusbræðra um heilbrigðisráðherra kippt út: Okkur fannst atriðið fyndið og súrrealískt - segir Davíð Þór en þeir Steinn Armann eru hættir í Dagsljósi „Okkur fannst þetta atriði fyndið og súrrealiskt. Blaðamaður skallar ráðherra í götuna og sest klofvega ofan á hana og lætur höggin dynja á henni. Svo koma menn og draga blaðamanninn af henni og hún skríður veiklulega í átt að anddyri Landsspítalans þar sem atriðið var tekið. Sigurður sá ekkert í atriðinu annað en ógn og ofbeldi. Okkur fannst þetta bráðfyndið. Það átti að vera smá broddur í þessu," sagði Davíð Þór Jónsson, annar Radíus- bræðra, í samtali við DV um það at- riði sem varð til þess að þeir Steinn Ármann Magnússon hættu að koma fram í þættinum Dagsljósi í Sjón- varpinu. í atriðinu var Davíð í hlutverki blaðamanns en Steinn Armann lék Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- ráðhema. Sigurði Valgeirssyni, rit- stjóra Dagsljóss, leist ekki á atriðið og kippti því út úr dagskránni. „Það kom i ljós að sú leið sem við vildum fara aðlagaðist ekki rit- stjómarstefnu Dagsljóss. Við ákváð- um að fara og það gerðist allt í góðu,“ sagði Davíð Þór. Hann bætti við að Radíusbræður væru langt í frá hættir, þeir myndu starfa áfram á öðrum vettvangi. „Brútalt" atriði Sigurður Valgeirsson sagöi við DV að sér hefði virst atriðið í lagi á handriti en annað hefði komið í ljós þegar hann sá það fullbúið. „Mér fannst atriðið „brútalt" og ekki sýningarhæft. Það má vega aö opinberum persónum með orðum og háði en þegar farið er í gervi þeirra og þær barðar á þennan hátt þá er farið yfir mörkin. Einnig fannst mér atriðið ekki fyndið. Þá er orðið lítið eftir,“ sagði Sigurður og taldi engin frekari eftirmál verða. Hann væri búinn að segja Radíusbræðrum sína skoðun og þeir hefðu ákveðið að hætta. Málið væri því úr sögunni. -bjb getur svaraö þessari spurningu meö því aö iringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nel _2j ,t ö d d FOLKSINS 904-1600 Finnst þér frásögn kvennanna í DV um samskipti við biskup trúverðug? Radíusbræðurnir Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson eru hættir að spauga í Dagsljósi eftir að atriði þeirra um heilbrigðisráðherra var kippt út af ritstjóranum Sigurði Valgeirssyni. að hafa átt hlutdeild í framangreindu broti meðákærða með því að hafa gert honum kleift að fara með Gými í keppnina, þrátt fýrir að ástand hests- ins leyfði það ekki. Dómurinn í málinu var kveðinn upp af Pétri Guðgeirssyni héraðsdóm- ara. Sérfróðir meðdómsmenn vom þeir Eyjólfúr ísólfsson, bændaskóla- kennari og tamningamaður, og Páll Stefánsson dýralæknir. -brh stuttar fréttir Umræður um biskup Guðný Guðbjömsdóttir hefur óskað eftir utandagskrárum- ræðum á þingi um ásakanir á biskup. Milljaröar í samgöngur Fjármálaráðherra og banka- stjóri i Lúxemborg skrifuðu í dag undir lán upp á 2,7 millj- arða til ríkissjóðs. Féð fer í samgöngumál. Útvarpið greindi frá. Ósvör veröur Bakki Breytt hefur verið um nafn á Ósvör i Bolungarvík og heitir fyrirtækið nú Bakki. Eignir Ósvarar námu 1,5 milljörðum á síðasta fiskveiðiári en skuldir 1,4 milljörðum. Aðstaöa verði könnuð Hlíf vill láta Vinnueftirlitið rannsaka vinnuaðstöðu í kerskála ÍSAL því aö mengun og óeölilega hæg loftskipti eru í andrúmslofti, skv. Bylgjunni. Andey til Súðavíkur Frosti í Súðavík hefur keypt Andey frá Homafirði. Bátnum fylgir 250 tonna kvóti en gerður út á rækju, að sögn Bylgjunnar. Innient byggingarefni Félagsmálaráðherra hefur beint þeim tilmælum til allra E sveitarstjóma og fagfélaga í byggingariðnaði að nota íslensk 1 byggingarefni frekar en erlend. | RÚV sagði frá. Fjallaö um sérþarfir Menntamálaráðuneytið held- ur í dag ráðstefhu um málefni bama og unglinga með sérþarf- : *■ 40 mál á búnaöarþingi Búnaðarþing verður sett á Hótel Sögu í dag. Yflr 40 mál liggja fyrir þinginu. -GHS Stuðningur við Sigrúnu Pálínu Fimmtiu og fimm vinir og sam- starfsmenn Sigrúnar Pálinu Ing- varsdóttur, einnar kvennanna sem sakar biskup um brot gegn sér, hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við hana. „Við sem þekkjum Pálu vitum að hún stjómast ekki af annarleg- um ástæðum, hugsunum eða til- fmningum," segir í yfirlýsingunni. -GK Festist í göngunum Umferð stöðvaöist um tíma í gær þegar flutningabíll festist í jarð- göngunum í Oddsskarði. Reyndist bíllinn of hár og sat fastur. Með aðstoð annars flutningabfis tókst aö losa bílinn -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.