Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 DV {sælkerinn Tyrfingur Tyrfingsson býður upp á gómsætan rétt úr kálfakjöti og humri. DV-mynd Brynjar Gauti Humarhúsið: Kálfasteik með humri Það er Tyrfingur Tyrfingsson, yf- irmatreiðslumeistari á veitinga- staðnum Humarhúsinu, sem ætlar að gefa lesendum DV uppskrift að gómsætum rétti úr kálfakjöti og humri. Uppskriftin er fyrir f]óra: 150 g kálfasteik á mann 12-16 vænir humarhalar 1 flaska ostrusósa 4 bollar rauðvín 100 g laukur 100 g sveppir smáklípa af hvítlaukssmjöri gulrætur og blaðlaukur Rauðvínsostrusósa Laukurinn og sveppirnir skornir gróft og látnir krauma í olíu. Rauð- víni hellt út í og soðið niður um helming. Þá er ostrusósunni, sem fæst í sérverslunum og flestum stór- um matvörubúðum, bætt í eftir smekk. Smakkið til, má bæta með vatni eða kjötsoði ef vill. Kálfasteikinni er velt upp úr hveiti og hún steikt á vel heitri pönnu í um það bil tvær mínútur á hvorri hlið, eftír þykktinni. Krydd- uð með salti og pipar. Ef uppklippt- ur humar er notaður, þ.e. klippt í bakið á skelinni eftir endilöngu og lyft upp á, þá er hann kryddaður með salti og pipar og hvítlauks- smjör sett ofan á hvern hala sem síðan eru steiktir undir vel heitu grilli í ofni. Passið að steikja ekki of mikið. Ef pillaður humar er notaður þá er hann léttsteiktur í olíu á heitri pönnu, kryddaður með salti og pipar og að síðustu er hvítlauks- smjörinu bætt út í pönnuna. Gulræturnar og blaðlaukurinn eru soðin í eina minútu og sett ofan á steikina áður en hún er borin fram. Borðað með hrísgrjónum og salati. -ból Bombay- kjúklingur Þráft fyrir nafnið er þessi réttur ekki ættaður frá Indlandi heldur Bandaríkjunum. Þetta er afar bragðgóður réttur sem blandar skemmtilega saman ólíkum kryddteg- undum og efnum: sætum og söltum. Uppskriftin er ætluð fjórum: 8 kjúklingabitar hveiti salt pipar 1% dl sérrí V2 dl púðursykur 8 msk. sojaolía 2 msk. olía 1 tsk. sinnepsduft 3-4 niðursoðnar engiferrætur 1 lítil dolla ananas 125 g sveppir sesamfræ ristaðar möndlur Aðferð Þurrkið kjúklingabit- ana og veltið upp úr hveiti sem búið er að krydda með salti og pip- ar. Leggið bitana í smurt, eldfast form. Dreiflð engi- fer í smáum bitum, an- anasbitum og sveppaskif- um yfir kjúklinginn. Hrærið sérríi, sykri, soju, olíu og sinnepsdufti sam- an og hellið marinering- unni yfir kjúklinginn. Bakið í ofni við 200 gráö- ur í um það bil klukku- stund. Berið fram með hrísgrjónum eða löngu frönsku brauði sem búið er að hita. -ból matgæðingur vikunnar Uppskriftir á Interneti „Ég er alltaf að malla eitthvað í eldhúsinu og hef gert það frá því að ég stóð í lappimar. Núna er arabísk- ur matur í uppáhaldi en þar áður voru það indverskir karríréttir. Einu sinni var ég með dellu fyrir mexíkóskum réttum, svo kínverskum og einu sinni var það grænmetisfæði. Þetta breytist alveg / reglulega en ég Kjúklingur í tómathvít- laukssosu 1 stk. kjúklingur 3 laukar 1 hvítlaukur 2 negulnaglar 2 sneiðar af engifer (rót) 2 grænmetisteningar piparblanda á ofngrindina. Takið um 2 dl af sósu, hrærið púðursykurinn út í, penslið yfir kjúklinginn og grillið í ofninum eða á kolagrilli þar til að sósan fer að brenna. Berið fram með blöndu af villihrís- grjónum og venjulegum hrísgrjónum og fersku hrásalati með hvítvínsediki og ólífuolíu. í salatið er hægt að nota eitthvað grænt ásamt papriku, rauð- lauk og brieosti. Einnig er gott að hafa heimabakað brauð. Heimabakað brauð Jóhann Sigurgeir Jónsson, matgæðingur vikunnar, notar Internetið í leit sinni uppskriftum. Dagur 1 1 dl AB mjólk 2 dl heitt vatn 1 msk. hörfræ 1 msk. sesamfræ 1 msk. ristaður fingull 1 msk. haframjöl 1 tsk. salt 1 tsk. piparblanda, möluð 1 msk. haframjöl Setjið fræin og krydd- ið í sjóðandi vatn, hrærið AB mjólkinni að gomsaetum j og stan(ja vtð DV-mynd GS goðan jjtta j 24 tíma. er alltaf með dellu fyrir einhverju," segir Jóhann Sigurgeir Jónsson, framleiðslustjóri hjá Krútti á Blöndu- ósi, sem er matgæðingur vikunnar. Jóhann hefur tekið tæknina í sína notkun og ferðast nú um Internetið í leit að gómsætum uppskriftum. „Þetta er mjög handhægt. Ef mað- ur er að prófa einhverja rétti þá er hægt að setja inn fyrirspurnir á ráð- stefnukerfinu og fá sendar uppskrift- ir. Svo nota ég líka nokkra gagna- grunna sem eru með uppskriftum." Uppskriftimar sem Jóhann gefur lesendum DV að þessu sinni eru þó ekki fengnar af netinu heldur urðu þær til í eldhúsinu hans. „Þetta mælist vel fyrir alls staðar. Þetta er ósköp ferskur réttur, frekar ódýr og alls ekki erfiður," segir Jó- hann um uppskriftina sem ætluð er fyrir fjóra til sex. 1 ferskur chili 2 stórar dósir tómatar 2 dósir tómatpuré 1 sellerí 1 paprika, rauð 4 msk. púðursykur y2 dl ólífuolía + ólífuolía til steik- ingar Saxið laukinn, hvítlaukinn, sellerí, engifer, papriku og chili. Hitið olíuna vel, steikið hvítlaukinn þar til hann er orðinn vel brúnaður, næstum svartur, þá lyktar fólk síður. Bætið afganginum af grænmetinu út í og steikið þar til laukurinn er orðinn glær, setjið tómatana út í í ásamt kryddinu og grænmetisteningunum og afganginum af olíunni. Hlutið kjúklinginn niður, setjið í eldtraust fat með loki, hellið sósunni yfir og bakið í ofni í ca 75 mín. við 175 gráð- ur. Takið bitana upp úr sósunni, skafið af þeim mestu sósuna og raðið Dagur 2 2 dl volgt vatn 6 dl hveiti (svona hér um bil) 1 bréf þurrger 2 msk. ólífuolía Hnoðið saman og látið hvíla í 30 mín., sláið upp í löng brauð, um 120 g hvert og hefið undir klæði í 45 mín., penslið með mjólk og bakið við 220 gráður í 12 mín. Berið fram með smjöri sem búið er til úr helmingsbl- öndu af gráðaosti og smjöri og látið standa í ísskáp í einn sólarhring. Gott er að setja olíu i smjörið til að drýgja það og til að gera það smyrjan- legra beint úr ísskápnum. Jóhann ætlar að skora á Garðar Agnarsson, matreiðslumeistara á Sveitasetrinu á Blönduósi, til að vera næsti matgæðingur vikunnar. „Ég kiki oft á Sveitasetrið og fæ að smakka hvað er í pottunum hjá hon- um.“ -ból Súkkulaði Mesti kvennabósi allra tíma, : Casanova, er sagður hafa notað . súkkulaði sem kynörvunarefni. Fyrr á tímum þýddi súkkulaði aÚtaf heitur drykkur því það var ekki fyrr en 1847 sem fundin var upp aðferð til að herða súkkulað- ið i plötur. Flestum þykir súkkulaði gott en margir reyna að halda í við sig til að passa línurnar. Súkkulaði þarf hins vegar ekki alltaf að vera fitandi. Hægt er að njóta gómsætra ábætisrétta án þess að fá samviskubit. Hér kem- ur uppskrift að ljúffengri súkkulaðiköku. Hver sneið inni- heldur 305 hitaeiningar. Ljúffeng kaka Botn: 1 tsk. smjör 2 tsk. grænmetisolía 1 bolli hvítt hveiti 1 tsk. sykur örlítið salt Smyrjið kringlótt kökuform. Bræðið smjörið og látið sjóða í hálfa mínútu þangað til ljós- brúnt. Takið af hitanum og bæt- ið olíunni út í. Setjið til hliðar. Blandið saman hveiti, sykri og salti og hrærið svo smjörblönd- unni saman við með gaffli þang- að til laust. Hrærið ísvatni (1-2 tsk.) smám saman saman við þangað til deigið helst saman. Setjið deigið á miðja plasthimnu og setjið aðra plasthimnu yfir. Rúllið deigið kringlótt. Fjarlægið plasthimnuna að ofan, skellið deiginu í kökuformið og pressið það niður. Fjarlægið hina plast- himnuna. Gatið deigið með gaffli, hyljið og setjið í frysti í 10 mín. Hitið ofninn í 250 gráður. Setjið álpappír yfir deigið og eitt- hvað þungt þar á og bakið í 10 ; mín. Takið þyngdina af en látið álpappír halda sér yfir endana og bakið í 10 mín. í viðbót þar til gullið. Fylling: lý4 bolli þykk dósamjólk 1 stórt egg V3 bolli púöursykur 3 tsk. kakó 1 tsk. komsterkja 30 g súkkulaði, saxað 1 tsk. Kahlúa eða annar kaffilikjör 1 tsk. vanilludropar 2 stórir, vel þroskaðir bananar Hrærið saman 'A bolla af dósa- mjólkinni, eggi, púöursykri, kakói og kornsterkju. Hitið af- ganginn af mjólkinni í potti og hrærið saman við eggjablönd- una. Skellið öllu út í pottinn og látið sjóða við meðalhita í 2 mín. eða þangað til þykknar, hrærið stöðugt í. Takið af hellunni og bætið súkkulaði út í svo það bráðni, svo Kahlúa og vanillu. Skerið bananana í sneiðar og Íraðið á botninn. Skellið fylling- unni ofan á. Marengs: 3 stórar eggjahvítur k4 tsk. cream of tartar y2 grófsykur 1 tsk. vanilludropar Vélhrærið eggjahvítur þangað til þær verða vel léttar. Sefjið tartarduftið út í og handhræriö þangað til toppar myndast. Bæt- ið sykri út i smátt og smátt og hrærið áfram þangað til stífhar. Setjið vanilludropana út í og breiðið marengsinn yfir fylling- una. Bakið í 15 mín. við 180 gráða hita. Kælið kökuna í um tvo tíma. -ból
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.