Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Blaðsíða 16
ivwwvvwvvvw 16 3 daga tilboð á barnaskóm Dæmi Verð áður 2.790 NÚ 1.490 St. 24-34 Telpnaskór Litur: svartur St. 25-34 Verð áður 2.990 NÚ 1.490 Allir inniskór á kr. 500 og restin af Tomy Moonboots á kr. 990 smáskór í bláu húsi við Fákafen Sími 568 - 3919 Þúsundir íslenskra póstkorta: Kaupstaöir, kirkjur, sveitabæir, fólk, ár, fossar, brýr, vísnakort, jólakort ofl. Tilvalið fyrir byggða- og átthagasöfn. Kaupum eiitnig gömul póstkort Hjá Magna Laugavegi 15 • Sími 552 3011 • Fax 551 3011 (jULLHAMRAR er nýr og glæsilegur 150—250 manna veislusalur í Húsi iðnaðarins. Hann hentar því vel fyrir veglegar veislur eins og brúðkaupsveislur. Hafið samband, skoðið salinn og matseðla með tillögum að spennandi veitingum á hagstæðu verði. Enn eru nokkrir laugardagar lausir í sumar. GULLHAMRAR veislusalur í Húsi iðnaðarins • Hallveigarstíg 1 • Sími 552 4747 • Fax 552 4775 I beinu sambandi allan sólarhringinn •© 903 « 5670 »• Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Skáklegt uppeldi systranna hefur tekið mið af því að þær tefldu á jafnréttisgrundvelli og létu hefðbundin kvennamót ekki glepja sig af leið. Bikarkeppni Norður- landa hefst í dag - Zsuzsa Polgar varð heimsmeistari kvenna Sautjánda Reykjavíkurskákmótið hefst í dag í hús- næði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Mótið verður jafnframt fyrsta bikarmót Norðurlánda í röð fimm sem haldin verða á Norðurlöndunum. Góður árangur á þremur úrtökumótum veitir keppnis- rétt í lokamóti með myndarlegum verðlaunapotti. Keppnin er haldin að frumkvæði Skáksambands Norður- landa en Visa International er aðal- styrktaraðili mótanna. Skákmenn hafa löngum deilt á nor- ræna skákforystumenn fyrir að sinna lítt skákgyðjunni og fækka tækifærum til taflmennsku fremur en fjölga. Með bikarkeppninni, sem nú fer af stað, verður hér ánægjuleg breyting á, sem skákmenn á Norðurlöndun- um hljóta að fagna mjög. Einar S. Einarsson er forseti norræna svæðisins og á mestan heiðurinn af þessari ný- breytni. Hugmyndin er þó ekki ný af nálinni - einn helsti hvatamaður keppninnar lengst af var norski skákfrömuðurinn Arnold Eikrem, sem nú er nýlátinn.' Úrtökumótin verða fimm eins og áður segir. Fyrsta mótið verður hluti af Reykjavíkurskákmótinu; síðan verður teflt 24. júní - 5. júlí í Kaupmannahöfn en vand- að verður sérstaklega til þess umfram venju; þá verður teflt í Gausdal í Noregi í ágúst, í Svíþjóð í lok árs og loks í Finnlandi eða Færeyjum snemma á næsta ári. Vonir standa til að úrslitakeppnin, þar sem 14 hlutskörpustu skákmeistararnir úr úrtökumótunum leiða saman hesta sína, verði haldin í Reykjavík haustið 1997. Tefldar verða níu umferðir á mótinu í Faxafeni á jafn mörgum dögum. Von er á um þrjátíu erlendum meist- urum og heimavarnarliðið verður trúlega eitthvað fjöl- mennara. Alls hafa 65 skákmeistarar boðað þátttöku sína. Þar af eru sautján stórmeistarar sem eru þessir í Elo-stigaröð: 1. Predrag Nikolic (Bosníu) 2645 stig. 2. Curt Hansen (Danmörku) 2615 stig. 3. Boris Gulko (Bandaríkjunum) 2615 stig. 4. Eduard Rozentalis (Litháen) 2605 stig. 5. Simen Agdestein (Noregi) 2585 stig. 6. Margeir Pétursson, 2585 stig. 7. Jóhann Hjartarson, 2570 stig. 8. Stuart Conquest (Englandi) 2540 stig. 9. Hannes Hlífar Stefánsson, 2540 stig. 10. Paul van der Sterren (Hollandi) 2535 stig. 11. Jonny Hector (Svíþjóð) 2525 stig. 12. Einar Gausel (Noregi) 2515 stig. 13. Jonathan Tisdall (Noregi) 2510 stig. 14. Rune Djurhuus (Noregi) 2505 stig. 15. Helgi Ólafsson, 2485 stig. 16. David Bronstein (Rússlandi) 2455 stig. 17. Helgi Áss Grétarsson, 2450 stig. Ekki kæmi á óvart þótt einhverjum þeirra mörgu ungu og efnilegu íslensku skákmanna sem taka þátt í mótinu tækist að krækja sér í áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Þá verður ekki síður fylgst með Þresti Þórhallssyni, sem skortir enn nokkur stig upp á að uppfylla skilyrði þess að verða útnefndur stórmeistari. Það er athyglisvert að ef Litháinn Eduard Rozentalis er undanskilinn eru erlendu stórmeistararnir allir gamlir kúnníngjar íslenskra skák- unnennda. Sumir hafa verið hér tíðir gestir og kæmu eflaust oftar ef þeir fengju tækifæri til. Þeir eiga það sammerkt að hafa hrifist af landi og þjóð og ríkri skák- hefð á íslandi. Taflið hefst kl. 17 alla daga, einnig um helgar. Síðasta umferðin hefst þó kl. 13 sunnudaginn 10. mars. Tíma- mörk eru eftir ijögurra klukkustunda taflmennsku (40 leiki) og aftur eftir tvo tíma til viðbótar (60 leiki). Kapp- arnir fá síðan 30 mínútur á mann til að ljúka skákinni. Zsuzsa Polgar heimsmeistari Ungverska skákdrottningin Zsuzsa Polgar - elsta Polgar-systirin - gerði sér lítið fyrir og lagði heims- meistara kvenna, kínversku stúlkuna Xie Jun, að velli í heimsmeistaraeinvígi þeirra á Spáni fyrir skemmstu. Zsuzsa er þar með orðin heimsmeistari kvenna í skák, 26 ára gömul. Þetta er enn ein skrautfjöðrin á ferli Polgar-systra en fyrir nokkrum árum varð stefnubreyting hjá fjölskyld- unni. Skáklegt uppeldi systranna hefur tekið mið af því að þær tefldu á jafnréttisgrundvelli og létu hefðbundin kvennamót ekki glepja sig af leið. Loks þegar þær tefla við kynsystur sínar lætur árangurinn ekki á sér standa. Yngsta systirin, Judit, er talsvert stigahærri en ný- krýndur heimsmeistarinn, enda í 10. sæti á heimslistan- um. Hver veit nema hún helli sér einnig út í kvenna- baráttuna og að því komi að þær systur báðar tefli um heimsmeistaratitilinn í setustofunni í Búdapest? Leikar fóru svo að Zsuzsa hlaut 8,5 vinninga en Xie Jun 4,5. Kínverska stúlkan' vann fyrstu skákina og síð- an ekki söguna meir, þar til í 12. skákinni þegar úrslit- in voru svo gott sem ráðin. Skoðum 7. skákina, þar sem Zsuzsa réð léttilega fram úr skemmtilegum taktískum flækjum. Hvítt: Zsuzsa Polgar Svart: Xie Jun Skoskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Rxc6 Umsjón Jón L. Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.