Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 DV Menntaðasta körfuboltalið á íslandi er líklega í Kópavoginum: Hefur nær 100 ára langskóla- námað baki - þar eru átta læknar, þrír lögfræðingar, verkfræðingar og fleiri fræðingar Þau eru líklega fá íþróttaliðin sem geta státað af því að hafa leik- menn með samanlagt hátt í 100 ára langskólanám að baki. 2. deildar lið körfuknattleiksdeildar HK í Kópa- vogi er þó eitt slíkra liða. Þar er að finna 8 lækna, 3 lögfræðinga, 2 verk- fræðinga, viðskiptafræðing, líffræð- ing, bókmenntafræðing, rafeinda- fræðing og einn stúdent. Tuttugu ára samspil „Kjarninn í þessum hópi byrjaði að æfa saman í ÍR fyrir hátt í 20 árum og var saman í bamaskóla. Við höfum alltaf haldið hópinn og þegar við byrjuðum í Háskólanum þá fengum við íþróttasal til afnota og héldum áfram að spila saman. Þegar námi lauk þá vildum við ekki hætta þessu og ræddum við HK- menn sem ekki voru með nema körfuknattleiksdeild. Þeir féllust á að taka okkur inn og við höfum haldið hópinn síðan. Þetta var fyrir tveimur árum,“ segir tals- maður hópsins og þjálfari, Ómar Geir Þorgeirsson við- skiptafræðingur. Hann segir marga kosti fylgja því að hafa svona fjöl- breyttan hóp lang- skólagenginna manna í liðinu. Læknarnir séu klár- ir með kælipoka, teygjubindi og teip og því séu íþrótta- meiðsl ekki áhyggju- efni, ef menn séu í vandræðum með einhver mál hjá skattinum þá er lög- fræðihjálp í seiling- arfjarlægð, við- Fremri röð frá vinstri: Kristján Einarsson rekstrarverkfræðingur, Sigurður Einarsson læknir, Ómar Geir Þorgeirsson viðskiptafræðingur og Pétur Kristinsson stúdent. Efri röð frá vinstri: Sveinbjörn Hannesson bókmenntafræðingur, Björn Þorvaldsson lögfræðingur, Eggert Jónas Hiimarsson iögfræðingur og Björn Pétur Sigurðsson læknir. Á mynd- ina vantar sjö manns sem ekki komust á æfinguna vegna anna og meiðsla. DV-mynd Brynjar Gauti Ómar Geir hirðir frákastið á æfingu. skiptafræðingurinn sjái um skatta- skýrslurnar og bókhald körfubolta- deildarinnar, bókmenntafræðingur- inn um lesefni á keppnisferðalögum og svo megi lengi telja. Þá segir Ómar Geir liðið hafa haft trésmið innan sinna raða nýlega og eftirsjá sé af honum. Líklega þurfi þeir að leggja meiri áherslu á að ná í iðnað- armenn til að verða sjálfum sér nóg- ir í flestum málum. Símboðar á æfingar „Þrátt fyrir að þarna sé hópur manna sem allajafna ætti að vera mjög upptekinn á framabrautinni og að koma sér upp fjölskyldu þá hefur mönnum tekist að sinna þessu áhugamáli furðuvel. Þegar læknarnir hafa verið á vakt hafa þeir verið að mæta með símboða á æfingar og sömu sögu er að segja af lögfræðingunum. Þeir þurfa því stundum að fara af æfingu ef ósk um aðstoð berst. Við sýnum því líka skilning ef menn starfsins vegna geta ekki mætt á æfingar i hvert skipti, það koma jú upp tilvik sem menn eru á ferðalögum vinnu sinn- ar vegna eða komast ekki frá. Álag- ið er samt greinilega farið að aukast núna enda fjölskyldan farin að heimta sinn tíma líka.“ Ómar Geir segir menn í hópnum þekkja hver annan mjög vel enda hafi þeir, sem fyrr segir, flestir spil- að körfubolta saman frá barnsaldri. Samstarfið gangi því vel og auðvelt sé að koma leikkerfum og öðrum skipunum á framfæri. Hann og Sig- urður Einarsson, læknir og aðstoð- arþjálfari, hafi líka tekið að sér stjómina án þess að hinir hafi feng- ið miklu um það ráðið. Þeim sé hlýtt í einu og öllu án þess að mikil þörf sé á að segja mönnum til. Lögfræðingar deila ekki við dómarann Aðspurður hvort lögfræðingarn- ir hafi átt það til að skipta sér mik- ið af dómgæslunni í leikjum segir Ómar Geir þá sér meðvitandi um að það þýöi ekki að deila við dómarann og því sé svo ekki. Gengi liðsins í 2. deild er ágætt þótt ekki sé útséð með hvort þeir komist i úrslitakeppnina og eigi því möguleika á að komast upp í 1. deild. Þeim tókst að komast i úr- slitakeppnina í fyrra, fyrsta árið sem þeir spiluðu saman, en erfiðið skilaði ekki þeim árangri sem ætlað var. Nú er markmiðið að reyna að koma upp yngri flokkum í HK og byggja upp körfuboltadeild - þeir fé- lagarnir verða ekki ellidauðir í körfuboltanum. Nauðsynlegt er aö ráða mann til þess starfs enda hafi þeir ekki þau sambönd inn í skól- ana sem þörf er á til að byggja upp markvisst starf í yngri flokkunum. -pp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.