Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 28
28
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 JLlV
Vera Semenova kallar ekki
allt ömmu sína. Þó hún sé að-
eins 21 árs þá hefur hún þýtt
bæði Eyrbyggju og Flóa-
mannasögu á rússnesku, er
að þýða Vatnsdælu auk þess
sem hún vinnur við að skrifa
rússnesk-íslenska orðabók.
En hver er þessi kjam-
orkukvenmaður sem tekið
hefur þvílíku ástfóstri við ís-
lenska tungu? DV tók hús á
Veru í rússneska sendiráðinu
þar sem hún dvelur.
Hrifin af
fornhetjunum
„Ég hef haft áhuga á þessu
frá bemsku. Ég var sjö ára
þegar ég las Sæmundareddu í
rússneskri þýðingu og þá
kviknaði áhuginn. Mamma
mín kom með bókina og
sýndi mér og ég varð strax
hrifin af fomhetjunum. Ég
hafði líka áhuga á öilum goð-
sögnum, ekki bara íslenskum
heldur líka grískum. Ég hef
haft áhuga á sögu, íslendinga-
sögum og íslensku í 14 ár
núna og vissi mjög snemma
hvað mig langaði til að læra,“
segir Vera á mjög góðri ís-
lensku.
Vera er á fyrsta ári í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta
í Háskóla íslands. Hún kom
fyrst til íslands fyrir tveimur
liiill
„Mér finnst ég stundum hafa byrjað á þessu alltof seint. Eg hef það einhvern veginn á tilfinningunni að ég gæti verið búin að gera
miklu meira en ég hef gert,“ segir Vera sem er 21 árs og hefur þýtt Eyrbyggju og Flóamannasögu og er að þýða Vatnsdælu og skrifa
rússnesk-íslenska orðabók. DV-mynd Brynjar Gauti
sefur að meðaltali aðeins 5
stundir á sólarhring.
Vera segir að það hafi
ekki verið svo mikil við-
brigði fyrir hana að flytjast
til íslands.
„Veðrið hér er næstum
því eins og í Sánkti Péturs-
borg þannig að það var ekki
mikil breyting fyrir mig. Þar
er líka alltaf rigning, snjó-
koma og vindur á veturna en
það verður hins vegar hlýrra
þar á sumrin en hér.“
Um 70 Rússar búa á Is-
landi og Vera segir að hún
hafi mest kynnst þeim. Bæði
starfsmönnum sendiráðsins
og rússneskum konum sem
eiga íslenska menn auk er-
lendu nemendanna sem eru
með henni í skólanum.
Kuldalegir
Islendingar
„Maður kynnist hins veg-
ar ekki eins mörgum íslend-
ingum eins og maður vildi
en það getur nú bara verið
vegna þess að ég hef ekki
mjög mikinn tíma til þess.
Svo er líka svolítið erfitt að
kynnast íslendingum. íslend-
ingar eru nokkuð líkir fólk-
inu sem býr í Sánkti Péturs-
borg. Það er svolítið kulda-
legt en ekki á slæman heldur
góðan hátt. Fólk heldur
21 árs Rússi þýðir íslendingasögurnar á rússnesku:
Las Eddukvæðin
sjö ára gömul
árum og fór þá á mánaðarlangt sumarnám-
skeið í íslensku í Háskólanum. Reyndar er ís-
lenskunámið hér hluti af BA námi hennar í
fornskandinavískum tungumálum við háskól-
ann I Sánkti Pétursborg en þar hefur hún síð-
ustu fimm árin lært sænsku og fornislensku.
„Ég er næstum búin í náminu og klára próf-
in þegar ég fer heim í vor. Ég er núna að
skrifa lokaritgerðina mína við háskólann í
Pétursborg sem er samanburður á ákveðnum
greini i forníslensku og nútímaíslensku. Ég er
bara að byrja að læra nútímaíslensku. Áður
lærði ég fomíslensku og það kannski hjálpar
til núna,“ segir Vera sem er staöráðin í að
halda námi sínu áfram og taka næst
kandídatspróf í íslensku. Draumurinn er svo
að kenna nútímaíslensku við háskólann.
Vera er frá Sánkti Pétursborg. Hún hlaut
styrk til að koma til íslands og læra íslensku
i eitt ár og rússnesku sendiherrahjónin buðu
henni að búa hjá sér á meðan hún dveldi á
landinu. Manima Vem, sem í upphafi vakti
áhuga hennar á íslendingasögunum, er tækni-
fræðingur en pabbi hennar, sem er dáinn, var
kjameölisfræðingur.
Mikill íslenskuáhugi
í Rússlandi
Vera segir að það sé mikill áhugi á íslensku
í Rússlandi. í háskólunum í Pétursborg og
Moskvu em um 45 manns í íslenskunámi en
allir þeir sem læra fornskandinavísk tungu-
mál verða að byrja að læra forníslensku sem
grann.
„Það er mikill áhugi í Rússlandi á fornbók-
menntum og rússneskum lesendum þykja ís-
lendingasögurnar mjög merkilegar bókmennt-
ir. Þessi hófst fyrir um 30 áram. Það er áhugi
á öllu fomu, fornbókmenntum og goðsögnum.
Þetta er eins konar afturhvarf til fortíðarinn-
ar.“
Vera þýddi Eyrbyggju fyrir tveimur áram,
Flóamannasögu í vetur með skólanum og sit-
ur nú yfir Vatnsdælu.
„Það er ekki svo mikill tími sem fer í skól-
ann, bara 12 tímar á viku. Ég hef kvöldin og
þá sit ég og þýði en ég sit samt ekki við á
hverju kvöldi." - Hvemig kom það til að þú
byrjaðir að þýða Eyrbyggju?
„Eyrbyggja er ein af fimm merkilegustu ís-
lendingasögunum og hún er ekki til á rúss-
nesku. Það er búið að þýða Egilssögu, Njáls-
sögu, Grettissögu og allar þessar stærstu bæk-
ur en ekki Eyrbyggju. Mig langaði til að þýða
úr forníslensku og ákvað að byrja á Eyr-
byggju."
Vera hefur líka þýtt forníslensk kvæði, svo
sem Höfuðlausn, Sonartorrek og Hávamál.
Hún segir að það sér erfitt aö þýða úr íslensk-
unni.
„Fyrir mig var erfiðara að þýða sögumar
en kvæðin. Það var erfitt að finna þennan sér-
staka stíl þannig að hann passaði að rússnesk-
unni. Sögumar sem ég hef þýtt bera foman
keim og minna svolítið á fornrússnesku en
era samt þannig að rússneskir lesendur geta
skilið þær.“
Vera ætlar ekki að láta staðar numið við
svo búiö. Hún stefnir að því að þýða enn fleiri
íslendingasögur og nefnir Ljósvetningasögu,
Svarfdælasögu, Fljótsdælu, Kormákssögu,
Halifreðarsögu og fleiri. Þýðingar Veru eru
ekki í tengslum við nám hennar heldur er um
einlægan áhuga hennar að ræða.
„Ég hef ansi stórar áætlanir en mig langar
til að þýða næstum allar Islendingasögumar
sem ekki era til á rússnesku. Hugmyndin er
síðan að gefa út heildarrit með öllum Islend-
ingasögunum, bæði þeim sem voru til og þess-
um nýju. Svo er ég líka að semja orðabók. Það
er til íslensk rússnesk orðabók en hún er orð-
in svolítið gömul og er líka mjög stór bók sem
kennarinn minn í Pétursborg gaf út. Ég ætla
hins vegar að gera litla orðabók, íslensk-rúss-
neska, rússnesk-íslenska með um 30 þúsund
orðum sem til dæmis yrði mjög handhæg bók
fyrir þá sem eru að læra íslensku i Rúss-
landi,“ segir Vera sem þegar er búin að skrifa
öll orð sem falla undir 10 fyrstu bókstafina í
orðabókinni.
Ég er bara löt
- Þykir þú ekki vera svolítið ung fyrir aö
hafa gert allt þetta?
„Nei, alls ekki, og mér finnst ég stundum
hafa byrjað á þessu alltof seint. Ég hef það ein-
hvem veginn á tilfinningunni að ég gæti ver-
ið búin að gera miklu meira en ég hef gert.
Mér finnst ég bara vera löt,“ segir Vera sem
vissri fjarlægð og hleypir ekki öllum að sér.
Það er ekki erfitt að kynnast fólki í Péturs-
borg en það tekur langan tíma að verða góðir
vinir.“
Vera er hrifin af íslenskri náttúra og ferð-
aöist töluvert um ísland þegar hún var hér
fyrir tveimur árum. í sumar er hún hins veg-
ar að spá í að æfa sig í sænsku og ferðast um
Svíþjóð en hún hefur unnið þar nokkrum
sinnum sem túlkur.
Líst betur á
rússneska karlmenn
Vera vonast til að geta haldið áfram námi
hér á landi næsta vetur og ætlar að sækja um
áframhaldandi skólastyrk til þess. Hún segist
þó sakna íjölskyldu sinnar, vina og heima-
haga þegar hún dvelur svona langt í burtu.
„Það er samt ekki stór söknuður því að ég
veit að ég sný aftur heim. Svo skrifast ég á við
vini mína en samt ekkert oft því það er erfitt
að fá bréf frá Rússlandi. Það er vandamál með
póstinn þar svo að það tekur langan tíma að
senda bréf og fá bréf.“
- Þú hefur ekki bara náð þér í íslenskan
kærasta. Er það ekki besta leiðin til að læra
íslensku?
„Já, það er kannski besta leiðin en á þessu
sviði þá hef ég meiri áhuga á því sem rúss-
neskt er. Mér líst eiginlega betur á rússneska
karlmenn en þá íslensku,“ segir Vera og hlær.
-ból