Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Side 32
32 LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 UV 3D'"V LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 41 Sigrún Pálína Ingvarsdóttir um meinta nauðgunartilraun biskups: Hans skömm en ekki mín „Ég kynntist Ólafi fyrst þegar hann gifti mig og fyrrverandi mann- inn minn. Þegar ég lenti síðan í hjónabandserfiðleikum 1979 fannst mér eðlilegast að leita til hans. Ég hitti hann fjórum sinnum og hann virkaði á mig sem góður maður og það var gott að tala við hann,“ seg- ir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sem hefur sakað biskup um að hafa reynt að nauðga sér fyrir 17 árum þegar hún var 22 ára. „Ég trúði honum fyrir því að ég hefði lent í kynferðislegri áreitni sem barn og hann vildi ræða það ít- arlega og tengdi við samlíf okkar hjóna. Fjórði fundurinn var að kvöldi til því hann sagðist ekki hafa tíma að deginum en það væri nauð- synlegt að við hittumst. Eftir við- talið stakk hann upp á því að við færum í bókasafnið í kirkjunni og læsum dagblöðin til að slappa af. Þegar við komum þangað var það lokað. Þá stakk hann upp á því að hann sýndi mér skrúðhúsið þar sem hann sýndi mér messuklæðin." Skellti í lás „Eftir á að hyggja þá hef ég verið það okkar sem fylltist lotningu þarna inni því í beinu framhaldi sagðist hann ætla að sýna mér skrif- stofuna þar sem hann semdi allar ræðurnar. Ég fór með honum þang- að inn og í sömu andrá skellti hann í lás og ég sá að ég var stödd inni í læstu, gluggalausu herbergi. Að sinni ætla ég ekki að lýsa því hvað gerðist þarna. - Af hverju ekki? „Ég ræði málið núna fyrst og fremst til að svara þeim ósannindum sem Ólafur Skúlason kom fram með í sjónvarpinu." - Var þetta kynferðisleg áreitni? „Ég kalla þetta tiíraun til nauðg- unar. Þegar viðkomandi neytir afls- munar til að koma fram vilja sínum og fórnarlambið þarf að beita afli til að komast undan er farið yfir mörk- in á milli kynferðislegrar áreitni og nauðgunartilraunar." - Nú sagði Ólafur í Sjón- varpinu að hann hefði farið í dagbækur sínar og ekki fundið neitt um ykkar fundi. Hverju svarar þú því? „Ef hann hefur ætlað sér þetta sem hann gerði þá skráir hann náttúrlega ekki neitt í sína dagbók. Ég spyr líka; hvers vegna ætti hann að vilja hitta mig að kvöldi í Bústaðakirkju ef hann þekkti mig ekki neitt? Hann er að fara með ósannindi." Ég skalf og grát Sigrún Pálína segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við þennan atburð. „Ég komst út úr kirkjunni, fór heim og brotnaði alveg niður. Ég skalf og grét alla nóttina. Ég sagði mínum nánustu frá þessu en það var alls staðar sama svarið: „Þú get- ur ekkert gert, þetta er orð á móti orði.“ Á þessum tíma voru engin Stígamót og þessi umræða ekki byrj- uð nema að mjög litlu leyti. Eðli atburðarins og hversu alvarlegur hann var gerði það að verkum að ég gat ekki fundið sökina hjá mér þrátt fyrir að ég færi strax að leita að henni eins og fórnarlömb reyna jafnan að gera.“ „Svo fór ég bara að reyna að lifa með þessu en ég gat aldrei gleymt þessum at- burði. Mesta áfallið var hvernig hann byggði upp traust hjá mér og misnotaði það síðan algjörlega. Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki sú eina og sá fyr- ir mér fermingarstúlkurnar og konur í sorg. Ég var með mikla sektarkennd yfir því að gera ekki neitt í málinu. Fljótlega spurði ég lögfræð- „Ég fór með honum þangað inn og í sömu andrá skellti hann í lás og ég sá að ég var stödd inni í læstu, gluggalausu herbergi." DV-myndir ÞÖK ing að því hvort ég hefði ein- hvern möguleika í þessu máli en hann sagði að ég gæti ekki sannað neitt. Ég fór í heil- mikla sjálfsvinnu og leitaði mér aðstoðar til að vinna úr þessum hlutum og styrkja mína sjálfsmynd." Siðferðiskennd minni ofboðið - Hvenær fórstu síðan að segja frá þessum atburði? „Það eru um 7-8 ár síðan ég byrjaði að segja fleirum frá þessu en mínum nánustu. Mér fannst það eina leiðin út úr þessu fyrst mér var ráðlagt að leita ekki til dómstóla. Hugs- anlega gæti ég rekist á aðrar konur sem hefðu sömu reynslu. Fyrir sex árum kynntist ég konu sem var líka fórnarlamb hans. Það studdi þann ótta að ég væri ekki ein en spurningin var bara hvort þær þyrðu að koma fram. Minni siðferðiskennd var ofboðið þegar hann bauð sig fram til biskups. Ég hafði sam- band við prest sem var hættur störfum. Hann kom með þá uppástungu að ég færi til Ólafs til að sannfæra mig um að hann væri breyttur maður. Ég fór þangað árið 1988 ásamt fé- lagsráðgjafa sem var mér til stuðnings. Þá fór ég inn í- Bú- staðakirkju sem ég hafði ekki komið inn í frá því að þessi at- burður átti sér stað. Ég bað og fletti í Biblíunni og síðan þá er Bústaðakirkja fyrir mér Guðs- hús en ekki Ólafshús. Á þess- um fundi spurði Ólafur strax hver hefði sent okkur og hvort við ætluðum að koma í veg fyrir að hann yrði biskup. Hann sagðist meðal annars vilja biðja mig fyrirgefningar á öllu því ilia sem hann hefði gert mér en þetta myndi hann aldrei viðurkenna. Hans lokaorð voru að hann myndi aldrei láta hempuna fyrir þetta. Ég trúði því aldrei að hann yrði biskup því ég hélt að prestarnir hlytu að átta sig á því hvaða mann hann hafði að geyma. Fyrir tveimur árum, þegar ég og kærastinn minn vorum að velta því fyrir okkur að giftast, setti ég það sem skilyrði að sá prestur sem gæfi okkur saman yrði að trúa minni sögu. Svar Pálma Matthíassonar var að hann væri tilbúinn að gifta okkur. Svo kom að því að sonur minn átti að fermast hjá séra Vig- fúsi Þór Árnasyni í Grafarvogi. Ég sagði honum frá atburðinum og leysti hann undan trúnaðareiðnum enda vildi ég að hann ræddi þetta við aðra presta. Þarna upplifði ég fyrst ákveðið öryggi. Þarna var kominn prestur sem sagðist trúa mér og ég trúði því að hann myndi gera eitthvað í málinu. ur að tala um hvað þetta væri hræðilega erfitt fyrir sig og sína fjölskyldu. Ég benti honum á að það hefði hann betur hugsað um fyrir 17 árum. Þegar ég vildi ekki draga til baka erindi mitt, sem þá var hjá stjórn Prestafélagsins að prestanna frumkvæði, hótaði hann mér meið- yrðamáli og sagði mér líka að hann fengi ótal hringingar frá fólki sem segði miður fallega sögu um mig og mína fjölskyldu og að það yrði ekki gaman fyrir mig ef það fréttist." Eftir þennan fund var mér mis- boðið og það að við vorum orðnar fleiri en tvær gerði það að verkum að ég varð að halda áfram. Þá leit- aði ég til Stígamóta og þar höfum við hist reglulega síðan. Við veitt- um Guðrúnu Jónsdóttur umboð okkar til að greina frá okkar málum í fjölmiðlum." Sáttafundur með Ólafi Ég hef ekkert að fela Þegar síðan þessi ágreiningur í prestastéttinni kom upp núna í jan- úar og ég sá að Vigfús Þór lýsti stuðningi við biskup umturnaðist ég af reiði. Ég skildi ekki hvernig prestur sem vissi hvað Ólafur hafði gert mér gæti lýst stuðningi sínum við hann. Ég leitaði leiða og komst að því að það var til siðanefnd presta svo að ég skrifaði henn bréf til að kvarta undan Vigfúsi og biðja um stuðning hennar til að leita sátta. Mér fannst ég eiga rétt á að vera örugg í minni sókn og sátt við minn sóknarprest. Jafnframt vildi ég koma minni sögu á framfæri við rétta aðila sem tækju af mér ábyrgð- ina á þessari vitneskju. Sættir tókust með okkur Vigfúsi og ég hélt að þar með væri málinu lokið hvað mig snerti. Vigfús kom á sáttafundi með Ólafi um miðjan fe- brúar. Ég hafði með mér tvo stuðn- ingsaðila. Á þessum fundi fór Ólaf- - Nú lætur Ólafur á sér skilja að ýmis öfl standi að baki ásökunum þínum. Hvað viltu segja um það? „Það er ótrúlegt að horfa upp á Ólaf halda ósannindum fram í sjón- varpi, blanda einhverjum öflum inn í þetta og líkja mér við strengja- brúðu. Mér flnnst það móðgun við mig að halda að ég þurfi að hafa ein- hver öfl á bak við mig. Ég er að gera þetta sjálf en ég vil taka það fram að ég á stóran vinahóp sem hefur stutt mig.“ „í dag er ég sáttari við sjálfa mig en ég hef verið lengi. Ég er að standa með mér, rétta úr mínu baki og segja sannleikann. Ég er komin af stað og loksins að gera það sem mér hefur fundist rétt að gera í 17 ár. Hví skyldi sannleikurinn ekki vera jafn sannur nú og daginn eftir að þetta gerðist? Ég finn til með fjöl- skyldu Ólafs en sá sársauki sem þau verða fyrir er á hans ábyrgð, ekki mína. Þetta er ekki mín skömm heldur hans. Ég hef ekkert að fela.“ -ból Konurnar segja sögu sína Þrjár konur hafa sakaö biskup íslands, Ólaf Skúla- son, um tilraun til nauög- unar og kynferðislega áreitni á hendur sér. Allar hafa þær sent greinargerð um mál sín til Prestafélags íslands undir fullu nafni og kennitölu og farið fram á að þessi mál verði rædd og á þeim tekið. Ólafur kom fram í frétta- þættinum Dagsljósi í ríkis- sjónvarpinu síðastliðið þriðjudagskvöld þar sem hann sagði frá samskipt- um sínum við konurnar, hrakti orð þeirra og neit- aði ásökununum. í kjölfar þeirra ummæla biskups hafa konurnar ákveðið að kæra hann til siðanefndar Prestafélagsins vegna meints brots á trúnaði og jafnframt að segja sögu sína. Þær hafa þó ákveðið að segja ekki í smáatriðum frá meintri kynferðislegri áreitni biskups til að gefa Prestafélaginu enn eitt tækifæri til að taka á mál- inu. Nafn einnar konunnar hefur öðrum fremur komið fram í fjölmiðlum í tengsl- um við þetta mál og hefur hún ákveðið að segja frá máli sínu undir fullu nafni og mynd. Hinar tvær kon- urnar og maður annarrar þeirra óska hins vegar nafnleyndar enda sé nafn þeirra komið fram á þeim stöðum sem það skipti máli, þ.e. hjá Prestafélag- inu. Biskup vildi ekki ræða við DV um frásögn kvenn- anna þegar eftir því var leitað. -ból Hjón segja frá samskiptum sínum við biskup: Siðferðisskylda að segja frá þessu „Ég kynntist Ólafi fyrst 16 ára gömul í Réttarholtsskóla þegar hann var enskukennarinn minn. Mér fannst hann vera mikill guösmaður og leit mjög upp til hans sem prests. Þegar við hjónin ákváðum að gifta okkur vildi ég að hann gæfi okkur saman. Þetta var virkilega fallegt brúðkaup og viö vorum mjög ánægð með þessa stund. Við eignuðumst síðan dreng og báðum Ólaf að skíra. Við heyrðum síðan ekkert meira í honum í langan tíma enda voru eng- in persónuleg samskipti okkar á milli heldur voru þetta bara embætt- isverk.“ Það er kona á fertugsaldri sem hefur orðið. Hún og maðurinn henn- ar hafa sakað Ólaf Skúlason biskup fyrir kynferðislega áreitni gagnvart henni sem þau segja að átt hafi sér stað í Danmörku árið 1979 þegar hún var rétt um tvítugt. Meira en klapp á afturendann „Ári eftir að við fluttumst til Dan- merkur hitti móðir mín Ólaf á forn- um vegi og hann bað um símanúm- erið okkar þar sem hann var á leið á prestaþing í Kaupmannahöfn. Hann hringdi síðan í mig úti og bauð mér út að borða. Við fórum bæði að hitta hann og þá gerðist sá atburður sem um ræðir og ég vil ekki lýsa í smáatriðum að svo stöddu," segir konan sem segir að málið hafi fengið mjög á sig. „Atburöurinn var alvarlegri held- ur en eitthvert klapp á afturend- ann,“ segir maðurinn hennar. „Þetta var ekki tilraun til nauðgun- ar en þetta var gróft áreiti og sjokk- ið var fyrst og fremst fólgið í því hver þetta var,“ segir hann. „Hann leitaði á mig. Það fór ekk- ert á milli mála hvað hann vildi,“ segir konan. „Mér var verulega brugðið. Ég hringdi daginn eftir í fjölskylduna mína og var mjög mið- ur mín. Ég sagði vinum mínum frá þessu því að ég varð að losa um þetta. Svo sat ég og hugsaði; af hverju ég, hvað varð til þess að hann gerði þetta við mig? Éf þetta hefði verið einhver venjulegur mað- ur hefði ég bara sagt að þessi maður væri ekki í lagi en þetta var prestur- inn sem gifti okkur. Hann hefur varpað skugga á tvær stærstu stund- irnar í lífi okkar, giftinguna og skírnina, því að við getum ekki lengur borið virðingu fyrir honum og þeim orðum sem þar voru látin falla,“ segir hún. Maðurinn hennar tekur í sama streng: „í hvert sinn sem ég hugsa um giftinguna kemur þessi atburður upp í hugann. Þetta tengist allt hvað öðru. Það stendur ýmislegt í Bibl- íunni um það sem hann framdi og það sem kvelur okkur hvað mest er að þessi maður skuli geta starfað áfram, ekki bara sem prestur heldur sem yfirmaður kirkjunnar." segir maðurinn. Reyndum að ýta þessu frá - Af hverju gerðuð þið ekkert í málinu á sínum tíma? „Við vorum þrjú ár í Kaupmanna- höfn eftir atburðinn og svolítið slit- in úr tengslum við íslenskt þjóðlíf. Auk þess máttum við okkar ekki mikils ein á móti biskupi," segir maðurinn. „Við erum auðvitað ekki fullkomin. Þetta er óþægilegt mál sem tekur mikið á. Þann tíma sem þetta hefur verið í hámælum-er ég búinn að vera með hnút í maganum allan daginn. Kannski er ekki nein afsökun fyrir því að við gerðum ekki neitt í þessu. En það skýrist líka kannski af umræðunni í þjóðfé- laginu. Það er ekkert langt síðan fólk fór að ræða þessi mál opinber- lega og því eldri sem við verðum því betur áttum við okkur á alvarleika þessa máls,“ segir hann. Konan hans lýsir því að þegar Ólafur náði kjöri sem biskup yfir ís- landi hafi brotist út í henni mikil reiði. „Ég trúði því aldrei að hann næði kjöri en þegar það gerðist hringdi ég niður á biskupsstofu og sagði þeim mína sögu. Þá sagði sá sem ég talaði við; „Ert þú flugfreyjan?" Þetta var í raun í fyrsta skipti sem mér varð ljóst að það væru einhverjar aðrar sem hefðu lent í þessu. Ég hélt að þetta væri bara bundið við mig. - En hvað varð til þess að þið ákváðuð að gera eitthvað í málinu núna eftir allan þennan tíma? „Við eigum í raun ekki frum- kvæðið að því,“ segir konan. „Við Sigrún Pálína fréttum hvor af annarri og töluðum saman í síma fyrir nokkrum árum. Svo bað hún okkur að leggja okkar sögu fram máli sínu tfl stuðnings núna og það var auðsótt mál. í framhaldinu vor- um við kölluð fyrir hjá siðanefnd- inni og áttum góðan fund sem við vorum mjög sátt viö,“ segir konan og maðurinn hennar er sammála. „Siðanefndinni eru settar ákveðn- ar reglur sem henni ber að fara eft- ir og hún hefur ekki umboð til að fjalla um mál sem eru eldri en eins árs, jafn fáránlegt og það er. Ég er því ekki að ásaka nefndina en hins vegar er það auðvitað Prestafélagið sem ætti þá að taka á þessu,“ segir hann. Átti ekki að verða fjölmiðlaveisla „Ég vildi láta vinna þetta mál inn- an veggja kirkjunnar. Við ætluðum aldrei að láta þetta verða að ein- hverri fjölmiðlaveislu," segir konan. „Það sem kvelur okkur hvað mest er að þessi maður skuli geta starfað áfram, ekki bara sem prestur heldur sem yfir- maður kirkjunnar." „Það er gjörsamlega ólíðandi og óþolandi að biskupinn geri slíka hluti sem honum er borið á brýn að hafa gert og ég veit með vissu að hann er ekki saklaus af.“ Kona á fimmtugsaldri sakar biskup um áreitni þegar hún var tólf ára: Hef aldrei getað gleymt þessu Hún segist þó ekki óttast neinn kjaftagang því hún hafi ekkert á samviskunni. „AUt sem við erum að segja er satt og rétt. Út frá siðferðis- legu sjónarmiði finnst okkur við vera að gera rétta hluti nú. Okkur fannst að það væri skylda okkar að láta þjóðkirkjuna vita. Þessi reiði sem var fyrst í mér er farin núna en mér finnst að það eigi að vera hægt að gera hærri siðferðiskröfu til presta, hvað þá biskups," segir hún. „Við erum ekkert að þessu að gamni okkar. Við getum bara ein- faldlega ekki tekið kirkjuna í sátt með þennan mann i þeirri stöðu sem hann er í. Út af þessum atburði drógum við til dæmis lengi að skíra yngsta son okkar. Ef Prestafélagið tekur ekki á þessu máli sjáum við okkur ekki annað fært en að segja okkur úr þjóðkirkjunni," segir eig- inmaðurinn. -ból „Ég hef bara einu sinni hitt Ólaf Skúlason. Það var þegar ég var á barns- aldri á sundnámskeiði og hann stýrði fermingarbarnamóti sem æskulýðsfull- trúi kirkjunnar á sama stað. Hann hafði þá mikil og óeðlileg afskipti af mér og annarri telpu og viðhafði athæfi sem ég get ekki kallað annað en mjög grófa kynferðislega áreitni þó ekki hlyt- ist meira af,“ segir kona á fimmtugs- aldri sem ekki vill láta nafns síns getið. Hún segist hafa verið um 12 ára gömul þegar meintur atburður átti sér stað. - Hvernig brást þú við þessum at- burði? „Ég forðaðist Ólaf. Þetta fór ekki fram hjá vinkonum mínum og mér fannst þetta vandræðalegt. Þegar ég kom heim af sundnámskeiðinu sagði ég móður minni frá þessu og hún brást við • með því að afla sér upplýsinga um hver hann væri, þessi æskulýðsprestur, sem ég kallaði svo.“ Skömm á þessum manni - Hafði atburðurinn áhrif á þig i kjöl- farið? „Fyrst og fremst þannig að ég hafði beyg af og skömm á þessum manni. Þegar ég fermdist ákvað ég síðan að fara ekki á fermingarbarnamót þó mig langaði til þess af ótta við að hann yrði þar. Þetta hefur hins vegar ekki haft al- varleg áhrif á líf mitt en að sjálfsögðu hef ég aldrei getað gleymt þessu né get- að litið þennan mann þeim augum sem ég vil líta prest, hvað þá biskup." - Hvað varð til þess að þú kemur fram núna með þessa sögu? „Þegar ég frétti að stjórn Prestafé- lagsins ætlaði að fjalla um meinta kyn- ferðislega áreitni biskups þá stóð ég frammi fyrir þeirri siðferðilegu spurn- ingu hvort mér bæri ekki skylda til að skýra henni frá þeirri vitneskju sem ég bý yfir. í fjölda ára leit ég svo á að þetta væri einstakt og afmarkað atvik sem hefði hent mig eina og að ég væri óskaplega heppin að þetta hefði ekki gengið lengra eða meira hlotist af. Fyr- ir um tveimur árum sannfærðist ég um að ég væri ekki eina tilfellið því þá skýrði kona mér í trúnaði frá því að hún hefði orðið fyrir grófri áreitni af hálfu Ólafs Skúlasonar þegar hann var starfandi prestur í Bústaðasókn. Þetta varð þess valdandi að hún lét ekki ferma sig. Ég hef leyfi hennar til að segja frá þessu en ekki öðru.“ Ólíðandi að biskup geri svona „Ég ákvað síðan að skýra stjórn Prestafélagsins frá þessu því mér fannst það einfaldlega siðferðileg skylda mín bæði gagnvart þessum konum og kirkj- unni. Hvað það líður langur tími frá því að þetta gerðist og þar til nú breytir engu um siðleysi atburðarins. Það sem skiptir máli er að hér er um að ræða æðsta mann þjóðkirkjunnar, fulltrúa þeirrar siðfræði sem við byggjum okk- ar þjóðfélag á. Það er gjörsamlega ólíð- andi og óþolandi að biskupinn geri slíka hluti sem honum er borið á brýn að hafa gert og ég veit með vissu að hann er ekki saklaus af,“ segir þessi kona. - Þú sakar stjórn Prestafélagsins um að hafa rofið trúnað við þig. Á hverju byggirðu þær ásakanir? „Ég skrifaði stjórn Prestafélagsins í febrúar þar sem ég skýrði frá mínu máli og óska eftir að farið sé með það sem algert trúnaðarmál. Erindi mínu og hinna kvennanna tveggja, sem ég þekkti ekkert á þeim tíma, var síðan vísað til siðanefndar Prestafélagsins og ítrekað að um trúnaðarmál væri að ræða. Nú hefur siðanefndin sagt mér að hún harmi að efni bréfsins hafi komist til fjölmiðla áður en nefhdin var búin að funda og þar með staðfest að um al- varlegt trúnaðarbrot var að ræða.“ - Nú svarar biskup ásökunum þínum í sjónvarpinu og segir þær á engum rökum reistar. Hann segir meðal ann- ars að sundmót og fermingarbarnamót hafi aldrei verið haldin á sama tíma á þessum stað. Hvað viltu segja um þessi ummæli biskups? „Biskup vitnaði, þar sem honum hentaði, í mitt trúnaðarerindi sem hann átti engan veginn að vera með undir höndum. Þá tók hann fram að fermingarbarnamót árið 1963 hefði fall- ið niður, sem kann rétt að vera, en ég hef aldrei fullyrt um ártalið og tók það mjög skýrt fram í bréfi mínu til stjórn- ar Prestafélagsins að ég væri ekki viss um árið vegna þess hve langt er um lið- ið og þess að ég var á sundnámskeiði á sama stað, fjögur ár í röð. Sú fullyrðing hans að fermingarbarnamót og sund- mót hafi ekki verið haldin á þessum stað á sama tíma er bara endemis kjaft- æði, svo ég noti nú það orð. Að minnsta kosti gerðist það í þetta sinn.“ „I kjölfar þessa viðtals við biskup ákváðum við, þessar þrjár konur, að senda erindi okkar aftur til siðanefnd- arinnar og óska eftir upptöku þessa máls út af trúnaðarbresti og út af um- mælum biskupsins í þessu viðtali. Einmitt þess vegna er ég ekki tilbúin á þessu andartaki að ræða nákvæmlega hvað gerðist í þetta tiltekna skipti þeg- ar biskup áreitti mig vegna þess að ég tel mig enn þá bundna ákveðnum trún- aði við siðanefndina á meðan hún hefur þetta tækifæri frá mér til að aðhafast eitthvað. Eftir að ég fékk skriflega stað- festingu frá siðanefndinni sem staðfesti að trúnaðarbrestur hefði orðið tel ég mig hins vegar tilneydda að gefa al- menningi kost á að vita hvers vegna ég er að þessu.“ -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.