Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 36
44
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 JL>V
DV, Los Angeles:____________________
Það hefur verið sagt um Sean
Penn að hann sé bæði svatsýnn og
skapstór maður. Þegar hann gengur
inn í herbergið þar sem viðtalið við
hann fer fram verður mér ósjálfrátt
hugsað til þeirra ljósmyndara sem
hafa verið of aðgangsharðir við
hann. Penn hefur nefnilega slegið
þá nokkra niður og mölbrotið ófáar
myndavélar. Þessi handalögmál
hafa síðan lent á forsíðum kjafta-
blaða um allan heim og hann verið
stimplaður skapstór slagsmálahund-
ur.
Jakkinn númeri of lítill
Sean Penn stundar örugglega ein-
hverjar lyftingar því hann er mjög
kraftalega vaxinn. Jakkinn hans
virðist númeri of lítill og hendurnar
liggja ekki niður með síðum heldur
standa skáhallt út í loftið eins og
venja er með vaxtarræktartröll. Það
er nokkuð ljóst að þótt Sean Penn sé
ekki hár í loftinu fer hann eflaust
létt með að krumpa saman flesta
ljósmyndara, jafnt stóra sem smáa.
Hann lítur líka út fyrir að hafa ný-
lega lent í slagsmálum því það eru
nýleg ör í andlitinu og hárið er eins
og það hafi ekki verið þvegið eða
greitt í viku.
Feiminn og titrandi
Svona mætir Sean Penn til leiks
og virðist ekki líða mjög vel innan
um blaðamenn. Röddin er hálf titr-
andi og hann keðjureykir allan tím-
ann. Sean Penn er kannski svart-
sýnn og skapstór en hann er líka
feiminn og hæðinn.
Nýlega voru frumsýndar í Banda-
ríkjunum The Crossing Guard, sem
er önnur myndin sem Sean Penn
leikstýrir, og Dead Man Walking
þar sem Penn leikur annað aðal-
hlutverkið á móti Susan Sarandon.
Dead Man Walking hefur fengið frá-
bæra dóma og bæði Susan Sarandon
og Sean Penn hafa verið tilnefnd til
óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í
myndinni.
Hvað sem segja má um persónu
Seans Penns sýnir frammistaða
hans í myndum eins og Carlito’s
Way og Dead Man Walking að hann
er umfram allt firnagóður leikari,
jafnvel einn sá besti í dag. Sean
Penn segir að frami hans og ferill
hafi verið háður tilviljunum.
„Ég hafði strax mjög gaman af
leiklist. Hins vegar þarf heppni til
að fá eitthvað að gera sem leikari.
Síðan, þegar maður kemst yfir þær
goðsagnir sem fylgja leikarastarf-
inu, er hægt að einbeita sér að því
að finna hvað það er við starfíð sem
raunverulega höfðar til manns. Það
var þannig með mig að eftir svolít-
inn tíma sem leikari fannst mér ég
ekki vera til neins gagns lengur og
mér fannst það ekkert skemmtilegt
lengur. Á þeim tímapunkti fór ég að
vinna með og skrifa þær hugmynd-
ir sem ég hafði haft um nokkurn
tíma og síðan að leikstýra, þannig
að það má eiginlega segja að þetta
hafi gerst af sjálfu sér,“ segir Sean.
Byrjaði með súper 8 vél
- Var þetta frá upphafi það eina
sem þig langaði að gera; var kvik-
ir að gera myndir um ungt fólk.
Langflestar voru lélegar að mínu
mati en nokkrar voru mjög góðar.
Þannig hófst minn ferill af því að ég
var á réttum stað á réttum tíma og
líka mjög heppinn."
Lélegri leikarar núna
Að mati Seans eru nokkrir leikar-
ar sem hafa gert allt að því full-
komna hluti. Hann nefnir Marlon
Brando í myndinni Last Tango in
Paris og Gene Hackman í Scare
Crow og segir að ekki sé hægt að
gera betur en þeir gerðu í þessum
myndum. Hins vegar segist hann
ekki halda upp á einhvern einn leik-
ara eða eina kvikmynd.
„En það eru ákveðnar myndir og
frammistaða leikara sem eru ein-
faldlega nálægt fullkomnun. Það er
eins og ákveðinn töframáttur hafi
sveimað yfir öllu ferlinu, allt frá því
að handritið var skrifað og þar til
myndinni var lokið. Ég myndi til
dæmis ekki vilja breyta neinu af því
sem Robert DeNiro gerði í Raging
Bull eða því sem Donald Sutherland
gerði í Day of the Locust. Það er til
fullt af góðum leikurum. . . eða öUu
heldur það var til fullt af góðum
leikurum. Þeir eru mun færri um
þessar mundir.
Sean segir að ein ástæðan sé að
leikarar hafi úr lélegri hlutverkum
að velja.
„Tæknin hefur tekið aUa athygli
frá vel skrifuðum sögum, þær eru
aukaatriði og tæknibrellur eru í að-
alhlutverki. Nú er líka svo mikil-
vægt að brosa, líta vel út og kunna
töfrabrögð. David Copperfield er
aðalmaðurinn í dag og kvikmyndir
eru lítið annað en 90 mínútur af
hókus pókus.“
Skemmtilegra
að leikstýra
Sean hefur sagt í viðtölum að
honum falli betur að leikstýra en
leika. í raun finnist honum óþægi-
legt að leika, það dragi úr sér aUan
„Tæknin hefur tekið alla athygli frá vel skrifuðum sögum, þær eru aukaatriði og brellur eru í aðalhlutverki. Nú er líka
svo mikilvægt að brosa, líta vel út og kunna töfrabrögð. David Copperfield er aðalmaðurinn í dag og kvikmyndir eru
lítið annað en 90 mínútur af hókus pókus,“ segir Sean Penn sem er hér í einu atriða í myndinni Dead Man Waiking.
myndagerð alltaf áhugamál?
„Þetta gerðist allt á frekar
skringilegan hátt. Ég byrjaði sem
krakki á því að gera stuttar kvik-
myndir á súper 8 millímetra filmu.
Síðan varð ég mjög áhugasamur um
allt sem viðkom leiklist og lék í
nokkrum leikritum. Ég hafði ekki
hugmynd um hvernig maður kæm-
ist inn í kvikmyndabransann
þannig að ég fór frá Kaliforníu til
New York til að leika í leikritum.
Það skringilega var að fljótlega eftir
að ég kom til New York fékk ég
hlutverk í bíómynd. Ég var mjög
heppinn því að ég var á alveg hár-
réttum tíma að reyna að komast inn
í bransann.
Kvikmyndir á árunum eftir 1970
voru sjaldnast um ungt fólk og það
var ekki fyrr en Tim Hutton fékk
Óskarsverðlaun fyrir myndina Ord-
inary People að fólk fór að bera aft-
ur virðingu fyrir ungum leikurum.
Þá hófst bylgja af myndum um ungt
fólk sem hafði í raun endað þegar
James Dean dó. Allt í einu fóru all-
Áleitin
Tim Robbins og Sean
Penn sem DV átti einkavið-
tal við fyrir skömmu koma
báðir við sögu i kvikmynd-
inni Dead Man Walking
sem frumsýnd verður í Há-
skólabíói fljótlega. Myndin
er áleitin umfjöllun um
dauðarefsingar í Bandaríkj-
unum.
Aðalsöguhetjan, sem leik-
in er af Susan Sarandon, er
nunna sem verður penna-
vinur fanga (Sean Penn)
sem taka á af iífi. Nunnan
flækist æ meir inn í líf fang-
ans og fylgist með því
hvernig angist hans eykst
eftir því sem nær líður
dauðastundinni. Hún kynn-
Kvikmyndin Dead Man Walking:
mynd
ist einnig sorgmæddum fjöl-
skyldum fórnarlamba fang-
ans sem berjast við hatrið
og hefndarþörfina og ráða-
lausum embættismönnum
sem eru flæktir í lagabálka.
Tim Robbins, leikstýrir
myndinni og skrifaði kvik-
myndahandritið en myndin
byggir á sönnum atburðum.
Dead Man Walking hefur
alls staðar fengið mjög góða
dóma. Tim Robbins hefur
verið tilnefndur til Óskars-
verðlauna fyrir leikstjórn
sína og Susan Sarandon og
Sean Penn eru einnig til-
nefnd til Óskarsverðlauna
fyrir hlutverk sín í mynd-
inni.
!S