Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 37
±>V LAUGARDAGUR 2. MARS 1996
45
mátt. Hann segist hafa ákveðið að leika í
Dead Man Walking eftir að hafa lesið
handritið, sem honum hafi fundist
áhrifamikið og vel skrifað, og líka vegna
þess að þarna hafi hann fengið tækifæri
til að vinna með Susan Sarandon.
„Það hafði líka liðið svo langur tími
síðan ég lék í síðustu mynd að ég var eig-
inlega búinn að gleyma því hvað ég var
að fara út í. Það var mjög óþægilegt fyr-
ir mig að leika í þessari mynd og líka
mjög óþægilegt að horfa á hana.“
- Hvað setur þú mikið af sjálfum þér í
persónurnar sem þú leikur?
„Það er auðvitað misjafnt en ég lít á
sjálfan mig sem mjög tæknilegan leik-
ara. Ég fór í skóla til að læra að leika og
ég nota þá tækni sem mér var kennd.
Sumir segja að það sé ekki hægt að læra
að leika en ég er alls ekki sammála því.“
- Tim Robbins sagði mér að þú hefðir
mjög gott skopskyn en þú virkar frekar
svartsýnn á mig?
„Ég held að það sé ekki rétt. Ég er ekk-
ert mjög svartsýnn en ég er frekar frá-
hverfur öllu sprelli og skrípalátum. Allt
sem er svona „ha, ha, ha“ fyndið, atvik
sem ólíklegt væri að maður upplifði ein-
hvern tíma á ævinni. Ég fæ ekkert út úr
því að taka þátt í þannig uppfærslum. Ég
myndi frekar taka inn einhver eiturlyf
til að komast I þannig stuð.“
Frekar ballettdansara fyrir
son en grínista
„Ég hló mig oft máttlausan yfir mörg-
um af gömlu gamanmyndunum, til dæm-
is senum þar sem maður og kona voru
að rífast og maðurinn sló konuna utan-
undir og hún sló hann samstundis aftur
og þá skellti maðurinn upp úr. Svona at-
riði sem sýna fáránleika mannfólksins
finnast mér mjög fyndin en gamanleikur
sem slíkur höfðar ekkert sérstaklega til
mín. Mér væri eiginlega alveg sama þótt
sonur minn yrði ballettdansari með
bleikt hár, bara ef hann verður ekki
„stand-up“ grinisti, það myndi alveg
gera út af við mig. Það er fátt sem fer
meira í taugarnar á mér en þannig
grínistar."
Myndin Dead Man Walking fjallar um
dauðarefsingar sem vekja upp margvís-
legar trúarlegar spurningar. Móðir
Seans er kaþólsk en pabbi hans er gyð-
ingur.
„Mamma trúir en pabbi trúir ekki og
ég er ekki svo viss sjálfur. En ég er viss
um að ég er ekki kaþólskrar trúar. Mér
finnst allt sem er trúarlegt í þessari
mynd vera aukaatriði. í mínum augum
er þessi mynd fyrst og fremst um hæfi-
leikann til að elska.“
„Hver sá sem segir að guð sé til er fifl
í mínum augum og að sama skapi er sá
sem segir að guð sé ekki til líka fífl. Það
veit þetta enginn og heldur ekki hvað
gerist þegar við deyjum. Þetta hafa alltaf
verið mínar efasemdir varðandi trúar-
brögð. Þetta er allt saman byggt á skáld-
skap og enginn veit hvað er rétt og hvað
er rangt og vonandi verður það þannig
enn um sinn.“
Tæknin eyðileggur
tjáninguna
- Hver er þín skoðun á stöðu mála í
kvikmyndabransanum og hvert hann
stefnir?
„í fyrsta lagi eru bókhaldarar í
Hollywood sannfærðir um að endurtekn-
ing á sama þema sé besta leiðin til að
græða peninga. Þjóðfélagið hefur breyst
í þá veru að fólk les ekki nærri því eins
mikið og fjölbreytt efni og það gerði
áður. Ég held ekki að það hafi nein bein
áhrif á gæði þeirra kvikmynda sem eru
skrifaðar, heldur hefur það áhrif á
hvernig áhorfendur bregðast við vel
skrifuðum kvikmyndum. Þeir skynja
ekki hvað er gott og hvað er vont. Þetta
hefur áhrif á hvað menn eru tilbúnir að
taka stóra sénsa á flóknari og vandaðri
kvikmyndum.
Annar þáttur er áhrif fyrirtækja sem
eru að græða mikla peninga á að fram-
leiða tæki og tól til að búa til tölvugraf-
ík og tæknibrellur í kvikmyndum. Þau
leggja töluvert undir til að selja þann
búnað og meðal annars þess vegna eru
þannig myndir framleiddar. Áður fyrr
snerust kvikmyndir um tjáningu en
núna snúast þær um hversu tilkomu-
miklar þær geta verið. Það er stór mun-
ur þar á.“ Páll Grímsson
ná fram réttri lýsingu. Það tók okk-
ur t.d. um 5 klukkutíma að lýsa
þetta atriði rétt og það er töluverð-
ur tími fyrir 5 blaðsíður í handrit-
inu.“
Dáist að og virðir
Sean Penn
- Það eru ákveðnir þættir í nýj-
ustu mynd Sean Penn The Cross-
ing Guard sem líkjast Dead Man
Walking. Hefur þú séð þá mynd?
„Já! Þegar ég sá The Crossing
Guard þá skildi ég af hverju hann
vildi leika í Dead Man Walking.
Myndirnar fjalla um svipað þema,
fólk sem missir ástvin og þarf að
takast á við tilfinningar sínar. Ég á
erfitt með að lýsa því hvað ég dáist
að og virði Sean Penn sem lista-
mann. Hann er einn af mjög fáum
leikurum sem hafa átt velgengni að
fagna og eru enn heiðarlegir gagn-
vart sjálfum sér og öðrum."
Tim hefur mikið álit á Sean. Seg-
ir hann hafa mikið skopskyn en
vera jafhframt mikla tilfinninga-
veru. Það sé ólíkt hans persónu-
leika að leika einhverja Hollywood-
stjörnu - brosandi og veifandi til
mannfjöldans. Þessa dagana segist
Tim reyndar vera að skrifa handrit
Óskarsverðlaunakandídat í einkaviðtali við DV:
Vona að myndin skapi um-
ræður um dauðarefsingar
- segir Tim Robbins, leikari og leikstjóri, um nýjustu mynd sína, Dead Man Walking
Tim segist ekki hafa spáð mikið í það hvort myndin muni njóta velgengni. Hann er reyndar þeirra skoðunar að
velgengni mynda sé meira háð heppni og tilviljunum en nokkru öðru.
DV, Los Angeles_________________
Hann er grannur og hávaxinn,
klædddur í bláar gallabuxur og
dökkbláan jakka, skómir eru
svartir og sparilegir. Andlitið er
skemmtilega strákslegt og þótt
hann reyni að vera alvarlegur þá á
hann erfitt með það. Honum fer
betur að brosa og hlæja. Hann er
einna þekktastur fyrir að leika
harðsvíraðan kvikmyndaframleið-
anda í mynd Roberts Altman, The
Player, og nú síðast snjallan fanga
í myndinni The Shawshank
Redemption. Hann er að stíga sín
fyrstu skref sem kvikmyndaleik-
stjóri, fyrst með Bob Roberts og
núna í Dead Man Walking en það
verk hefur skilað honum óskarstil-
nefningu.
Tim Robbins er fæddur og uppal-
inn í New York og þar býr hann
enn ásamt sambýliskonu sinni,
leikkonunni Susan Sarandon og
tveimur börnum þeirra. Hann
starfrækir leiklistarklúbb sem set-
ur á svið leikrit í New York og Los
Angeles og kvikmyndafyrirtækið
hans hefur nýlega gert samning
við fyrirtækin Working Title Films
og Polygram. Það er ekkert skrítið
þótt Tim Robbins eigi erfitt með að
vera alvarlegur þegar allt gengur
honum haginn. Hann er greinilega
í góðu skapi þennan dag sem við-
talið fer fram. Hann leikur á als
oddi og nýtur greinilega velgengn-
innar.
Heillaðist af
nunnunni
Þegar talið herst að Dead Man
Walking segist Tim hafa lesið bók-
ina sem myndin er byggð á og
heillast af nunnunni, sem er aöal-
söguhetjan, og þeirri staðfestu
hennar í lífinu að elska alla, jafnt
góða sem vonda - líka dauðadæmd-
an morðingja.
„Hún finnur sig síðan knúna til
að fara til fjölskyldna þeirra látnu
og biðjast afsökunar á því að hafa
ekki verið til staðar fyrir þau líka.
Á hinum endanum er síðan sá
dauðadæmdi, Poncelet sem þekkir
ekki hvað það er að elska en upp-
götvar ástina á dauðastundinni.
Myndin segir frá mögnuðum þrí-
hyrningi," segir Tim en barnsmóð-
ir hans benti honum á söguna.
Tim hitti fjölskyldur fórnar-
lamba Poncelet fyrir tilviljun þeg-
ar verið var að taka myndina upp.
„Ég hitti foreldra annars þeirra
fyrir tilviljun. Við vorum að kvik-
mynda í Angola-fangelsinu og eitt
kvöldið var verið að taka fanga af
lífi. Ég ákvað að keyra fyrir utan
fangelsið og sjá hvort eitthvað væri
að gerast. Þau voru eina fólkið fyr-
ir utan og ég fór til þeirra. Við töl-
uðum saman í einar 20 mínútur og
það var athyglisvert að þau sögðu
mér að þeim fyndist að aftökur
ættu að vera sýndar í sjónvarpinu
í beinni útsendingu, en aðeins ef á
öðrum helmingnum af sjónvarps-
skjánum væri leikin endurgerð af
glæpnum sem einstaklingurinn
hefði framið. Ég sagði þeim að það
væri einmitt þannig sem við vær-
um að gera í Dead Man Walking.
Allir reiðubúnir
að hjálpa
Hluti myndarinnar er kvik-
myndaður í alvörufangelsi og segir
Tim það hafa gengið einstaklega
vel miðað við aðrar myndir enda
hafi öllum sem að komu verið um-
hugað um að greiða götu kvik-
myndagerðarfólksins.
„Fólk hugsar mjög sjaldan um
hvernig þeim einstaklingum líður
sem vinna í fangelsum. Ég held að
þeir sem eru í þeirri stöðu aö
hjálpa til við að taka fanga af lífi
hljóti að líða illa og hafa samvisku-
bit. Ef þú hugsar út í það að þurfa
að setja bleiu á fangann, draga
hann grátandi út úr klefanum og
setja ólar á handleggi og fætur. Það
hlýtur að vera erfitt að lifa með
það á samviskunni. Þess vegna
held ég að fólk hafi viljað gera flest
til að hjálpa okkur að gera þessa
mynd.“
Gerð myndarinnar erfið
Gerð þessarar myndar segir Tim
hafa verið erfiðari en ætla mætti
þar sem Susan Sarandon fer með
aðalhlutverkið.
„Þetta var sérstaklega erfitt fyrir
mig því vanalega get ég deilt öllum
mínum áhyggjum með Susan.
Núna gat ég það ekki af því að hún
var að leika í myndinni. Fyrsta
regla leikstjóra er að láta leikarana
aldrei finna fyrir því að það séu
einhver vandamál svo að þeir geti
einbeitt sér að því sem þeir eiga að
gera.“
- Þessi mynd byggist á sterkri
persónusköpun og góðum leik en
það bregður oft fyrir skemmtilegri
kvikmyndatöku og klippingu.
Hversu mikilvægir eru þeir þættir
að þínu mati við gerð kvikmynda?
„Ég legg mikla áherslu á góða
kvikmyndatöku og útsjónarsama
klippingu. Sem leikstjóra þá skipta
þessir þættir mig miklu máli. Þetta
handrit var mjög erfitt að þessu
leyti því að mjög margar senur eru
mjög einfaldar, bara tvær persónur
að tala saman. Þess vegna urðum
við að reyna að gera þær frá-
brugðnar hver annarri - gefa
hverri senu sérstakan kraft. Við
gerðum það með því að nota rign-
ingu, eldingar og mismunandi
sjónarhom og klippingar til að
halda senunum lifandi."
- í lokaatriði myndarinnar þar
sem Helen og Poncelet tala saman
fyrir aftökuna notar þú tvær
myndavélar. Af hverju gerirðu
það?
„Þetta er mikilvægasta atriðið í
myndinni og ég vildi vera viss um
að ég næði öllum svipbrigðum og
smáatriðum sem gerast venjulega
bara einu sinni. Það skapar auðvit-
að ákveðið vandamál að nota tvær
myndavélar því þá er svo erfitt að
þar sem Sean er ætlað að leika að-
alhlutverkið. Handritið heitir:
Hamingjusamasti maður í heimi.
Hm og Altman-
myndirnar
- Þú hefur leikið í þremur
myndum leikstýrðum af Robert
Altman. Hefur hann haft mikil
áhrif á þig sem leikara og leik-
stjóra?
„Já, ég held mikið upp á Robert
Altman og hef lært ótrúlega mikið
af honum. Hann er mjög sérstakur
maður og á sér fáa líka. Hann er sá
leikstjóri sem hefur gefið mér
stærstu tækifærin sem leikari. Það
sem ég hef lært af honum er hve
kvikmyndagerð getur verið
skemmtileg vinna.“
Vonandi vekur
hún umræður
- Heldurðu að þessi mynd eigi
eftir að breyta einhverju varðandi
dauðarefsingar í Bandaríkjúnum?
„Ég veit það ekki. Myndin er
sannarlega ekki gerð í þeim til-
gangi. Ef þessi mynd á eftir að hafa
þau áhrif á fólk að það skipti um
skoðun í hvora áttina sem er, þá er
það í góðu lagi. Ég reyndi að vera
eins hlutlaus og ég gat og reyni að
sýna sem flestar hliðar á þessu
máli og ég held að það hafi tekist.
Það eina sem ég vona er að mynd-
in veki upp einhverjar gáfulegar
umræður um dauðarefsingu um öll
Bandaríkin."
Tim segist ekki hafa spáð mikið
í það hvort myndin muni njóta vel-
gengni. Hann er reyndar þeirra
skoðunar að velgengni mynda sé
meira háð heppni og tilviljunum
en nokkru öðru.
„Vonandi fer fólk að sjá þessa
mynd til að sjá magnaða frammi-
stöðu leikaranna sem er að mínu
mati eins og best gerist í kvik-
myndum." Páll Grúnsson