Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 43
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 tóníist 5i - var að senda frá sár enn eina plötuna og er lögð af stað í hljómleikaferð um Evrópu Deep Purple: Hljómsveitin er enn í fullu fjöri þótt hápunktur ferilsins hafi verið fyrir aldarfjórðungi. ísland — plötur og diskar— | 1. (1 ) Life Cardigans t 2. ( 3 ) Crougie d’ou lá Emilíana Torrini # 3. ( 2 ) Murder Ballads Nick Cave and The Bad Seeds | 4. ( 4 ) Presidents of the United States... Presidents of the United States... $ 5. ( 5 ) (What's the Story) Morning Glory? Oasis | 6. ( 6 ) The Bends Radiohead t 7. (Al) Jagged Little Pill Alanis Morrisette t 8. (Al) Boys for Pele Tori Amos # 9. ( 8 ) Melon Collie and the Infinite ... Smashing Pumpkins 110. (11) Different Class Pulp 111. (14) The Boy With The X-Ray Eyes Babylon Zoo # 12. (10) Waitingto Exhale Ur kvikmynd 113. (18) Exit Planet Dust Chemical Brothers 114. (17) The Memory of Trees Enya 115. (16) Love Songs Elton John # 16. ( 7 ) Pottþétt 1995 Ýmsir 117. (19) Liquid Swords Genius 118. (Al) Gleöifólkið KK 119. (Al) Gangsta's Paradise Coolio #20. (12) Palli Páll Oskar London -lög- t 1. (-) Don't Look Back In Anger Oasis t 2. ( 3 ) Children Robert Miles # 3. ( 2 ) Anything 3T # 4. ( 1 ) Spaceman Babylon Zoo t 5. (- ) Perseverance Terrorvision t 6. (10) I Wanna Be a Hippy Technohead # 7. ( 4 ) | Got 5 on It Luniz # 8. ( 5 ) Lifted Lighthouse Family t 9. (- ) Disco Revenge Gusto t 10. (- ) Falling Into You Celine Dion New York -lög- t 1- (1 ) One Sweet Day Mariah Carey & Boyz II Men | 2. ( 2 ) Not Gon' Cry Mary J. Blige t 3. ( 5 ) Sittin' Up In My Room Brandy t 4. ( 4 ) Nobody Knows The Tony Rich Project # 5. ( 3 ) Missing Everything but the Girl t 6. ( 6 ) Be My Lover La Bouche t 7. ( 7 ) Jesus to A Child George Michael t 8. ( 8 ) Exhale (Shoop Shoop) Whitney Houston t 9. ( 9 ) One of Us Joan Osbourne t 10.(11) Follow You Down Gin Blossoms Bretland — plötur og diskar— t 1.(2) (What's the Story) Morning Glory? Oasis t 2. ( 5 ) Jagged Little Pill Alanis Morrisette t 3. ( 4 ) Bizarre Frut/Bizarre Fruit II M People # 4. (1 ) Expecting To Fly Bluetones t 5. ( 8 ) Different Class Pulp t 6. ( 7 ) The Bends Radiohead t 7. (12) Stanley Road Paul Weller # 8. ( 3 ) Don't Stop Status Ouo t 9. (16) Definitely Maybe Oasis t 10. (17) Histiory Past Prestent And F. Michael Jackson Bandaríkin -plötur og diskar— t 1. (- ) All Eyez On Me 2 Pac # 2. (1 ) Jagged Little Pill Alanis Morrissette # 3. ( 2 ) Waiting to Exhale Ur kvikmynd # 4. ( 3 ) Daydream Mariah Carey # 5. ( 4 ) (What's the Story) Morning Glory? Oasis # 6. ( 5 ) The Woman in Me Shania Twain # 7. ( 7 ) Cracked Rear View Hootie and the Blowfish # 8. ( 6 ) Sixteen Stone Bush t 9. (- ) Revelations Wynonna tlO. (- ) Congratulations l'm Sorry Gin Blossoms Gamla rokksveitin Deep Purple er komin á kreik á nýjan leik. Eftir að hafa stimdað æfingar í Plymouth í nokkra daga hófst hljómleikaferð sveitarinnar, fyrst um Bretland og síðan liggur leiðin yfir sundið tU Þýskalands tíunda mars. Síðan má reikna með að Deep Purple verði við hljómleikahald vítt og breitt um Evrópu í vor og fram á sumar við að kynna tónlistina á nýrri plötu sinni, Purpendicular, sem kom út fyrr í þessum mánuði. Purpendicular er fyrsta hljóð- versskífan sem Deep Purple sendir frá sér síðan árið 1993 þegar platan The Battle Rages on kom út. Þá var hljómsveitin skipuð með sama hætti og þegar vinsældir hennar risu sem hæst fyrir um það bil ald- arfjórðungi. Það var einmitt um sama leyti og hljómsveitin kom hingað tU lands og hélt tónleika í LaugardalshöU. En síðan The Battle Rages on kom út hefur ein breyting orðið á liðsskipaninni. Ritchie Blackmore gítarleikari er hættur og í hans stað kominn pUtur að nafni Steve Morse. Aðrir i Deep Purple um þessar mundir eru Ian GUlan, Jon Lord, Roger Glover og Ian Paice. Það kom svo sem fáum á óvart þegar Ritchie Blackmore kvaddi sina gömlu félaga skyndilega árið 1993, skömmu áður en þeir héldu tU Japans til að fylgja The Battle Rages on eftir. AUir sem fylgst hafa með sögu Deep Purple vita að honum og Ian GUlan söngvara hefur komið ákaf- lega illa saman um langt skeið. Fyr- ir sjö árum eða svo var spennan miUi þeirra tveggja orðin slík að þá var GUlan látinn róa og i hans stað var ráðinn gamaU félagi Blackmor- es úr hljómsveitinni Rainbow, Joe Lynn Turner. Hann sá einmitt um sönginn þegar platan Slaves and Masters kom út - þokkalegasta skífa sem fékk misgóðar viðtökur hljómsveitarinnar. Turner entist hins vegar ekki lengi og Gillan var ráðinn að nýju. Sögufræg rokksveit Saga hljómsveitarinnar Deep Purple hefur reyndar alla tið ein- kennst af mannabreytingum. Hún var stofnuð árið 1968 og af stofnend- unum eru aðeins tveir innan borðs um þessar mundir, það er að segja Lord og Paice. Rod Evans söngvari og Nick Simper bassaleikari kvöddu fljótlega og fimmti maðurinn, Ritchie Blackmore, hefur hoppað út og inn nokkrum sinnum á ferlinum. Á þessum langa tíma hefur tón- list Deep Purple verið i tísku og dottið úr tísku til skiptis. Hljóðfæra- skipanin gítar, bassi, orgel og trommur auk söngsins þykir all- mörgum sennilega fremur lummu- leg um þessar mundir. En hver veit nema hún eigi eftir að þykja góðra gjalda verð að nýju um aldamótin eða svo! Eitt er þó væntanlega víst að liðsmenn Deep Purple eiga tæp- lega eftir að breyta stórkostlega rnn. Þeir þurfa að hafa orgelið á sínum stað til að geta sem best flutt gömlu slagarana sína sem þeir hljóðrituðu og gerðu vinsæla á árunum 1970-1973 þegar veldi hennar var sem mest. Þá nutu lög eins og Black Night, Strange Kind of Woman, Smoke on the Water, Highway Star og fleiri ómældra vinsælda. Og ekki má gleyma rólegum lögum á borð við Child in Time. Mörg þessara gömlu laga er ávallt að finna á lagalistanum þegar Deep Purple leggur upp í hljómleikaferð- ir til að fylgja eftir nýjum plötum. Að þessu sinni er Fireball upphaf- slagið og meðal annarra á listanum að þessu sinni eru Highway Star, Speed King, Black Night, Pictures of Home og að sjálfsögöu Smoke on the Water. En þar er einnig að finna sjö lög af nýju plötunni og hugsanlega bætast fleiri við síðar. Á öðrum tón- leikunum í ferðinni lét hljómsveitin sig ekki muna um að spila í tvær klukkustundir og fimmtán mínútur og aðdáendurnir fullyrða að hljóm- urinn hafi sjaldan eða aldrei verið betri en einmitt núna. Deep Purple virðist því ætla að rokka af sínum gamla krafti enn um sinn meðan liðsmenn hljómsveitarinnar tínast hver af öðrum yfir á sextugsaldur- inn. Án þess að láta nokkurn bilbug á sér finna. -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.