Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
Fréttir
Frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur var sent 300 aðilum til umsagnar:
Það vakti athygli að Einar Oddur
Kristjánsson tók ekki til máls í utan-
dagskrárumræðunni í gær. Hér er
hann hins vegar að ræða við Gunn-
laug Sigmundsson í þingsal í gær.
Nokkrir þingmenn, sem verið hafa
talsmenn þess í fjölmiðlum að auka
kvóta, höfðu fjarvistarleyfi í gær en
það voru þau Siv Friðleifsdóttir, Ein-
ar K. Guðfinnsson, Sturla Böðvars-
son og Kristján Pálsson.
DV-mynd GS
arútvegsráðherra eigi að auka
þorskkvóta þessa fiskveiðiárs um 20
þúsund lestir,“ sagði Sighvatur.
Þyngri rök gegn aukningu
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra benti á að tekin hefði ver-
ið ákvörðun um að leyfa veiðar á 25
prósentum veiðistofns þorsks. Hann
sagði rétt að stofninn væri að
styrkjast. Það væri ekki vegna þess
að stærri árgangar væru á ferðinni
heldur af því að fiskurinn væri að
þyngjast vegna góðæris í hafinu.
Hann sagði síðan frá niðurstöðum
viðræðna sinna við hagsmunaaðila.
Þar hefðu skoðanir verið skiptar.
„Það þarf ríka ástæðu til að auka
kvótann á miðju fiskveiðiári,“ sagði
Þorsteinn. Hann sagðist hafa hlust-
að á rök með og á móti og það væru
að sínum dómi þyngri rök gegn því
að auka kvótann en hin sem mæla
með því.
Með og á móti
Fyrir utan Sighvat og Þorstein
tóku 10 þingmenn þátt í umræð-
unni. Hjörleifur Guttormsson var
andvigur því að auka kvótann.
Svanfríður Jónasdóttir sömuleiðis,
Hjálmar Árnason vildi aukinn
kvóta. Guðný Guðbjömsdóttir var á
móti, Gísli S. Einarsson var með
aukningu, Árni R. Árnason á móti,
Stefán Guðmundsson á móti, Árni
Johnsen var með aukningu, Ágúst
Einarsson á móti, Guðjón Guð-
mundsson var með og Hjálmar
Jónsson var meðmæltur því að
auka kvótann. -S.dór
Utandagskrárumræða á Alþingi um kvótamálið:
Eigum að hirða
þorskinn en kasta
þrjóskunni
- sagði Hjálmar Jónsson og lagði til að kvótinn yrði aukinn
„Þorskstofninn hefur vaxið hrað-
ar en vísindamenn reiknuðu með.
Það segir okkur að sjómenn voru
nær réttu lagi og fara með rétt mál.
Það er eðlilegt að taka ákvarðanir á
þessum grundvelli eins og brugðist
var við þegar staðreyndir lágu fyrir
um hrynjandi þorskstofn. Það er
engin áhætta að taka hluta strax af
væntanlegri hækkun næsta fisk-
veiðiárs. Verði kvótinn ekki hækk-
aður núna þá kallar það á aðra
ákvörðun. Þeim sem eru búnir með
þorskkvótann en eiga eftir kvóta í
öðrum tegundum þarf að banna að
fara.á sjó. Á öllum miðum er þorsk-
ur og þeir sem eru búnir með þorsk-
kvótann þurfa að ná meðaflanum.
Hvernig eiga þeir að fara að þvi?
Hvort vilja háttvirtir ráðherrar
frekar að komið verði með þorskinn
að landi eða að honum sé hent í sjó-
inn? Um það snýst spurningin. Mitt
svar er að við eigum að hirða
þorskinn en henda þrjóskunni í sjó-
inn,“ sagði Hjálmar Jónsson í um-
ræðum utan dagskrár um þorsk-
kvótann á Alþingi í gær.
Þorsteinn á að auka kvótann
Það var Sighvatur Björgvinsson
sem hóf umræðuna. Hann benti á að
nýjustu upplýsingar sýndu að veiði-
stofn þorsksins væri stærri en
menn hefðu talið. Hann sagði þær
raddir nú verða æ hávarari sem
vildu að þorskkvóti þessa fiskveið-
iárs yrði aukinn. Hann nefndi í því
sambandi fjölda stjórnarþingmanna
og jafnvel forsætisráðherra sem
teldi óhætt að auka kvótann eitt-
hvað.
„Ég tel að Þorsteinn Pálsson sjáv-
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ræddi við Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra skömmu áður en utandagskrárumræðan um kvótamálið hófst á
Alþingi í gær. DV-mynd GS
Upplýsingafundur á Hótel Sögu:
Tveir skólar í
Horsens kynntir
Upplýsingafundur fer fram á Hót-
el Sögu í kvöld þar sem tveir skólar
í háskólabænum Horsens á Jótlandi
í Danmörku verða kynntir. Þetta
eru Horsens Handelsskole og Hor-
sens Polytechnic. í Horsens Polyt-
echnic, þar sem nú stunda 25 íslend-
ingar nám, má læra tækniteiknun,
korta- og mælingatækni, véltækni,
byggingariðnfræði og byggingar-
fræði. í Horsens Handelsskole má
stunda nám í markaðshagfræði,
tölvufræði, verslunarfræði og læra
til verslunarprófs á 3 eða 1 ári.
Námsdvöl í Horsens ætti ekki að
vera framandi fyrir íslendinga því
þar búa hundruð íslendinga. Öflugt
íslendingafélag hefur verið þar
starfandi frá árinu 1982 og veitt ís-
lendingum margháttaða þjónustu og
aðstoð.
Fulltrúi frá Horsens Polytechnic,
Færeyingurinn Johan Eli Ellenders-
en, kemur sérstaklega til íslands
vegna fundarins í kvöld. Ferðir af
þessu tagi hafa aukist verulega til
annarra landa hjá skólanum. Sífellt
færri Danir fara í tækninám og hafa
tækniskólar þurft að berjast fyrir
lífi sínu ef svo má segja. Fjármagn
til skólanna fer nefnilega eftir nem-
endafjölda og hefur æ meira verið
leitað eftir nemendum út fyrir Dan-
mörku. Islenskir nemendur þykja
eftirsóttir enda hefur fjöldi bygg-
ingafræðinga sem hér starfa útskrif-
ast frá Horsens.
Hjálmar Árnason er einn harðasti talsmaður þess að auka þorskkvóta þessa
fiskveiðiárs. Hér ræðir hann við Tómas Inga Olrich. DV-mynd GS
Mikil vinna fram undan að
vinna úr umsögnunum
-segir Kristín Ástgeirsdóttir, formaður félagsmálanefndar Alþingis
„Frumvarp félagsmálaráðherra
um stéttarfélög og vinnudeilur var
sent til um 300 aðila til umsagnar.
Þeim ber að skila í síðasta lagi mið-
vikudaginn 17. apríl og þá tekur við
mikil vinna við að fara yfír umsagn-
irnar og kalla fyrir nefndinina ýmsa
aðila er málið snertir. Ég spái því
að það geti verið allt að þriggja
vikna vinna fram undan við það,“
sagði Kristín Ástgeirsdóttir, for-
maður félagsmálanefndar Alþingis,
í samtali við DV í gær.
Hún sagði að umsagnaraðilar væru
öll félög innan ASÍ, BSRB og BHMR
og öll þau verkalýðsfélög sem standa
utan þessara stóru sambanda.
„Jafnframt var frumvarpið sent
lagastofnun Háskóla íslands til að
kanna það hvort framlagning frum-
varpsins væri óeðlilegt inngrip í
innri málefni verkalýðsfélaga. Einn-
ig til að kanna hvort ákvæði þess
stæðust mannréttindasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna, mannréttindayfir-
lýsingu Evrópuráðsins, félagsmála-
sáttmála Evrópu og nokkrar sam-
þykktir Alþjóða vinnumálastofnun-
arinnar. Þessi álitsgerð kemur
væntanlega þegar líða fer á mánuð-
inn,“ sagði Kristín.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði málið nú í höndum fé-
lagsmálanefndar. Hann sagðist von-
ast eftir rökstuddum tillögum um
breytingar á ákveðnum liðum frum-
varpsins frá verkalýðshreyfingunni
en ekki bara kröfu um að draga
frumvarpið til baka.
Kristín Ástgeirsdóttir sagði að
álitsgerðir verkalýðsfélaganna væru
farnar að streyma inn en nefndin
væri ekkert farin að fara yfir þær
enn þá. Meðferð málsins væri því
ekki hjá nefndinni. -S.dór