Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
7
Fréttir
Reiði vegna auglýsingar um Æskulínu Búnaðarbankans:
Ekki upplýst að um sé að
ræða 30 mánaða bindingu
- segir Anna Friðriksdóttir - Sjálfsagt að leiðrétta misskilning, segir bankinn
„Börnin horfa á þetta og fimm
ára sonur minn og fleiri börn vilja
endilega komast í þetta til þess að fá
gjafirnar frá bankanum. Ég veit um
10 ára bam sem hefur verið að
safna sér fyrir hjóli og fékk leyfi til
þess að stofna reikning í Einkalín-
unni. Þegar það kom heim með
bankabókina kom í ljós að um var
að ræða bundinn 30 mánaða reikn-
ing og barnið grét sig í svefn þegar
það frétti að það gæti ekki tekið út
af reikningnum fyrr en það væri
orðið þrettán ára,“ segir Anna Frið-
riksdóttur, reið vegna auglýsingar
um Æskulinu Búnaðarbankans þar
sem þar er ekki tekið fram að um 30
mánaða bindingu er að ræða.
„Mér finnst ekki gott þegar verið
er að höfða til barna með auglýsing-
um af þessu tagi, jafnvel þótt verið
sé að tala um sparnað. Þú leggur
inn þúsund krónur í dag og aðrar
þúsund krónur eftir tvo mánuði en
síðan geturðu ekki tekið alla summ-
una út í einu. Það þurfa að líða 30
mánuðir frá því lagt er inn í bæði
skiptin. Það finnst mér ekki eðli-
legt,“ segir Anna.
Hæstu vextirnir
„Það er ekkert sem skyldar okkur
að auglýsa að þessir reikningar séu
bundnir í þetta langan tíma. Þarna
kemur fram að um svokallaða
Stjörnubók er að ræða og þær eru
einfaldlega bundnar í 30 mánuði.
Slíkar upplýsingar er hægt að fá
hvenær sem er í öflum okkar útibú-
um. Hins vegar ef hér hefur orðið
einhver misskilningur er sjálfsagt
mál aö leiðrétta hann og borga kon-
unni peningana út aftur,“ segir
Edda Svavarsdóttir, markaðsstjóri
Búnaðarbanka íslands.
Edda segist alls ekki sjá neitt
óeðlilegt við það að hvetja ung börn
til þess að spara. Yfirleitt séu reikn-
ingar þeirra ekki hreyfðir svo árum
skipti og því sé einungis verið að
hugsa um þeirra hag. Á Stjörnubók-
unum séu einfaldlega bestu vextirn-
ir. Edda segir að spari fólk með
reglulegum greiðslum geti það tekið
alla summuna út í einu að 30 mán-
uðum liðnum.
-sv
Óbreyttar þorskveiöiheimildir:
Gott fýrir Granda
- segir Halldór Þorláksson skipstjóri
Halldór Þorláksson, skipstjóri á
Þorsteini Gíslasyni GK, telur að
þegar formaður LÍÚ lýsir sig and-
vígan aukningu þorskveiðiheimilda
sé hann að gæta hagsmuna stóru
togaraútgerðanna í landinu.
„Afstaða Kristjáns ræðst af því að
verði þorskkvóti aukinn þá lækkar
söluverð kvóta. Stærstu kvótaeig-
endurnir eru stóru togaraútgerðar-
félögin eins og Grandi og fleiri. Þær
ráða ríkjum í sjávarútveginum og
Kristján gengur erinda þeirra," seg-
ir Halldór. -SÁ
Eldur í ruslafötum
Slökkvfliðið var kallað að fjölbýlis-
húsi við Bergstaðastræti í fyrrakvöld
eftir að kveikt hafði verið í plastrusla-
tunnum þar. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn og þurfti að reykræsta
á eftir. Litlar skemmdir urðu, þó aðal-
lega af völdum reyks og sóts.
Mikið hefur verið um að kveikt
hafi verið í ruslafötum undanfarið
og hvetja slökkviliðsmenn fólk til að
gæta að því að ruslafótur standi
ekki nálægt gluggum og upp við hús
séu þau byggð úr timbri.
-PP
Sóðar í heimsókn
Brotist var inn í sundlaug Hafn-
arfjarðar aðfaranótt laugardags.
Engu var stolið en þeir sem þarna
voru á ferð hentu jarðvegsþjöppu út
í sundlaugina og sementspoka út i
heita pottinn. Sundlaugin var opn-
uð seinna á laugardagsmorgun en
venja er til. Tók það starfsfólk um
tvær klukkustundir að þrífa
ósómann upp eftir sóðaheimsókn
næturinnar.
-pp
Leiðrétting:
Ekki amfetamín
Skilja mátti á því sem haft var eft-
ir Vigfúsi Guðmundssyni, hjá Borg-
arapóteki, í blaðinu í gær að am-
fetamín væri einhvers staðar selt í
sjálfsafgreiðslu. Um slíkt er hvergi
að ræða og segir Vigfús að hættan í
sambandi við hnupl beinist fyrst og
fremst að verkjalyfjum, sjóveiki-
stöflum og slíku. Vigfús segir am-
fetamín alls staðar vera geymt í
læstum skápum. DV biðst velvirð-
ingar á þessum misskilningi. -sv
Pappakassahús hefur verið afdrep einhvers eða einhverra um páskana. Starfsmenn í Fjöðrinni höfðu tekið á móti
miklu af vörum fyrir páskana og raðað pappakössum og brettum snyrtilega upp í portinu. Þegar opnað var á þriðju-
dag blasti þetta haganlega gerða pappakassahús við. Um er að ræða svefnálmu og setustofu, auk forstofunnar sem
er þannig gerð að ekki sést auðveldlega inn og vindinum er líklega aiveg haldið fyrir utan. Á borði í setustofunni
voru þrjú sprittkerti og flet hafði verið útbúið í svefnálmunni. Svo virðist sem hér hafi engin börn verið að leik held-
ur maður eða menn sem hvergi hafi átt höfði sínu að að halla yfir hátíðina. Starfsmaður Fjaðrarinnar virðir hér fyrir
sér húsakostinn. DV-mynd GVA
Fræðsluráð málmiðnaðarins efndi nýlega til námskeiðs í málmsuðu í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem iðnaðar-
menn á svæðinu bættu við kunnáttu sína og fengu endurþjálfun. Námskeiðið stóð í 7 daga og þátttakendur voru,
talið frá vinstri, Kristján Vignisson, Guðmundur Brynjólfsson, Frímann Helgason, Kári R. Sigurjónsson, Valdimar
Þorsteinsson, Pétur Maack kennari, Ragnar Guðmundsson, Ingvar Ingvarsson kennari, Pétur Kúld og Lárus Hjart-
arson. DV-mynd KE Selfossi
Bú stjórnarmanns í Bjargráðasjóði fékk bætur úr sjóðnum:
Ekkert óeðli-
legt við málið
- segir framkvæmdastjóri sjóðsins
Félagsbúið í Sveinbjarnargerði í
Eyjafírði, sem er í eigu Hauks Hall-
dórssonar, fyrrverar.di formanns
Stéttarsambands bænda, og bróður
hans, Jónasar Halldórssonar, fékk
styrk úr Bjargráðasjóði skömmu
fyrir síðustu áramót meðan Haukur
Halldórsson sat í stjórn sjóðsins.
Búið í Sveinbjarnargerði rekur
kjúklingaframleiðslufyrirtækið Fjö-
regg en þar kom upp salmonella í
fyrrasumar. „Það er af og frá að
neitt sé óeðlilegt við þessa styrkveit-
ingu. Búið fékk bætur í samræmi
við það sem hafði gerst áður við
sambærilegt tjón. Tjónið nam tug-
um milljóna en aðeins brot af því er
viðurkennt sem bótaskylt,“ segir
Birgir Blöndal, framkvæmdastjóri
sjóðsins.
Birgir segir að þegar styrkurinn
til Sveinbjarnargerðis hafi veriö
ræddur og afgreiddur á fundum
sjóðsstjórnar hafi Haukur Halldórs-
son vikið sæti. Birgir vill ekki gefa
upp hversu hárri upphæð styrkur-
inn til Fjöreggs nam, því að upp-
hæðir styrkja til einstalö'a aðila séu
aldrei gefnar upp. Upphæðin sé hins
vegar talsvert lægri en 15 milljónir
eins og heimildir DV herma.
Bjargráðasjóður er rekinn af
Sambandi ísl. sveitarfélaga og er
honum ætlað að bæta tjón í af völd-
um náttúruhamfara, sjúkdóma eða
slysa sem tryggingar bæta ekki.
Sjóðnum er skipt upp í landbúnað-
ardeild og almenna deild. Undir al-
mennu deildina heyra bætur vegna
tjóns á eignum og tilteknu lausafé.
Sjóðurinn er fjármagnaður þannig
að bændur greiða til hans af fram-
leiðslu sinni en almenni hlutinn er
íjármagnaður með greiðslum frá
sveitarfélögum og vaxtatekjum.
Samanlagðar eignir sjóðsins nema
nú um 100 milljónum króna.