Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Page 12
2 mrlend bóksjá
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 JjV
Metsölukiljur
I •••••••••••••#:
Bretland
Skáldsögur:
1. Rosamunde Pllcher:
Comlng Home.
2. Josteln Gaarder:
Sophle's World.
3. Nlck Hornby:
Hlgh Fldellty.
4. Stephen Klng:
The Two Dead Glrls.
5. Kate Atkinson:
Behlnd the Scenes at the
Museum.
6. Irvine Welsh:
Tralnspottlng.
7. John Grisham:
The Rainmaker.
: 8. P.D. James:
Orlglnal Sln.
9. John le Carré:
Our Game.
10. Danlelle Steel:
Wlngs.
Rit almenns eölis:
1. Will Hutton:
The State We’re in.
2. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
3. John Cole:
As It Seemed to Me.
4. Graham Hancock:
Flngerprints of the Gods.
5. John Gray:
Men Are from Mars, Women Are
from Venus.
6. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
7. Brlan Lowry:
The Truth is out there.
8. Helen Prejean:
Dead Man Walklng.
9. Alan Bennett:
Wrlting Home.
10. D. & E. Brlmson:
Everywhere We Go.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Danmörk
1. Jane Austen:
Fornuft og folelse.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Llse Norgaard:
Kun en pige.
4. Nat Howthorne:
Den flammende bogstav.
5. Terry McMillan:
Ándenod.
6. Lise Norgaard:
De sendte en dame.
7. Peter Hoeg:
De máske egnede.
(Byggt á Politiken Sondag)
I
1
1
vísindi
Brodkey - Garðar Hólm
bandarískra bókmennta
Farvegir bókmenntalegrar frægð-
ar eru stundum harla skrítnir. Það
rifjast upp nú þegar bandaríski rit-
höfundurinn Harold Brodkey er all-
ur, 65 ára að aldri.
Það orðspor fór af Brodkey meðal
bókmenntamanna vestra í meira en
þrjá áratugi að hann væri einn
mesti skáldsagnahöfundur landsins,
„Proust Ameríku“, maðurinn sem
væri að semja hina „miklu amer-
ísku skáldsögu", - en eftir því fyrir-
brigði virðast Bandaríkjamenn
alltaf vera að bíða. Blaðran sprakk
ekki fyrr en árið 1991 þegar Brod-
key gerðist svo djarfur að senda sög-
una miklu frá sér.
Ferill þessa höfundar hlýtur að
minna íslendinga um margt á Garð-
ar Hólm, nema hvað sá mikli söngv-
ari hafði vit á því að flytja aldrei list
sína opinberlega.
Einstaklega gáfaður
Brodkey fæddist 25. október 1930 í
Staunton, Illinois. Faðir hans var
skransali, hnefaleikari og drykkju-
rútur. Móðirin lést skömmu fyrir
tveggja ára afmæli drengsins, sem
varð svo mikið um að hann sagði
ekki orð í tvö ár. Frændfólk tók
hann til sín. Að eigin sögn var hann
einstaklega gáfaður: „Ég lærði að
lesa á 30 sekúndum," lét hann hafa
eftir sér af þeirri „hæversku" sem
einkenndi ummæli hans um sjáffan
sig allt hans líf.
Brodkey lauk prófi frá Harvard,
kvæntist, eignaðist dóttur og settist
að í New York. Hann var ákveðinn
í að gerast rithöfundur og eftir að
safn níu smásagna, „First Love and
Joseph Brodkey.
Other Sorrows," kom út árið 1958
snerist allt líf hans um það mark-
mið.
Gagnrýnendur tóku smásagna-
safninu vel og settu hann á bekk
með öðrum nýjum höfundum þeirra
tíma (t.d. John Updike og Philip
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
Roth). Brodkey fór samstundis að
huga að skáldsögunni miklu, sem
hann sagði öllum sem heyra vildu
að yrði meistaraverk bandarískra
bókmennta. Margir urðu til að trúa
því.
Árið 1964 samdi hann við forlag
ve'stra um útgáfu skáldsögunnar.
Það var upphaf af löngu ferli. En
alltaf lét skáldsagan bíða eftir sér.
Þegar forlagið gafst upp á biðinni
eftir 25 ár samdi Brodkey við annað;
þau urðu fimm áður en yfir lauk. Á
áttunda áratugnum bárust fréttir af
að handritið væri orðið mörg þús-
und blaðsíður. 1977 birti New York
Times forsíðufrétt undir fyrirsögn-
inni: „Brodkey Delivers". En engin
kom skáldsagan. Brodkey baðaði sig
hins vegar ótæpilega í sviðsljósi
lista- og samkvæmislífs New York
borgar þar sem litið var á hann sem
snilling.
Loksins, loksins
Það var svo árið 1991 að skáldsag-
an var gefin út, 32 árum eftir að
hann hóf ritun hennar. Mestur hluti
„The Runaway Soul“, sem er 837
blaðsíður, tjallar með einum eða
öðrum hætti um kynlíf. Þótt persón-
ur komi og fari er inntak sögunnar
þankagangur sögumanns sem hefur
einstakan áhuga á að lýsa öllu sem
fyrir hann ber í smáatriðum. Sem
dæmi má nefna að höfundurinn
þurfti fjóra kafla til að segja frá því
þegar söguhetjan vaknar og gengur
fram á klósett.
Brodkey var sár yfir þeim viðtök-
um sem skáldsagan fékk, en árið
1993 vakti hann loksins þá athygli
með skrifum sínum sem hann hafði
alltaf vonast eftir, er hann birti í
New Yorker grein um að hann væri
með eyðni og ætti skammt eftir ólif-
að. „Ekkert sem ég hef skrifað hefur
vakið eins mikla athygli og tilkynn-
ingin um dauða minn,“ sagði hann í
viðtali skömmu áður en hann lést.
:
:
:
|
1
1
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Maeve Binchy:
The Glass Lake.
2. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
3. John Grlsham:
The Ralnmaker.
4. Catherlne Coulter:
The Cove.
5. Danielle Steel:
The Gift.
6. Amanda Quick:
Mystlque.
7. Elizabeth Lowell:
Autumn Lover.
8. Jane Smiley:
Moo.
9. V.C. Andrews:
Tarnished Gold.
10. Michael P. Kube-McDowell:
Before the Storm.
11. Steve Thayer:
The Weatherman.
12. Michael Palmer:
Sllent Treatment.
13. Wllbur Smith:
The Seventh Scroll.
14. Josteln Gaarder:
Sophie's World.
15. John Sandford:
Mind Prey.
Rit almenns eölis:
1. Ann Rule:
Dead by Sunset.
2. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
3. James Carvllle:
We’re Right, They’re Wrong.
4. Mary Pipher:
Revlvlng Ophella.
5. Helen Prejean:
Dead Man Walking.
6. Thomas Cahlll:
How the Irish Saved Clvillzatlon.
7. Oliver Sacks:
An Anthropologist on Mars.
8. Robert Fulghum:
From Begfnnlng to End.
9. Thomas Moore:
Care of the Soul.
10. Rlchard Preston:
The Hot Zone.
11. M. ScottPeck:
The Road Less Traveled.
12. Nicholas Negroponte:
Being Digital.
13. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Ught.
14. Butler, Gregory & Ray:
America’s Dumbest Criminals.
15. Clarissa Pinkola Estés:
Women Who Run wlth the
Wolves.
(Byggt á New York Times
Book Revlew)
:
DV
Ný reikistjarna
Tveir bandarískir stjarnvís-
indamenn hafa fundið nýja reiki-
stjörnu sem er á sporbaug um
fastastjörnu í um 50 ljósára fjar-
lægð frá jörðu. Reikistjarnan er
hin fimmta utan sólkerfis okkar
sem hefur fundist að undan-
förnu.
„Við sjáum ljós frá stjörnunni
eins og það var fyrir 50 árum,“
sagði Geoffrey Marcy, annar vís-
indamannanna. Hann og félagi
hans, Paul Butler, hafa fundið
þrjár nýju reikistjarnanna.
Félagamir vöktu mikla athygli
í janúar þegar þeir lýstu því yfir
að umhverfið á tveimur þeirra
kynni að standa undir lifi. Því er
þó ekki að heilsa á nýjustu upp-
götvuninni, til þess er hún of
heit.
Ný leið fyrir
vatnstap heimsins
Rannsókn á grunnvatni sem
lekur í Atlantshafið undan suð-
austurströnd Bandaríkjanna sýn-
ir að margar milljónir lítra af
vatni fara í sjóinn, næstum helm-
ingur af því sem kemur úr ám.
Þetta er mun meira en áður var
haldiö.
Willard Moore, jarðfræðingur
við háskólann í Suður-Karólínu,
notaði radíum í vatninu til að
rekja slóð þess um jarðlög neðan-
jarðar og út í sjó.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Mnrliiv minlkrin puI hir M\ ! Froskareru
mUUUI iiijuiiviii cyi IVUI CIXIXI hoppandi lyfjabúr
greind hjá hvítvoðungum
„Flestir sérfræðingar um heilsu-
far barna eru sammála um að
brjóstagjöf sé hin fullkomna aðferð
við næringu barna. Mæður sem
geta ekki eða kjósa að hafa börn sín
ekki á brjósti þurfa ekki lengur að
hafa áhyggjur af því að börn þeirra
verði ekki jafn greind. Bestu sann-
anirnar fyrir því eru að greindar,
ástríkar og umhyggjusamar mæður
eru líklegri til að eignast greind
börn, óháð þvi hvernig þær kjósa að
næra börnin sín,“ segja læknarnir
William Feldman og Mark Feinman
við barnaspítala háskólans í
Toronto og við Scarborough Grace
sjúkrahúsið. Tilefnið er grein í ný-
legu tölublaði læknablaðsins Lancet
um tengslin milli brjóstagjafar og
gáfnafars barna.
Höfundar greinarinnar í Lancet,
þau Catherine Gale og Christopher
Martyn við aðalsjúkrahúsið í Sout-
hampton á Englandi, segja ekki
neinn marktækan mun á gáfnafari
þeirra sem eingöngu hafa nærst á
móðurmjólkinni og þeirra sem ein-
göngu fengu pela eöa voru bæði á
brjósti og drukku úr pela.
Vísindamennirnir komust að
þessari niöurstöðu eftir að hafa
kannað 994 karla og konur sem
fæddust í Hertfordskíri á Englandi
á árunum 1920 til 1930. Mjög ná-
kvæmar skýrslur voru haldnar um
fólk sem fæddist á þessum tíma, um
foreldra þess, heimili og umönnun.
Aðeins eitt hafði eitthvert for-
spárgildi um greind, að sögn vís-
indamannanna tveggja, og það var
notkun snuðs.
„Við fundum sterk tengsl milli
snuðnotkunar ungbarna og greind-
ar á fullorðinsárum. Fólk sem not-
aði snuð fékk að meðaltali 3,5 stig-
um lægra á greindarprófum en þeir
sem ekki höfðu notað snuð,“ segja
vísindamennirnir og klykkja út með
því að segja að greind barnsins sé
meira undir félagslegu umhverfi
þess komið en undir næringargildi
móðurmjólkurinnar.
Allmargar rannsóknir hafa bent á
tengsl milli brjóstagjafar og greind-
ar. Brjóstagjöf er vissulega góð fyrir
heilsuna því i móðurmjólkinni eru
öll lífsnauðsynleg næringarefni og
læknar höfðu uppi kenningar um að
þau hefðu áhrif á greindina jafnt og
heilsuna.
En hvers vegna skyldi notkun
snuðs vera neikvæð? Því svara Gale
og Martyn svona í grein sinni:
„Kannski eru börn sem eru tilleið-
anleg að meðtaka snuð ekki alveg
jafn greind og þau sem neita að vera
með snuð.“
Höfundarnir benda líka á að á
þeim tíma sem hér um ræðir hafi
það verið opinber stefna að telja for-
eldra ofan af því að láta börn sín
nota snuð. Það kunni því að vera að
aðeins þeir foreldrar sem voru ekki
eins greindir og menntaðir hafi lát-
ið börn sín nota þau.
„Froskar eru gangandi lyfja-
búðir og ef froskar hverfa, hverfa
með þeim tækifæri á að íeita að
nýjum lyfjasamsetningum," segir
Mike Tyler, vísindamaður í Ástr-
alíu, sem hefur, ásamt mörgrun
starfsbræðrum sínum, hvatt til
þess að aukið fé verði lagt í rann-
sóknir á froskum og efnasam-
böndum í þeim sem hægt væri að
nota til lyfjaframleiðslu.
Froskar eru víða í útrýmingar-
hættu og því ríður á að rannsaka
eiginleika þeirra sem fyrst.
Tyler og starfsbræður hans
hafa fundið efni í græna ástr-
alska trjáfrosknum sem lofa góðu
i baráttunni gegn sveppa-, veiru-
og bakteríusýkingum.
■ ■ | jrm ■
smjori
betra
Austur á Nýja-Sjálandi hafa
vísindamenn komist að því að
smjörlíki sé betra fyrir heilsuna
en smjör, að minnsta kosti fyrir
þá sem hafa mikið kólesteról-
magn í blóðinu.
Vísindamennirnir rannsökuðu
49 einstaklinga sem læknar
höfðu úrskurðað aö hefðu mikið
kólesteról. Fólkinu var skipt upp
I tvo hópa og réð tilviijun því
hvar hver lenti. Smjör var í fæðu
annars hópsins en smjörlíki hjá
hinum. Við rannsókn kom svo í
ljós að þeir sem neyttu smjörlik-
is voru með 10 prósent minna af
svokölluðu slæmu kólesteróli í
blóðinu en smjöræturnar.