Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Page 15
X>"V LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 15 Þaö er mikil kúnst að eiga eig- inmann í vetrarfríi, jafnvel þótt það sé stutt. Þessa kúnst kann kona mín öðrum betur. Það er nefnilega svo með vetrarfrí eigin- manna að þau fara ekki saman við frí annarra í fjölskyldunni. Kon- urnar halda áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist og bömin fara í skólann. Það er bara eigin- maðurinn sem væflast um einn með sjáifum sér, ýmist í svefni eða vöku. Það er á þessu stigi tilverunnar sem verulega reynir á hæfileika eiginkvenna. Það þarf að sjá til þess að eiginmanninum leiðist ekki eða að hann gleymi sér í víd- eóglápi þegar hann er einn heima. Það þarf líka að huga að því að hann fái ekki fráhvarfseinkenni þegar hann hættir skyndilega að vinna í flóra daga eða fimm. Sálgæsla eiginkvenna Hlutverk konunnar er á þess- um tíma eins konar sálgæsla. Manninum gæti dottið í hug að sofa fram eftir, lesa eða hreinlega gera ekki neitt. Það veit konan að er óhollt en vill ekki segja það beinlínis, Hún ýtir því verkefnum að eiginmanninum með hægð og lætur manninn halda að hann hafi stungið upp á verkunui.. Vandinn getur verið uppsafnað- ur án þess að maður geri sér grein fyrir því. Ég komst að því á dögun- um þegar ég nýtti mér rétt minn til langþráðs vetrarfrís. Fríið var aö vísu aðeins fjórir dagar í fram- haldi af páskum en engu að síður dagar sem ég sá í hillingum löngu áöur. í huganum skipulagði ég jeppaferðir og skíðaferðir enda hafði veðrið verið óvenjugott fyrir páskana. Um páskana voru allir heima og því upplagt að bregða sér eitthvað saman. Það eina sem klikkaði var að gera ráð fyrir veð- urguðunum. Þeir misstu nefnilega stjórn á sér alveg frá skírdegi og fram á annan dag páska. Það var þvi ekki hundi út sigandi. Skíöin voru því óhreyfð og jeppinn fór ekki upp fyrir Ártúnsbrekku. W 1 ' 1/Wtt verkefni sem hver garðyrkju- meistari gæti verið stoltur af. Gluggarnir fengu skemmri skím og að því loknu fann ég gömlu trjáklippumar úti í skúr. Ég prófaði að klippa og gekk hægt. Þær mundu sinn fifil fegurri og bitu lítið. „Hvaö er að sjá þetta, “ kallaði nágranni minn þar sem ég var að vandræðast með trjáklipp- urnar. „Þetta er alveg úrelt dót. Eg skal bjarga þér.“ Nágranni minn er heldur á undan mér í tækninni og auk þess laginn í garðstörfum. Eftir skamma stund kom hann út með mikið vopn, véldrifnar trjá- klippur. „Þetta er málið,“ sagði hann og kenndi mér að fara með verkfærið. „Passaðu bara á þér puttana." Engu laug þessi góði granni minn. Þetta var undratæki. Ég tætti runnana í sundur og greinar á stærri trjám flugu burt sem tannstönglar væru. Ég var því stoltur að loknu verki sem ég hefði aldrei klárað með klippugörmun- um mínu. Því er ekki að neita að konan var svolítið undrandi þegar hún kom heim að vinnu lokinni og sá að garðurinn var listilega snyrt- ur. Ég dró ekki úr því að sagði harðsperrur miklar eftir viður- eignina við klippugarminn okkar. Meö því aö ýkja þreytu mína hélt ég að hún sæi aumur á mér hinn þriöja frídag af fiórum. Kommóða og skápur „Vertu bara inni í dag, “ sagöi konan mín elskulega þegar hún fór í vinnuna hinn þriöja morgun. „Ertu ekki eftir þig eftir viður- eignina viö klippurnar?" Ég játti því. „Þú getur kannski á eftir tek- ið niður skápinn og kommóðuna hjá stelpunni. Hún vill stækka herbergið sitt og færa rúmið.“ Þetta sagði eiginkona mín á þriðja frídegi, rétt eins og hún væri að tala viö trésmið. Skápur þessi og kommóða voru nefnilega naglfast- ar innréttingar sem ég. hafði feng- ið sprenglærðan smið til þess að koma fyrir í herberginu á sínum tíma. Mér var það enn minnis- Slakað á í vetrarfríi Strax eftir páska skánaði veðr- iö. Börnin fóru í skólann og konan til vinnu. Ég var kátur þrátt fyrir undangengið skítviðri. Fjórir frí- dagar voru framundan þar sem ég gat dundað mér við að gera ekki neitt. Konan lét eins og það væri ágætt fyrir mig að slaka á en benti þó varfæmislega á að löngu væri tímabært að laga til í bílskúrnum. Það væri sérkennilegt að eiga bíl- skúr sem væri svo fullur af drasli að útilokað væri að stinga þangað inn nefi fjölskyldubflsins. Að lok- inni þessari litlu morgunræðu brosti hún yndislega til frímanns síns og kvaddi. Látum gott heita, hugsaði ég. Hvað munar mig um að skreppa smátíma út í skúr og henda draslinu til hliðar svo frúin komi vagni sínum fyrir. Þetta var að- eins fyrsti frídagur af fjórum og því nægur tími til stefnu. Ég fór í skúrinn og sveiflaði til gömlum dekkjum, reiðhjólum af ýmsum stærðum, timburafgöngum og öðru því sem fyllir bflskúra. Til þess að fá aukið rými í skúmum henti ég mestu af þessu út. ^ Allt í endurvinnsluna Ég var sæll með mig í miödeg- ishvíldinni eftir skúrtömina þegar síminn hringdi. „Sástu pokana og kassana meö dósunum og flöskun- um?,“ spurði elskuleg rödd frúar- innar hinum megin á línunni. „Ég komst nú ekki hjá því,“ sagði ég. „Þetta var út um allan skúr. Hvað drekkur þessi familía eiginlega mikið af gosi?,“ spurði ég. „Þetta gosþamb setur mig á hausinn." „Svona góði minn, vertu ekki að þessu nuddi. Ég veit ekki betur en þarna sé slatti af bjórdósum. Varla er það frá börnunum,“ sagði kon- an. „Notaðu nú tímann meðan þú hefur ekkert aö gera og teldu þetta og gangtu frá þessu í poka. Farðu svo með dósirnar og flöskurnar í endurvinnsluna og fáðu aura fyr- ir. Ekki veitir af.“ Konan kvaddi jafn elskulega og um morgjininn. Það var því hvorki vídeó né bóklestur þetta fyrsta fría síðdegi. Ég kafaði í hvern pokann á eftir öðrum og tæmdi ótal kassa. Sam- viskusamlega taldi ég áldósir og plastflöskur og merkti hvem poka. Glerflöskur frá þessu þyrsta heim- ili voru afgreiddar sér. Ég einsetti mér aö halda fjölskyldufund um vatnsdrykkju í stað gosþambs. Ég fyllti bílinn af flöskum og þurfti nánast að keyra eftir radar í endurvinnsluna. Þar sá ég aöra eiginmenn í vetrarfríum draga inn marga poka. Þeir horfðu á mig og Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri ég fann til samkenndar með þeim. Við biðum svo þögulir í biðröð hjá gjaldkeranum. Hann greiddi flösk- urnar út í seðlum. Trjáklippingar Sólin skein annan dag hins fjögurra daga frís. Ég vaknaði með konunni til þess að drekka með henni morgunkaffið. Ég hafði orð á dugnaði mínum í bílskúmum og við dósasöluna og afhenti frúnni bankaseðla dósakaupandans. Meira ætlaöi ég ekki að gera í frí- inu. Rétt áður en ég kyssti hana bless horfði hún út um stofuglugg- ana. Geislar vorsólarinnar höfðu ekki verið afruglaðir. Gluggamir voru svo skítugir eftir veturinn aö þeir komust varla inn. Eftir þessu tók konan en ekki ég. „Skolaðu nú af gluggunum, elskan. Þú hefur gott af því að fá þér hreint loft í fríinu.“ Ég sagði ekki neitt. Glugga- þvottur er ekki mitt fag en ég sá þó að þetta tæki fljótt af og það sem eftir lifði dags yrði letilifið al- gert. Ég fylgdist með frúnni þar sem hún gekk út tröðina í átt að bílnum. Allt í einu snarstoppaöi hún og horfði á trjámnnana í garöinum. Þaö var sem hún fengi hugljómun. Hún skokkaði til baka og kallaði til mín. „Nú er rétti tím- inn til þess að klippa trén. Klipp- umar eru út í skúr.“ Hún var horfin með það sama. Eftir sat ég á öörum degi vetrarfrísins með stætt hve vel hann gekk frá öllu og faldi skrúfur svo allt liti sem best út. Ég sá fyrir mér heilsdags starf viö þetta smíöaverkefni og það var það svikalaust. Smáleg viðbót á lokadegi Konan var ánægð með sinn myndarlega mann að kvöldi dags en nefndi þó smálega viðbót. Það kom nefnilega í ljós allt annar lit- ur á veggjunum bak við skápana. „Veistu að ég málaöi allt þetta her- bergi fyrir ferminguna í fyrra?,“ sagði ég. „Renndu bara á það aft- ur,“ sagði konan, rétt eins og hún væri að tala við málarameistara. Að loknum fjórða og síðasta vetr- arfrísdeginum var meyjarskemm- an nýmáluð. Það var mér að meinalausu að fríinu lyki. Þaö var ekki fyrr en ég kom í vinnuna aftur að ég áttaði mig á gæöum konunnar og mikilli sálfræðiþekkingu. Auövitað fól hún mér öll þessi aukastörf í vetr- arfríinu svo ég hlakkaði til að fara í vinnuna aftur. Hún hafði eingöngu minn hag í huga. Ég er henni þakklátur en hef ekkert minnst á frí á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.