Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Page 21
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
21
skák
Landskeppni í
skugga hryðjuverka
- Islendingar höfðu betur gegn sterkri sveit Israelsmanna
, Framtíð
ÍSLAIMDS
á 60 mínútum
Þriðjudagínn WÝJ Aft ÁObUNÖIfc
30. apríl
kl. 17:15 á Hótel Borg
Frummælendur:
Halldór Blöndal, samgönguráöherra
Skáklandsliö ísraelsmanna sótti
okkur heim í vikunni og háði vin-
áttulandskeppni við íslendinga á
fimm borðum, sem fram fór á Grand
Hótel i Reykjavík. ísraelsmenn eiga
á að skipa einu öflugasta skáklands-
liði heims og stöðugt bætist í hóp
þeirra eftir því sem nýjum landnem-
um fjölgar. Með landsliði þeirra
sem hingað kom tefldu fjórir fyrr-
verandi þegnar Sovétlýðveldanna
og þar á meðal fyrrverandi skák-
meistari Sovétríkjanna..
Vináttuheimsókn ísraelsmanna
hingað er að undirlagi ræðismanns
íslands í ísrael sem hefur lengi alið
þennan draum í brjósti en skriður
komst ekki á málin fyrr en í heim-
sókn Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra til ísraels. íslensk stjórnvöld
standa straum að ferðum og uppi-
haldi ísraelsku skákmannanna en
öðruvísi hefði trauðla getað orðið að
keppninni ef bágur fjárhagur skák-
sambanda landanna er hafður í
huga.
Atburðirnir í Suður-Líbanon, þar
Umsjón
Jón L Ámason
sem ísraelsmenn sprengdu í loft upp
bækistöðvar friðargæsluliða Sam-
einuðu þjóðanna með þeim afleið-
ingum að á annað hundrað manna
fórust, settu nokkurn skugga á
heimsókn þessara geðþekku skák-
manna. Sá er þetta ritar, sem hafði
verið valinn í íslenska liðið, kaus að
sitja heima í mótmælaskyni. Ekki
þótti ástæða til að fresta keppninni
enda verður ekki við ísraelsku
skákmeistarana sjálfa að sakast í
þessum efnum.
ísraelsmennirnir óskuðu sjálfir
eftir því að dagskráin yrði ekki of
íþyngjandi því að þeir vildu ekki
missa af tækifærinu að fá að skoða
sig um. Hin eiginlega landskeppni
stóð því aðeins í tvo daga - tefldar
voru tvöfaldar umferðir á fimm
borðum. Gestunum var síðan boðið
í skoðunarferðir síðustu daga þeirra
og þá var einungis teflt til mála-
mynda - hraðskákir á sumardaginn
fyrsta og atskákir í gær.
Keppnin sjálf var bráðskemmtileg
og spennandi. íslenska liðið kom á
óvart fyrri keppnisdaginn með þvi
að halda jöfnu gegn þessum öflugu
skákmeisturum. Seinni daginn
bættu okkar menn svo um betur og
höfðu sigur með einum vinningi.
Glæsilegur árangur. Niðurstaðan
varð þessi á einstökum borðum:
1. Margeir Pétursson-Leonid Jud-
asin 1,5-0,5
2. Jóhann Hjartarson-Lev Psak-
his 1-1
3. Hannes Hlífar-Boris Alter-
mann 1,5-0,5
4. Karl Þorsteins-Alon Greenfeld
0,5-1,5
5. Helgi Áss Grétarsson-Yona
Kosashvili 1-1
ísland-ísrael 5,5-4,5
Judasin hafði hvítt í fyrri skák-
inni við Margeir og náði undirtök-
unum en með því að fórna drottn-
ingunni fyrir hrók og mann tókst
Margeiri að ná upp festu og Judasin
sætti sig við jafntefli. í seinni skák-
inni tefldi Margeir til sóknar með
því að fórna peði sem Judasin þáði.
Við það lenti hann í krappri vörn og
Margeir varð allsráðandi á svörtu
reitunum með drottningu sinni og
biskupi. Þegar Judasin tók þann
kostinn að gefa hrók fyrir biskup
virtist hann ætla að ná einhverju
tangarhaldi - á svipaðan hátt og
Margeir í fyrri skák þeirra - en
Margeir komst í gegn með laglegri
skiptamunsfóm.
Jóhann tefldi við Lev Psakhis á 2.
borði en Psakhis vann sér til frægð-
ar að verða skákmeistari Sovétríkj-
anna árin 1980 og 1981, í annað
skiptið með Garrí Kasparov. Jó-
hann gerði sér lítið fyrir og lagði
kappann í fyrri skákinni og virtist á
góðri leið með að knésetja hann á
nýjan leik er þeir mættust aftur. Þá
tókst Psakhis hins vegar að klóra í
bakkann og hafði betur eftir tíma-
hrak.
Hannes Hlifar þrengdi að Alter-
mann í fyrri skák þeirra og hafði
sigur í 76 leikjum eftir langt og
strangt endatafl þar sem Hannes
átti peði meira með biskup og ridd-
ara á mann. Ekki tókst honum að
vinna tvöfalt - seinni skákinni lauk
með þrátefli.
Karl og Greenfeld tefldu fjöruga
skák í fyrri umferðinni en svipting-
unum lauk með því að kóngur Karls
hrökklaðist fram á borðið og með
laglegum hnykk gerði Greenfeld út
um taflið. í seinni skák þeirra sveif
ólíkt meiri friðsemd yfír vötnum og
niðurstaðan varð jafntefli.
Helgi Áss tapaði fyrri skákinni
við Kosashvili en mætti tvíefldur til
leiks í annað sinn og ýtti þá and-
stæðingi sínum smám saman út af
borðinu, slíkur var þunginn í tafl-
mennskunni. Kosashvili þoldi ekki
álagið, lék af sér, og varð að gefast
upp eftir aðeins 27 leiki.
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Yona Kosashvili
Bogo-indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4.
Bd2 c5 5. a3 Bxd2+ 6. Dxd2 cxd4
7. Rxd4 0-0 8. Rc3 d5 9. e3 a6 10.
cxd5 Rxd5 11. Bd3 Rxc3 12. Dxc3
b5 13. Be4 Ha7 14. Hcl e5 15. Rf3
f6 16. Dc5 He7 17. 0-0 Rd7 18. Dc2
g6 19. Hfdl Kg7 20. h4 De8 21.
Dc7 f5 22. Bc6 Kh6 23. a4 b4 24.
Dd6 b3 25. a5 Df7
26. Bxd7 Hxd7 27. Rxe5!
- og svartur gafst upp. Eftir 27. -
Hxd6 28. Rxf7 (með skák) Hxf7 29.
Hxd6 hefur hvítur unnið
hrók fyrir riddara og eftirleikur-
inn er auðveldur.
Skoðum að endingu seinni skák
Margeirs við Judasin en með þess-
um sigri Margeirs var sýnt að ís-
lendingar myndu hafa betur gegn
einu sterkasta skáklandsliði heims.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Leonid Judasin
Tarrasch-vörn.
1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 e6 4.
e3 Rc6 5. d4 d5 6. a3 cxd4 7. exd4
Re4 8. Bd3 Rxc3 9. bxc3 dxc4 10.
Bxc4 Be7 11. 0-0 0-0 12. Hel b6 13.
Bd3 Bb7 14. h4 Bxh4 15. Rxh4
Dxh4 16. He3 g6 17. Hg3 De7 18.
Bh6 Hfe8 19. Dh5 Dc7 20. Dh4 f5
21. Hel Ra5 22. Hge3 Dd8 23. Dg3
Df6 24. Bb5 Bd5 25. Bxe8 Hxe8 26.
Dd6 Dd8 27. Df4 Rc4 28. Hg3 Dd6
29. Dh4 De7 30. Bg5 Dxa3 31. Hh3
h5 32. Dg3 KÍ7 33. Dc7+ Kg8 34.
Hg3 Df8 35. Dxa7 Ha8 36. Dc7 DÍ7
37. Df4 Kh7 38. Hd3 Ha3 39. Dg3
Da7 40. Hddl b5 41. Bf4 De7 42.
Bg5 Db7 43. Hbl Ha5 44. Bcl De7
45. Df4 Dg7 46. Dg5 Df8 47. Bf4
Rd6 48. f3 Rf7 49. Df6 Dg7
50. Hxe6! Bxe6 51. Dxe6 Ha3 52.
Hxb5 Hxc3 53. Hd5 g5 54. Hd7
Kg8 55. Be5
- og nú gafst Judasin upp.
Guöbjörg Siguröardóttir, tölvunarfræðingur
Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastj. Marels hf.
Fundarstjóri:
Elsa Valsdóttir, varaformaður Heimdallar
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
15%) staðgreiðslu- og greiðslukortaafs og stighækkandi birtingarafsláttur 5505000 Íiék Smíi ///Jfpwr áttur4^
HUSV|S|
20% afsláttur af öllum Tefal vörum
m.a. matvinnsluvélar, brauðristar,
kaffivélar grill, eldhús -og baðvogir ofl. ofl.
í
SAMLOKUGRILL
KAFFIVELAR
'LLJ
ZWILLING
J.A. HENCELS
Emfle Hemy)
Hnírar
Lágmúla 8 • Sími 553 8820 Emile Henry leirvörur