Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Qupperneq 23
ov LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 23 Mæðgurnar Ingibjörg Möller og Fríða Sigurðardóttir skrifuðu saman verðlaunabók: „Þetta byrjaði allt þegar pabbi hans Bjarna fór að hugsa. Eflaust vita flestir að þegar foreldrar fara að brjóta heilann getur margt gerst. Bjarni sat í mestu makindum inni í herberginu sinu kvöld eitt í júníbyrjun. Honum leið ósköp nota- lega, prófin búin (að vísu hafði ekki geislað af einkunnabókinni), gos og bland í poka innan seilingar og græjurnar á fullu. Bjarni var í æsispennandi og fjörugum tölvuleik þegar Ingólfur, faðir hans, kom askvaðandi inn í herbergið, opnaði gluggann upp á gátt og hleypti inn mildum kvöldsvalanum." Þessa lýsingu þekkja margir ungl- ingar og foreldrar þeirra og þannig byrjar einmitt nýútkomin bók, Grillaðir bananar, eftir mæðgurnar Ingibjörgu Möller og Fríðu Sigurð- ardóttur, sem er aðeins 16 ára. Þetta er fyrsta skáldsaga þeirra mæðgna og fyrsta bók Fríðu, sem byrjar rit- höfundarferilinn á glæsilegan hátt, því að þær mæðgur hlutu íslensku barnabókaverðlaunin 1996. Ingi- björg er kennari og hefur áður tek- ið þátt í að skrifa kennslubækur, meðal annars um Hornstrandir. Hef ekki haft tíma „Ön þessi ár hef ég séð auglýsta þessa árlegu verölaunasamkeppni. Ég hef alltaf lesið allar verðlauna- bækurnar og hugsað með mér að einhvem tímann myndi röðin koma að mér að senda inn handrit. Ég hef ekki haft tíma til þess að sitja mik- ið við skriftir. Ég var einstæð móð- ir með þrjú börn I sjö ár og hafði nóg að gera við að vinna. Svo sá ég að ég hefði tíma til þess í fyrrasum- ar og strax og ég sá þetta auglýst ákvað ég að taka þátt,“ segir Ingi- björg. Svo heppilega vildi til að um svip- að leyti voru auglýsingar í blöðun- um þar sem var verið að auglýsa nýjung, það voru unglingaferðir til Homstranda. Ingibjörg segir að sér hafi fundist tilvalið að hafa sögu- sviðið þar, setja krakka á land og láta þá lenda í ævintýrum. Kennar- ar era alltaf samir við sig og segist Ingibjörg jafnframt hafa haft í huga að kynna sögu svæðisins því að Hornstrandir séu mjög sérstakar, stærsta svæði á íslandi sem hafi far- ið í eyði. Vinnan við handritið hófst í júni í fyrra og var lokið um miðjan októ- ber þegar frestur til að skila inn handritum rann út. Það er frekar óvenjulegt að ættingjar skrifi bók saman og sumir hefðu haldið að mæðgur ættu erfltt með að vinna saman að slíku verkefni. En hvern- ig kom Fríða inn í skriftimar? Börnin gagnrýndu „Bömin mín voru dálítið gagn- rýnin á bókina. Þeim fannst hún of þung, of erfið, of hátíðleg. Svo það varð úr að þau fóm yfir söguþráð- inn og endursömdu bókina með mér,“ útskýrir Ingibjörg. Strákamir tveir, 21 og 25 ára, höfðu ekki tíma til að vinna nógu mikið í bókinni svo aö „Fríða settist við tölvuna með mér og við fórum að skrifa. Ég skrifaði söguþráðinn og svo kom sem hafi haft sérstök og skemmtileg áhugamál og hún hafi byggt per- sónulýsingamar að einhverju leyti á þeim en gætt þess að fróðleikur- inn væri hvergi á kostnað söguþráð- arins, í bókinni er til dæmis strák- ur sem er óhemjufróður um fugla. Ingibjörg segist hafa verið svo já- kvæð og haft allar persónurnar svo góðar, eiginlega „óeðlilega góðar,“ en Fríða hafi sett togstreitu inn í samskipti persónanna. „Hún setti inn dálítið mörg skemmtileg samtöl þar sem er verið að gera grin að þessum strákum, tveimur aðalpersónunum sem voru eiginlega píndir til þess að fara í þessa ferð, því að þeir kunnu ekkert að vera í fjallgöngu. Við reyndum að halda spennu og hraðri atburða- rás um leið og við reyndum að koma inn fróðleik og ákveðnum við- horfum,“ útskýrir Ingibjörg. Fríða bætir við að þau systkinin hafi einmitt gert athugasemdir við rosalegar „náttúrulífslýsingar og dýralífssögur“ sem gott og gagnlegt sé að vita en ekki skemmtilegar að lesa í sögu. „Þetta var meira fræðsluefni en við tókum dálitið mikið út, mörg gullkornin fóru þar forgörðum," segir Friða. -GHS Mæðgunum Ingibjörgu Möller og Fríðu Sigurðardóttur, 16 ára, sem fengu ís- lensku barnabókaverðlaunin 1996 fyrir bókina Grillaðir bananar, tókst að halda spennu og hraðri atburðarás en reyndu að koma inn fróðleik og ákveðnum viðhorfum. DV-mynd GS hún heim úr vinnunni um hádegið og bjó þá til samtöl og setti inn í bókina." Mæðgumar segja að þær hafi breytt textanum hvor hjá annarri aftur og aftur þar til endan- leg niðurstaða lá fyrir. „Það eru auðvitað áratugir sem skilja á milli okkar í aldri en við reyndum samt að fara bil beggja og nota málfar beggja," segir Ingibjörg og Fríða bætir við: „Það var svona málfar, húmor og brandarar sem hennar kynslóð myndi stökkva á en yngri krakkar skilja ekki og finnst ekkert gaman að lesa. Ég held að það sé miklu léttara yfir textanum núna,“ segir hún. Titillinn er orðaleikur Dæmi um kynslóðabilið er kannski titillinn á bókinni en hún var upprunaleg send inn í keppnina undir heitinu Tíu garpar á göngus- kóm. Fríða var mjög óánægð með það en Ingibjörg segist hafa ráðið því að handritið fór undir því nafni í samkeppnina. „Svo sögðu unglingarnir í dóm- nefndinni mér að þetta væri ótækur titill, hægur og langur og gönguskór svo leiðinlegt orð. Svo datt Fríöu í hug Grillaðir bananar. Ég var mjög mikið á móti því en síðan sá ég að fólkið hjá Vöku-Helgafelli var hrifið af hugmyndinni þannig að Fríða hafði sitt fram á endanum,“ segir Ingibjörg og bendir á að smá breyt- ingar hafi verið gerðar á handritinu þannig að þetta sé nú orðaleikur. - En hvemig ætli mæðgunum hafi gengið að vinna saman? Stundum smá ósætti „Þetta var dálítið erfitt og náttúr- lega smáósætti eins og gengur og gerist en ég held að samvinnan hafi gengið upp að lokum. Það voru sum atriði sem ég var búin að þrá að leiðrétta en hún leiðrétti alltaf til baka. Við erum báðar þrjóskar en ég er þrjóskari, held ég. Þetta gekk yfirleitt en ef það gekk ekki þá leit- aði ég til bræðra minna og fékk þá til að taka minn málstað í breyting- unum,“ segir Fríða Ingibjörg er greinilega ekki alveg sammála þessu því að hún segist búast við að það hafi komið sér til góða að hún sé kennari og vön að verkstýra krökkum. Óhemjufróður um fugla Grillaðir bananar fjallar um Bjarna og níu vini hans sem fara í ferðalag um Hornstrandir, að til- stuðlan foreldra Bjarna, eftir að fað- ir hans fer að hugsa, og lenda þar i ýmsum hremmingum. En hvert skyldu persónurnar í bókinni vera sóttar, má kannski þekkja Fríðu og bræður hennar í bókinni? „Ein stelpan var í byrjun alveg óhugnanlega lík mér. Hún var með eins útlit og ég, sömu persónuein- kenni og skap en það breyttist sem betur fer,“ segir Fríða. Ingibjörg bendir á að hún hafi kynnst fjöldanum öllum af krökkum í kennslunni, til dæmis krökkum Nýjp varahlutip ...i bifneiðina þina Við erum aðalumboðsaðilar fyrir bifreiðavara- hlutina TRIDON Skandinavia A/S. Varahlutir sem við erum stolt af. Markvisst þjónum við ykkur erm betur! B R Æ Ð U Lágmúla i 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807 BOSCH verslunln, aðkeyrsla frá Háaleltlsbraut TRUJUNt^'Böruaðilar:-------------------------------------- GH verkstæðið, Borgarnesi. Þórshamar, Akureyri. Víkingur, Egilsstöðum. Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafiröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.