Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Side 26
26
nlist
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
DV
Topplag
Topplag vikunnar er þriðju
vikuna i röð gamla lagið Killing
Me Softly með hljómsveitinni
Fugees. Lagið er flutt í glænýj-
um búningi og á miklum vin-
sældum að fagna. Roberta Flack
söng lagið Killing Me Softly árið
1973 og skaust hún með það á
toppinn í Bandaríkjunum.
Hástökkið
Hástökk vikunnar er lagið I
Really Loved Harold með Emil-
iönu Torrini. Lagið kom inn á
lista í síðustu viku og er komið
í annað sætið á íslenska listan-
um. Það kemur áreiðanlega til
með að ýta Fugees úr fyrsta sæt-
inu. Lag Emiliönu stökk beint í
tólfta sætið 1 síðustu viku.
Hæsta
nýja lagið
X-Files með hljómsveitinni
D.J.Dado en það fer upp listann
með ofsahraða beint í sjöunda
sæti fyrstu viku sína á listanum.
Oasis á
svarta
Talsmáti Noels Gallaghers í
Oasis hefur enn og aftur komið
hljómsveitinni í bobba og nú er
það mikilsvirtur doktor í félags-
fræði og íhaldsmaður sem skor-
ar á alla að sniðganga Oasis. Til-
efnið er ummæli Noels í viðtali
þar sem hann tíndi til eitt og
annað sem þeir félagar aðhefð-
ust og hefðu aðhafst og var ekki
allt par fallegt. Doktorinn segir
að liðsmenn Oasis séu afar
slæmar fyrirmyndir fyrir æsku-
fólk í Bretlandi og vill að hljóm-
plötuiðnaðurinn sem og al-
menningur sniðgangi hljóm-
sveitina.
Góður gestur
Shaun Ryder, forsprakki
Black Grape, var á dögunum í
viðtali í sjónvarpsþættinum TFI
Friday í Bretlandi. Þátturinn
var í beinni útsendingu og
Ryder notaði tækifærið og
klæmdist sem mest hann mátti
og bölvaði og ragnaði þess á
milli. Afleiðingarnar eru þær að
búið er að banna beinar útsend-
ingar af þættinum og verður
hann tekinn upp héðan í frá.
▼
íboði
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
ISLEK’SliO LIS'TIJii'Ii* IfL. Lcl
vikuiia 21.4. - 2.5. '22
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM TOl 40
a 1 4 ...3.VIKANR.1... KllllNfi MF SOFTIY .. FUGEES
GL 2 I RFAl l.Y iiOVEP HAROLP HÁSTÖKK VIKUNNAR... j FMIIIANA TDRRINI |
3 3 9 4 LEMONTREE FOOL'S GARDEN
4 4 18 3 STUPID GIRL GARBAGE
5 2 17 3 1,2,3,4 (SUMPIN NEW) COOLIO
fi 6 6 WFAK SKUNK ANANQIF
&L 1 — NÝTTÁ LISTA ... v.fii f«; m n«pn
NÝTT
Q 14 21 4 FIRESTARTER PRODIGY
9 5 2 7 CHILDREN ROBERT MILES
10 7 4 7 YOU LEARN ALANIS MORISSETTE
11 9 6 6 CHARMLESS MAN BLUR
(42) 15 29 3 DEAD MAN WALKING BRUCE SPRINGSTEEN
13 8 8 10 IRONIC ALANIS MORISSETTE
14 13 11 7 BIG ME FOO FIGHTERS
© 19 _ 2 BECAUSE YOU LOVED ME CELINE DION
16 16 16 8 CALIFORNIA LOVE 2 PAC & DR. DRE
17 17 13 5 YOU DON'T FOOL ME QUEEN
18 11 5 10 PEACHES THE PRESIDENTS OF THE USA
19 18 19 8 LET YOUR SOUL BE YOUR PILOT STING
W 24 35 4 GAS FANTASÍA OG STEFÁN HILMARSSON
21 10 7 9 AREOPLANE RED HOT CHILI PEPPERS
22 22 25 3 MAGIC CARPET RIDE MIGHTY DUB CAST
28 38 3 FASTLOVE GEORGE MICHAEL
(24) - 2 PIU BELLA COSA EROS RAMAZZOTTI
NYTT 1 I WILL SURVIVE CHANTAY SAVAGE
<W> 27 _ 2 SWEET DREAMS LA BOUCHE
<W> 29 32 5 WHATEVER YOU WANT TINA TURNER
34 - 2 GIVE ME A LITTLE MORE TIME GABRIELLE
(29) NÝTT 1 BREAKFAST AT TIFFANY'S DEEP BLUE SOMETHING
C30) 36 - 2 SOMETHING CHANGED PULP
31 31 36 3 MORNING WET WET WET
32 21 14 15 ONE OF US JOAN OSBORNE
<B3) m m 1 CAN'T GET YOU OFF MY MIND LENNY KRAVITZ
C34) I 1 RETURN OF THE MACK MARK MORRISON
35 30 31 3 DISCO'S REVENGE GUSTO
36 20 10 9 SLIGHT RETURN BLUETONES
37 37 . - 2 INNOCENT ADDIS BLACK WIDOW
C38) NÝTT 1 MISSION OF LOVE SIX WAS NINE
39 25| isj 13 DON'T LOOK BACK IN ANGER OASIS
Qo) I 1 JOURNEY PAPA DEE
Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DVí hverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af spilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi í DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekurþátt í vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur erítói " ' '' “ ’
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
í tónlistarblaðinu Music
GOTT UTVARPI
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Blffltltfr ’ - J :
Ekkert Top
of The Pops
íslandsvinirnir í Prodigy eiga
sem kunnugt er eitt vinsælasta
lagið í Bretlandi um þessar
mundir, lagið Firestarter. Þegar
lag nær inn á topp 40 á breska
vinsældalistanum fer það sjálf-
krafa til flutnings í þættinum
Top ofThe Pops sem er geysivin-
sæll sjónvarpsþáttur. Prodigy
menn hafa hins vegar alla tíð
neitað að koma fram í þessum
þætti þó s vo að þeir hafl átt mörg
lög á topp 40. Og nú á dögunum
neituðu þeir enn þó svo að
Firestarter næði efsta sæti
breska vinsældalistans. Skýr-
inguna segja þeir einfaldlega
vera þá að þeim finnist þáttur-
inn hallærislegur og muni aldrei
geta gefið rétta mynd af Prodigy
átónleikum.
Allt í steik
hjá Ozzy
Ozzy Osbourne hefur verið á
tónleikaferðalagi um Bandarík-
in að undanfornu en heldur hef-
ur túrinn gengið brösuglega.
Liðsmenn hljómsveitarinnar
hans hafa verið að týna tölunni
og hefur stjörnustælum Ozzys
verið kennt um að nokkru leyti.
Hann he'fur þannig gist sjálfur á
lúsxushótelum á meðan hljóm-
sveitin hefur mátt láta sér nægja
hræbillegar skonsur. Og nú er
trommuleikarinn Randy
Castillo flúinn en þar áður sagði
bassaleikarinn Geezer Butler
skilið við Ozzy. En Ozzy er ekki
fisjað saman, hann munstrar
bara nýjan mannskap á skútuna
í snatri og heldur ótrauður
áfram. Þannig fékk hann Mike
Bordin úr Faith No More til að
taka aö sér trommuleikinn tíma-
bundið á meðan hann leitar að
trommuleikara til frambúðar.
Rob Pilatus
í grjótið
Heldur er nú illa komið fyrir
svindlaranum og fyrrum átrún-
aðargoðinu Rob Pilatus úr Milli
Vanilli sællar minningar.
Drengurinn er gjörsamlega
kominn í hundana og hefur hvað
eftir annað komist í kast við lög-
in að undanförnu fyrir eiturly-
fjaneyslu, innbrot í bíla og ann-
an óskunda. Er syndaregistur
hans nú orðið það langt að hann
verður að gista svartholið næstu
þrjá mánuðina, auk þess sem
hann verður þurrkaöur upp í
leiðinni.
-SþS-