Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Qupperneq 27
tónlist LAUGARDAGUR 27. APRIL 1996 ísland | 1.(1) The Score Fugees | 2.(2) Pottþótt3 Ýmsir t 3. ( - ) Evil Empirc Rage Against The Machine f 4. ( - ) Reif í botn Ýmsir 4 5. ( 3 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette t 6. ( 7 ) Sunburned & Paranoid Skunk Anansie $ 7. ( 5 ) Grammy Nominees 1996 Ýmsir | 8. ( 8 ) The Bends Radiohead t 9. ( 4 ) Presidents of the USA Presidents of the USA 110. ( 6 ) Greatest Hits Take That 111. ( 9 ) Mercury Falling Sting 112. (17) Croucie D'ou La Emelíana Torrini 113. (18) Murder Ballads Nick Cave and The Bad Seeds 114. (10) Mellon Collie&The Infinite... Smashing Pumpkins 115. (16) Falling into You Celine Dion 116. (19) ln Sound from Way Out! Beastic Boys 117. (20) Gangsta's Paradise Coolio 118. (14) Musicforthe Jilted Generation Prodigy 119. (13) Antology 2 The Beatles 120. (11) (What's the Story) Morning Glory? Oasis London | 1.(1) Return of the Mac Mark Morrison t 2. ( - ) A Design for Life Manic Street Preaches t 3. ( 2 ) Ohh Ahh...Just A Little Bit Gina G | 4. ( 4 ) They Don't Care About Us Michael Jackson t 5. ( - ) Goldfinger Ash t 6. ( 9 ) Cecilia Walking Suggs featuring Louchie Lou... t 7. (-) Keep On Jumpin The Lisa Marie Experience t 8. ( 3 ) Firestarter The Prodigy t 9. (5 ) The X-Files Mark Snow t 10. ( 7 ) Children Robert Miles New York -lög- I i I i t i: i 1. (1) Because You Loved Me Celine Dion 2. ( 2 ) Always Be My Baby Mariah Carey 3. ( 3 ) Nobody Knows The Tony Rich Project 4. ( 4 ) Ironic Alanis Morissette 5. ( 6 ) 1.2,3.4 (Sumpin' New) Coolio 6. ( 5 ) Down Low (Nobody Has to now) R. Kelly Featuring Ronald Isley 7. ( 9 ) You're the One SWV 8. ( 8 ) Woo-Ha!! Got You All In... Busta Ryhms 9. (10) Counton Me Whitney Houston & Cece Winans 10. ( 7 ) Sittin' up in My Room Brandy Bretland — plötur og diskar — | 1.(1) Greatest Hits Take That t 2. ( 4 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette | 3. (3 ) (What's The Story) Morning Glory? Oasis t 4. 1\-) Evil Empire Rage Against The Machine # 5. ( 2 ) Moseley Shoals Ocean Color Scene t 6. ( 9 ) Garbage Garbage t 7. ( 7 ) Hits Mike and the Mechanics 8. { 5 ) Falling into You Celine Dion $ 9. ( 6 ) Bizarre Fruit/Bizarre Fruit M People | 10. (10) Different Class Pulp I, Bandaríkin — plötur og diskar— 1 | 1. (1 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette t 2. ( 3 ) The Score Fugees # 3. ( 2 ) Falling into You Celinc Dion t 4. ( 5 ) Tiny Music... Stone Temple Pilots t 5. ( 7 ) Daydream Mariali Carey t 6. ( 8 ) (What's the Story) Morning Glory? Oasis t 7. (12) SixteenStbiíe Bush i 8. ( 4 ) Anthology 2 The Bcatles i 9. ( 6 ) Resurrection Geto Boys tia (14) Gangsta's Paradise Coolio Styttist í Hróarskelduhátíð - síðustu helgina í júní. Björk Guðmundsdóttir kemur þar fram Forsala aðgöngumiða að Hróars- kelduhátíðinni í Danmörku - stærstu og voldugustu rokkhátíð Evrópu - hófst fyrsta apríl. Níutíu þúsund miðar standa til boða. Dan- ir fá helminginn og hitt skiptist milli annarra þjóða Evrópu. Eitt- hvað er meira að segja um að gestir slæðist á hátíðina frá Ameríku og jafnvel Austurlöndum íjær en flest- ir koma þó frá löndum Vestur- og Norður-Evrópu. Ekki var enn orðið uppselt á hátíðina í byrjun vikunn- ar. Þeir sem ætla ættu þó að hafa hraðann á að trýggja sér miða. Reynslan frá því í fyrra sannar það. Þá var uppselt nokkrum vikum áður en fyrstu hljómsveitirnar stigu á svið. Kannski er ekki alls kostar rétt að miða hátíðina í ár við þá sem efnt var til í fyrra. Þá var verið að fagna aldarfjóröungsafmæli hennar og hátíðarsvæðið var tekið rækilega í gegn ásamt þeim mannvirkjum og búnaði sem fylgja risarokkhátíð. Þessar auknu fjárfestingar borguðu sig, að sögn stjórnendanna. Hagnað- ur af hátíðinni varð hátt i 25 millj- ónir íslenskra króna. Hann rann all- ur í Hjálparsjóð Hróarskeldu sem deilir fénu út til að „styðja börn, ungt fólk og mannréttinda- og menningarsamtök sem ekki eru starfrækt í hagnaðarskyni án tillits til landamæra," eins og segir í stofn- skrá sjóðsins. Vegna þess hve rösk- lega var tekið til hendinni í fyrra er ekki þörf á nema lítilsháttar endur- bótum á svæðinu að þessu sinni. Hins vegar verður haldið áfram að bæta fólksflutninga til og frá svæð- inu og sömuleiðis þarf að taka mat- armálin rækilega í gegn. Maturinn, sem seldur var í fyrra, þótti hvorki nógu vel útilátinn né góður til að stór hluti gestanna sætti sig við hann. Tónlistin En það er að sjálfsögðu tónlistin sem skiptir mestu máli á Hró- arskelduhátíðinni. Enn er ekki búið að ganga endanlega frá því hverjir spila á henni að þessu sinni en flest stærstu nöfnin hafa verið gerð heyr- inkunn. Þar skal fyrst telja Björk Guðmundsdóttur 'sem mætir með allt sitt lið. í kynningu frá hátíðar- stjórninni segir að óþarfi sé að lýsa einni kunnustu söngkonu samtím- ans með mörgum orðum. Væntan- hátíðarinnar vara fólk við að búast við miklu af nýrri tónlist frá hljóm- sveitinni en minna á að gamla mús- íkin hafi staðist vel tímans tönn og það megi búast við einhverju óborg- anlegu þegar gömlu brautryðjend- urnir koma saman á sviði að nýju. Margir aðrir merkir tónlistar- menn verða á ferðinni á Hró- arskelduhátíðinni. Má þar nefna Ash frá Belfast og Bretann Edwin Collins sem spilaði með Orange Juice fyrr á árum og sló í gegn í fyrrasumar með lagið A Girl Like You. Þarna verða Red Hot Chili Peppers, Frank Black, The Fall, Pop Will Eat Itself, Tindersticks, The Amps og fjölmargir fleiri, frá Bret- landi, Bandaríkjunum og að sjálf- sögðu frá Danmörku. Og eins og fyrr sagði kann flytjendalistinn enn að eiga eftir að lengjast. Samantekt: ÁT Björk Guðmundsdóttir kemur fram á Hróarskelduhátíðinni. legir gestir Hróarskelduhátíðarinn- ar kannist við hana af góðu einu. Björk kom fyrst fram á hátíðinni árið 1985. Hún var þá söngkona Kuklsins. Þremur árum síðar söng hún aftur í Hróarskeldu og þá með Sykurmolunum. Hún var enn á ferð árið 1994 og var þá að fylgja eftir plötunni Debut. Hátíðarstjórnin seg- ist fagna því að taka á móti Björk í fjórða skiptið og segist sannfærð um að það geri gestir hátíðarinnar líka. Björk kemur sem kunnugt er fram á Listahátíð í Reykjavík áður en hún fer á Hróarskelduhátíðina. Það gerir einnig annar kunnur listamaður, David Bowie. Hann er í óðaönn að fylgja eftir nýjustu plöt- unni sinni, Outside, og þeytist milli listahátíða og popphátíða og flytur blöndu af gömlu efni og nýju. Þá verður hljómsveitin Pulp á Hró- arskelduhátíðinni og hefur einnig góð orð um að spila hér á landi í tengslum við Listahátíð. Pulp er um þessar mundir á hljómleikaferð um Evrópu og hefur hvarvetna fengið góöar viðtökur. Sex Pistols endurreist Eitthvert eftirtektarverðasta nafnið á listanum yfir gesti Hróar- skelduhátíðarinnar er hins vegar breska hljómsveitin Sex Pistols. Hún fór sem kunnugt er í broddi fylkingar þegat; pönkbylgjan var að skríða af stað fyrir um það bil tveimur áratugum. Sex Pistols starf- aði hins vegar ekki lengi en hefur verið þeim mun meira umtöluð alla tíð síðan hún var og hét. Það er vel við hæfi að á sama tíma og gamlir pönktaktar eru áberandi í tónlist- inni skuli gömlu brýnin blása til tónleikaferðar um heiminn með við- komu í Hróarskeldu. Aðstandendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.