Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
37
sent um hæl óundirritað álit tveggja
sérfræðinga þar sem annar sagðist
ekki mundu hafa gert að brotinu á
þennan hátt en hinn lagði blessun
sína yfir það hvernig farið var að. í
ljós kom, segir Óli Már, að annar
sérfræðinganna, sem gaf álit sitt,
hafði gefíð unga lækninum, sem
gerði að brotinu, ráðleggingar í
gegnum síma mn hvernig fara ætti
að. í kjölfarið var farið fram á álit
tveggja annarra sérfræðinga sem
lýstu þvi báðir yfír að'þeir hefðu
kosið að fara aðra leið. Hvorugur
þeirra treysti sér þó til að segja
nokkuð um það hvort mistök hefðu
átt sér stað þegar búið var að brot-
inu. Fyrir nokkru komu þau hjónjn
síðan fram í útvarpsþætti þar sem
þau sögðu stuttlega frá máli Óla og
í kjölfarið sendi landlæknir þeim
grein úr útlendu læknatímariti, frá
árinu 1983, þar sem sýnt var fram á
að þess væru dæmi að gert hefði
verið að sams konar broti og Óli
Már hlaut á sama máta og gert var
að hans broti.
Óskiljanlegt
„Það má nú vera lítil framþróun-
in í læknavísindunum ef ekkert
nýtt hefur komið í ljós á 13 árum.
Það getur ekki verið að allt sé eðli-
legt þegar svona brot á að taka inn-
an við 9 vikur að gróa. Ég skil ekki
hvemig menn geta sagt að hvergi í
ferlinu hafa verið gerð mistök.
Það sem er að vefjast fyrir okkur
er hvað við eigum að gera. Mín
skoðun er sú að gerð hafi verið mis-
tök, eins og ég hef áður sagt. Ég
hugsa að margir samþykki það. Þá
er það spurning við hvem maður á
að fara í mál og staðreyndin er sú
að ég get ekki höfðað mál gegn
nokkrum fyrr en komið hefur í ljós
hver skaðinn er og hvort hægt verð-
ur að bæta úr þessu - verður þetta
varanleg örorka sem ég hlýt eða
ekki? En á meðan ástandið er eins
og það er er ég tekjulítill og við get-
um ekkert ráðgert með framtíð okk-
ar eða unnið að henni. Ef ég verð
svo heppinn að beinin gróa saman
tekur það samt langan tíma að ná
upp fyrri styrk.“
-PP
hverja peninga fyrir íbúðina okkar
á Ólafsfirði og þeir hafa allir farið í
framfærslu okkar. Þetta litla sem
maður átti fyrir slysið er allt uppé-
tið. Þetta hefur sett stórt strik í
reikning, skólagöngu Óla líka, og
við þurfum, líkt og aðrir, að standa
í skilum með skuldir okkar. Félags-
lega séð hefur þetta líka áhrif á fjöl-
skylduna. Það eru erfiðleikar sem
fylgja þessu. Elsti sonur okkar hætti
til dæmis í skóla af því hann vildi
eiga pening. Við vorum ekki aflögu-
fær þannig að þetta varð niðurstað-
an,“ segir Inga og Óli Már bætir við
að eftir hverja aðgerð hafi hann ver-
ið vongóður um að nú væru erfið-
leikarnir að baki og útlitið fram
undan bjart. Hann er sömu skoðun-
ar nú varðandi næstu aðgerð.
Ástandið er samt ekki alslæmt
því Óli Már hefur fengið bætur frá
Tryggingastofnun og að auki fékk
hann 30 þúsund króna mánaðarleg-
ar greiðslur frá tryggingafélagi sínu
í tæplega ár eftir slysið.
Framtíðin í lausu lofti
„Það sem mér hefur þótt leiðin-
legt er að geta ekki gert plön fram í
tímann sem standa. Ég hef átt von á
að fara I aðgerðina og ekki getað
byijað í skólanum því ég veit að sú
önn fer til spillis þegar ég verð skor-
inn. Þegar ég fór til dæmis í blóð-
prufu 2. janúar var mér sagt að upp-
skurðurinn gæti sennilega orðið í
seinni hluta febrúar."
Óli Már og Inga eru mjög undr-
andi á því að enginn skuli þurfa að
bera ábyrgð á því sem gerst hefur.
Þau hafa leitað til lögmanns sem til
þessa hefur verið að safna að sér
gögnum. Þá voru þau meðal stofnfé-
laga Lífsvogar, samtaka sem í eru
þeir sem telja sig fómarlömb lækna-
mistaka.
Læknamistök?
Meðal gagna sem lögmaðurinn
hefur fengið er álit tveggja lækna á
því hvernig fyrst var gert að meiðsl-
um Óla Más. Landlæknir óskaði,
samkvæmt beiðni lögmanns Óla
Más, eftir áliti tveggja óháðra sér-
fræðinga á læknisverkinu og fékk
270 kærur og kvartanir til landlæknis á seinasta ári:
Öllum aðgerðum
fylgir áhætta
- þarf ekki að þýða mistök þótt aðgerð heppnist ekki
Á fimm ára tímabili, 1990 til 1994, bárust
211 kvartanir og kærur frá sjúklingum til
Landlæknisembættisins vegna meinti-a
læknamistaka og óhappatilvika. Sprenging
varð hins vegar á síðasta ári hvað fjölda
kvartana og kæra varðar en þá bárust 270
kærur og kvartanir.
í rúmum helmingi tilfella er ekki beitt að-
finnslum eða áminningum við lækna þar sem
málin eru minni háttar. Samkvæmt tölum frá
landlækni bárust 211 mál að jafnaði á ári á
fimm ára tímabili, árin 1990 til 1994. 56 leiddu
til þess sem kallað er ábendinga til lækna, 16
til tilmæla til lækna, 23 til áminninga til
lækna, 4 til alvarlegra áminninga og ein til-
laga var gerð um leyfissviptingu. Af þessu er
ljóst að í 35 til 45 prósentum mála telst vera
um læknamistök að ræða. Flestar kærurnar
koma frá sjúkrastofnunum þar sem grípa þarf
til skyndiaðgerða en alvarlegustu kærurnar
koma vegna atvika á sérgreiningasjúkrahús-
um þar sem flóknustu aðgerðimar em fram-
kvæmdar.
Ólafur Ólafsson vísar því á bug að hér á
landi nái menn ekki fram rétti sínum telji
þeir að læknar hafi gert mistök í starfi sínu.
Bendir hann orðum sínum til stuðnings á það
að hlutfallslega fleiri læknar hér á landi verði
fyrir því að missa leyfi eða fá takmarkaö leyfi
í samanburði við nágrannalöndin. Á íslandi
gerðist það til dæmis á árabilinu 1976 til 1993
að gripið var til aðgerða gegn 17 læknum og
af þeim vom sex sviptir leyfi. Þetta eru hlut-
fallslega helmingi fleiri en í Svíþjóð og Dan-
mörku.
„Calculated
risk"
Hann segir þaö allt of algengt að fólk hér á
landi geri sér ekki grein fyrir því að öllum að-
gerðum fylgir einhver áhætta. Engin aðgerð
sé 100 prósent ömgg. Alltaf sé vitað um ein-
hverja fylgikvilla einföldustu aðgerða.
Mannslíkaminn sé nú einu sinni eins og
hann er - engir tveir menn eru eins. Talað sé
um „calculated risk“ í þessum málum - þ.e.
öllum aðgerðum fylgi einhver áhætta. „Fólk
ruglar þessu oft og tíðum saman við mistök.
Flest mála sem ég fæ frá Lífsvon eru af þess-
um toga eða þá að þau eru því miður fymd.“
Ólafur segist, aðspurður um mál Óla, ekki
geta tjáð sig um einstök mál en segir þó að
þess séu dæmi að mál rísi um aðgerðir sem
ekki heppnast þótt beitt hafi veriö eölilegri
meðferð.
„Oft er lika deilt um meðferðir en ef þær er
að finna í kennslubókum þá hljóta þær að
vera viðurkenndar. Svo er það alltaf einhver
hluti aðgerða sem ekki heppnast en undan því
verður ekki vikist að stundum koma upp mis-
tök.“
Röntgenmynd af handlegg Óla, tekin við komuna á heilsu-
gæslustöðina á Ólafsfirði. Til samanburðar má sjá hvernig
handleggurinn lítur út í dag. Beinið sem er brotið myndar orð-
ið horn.
Fleiri
kvartanir hér
Hér á landi berast 3,8 alvarlegar kvartanir og
kærumál til Landlæknisembættisins á hverja 10 þús-
und íbúa í samanburði við 3,2 í Svíþjóð og 2,5 í Dan-
mörku. Hlutfallið hefur síðan hækkað síðasta ár.
Ólafur segir þetta skýrast að miklu leyti til af því hve
umræðan um læknamistök hefúr verið ofarlega á
baugi meðal almennings og í fjölmiðlum undanfarin
ár. Nálægðin sé líka meiri hér.
Hann segir þann tíma sem tekur að afgreiða kvart-
anir og kærur vegna læknamistaka ekki langan. Til
dæmis afgreiði Landlæknisemhættið allflest þeirra
mála sem þangað berast innan árs og flest innan sex
mánaða. í sama streng tekur lögmaður sem fæst við
skaðabótamál vegna læknamistaka. Hann segir
lengstan tíma fara í að afla gagna og svo þurfi að bíða
þess að sjá afleiðingu mistakanna sem er tími sem oft
er mældur í árum.
Biðlistar eftir aðgerðum eru oft langir núna - mis-
jafnt eftir meininu. Ólafur segir unnið að því að
stytta biðlistana. Menn séu farnir að sjá betur óhag-
kvæmni biðlistanna og horfa öðrum augum á beinan
spamað af niðurskurði sem oft sé sýndur en ekki gef-
inn. Landlæknir getur til dæmis lagt til að fólki með
veigameiri sjúkdóma verði tryggður réttur til aö-
gerða innan þriggja til sex mánaöa, líkt og nú er far-
ið að gera í nágrannalöndunum.
„Menn tala of mikið um kostnað sem hlýst af bein-
um lækniskostnaði en reikna ekki meö þann kostnað
sem hlýst af tryggingum, missi atvinnu og fleira því
tengdu. Viö höfum verið að benda á að þessa þætti
þurfi að reikna með til að fá út heildarkostnaðinn.
Við höfum óskað eftir því að fjármálaráðuneytið setji
menn í það með okkur að kanna hinn óbeina kostn-
að en því miður hefur litið orðið úr því.“
-PP