Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996
Spurningin
Hvernig heldur þú að best sé að
vinna að friði í heiminum?
Margrét Guðlaugsdóttir, nemi í
MH: Með því að rækta mannkær-
leikann.
Kolbrún Edda Sigurhansdóttir,
nemi í MH: Með því að þjóðarleiö-
togar komi sér saman.
Guðrún Höskuldsdóttir, nemi í
MH: Með því að fólk hætti að met-
ast og keppast um hlutina.
Kjartan Gústafsson fram-
kvæmdastjóri: Með sameiginlegu
átaki rikja heims.
Hrafnkell Helgason nemi: Með
því að eyða öllum kjarnorkuvopn-
um.
Þórólfur Rúnar Þórólfsson nemi:
Með því að færa eitthvað af þeim
peningum sem notaðir eru til hern-
aðar til friðarmála.
Lesendur
Reglur Húsnæð-
isstofnunar
- á skjön viö raunveruleikann
Kerfið í dag kemur beinlínis í veg fyrir að ungt fólk geti keypt sína fyrstu
íbúð. Reglur um fjárhagsbyrði þarf að endurmeta.
Brynjólfur skrifar:
Þótt viðurkenna verði að hús-
bréfakerfi Húsnæðisstofnunar hafi
komið mörgum að notum við kaup
eigin húsnæðis verður lika að hafa
í huga að reglur þær sem Húsnæð-
isstofnun notast við nú eru á skjön
við raunveruleikann. Húsbréfakerf-
ið er því á víssan hátt til trafala fyr-
ir ungt fólk sem hyggst festa sér
íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn. Fram-
kvæmdastjóri Ármannsfells út-
skýrði þetta t.d. í fréttabréfi Sam-
taka iðnaðarins nýlega. - Hann
bendir réttilega á að kerfið komi
beinlínis í veg fyrir að margir geti
keypt sér íbúð þótt þeir hafi til þess
fullan fjárhagslegan styrk.
Þetta felst aðallega í því að fólk,
sem í dag er á leigumarkaði og
greiðir, segjum þetta 35 til rúmlega
40 þúsund krónur fyrir leiguíbúð,
getur ekki fengið húsbréf vegna
þess að reglurnar segja svo til um
að það megi ekki verja meira en
18% af launum sínum (þá gjarnan á
bilinu 20-25 þús. kr. á mánuði) til
húsnæðiskaupa. En eins og hér seg-
ir greiðir það jafnvel um 40 þúsund
í leigu fyrir íbúðarhúsnæði!
í verkamannakerfinu er þó miðað
við að fólk megi verja allt að 30% af
launum sínum á mánuði til íbúðar-
kaupa. Þetta þarf allt að samræma.
Allir eiga að sitja við sama borð í
þessum efnum. Á hinum almenna
markaði - í gegnum húsbréfakerfið
- ættu menn að vera fullfærir um að
greiða hærri upphæð en 18% af sin-
um launum á mánuði. Ekki má
þetta hlutfall þó fara of hátt og
mættu 25% vera miðviðunarreglan.
En það munar líka miklu frá 18 pró-
sentunum.
Þegar húsbréfakerfið getur veitt
75% lán vegna kaupa á fyrstu íbúð
og mánaðarleg greiðslubyrði af
kaupunum er um 25 þúsund krónur
þá fyrst er þetta komið í þolanlegt
ástand. En ekki fyrr. Félagsmála-
ráöherra ætti að reka smiðshöggið á
annars ágætt framtak sitt í þessum
málaflokki með því að gera áður-
nefnda lagfæringu á reglum Hús-
næðisstofnunar.
Frestur er a illu bestur
Hákon H. Kristjónsson skrifar:
Þegar hugsað er um Langholts-
deiluna, sem gerist þó sárasjaldan,
skynjar maður skyndilega hve
nauðsynlegt er að mál dragist sem
mest á langinn, þannig að niður-
staða fáist ekki fyrr en seint og um
síðir, ef þá nokkurn tíma.
En því lengur sem deilan stendur
og því harðvítugri þeim mun meiri
líkur eru til að yfirstjórn þjóðkirkj-
unnar, í víðastri merkingu, ásamt
hinum pólitísku stjórnendum, sem
ekkert er víst að séu í þjóðkirkjunni
(og þurfa ekki einu sinni að vera
kristnir), taki á stjórnunarvanda
kirkjunnar.
í þessu samhengi má vitna til sí-
gildrar dæmisögu trésmíðameistar-
ans. Þar sagði frá hússtjóm einni
sem falið var að ráðskast með tiltek-
ið hús. Það var í alla staði ágætt að
því undanskildu að þakið lak en
hússtjórninni fannst það ekki gera
svo mikið til af því það rigndi svo
sjaldan og svo lítið í einu. Einn góð-
an veðurdag eða öllu heldur votan
hélt rigningin þó innreið sína og
þaö var engin smáræðisrigning og
henni slotaði alls ekki. Stjórn húsfé-
lagsins auk allra annarra sem
þarna bjuggu, þar með talinn kött-
urinn, hundurinn og kanarifuglinn,
varð á skömmum tíma gegndrepa
en hússtjórnin lét sem ekkert væri
og enn er víst ógert við lekann á
þakinu.
Enn hefur heldur ekki fengist nið-
urstaða í Langholtsdeilunni, heldur
ekki í biskupsmálinu og biskupi og
fjölskyldu hans haldið í eins konar
gíslingu að alþjóð ásjándi.
Nauðsyn I
Arnfríður skrifar:
Það er full þörf fyrir almenning
að gæta þess vel hvaða matvælateg-
undir hækka í verði nú á vordög-
um. Það er t.d. segin saga að fersku
grænmeti er haldið i hæsta verði
fram eftir vori á meðan garðyrkju-
bændur eru að koma út sínu nýja
grænmeti. Síðan slaknar á þegar
þeir anna ekki eftirspurn og þá er
leyft allra náðarsamlegast að flytja
til landsins nýtt grænmeti. Á allt
þetta er bent í ágætri forystugrein í
DV nýlega og rakin ástæða þess að
grænmeti er selt hér á slíku ofur-
verði sem raun ber vitni.
Nýtt grænmeti bætir heilsu fólks
stórlega og fólk hér er líka farið að
nota það miklu meira en áður tiðk-
aðist. En við erum sífellt uppi með
einhverjar „verndarstefnur". Hér er
Nýtt grænmeti bætir heilsu fólks stórlega en á brattann er að sækja vegna
stjórnvaldsaðgerða.
t.d. íslenskt grænmeti varið af
stjórnvöldum með geysiháum
verndartollum og það þýðir svo aft-
ur að innflutt grænmeti verður jafn-
dýrt og hið íslenska. Erlendir ávext-
ir sleppa við þetta okur því hér er
næsta engin ávaxtarækt og því fást
ávextir á skikkanlegu verði.
Það er beinlínis lífsnauðsyn að
grænmetisverð lækki hér á landi.
Við erum eftirbátar annarra þjóða í
neyslu grænmetis og einnig í al-
mennri heilsuvernd með aðstoð
hollra fæðutegunda eins og fersks
grænmetis og grænmetisrétta. Auð-
vitað eiga neytendur sjálfir að hafa
uppi kvartanir opinberlega um
ósvífnina, t.d. í verslunum og á
mannamótum. Það er liður í barátt-
unni fyrir mannsæmandi kjörum og
um leið langtum betri heilsu.
(L[l§[liE)í\ þjónusta
allan
I>V
Ríkisútvarp án
auglýsinga?
Kristinn Sig. skrifar:
Það er ekkert nýtt að frjáls-
hyggjumenn í Sjálfstæðisflokkn-
um vegi að Ríkisútvarpinu. Allir
muna er þeir sáu ofsjónum yfir
rás 2 sem hefur staðið sig vel frá
upphafi og skilaö arði. Nú er
frjálshyggjudraugurinn kominn
á kreik á ný. Svipta á RÚV öllum
auglýsingum nema dánartil-
kynningum og jólakveðjum. Fólk
er neytt til að hlusta á aðrar
stöðvar ef það ætlar að auglýsa
eða fylgjast með viðskiptum. Ég
hlusta ávallt á Ríkisútvarpið og
læt ekki frjálshyggjusinna
breyta því. En hvar er nú frelsið
í viðskiptum?
Friður 2000 og
barátta Ástþórs
Vilhjálmur Alfreðsson skrif-
ar:
Undanfarið hafa verið umræð-
ur um Frið 2000 og stofnanda
hans, Ástþór Magnússon. Það
kom maður að nafni Jesús Krist-
m- tU Jarðar fyrir nærri 2000
■ árum með mikinn friðarboð-
skap. Ég man hins vegar þegar
ungur, fátækur sveitastrákur frá
Austurríki kom til Þýskalands
og varð kanzlari þess lands.
Hann barðist fyrir stríði og setti
heiminn á annan endann. En
Ástþór okkar er að berjast fyrir
friði. Eigum við ekki að styðja
baráttu hans að þessu sinni?
Þeir þakka
hlýhuginn
Friðrik skrifar:
Þeir koma nú fram á sjón-
arsviðið (þ.e. í blöðunum) hver
af öðrum, þessir heiðursmenn
sem vUdu verða forsetar, fengju
þeir til þess stuðning, og þakka
hlýhug í sinn garð og óhemju
hvatningu. En því miður, þeir
vilja samt ekki fara í framboð!
Ég er nú eiginlega feginn að
þetta lið dró sig til baka. Svona
einstaklingar, sem ekki mátu
það fyrr en seint um síðir að þeir
voru vonlausir í forsetann, hefðu
ekki mikið haft í embættið að
gera. En þaö er enn von á ein-
hverjum sem eftir eiga að afboða
sig, ef marka má fyrri framboðs-
fréttir.
Svertingja-
lýðveldin
Elín Sigurðardóttir skrifar:
Það var ekki lítið lóð sem ís-
lenskir friðarsinnar svonefndir
og uppivöðslufólk á vinstri kant-
inum lögðu í baráttu samherja
sinna í öðrum löndum til að reka
„nýlenduveldin" í Afríkuríkjun-
um af höndum sér svo að hinir
svörtu innfæddu gætu tekið við
stjóminni. Nú hafa þeir svörtu
fengið öll ráð. Og hvað skeður,
það er hvergi eins mikU ógnar-
öld og í þessum nýfrjálsu ríkjum
með moröum og pyntingum á
samlöndunum. En það verða
sennilega tU svör viö þessu. Bara
skeUa skuldinni á Bandaríkin.
Það er svo einfalt.
Farinn
„fyrir daginn“
Markús skrifar:
Nú er það nýjasta í ensku-
skotinni íslensku okkar að segja
sem svo þegar maður spyr t.d. á
vinnustað. eftir einhverjum sem
hættur er að vinna þann daginn:
„Hann er farinn fyrir daginn"!
Þetta er auðvitað tekið beint og
ómengaö úr enskunni sem segir:
„He is gone for the day“ og er
gott og gUt á þeim vettvangi. En
við, hér á útskerjum við brim-
rótsins Atlantsála, okkur finnst
þetta ábyggUega bæði fínt og
fara vel i munni. Það gerir það
að sjálfsögðu en er bæði
heimskulegt og hlægilegt.