Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996
Viðskipti
DV
Útflutningsráð
á Internetinu
Útflutningsráð íslands hefur
opnað heimasíðu á Internetinu.
Þar er að finna ýmsar upplýsingar
um ísland og íslensk fyrirtæki, auk
hefðbundinna upplýsinga um starf-
semi og þjónustu Útflutningsráðs.
Þórarinn Stefánsson, markaðsráð-
gjafl hjá Útflutningsráði, hafði um-
sjón meö gerð heimasíðunnar en
Oz sá um hönnun hennar. Vefiang
heimasíðunnar er eftirfarandi:
http://www.icetrade.is
Upplýsingatækni
í gæöastjórnun
Gæöastjórnunarfélag íslands
efnir til ráðstefnu á morgun á Hót-
el Loftleiðum um upplýsingatækni
í gæðastjómun. Aðalfyrirlestur
flytur Eyjólfur Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlun-
ar. Erindi verða flutt í tveimur ráð-
stefnusölum um gæðakerfi, um-
bótastarf, gæðastýringu, samskipti,
alþjóðleg viðskipti, hópvinnu og
upplýsingalindir. Lokaávarp flytur
Jón Þór Þórhallsson, forstjóri
Skýrr. -bjb
Hagnaður hjá
Loðskinni
DV, Sauðárkróki:
Rekstur sútunarverksmiðjunnar
Loðskinns á Sauðárkróki gekk vel á
síðasta ári. Hagnaður fyrir fjár-
magnskostnað og afskriftir var um
55 milljónir króna en rekstarafkom-
an var jákvæð um 13 milljónir
króna. Síðasta ár var fyrsta heila
árið þar sem stór hluti framleiðsl-
unnar var unninn úr innfluttu hrá-
efni. Velta Loðskinns var 205 millj-
ónir sem er samdráttur frá árinu
1994. -ÞÁ
Sparisjóöur Horna-
fjarðar 5 ára
DV Höín í Hornafirði:
Sparisjóöur Hornafjarðar fagnaði
nýlega 5 ára afmæli sínu og bauö við-
skiptavinum upp á kafíiveitingar af
því tilefni. Um svipað leyti var aðal-
fundur sjóðsins haldinn. Þar kom
fram að reksturinn gekk vel á síöasta
ári. Eftir að 4,3 milljónir höfðu verið
afskrifaöar nam hagnaðurinn tæpum
2 milljónum króna. Heildarinnlán
námu 318 milljónum en útlán 240
milljónum. Eign sparisjóðsins í hús-
bréfum og öðrum markaðsbréfum
þrefaldaðist milli ára og nam 23
milljónum um áramót. -JI
Brúðkaup
Höfum sali
fyrri minni
og stærri
brúðkaup
Látið okkur sjá um
brúðkaupsveisluna.
HÓTEL ÍVXÁND
5687111
Sláturhúsið á Breiðdalsvík í erfiðleikum:
Hreppurinn beð-
inn um 12 milljóna
króna ábyrgð
- einkum vegna greiðslustöðvunar Austmats
Sláturhúsið á Breiðdalsvík, sem
nefnist Sláturfélag Suöuríjarða, hef-
ur lagt inn beiðni hjá Breiðdals-
hreppi um 12 milljóna króna ábyrgð
vegna greiðsluerfiðleika. Lárus Sig-
urðsson, stjórnarformaður sláturfé-
lagsins, sagði í samtali við DV að
erfiðleikarnir væru fyrst og fremst
til komnir vegna greiðslustöðvunar
Austmats á Reyðarfirði en félagið
ætti 12 milljóna króna kröfu á fyrir-
tækið. Austmat hefur verið í
greiðslustöðvun frá þvi í mars.
Kröfuhöfum hefur verið boðin
greiðsla upp í 10% af kröfum.
Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri
á Breiðdalsvík, sagði við DV að er-
indi sláturhúss-
ins yrði tekið
fyrir á fundi
hreppsnefndar á
næstunni og
vildi ekkert
segja um hvern-
ig afgreiðslu
beiðnin fengi.
Lárus sagði að
vegna kröfunnar
á Austmat hefði
sláturhúsið að
sjálfsögðu átt í
erfiðleikum með að standa skil til
bænda. Ábyrgðarbeiðnin hefði verið
lögð fram hjá hreppnum þar sem
ekki væri hægt að
bíða lengur eftir
niðurstöðu í mál-
um Austmats.
Sláturhúsið hef-
ur tekið við sauð-
fé og nautgripum
til slátrunar víða
af Austfjörðum. Á
síðasta ári var
slátrað 11 þúsund
fjár og á annað
hundrað naut-
gripum. Ársverk
við sláturhúsið hefur skapað 330
manna byggðarlagi í og við Breið-
dalsvík um 11-12 störf. -bjb
Frá Breiðdalsvík.
Strengur og tölvuverslunin Upplýsingatækni gerðu nýlega endursölusamning á viðskiptahugbúnaðinum
Fjölni/Navision og Navision Financials þegar hugbúnaðurinn verður tilbúinn til sölu á innlendum markaði. Upplýs-
ingatækni er ný verslun sem sérhæfir sig í sölu á Hewlett Packard tölvum og fylgihlutum. Myndin var tekin við und-
irskrift samningsins, frá vinstri eru Jón Heiðar Pálsson, sölustjóri Strengs, Haukur Garðarsson, framkvæmdastjóri
Strengs, Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatækni, og Eyjólfur Eyjólfsson, sölumaður Upplýsinga-
tækni.
Álverð ekki lægra í nær 2 ár
Álverð á heimsmarkaði féll í byrj-
un vikunnar vegna minnkandi
verðs á kopar. Samt hafa birgðir
verið að minnka þannig að áhrif
koparverðsins eru mjög sterk. Ál-
verð hefur ekki verið lægra í 21
mánuð eða í nærri 2 ár. Er þá mið-
að við þriggja mánaða verð. Stað-
greiðsluverð hefur fylgt á eftir og
var komið niður í 1.520 dollara tonn-
ið á mánudaginn. í síðustu viku var
verðið hæst í 1.640 dollurum þannig
að lækkunin nemur 7 prósentum á
nokkrum dögum.
Viðskipti á hlutabréfamarkaði í
síðustu viku í gegnum Verðbréfa-
þing og Opna tilboðsmarkaðinn
námu 33 milljónum króna. Það eru
nokkuð minni viðskipti en að und-
anfórnu, enda dagsfrí vegna upp-
stigningardags. Viðskiptin dreifðust
á nokkuð mörg hlutafélög. Mest var
keypt af bréfum Skagstrendings eöa
fyrir 8 milljónir.
Núna á mánudaginn kom heldur
betur fjörkippur í hlutabréfavið-
skiptin og námu þau rúmum 70
milljónum króna. Þá skiptu bréf
Granda fyrir 22 milljónir um eig-
endur, fyrir 20 milljónir í Þormóði
ramma og 11,8 milljónir í Haraldi
Böðvarssyni hf. Hlutabréf þessara
félaga hækkuðu öll í verði í við-
skiptunum, langmest hjá HB eða
um 16,67%. Ekki þótti skrítið að
þingvísitala hlutabréfa hækkaði viö
þessi ósköp, setti sögulegt met og
fór í 1808 stig.
Gengi dollars hefur hækkað lítil-
lega að undanförnu, mældist á 67,51
krónu í gærmorgun. Gengi annarra
gjaldmiðla hefur nánast staðið í
stað nema hvað jenið er komið á ný
í 0,63 krónur.
Engin skipasala var erlendis i síö-
ustu viku og upplýsingar um gáma-
sölu í Englandi höfðu ekki borist
þegar þetta var ritað í gær. -bjb
Pund
Mark
Gámaþorskur
Skeljungur
Olíufélagið
Flugleiðir
2,68
3
Olís
4,00
Eimskip
6,20
iiPVl
gvísit. húsbr.
00,0 fcge
Kr p
101
'
45,5
45
0,6322
103
102,26
Enjo meö ráö-
stefnu á íslandi
Fyrirtækiö Enjo frá Austurríki,
sem framleiðir hanska úr örtrefj-
um undir merkiriu Clean Trend,
heldur um þessar mundir sína
fyrstu erlendu ráðstefnu á Hótel
Örk í Hveragerði. Þar eru saman
komnir umboðsmenn fyrirtækis-
ins frá ýmsum löndum. ísland
varð fyrir valinu sem ráðstefnu-
land vegna ímyndar landsins um
hreinleika og umhverfisvernd,
einnig vejgna þess hve vörurnar
hafa verið vinsælar hér á landi.
Hanskarnir hafa verið í sölu á
íslandi frá 1992. Enjo var stofnað í
Austurríki árið 1990 og eru vör-
umar nú seldar í sjö af löndum
Evrópu, Ástralíu og Bandarikjun-
um. Söluaðili Enjo hér er Clean
Trend á íslandi, sem er í eigu
Óskar Knútsdóttur og Ólafs Árna-
sonar. Johannes Engl, forstjóri
Enjo, er ungur að árum en hefur
farið sigurför um heim með um-
hverfisvænni aðferð sinni til
þrifa.
Bók um nýjar
áherslur í
stjórnun
Framtíð-
arsýn hefur
gefið út bók-
ina Á varð-
hergi - nýjar
áherslur í
stjórnun, eft-
ir Michael J.
Kami, í rit-
röð Framtíð-
arsýnar og
Viðskipta-
fræðistofnunar Háskóla íslands.
Ritstjóri er Runólfur Smári Stein-
þórsson en Karl Birgisson þýddi
bókina.
í bókinni er gerö grein fyrir
nýjum áherslum og hugtökum í
stjórnun sem miða að því að tak-
ast á við þær hröðu breytingar
sem eru að verða á rekstri fýrir-
tækja. Kami heldur því fram að
lykilbreytingar í stjórnun nútíma-
fýrirtækja markist af tvennu,
annars vegar þeirri forystu sem
fyrirtækið nýtur og hins vegar
þeim mannauöi sem það hefur úr
að spila.
Kami er einn kunnasti rekstr-
arráðgjafi heims. Hann heldur ár-
lega fjöldann allan af fyrirlestrum
um allan heim.
Óbreyttar
vísitölur
Hagstofan hefur reiknað vísi-
tölu byggingarkostnaðar eftir
verðlagi um miðjan maí. Vísital-
an reyndist vera 209,8 stig og er
óbreytt frá apríl sl. Vísitalan gild-
ir fyrir júnimánuö. Samsvarandi
vísitala miðuð við eldri grunn,
desember 1982 = 100, er 671 stig.
Síðustu tólf mánuði hefur bygg-
ingarvísitalan hækkað um 2,9%.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
hún hækkað um 0,4% sem jafti-
gildir 1,7% verðbólgu á ári.
Launavísitala, miðuð við með-
allaun í apríl, er sömuleiðis
óbreytt eða 147,4 stig. Samsvar-
andi launavísitala, sem gildir við
útreikning greiðslumarks fast-
eignaveðlána, er 3221 stig í júní.
íslenskt-enskt
vefrit á lnter>
netinu
Ozone útgáfan setur á Internet-
ið á næstunni fyrsta íslensk-enska
vefritið sem nefnist deCode.
deCode er gefið út mánaðarlega
bæði á íslensku og ensku og kem-
ur fram 1. júni, notendum að
kostnaðarlausu, undir veffanginu
http://www.oz-inc.com/decode
Ozone útgáfan var stofnuð í
samvinnu við fyrirtækið Oz með
því markmiði að gefa ungu fólki
tækifæri til að koma sér og sínum
hugmyndum á framfæri í riti sem
berst um viða heima Internetsins.
-bjb