Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif©centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. i,i. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hinn ósvífnasti allra Paolo Berlusconi, bróðir Silvio Berlusconi, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, afplánar nú hálfs þriðja árs dóm fyrir spillingu í þágu fyrirtækja bróður síns. Sjálfur er Silvio Berlusconi oft í yfirheyrslum hjá rannsóknar- dómurum og á yfir höfði sér ótal ákærur af slíku tagi. Berlusconi eignaðist fyrst peninga í verktakabransan- um, sem á Ítalíu hefur löngum byggzt á mútum. Síðan lenti hann í vinfengi við Bettino Craxi, leiðtoga ítalskra jafnaðarmanna og löngum forsætisráðherra. Af honum þáði Berlusconi fyrsta sjónvarpsleyfið í landinu. Craxi er nú í útlegð í Norður-Afríku á flótta undan réttvísinni og getur ekki snúið til Ítalíu aftur, því að þar bíður hans að afplána dóma fyrir margvíslega og geig- vænlega spillingu, sem hann stóð fyrir sem forsætisráð- herra á sínum tíma. Hann er orðinn ærulaus maður. Pilsfaldakapítalistinn Berlusconi blómstraði hins veg- ar. Hann notaði sjónvarpsleyfið frá Craxi til að byggja upp fjármálaveldi, sem hefur haft greiðan aðgang að íjár- magni hjá sumum bönkum og lánastofnunum og skuldar nú sem svarar 170 milljörðum íslenzkra króna. Á uppstigningardag handtók lögreglan fimm helztu stjórnendur fjármálaveldis Berlusconis og gaf út hand- tökuskipanir á tvo aðra, sem ekki fundust. Þeir eru sak- aðir um skjalafalsanir og mútur. Þar með eru taldar greiðslur til Craxis og til skattalögreglunnar á Ítalíu. Rannsóknin á umsvifum Berlusconis nær til annarra landa. í apríl gerði svonefnd stórsvikadeild brezku lög- reglunnar húsleit í London og gerði upptæka fimmtán skjalapakka á vegum fjármálaveldis Berlusconis. Á Spáni er verið að rannsaka kaup á sjónvarpsstöð. Berlusconi fór út í stjómmál á sínum tíma til að vernda umsvif sín. Hann beitti fyrir sig öflugu fjölmiðlaveldi sínu, fékk um flórðung þingsæta í kosningunum fyrir rúmlega tveimur árum og varð forsætisráðherra. Hann notaði völd sín til að hreiðra betur um fyrirtæki sín. Meðal annars gaf hann út ólöglega tilskipun um, að 2000 fjárglæframönnum yrði sleppt úr gæzluvarðhaldi. Ennfremur þrýsti hann sínum mönnum inn í helztu áhrifastöður samkeppnisaðilans, ríkissjónvarpsins á ítal- íu. Hann reyndi líka að skrúfa fyrir rannsóknardómara. Sem betur fer varð Berlusconi skammlífur í embætti. Við tóku hlutlausar embættismannastjórnir, sem létu hann ekki vaða yfir sig. Síðan var kosið aftur í vor og þá náðu aðrir samkomulagi um myndun ríkisstjórnar án þátttöku Berlusconis og flokks hans, Áfram Ítalía. Eigi að síður tókst Berlusconi að ná næstum því sama fylgi í kosningunum og hann hafði náð tveimur árum áður. í millitíðinni hafði þó það gerzt, að öllum ítölum átti að vera orðið ljóst, að hann hefur allan tímann ver- ið að reyna af alefli að skara eld að eigin köku. Hér í blaðinu var fyrir tveimur árum lýst furðu á, að ítalir skyldu styðja þennan gerspillta mann í stjórnmál- um. Sú furða er enn meiri núna, þegar miklu meira er vitað um feril hans, en hann endurnýjar samt fylgi sitt. Sú staðreynd er áfellisdómur yfir ítölskum kjósendum. Stundum er kvartað um, að íslendingar séu tæpast með réttu ráði, þegar þeir velja sér stjórnmálaleiðtoga. Fávísi okkar í stjórnmálum er þó hreinn barnaleikur við dálæti ítala á pilsfaldakapítalista, sem hefur öðlast allt sitt peningavald með söfnun skulda, mútum og fólsunum. Þótt forstjórar hans og bróðir sitji inni og höfuðpaur- inn sitji sjálfur á tímasprengju, heldur hinn ósvífni tæk- ifærissinni áfram að faðma þjóðarhjartað í sjónvarpi sínu. Jónas Kristjánsson Stefnan: fækka um 300 krókabáta, niður í um 800, og djúpveiðiskipin áfram á grunnslóðinni - þvert á hagsmuni samfélagsins, segir greinarhöfundur. Islendinga vantar fleiri ski Ráðleysið í fiskistjórnun lands- ins er mesta vandamál íslendinga. Skortur á yfirsýn og stjórnleysi fiskiráðuneytisins verður stöðugt vandræðalegra eftir því sem menn kynnast þessu betur. Viðskiptablaðið (Vbl.) vikuna 10.-16. aprU gerir þessu allgóð skil og er fiskiráðuneytinu og alþingis- mönnum sérstaklega bent á að lesa vel upplýsingar á bls. 20-22, þótt að hætti islenskra blaða- manna séu ekki dregnar ályktanir af þeim staðreyndum sem þar koma fram. Staðreyndirnar tala þó jafnan skýrustu máli, en íslenskir stjórnmálamenn eru enn undir dönskum áhrifum frá fyrri öld og viðurkenna ekki staðreyndir. „Hvis det er fakta, sá benægter jeg fakta,“ gæti vel verið kjörorð stjórnsýslunnar á íslandi nútím- ans. Þar gUdir bara klíkuskapur- inn. Tapast veiðirétturinn? Formaður úthafsveiðinefndar LÍÚ kemst að þeirri niðurstöðu að úthafsveiðiHoti landsins dugi ekki til að ná þeim afla sem honum er ætlaður á þessu fiskveiðiári sam- kvæmt milliríkjasamningum, Vbl. bls 20. Hann segir yfir 100 skip á úthafsveiðum í ár og að sú hætta sé fyrir hendi að veiðiréttur tapist vegna of lítilla veiða á úthafinu. Hann gerir eðlUega kröfu til að lagður verði aukinn kraftur í út- hafsveiðarnar, enda hefir lengi verið bent á að eina leiðin til að auka afköst heildarfiskveiða landsins liggi í aukinni sókn á út- hafið. Það er.aðeins vegna ofveiði tog- araflotans á þorski innan fiskUög- sögunnar á undanförnum árum að úthafsRota LÍÚ hefir verið beitt á úthafið. Þar liggur engin hugar- farsbreyting að baki, enda bíða stórútgerðarmenn þess nú að beita úthafsflotanum aftur meir í þorskinn innan fiskUögsögunnar og verður þá minna um út- hafsveiðamar. Kjallarinn Engin fiskveiðistjórnun Fiskveiðistjórnun er engin á ís- landi, aðeins hagsmunapot nokk- urra manna, sem hafa fiskiráðu- neytið í hendi sinni. Fiskiráðu- neytið hefir markvisst unnið að niðurskurði á öUum veiðum innan fiskilögsögunnar, þ.e. vannýtingu flotans þar. Úthafsveiðiflotinn hef- ir getað mætt þessum yfirgangi með auknum veiðum á úthafinu, einkum síðustu 3 árin, en aðrir hafa orðið að una skertum hlut ráðuneytisins. Þannig hótaði fiskiráðuneytið trillukörlum að skera róðrardaga þeirra niður i 40 á næsta fiskveiði- ári vegna oftekins afla á fyrra ári, sem nam um 35.000 tonnum af þorski, þótt úthlutað væri 21.500 tonna heUdarafla. Fiskiráðuneytið er ekki að spyrja um nýtingu flot- ans, hagræðingu í veiðum eða til- kostnað við veiðar eftir veiðiað- ferðum. Þeim nægir að elta skottið á sjálfum sér. HeUdaryfirsýn um hagsmuni landsins alls er ekki viðurkennd í kvótakerfinu, aðeins yfirráð „framseljanlegra eign- arkvóta" einstakra manna eða út- gerða, sem fiskiráðuneytið hefir komið á fyrir skjólstæðinga sína. Aðrir eru þar gerðir útlægir. Þar komast engir nýir að. Gegn hagsmunum þjóðfé- lagsins Ráðabrugg LÍÚ er enn fremur að stofna tU sameiginlegs átaks um að kaupa upp kvóta í fiskUögsögunni og er nú fyrirhugað að frá og með næsta fiskveiðiðári skuli leggja 1 kr/kg til slíks, sjá Vbl. bls 21. Þetta gerir um 150-200 miUjónir á ári, en þessu til viðbótar er ríkissjóði heimUt að taka 500 m/kr. lán að auki tU að flýta úreldingu króka- báta. „Þessar 500 miUjónir eru taldar geta dugað fyrir úreldingu 120 tU 130 báta af rúmlega 1100, sem enn eru með krókaleyfi." Það stendur ekkert um hver skuli endurgreiða ríkissjóði þessi lán. Svona eru upplýsingar úr innsta kardínálahring LÍÚ, næst páfanum sjálfum. Stefnan er sú að fækka um 300 krókabáta, niður i um 800, og nota djúpveiðiskipin áfram á grunnslóðinni. Slíkt geng- ur þvert á hagsmuni samfélagsins. „En hvað varðar okkur um þjóðar- hag?“ Spurningin er opin enn. Önundur Ásgeirsson „Heildaryfirsýn um hagsmuni landsins alls er ekki viöurkennd í kvótakerfinu, aðeins yfirráð „framseljanlegra eignarkvóta“ einstakra manna eða útgerða, sem fiskiráðuneytið hefir komið á fyrir skjólstæðinga sína.“ Skoðanir annarra Þögul forsetaframboð „Það er mikið umhugsunarefni að nær engin um- ræða hefur farið fram um eðli forsetaembættisins: Enginn frambjóðandi hefur lýst á skilmerkilegan hátt hvemig hann ætlar að nota og móta embættið. Hin hugmyndalega umræða er ekki hafin og ýmis- legt bendir til að það sé sumum frambjóðendum mjög að skapi að halda henni í algjöru lág- marki...Þeir sem ætla að þegja sig gegnum kjör æðsta embættsmanns þjóðarinnar eiga ekkert erindi á Bessastaði." Úr forystugrein Alþbl. 21. maí. Umhugsunarefni fyrir ASÍ-þing „Verkalýðshreyfingin hefur að undanförnu barizt hart gegn umbótum á vinnulöggjöf. Sú barátta er á misskilningi byggð og sýnir að forystusveit þessarar voldugu almannahreyfingar hefur ekki skynjað þær víðtæku og djúpstæðu breytingar, sem orðið hafa á viðhorfi fólks. í þeirri baráttu hafa ríkisstjórn og meirihluti Alþingis stuðning almennings en ekki verkalýðshreyfingin. Það út af fyrir sig er umhugs- unarefni fyrir þingfulltrúa á ASÍ-þingi.“ Úr forystugrein Mbl. 21. maí. Utanveltu ráðuneyti „Ekki er hægt að skilja skilaboð skýrslu Ríkisendur- skoðunar öðruvísi en að hún staðfesti það sem oft hefur verið sagt um utanríkisráðuneytið, að það hafi staðnað og orðið utanveltu í hinni nútímalegu stjórnsýsluþróun. Því þurfi að kippa í liðinn með því að taka á hinum ýmsu málum, eins og ráðningar- málum, launamálum, risnu og húsnæðismálum. Kannski mætti þýða þessi skilaboð á Júróvisjonmál og segja að utanríkisráðuneytið sé sjúbbídú. Alltjend er ljóst að á Spaugstofumáli fæst sú skynsamlega niðurstaða að utanríkisnáðuneytið sé „út úr kú“!“ B.G. í Tímanum 21. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.