Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 1996
9
I>V
Christina heggur skarö í eitt helsta karlavígi Spánar:
Fyrsta konan sem
verður nautabani
Christina Sanchez, 24 ára gömul
spænsk kona, verður væntanlega
fyrst spænskra kvenna til að hljóta
titilinn nautabani eða „matador de
toros“. í gærkvöld lauk hún síðasta
nautaati sínu á undirbúningsstigi
og tryllti hreinlega vandláta áhorf-
endur i Madríd með tilburðum sín-
um. Hún lék sér listilega að fyrsta
nautinu samkvæmt leikreglum
nautaatsins en virtist taugaóstyrk
þegar hún átti að fella það. Gekk
það ekki fyrr en eftir flmm tilraun-
ir. En áhorfendur tóku heldur betur
við sér þegar hún banaði öðru naut-
inu óaðfinnanlega. Áhorfendur risu
úr sætum, veifuðu hvítum vasaklút-
um og gáfu þannig merki um að
hún skyldi hljóta eyra nautsins,
tákn hetjudáðar.
Christina hefur reynt að hasla sér
völl í heimi nautaatsins í fjögur ár
Christina Sanchez.
Símamynd Reuter
og barist bæði við naut og mikla for-
dóma en karlar hafa verið einráðir
í heimi nautaatsins á Spáni. Reynd-
ar hafa konur starfað í hringnum en
ekki náð jafn langt og Christina, að-
eins starfað sem „novillo" eða nýlið-
ar.
En Christina á enn eftir að sigr-
ast á verulegum fordómum. Einn
helsti nautabani Spánverja, sem
heldur árlega kvennautaat og hálf-
drukknar þá í nærfötum sem kastað
er frá áhorfendapöllunum, neitar að
fara með henni í hringinn. Og marg-
ir eldri og reyndari natuabanar
hafa ekki mikla trú á að hún stand-
ist prófraunina, að leggja 600 kílóa
naut í frönsku borginni Nimes á
laugardag. En hún hefur þó stuðn-
ing nokkurra reyndra nautabana og
munu þeir votta átök hennar við
nautið stóra. Reuter
3 WáWr
Tm j g
jUe l| ’|j Wm-’ Sm , * m ■fll
(i*t8Sj : * g|gsgf f Sl i f
V
Gamla pönkdrottningin Nina Hagen og fleiri umhverfisverndarsinnar efndu til mótmæla í New York í gær þar sem tísku-
hönnuöurinn Karl Lagerfeld hélt árlega pelsasýningu sína. Mótmælendurnir kröföust þess aö dýrunum yröi þyrmt og
undirstrikuöu málstaö sinn meö því að setja fæturna í dýragildrur og ata sig rauöri málningu. Símamynd Reuter
Minnisvarði um blaðamenn
Hillary Clinton, forsetafrú Banda-
ríkjanna, afhjúpaði í gær alþjóðlegan
minnisvarða um blaðamenn sem lát-
ið hafa lífið við störf sín en hann er í
Washington. Kallaði hún hina látnu
blaðamenn hetjur lýðræðisins.
Hillary lagði blómsveig við minn-
isvarðann en hann er úr stáli og
steypu og í hann eru grafin nöfn
þeirra 934 blaðamanna, ljósmynd-
ara og myndatökumanna sem til
þessa hafa verið myrtir eða látið lif-
ið í starfi. Á minnisvarðanum er
gert ráð fyrir fleiri nöfnum en
blaðamenn víða um heim starfa við
afar erfiðar aðstæður þar sem líf
þeirra er í stöðugri hættu.
Hillary, sem fengið hefur óblíða
meðferð blaðamanna, sagði blaða-
menn leggja sig í stöðuga hættu við
að lýsa upp hluti sem aðrir vildu
umlykja myrkri og leynd.
Talsmaður nefndar til vemdar
blaðamönnum sagði að frá 1986
hefðu 475 blaðamenn látist vegna of-
beldis og um 300 þeirra hefðu aug-
sýnilega verið myrtir. Reuter
Útlönd
Bresku dagblöðin sammála í morgun:
Major kominn
í stríð við ESB
Bresku dagblöðin
sögðu í morgun að
John Major forsæt-
isráðherra væri nú
kominn í stríð við
Evrópusambandið
vegna þess að það
neitaði að binda
enda á allsherjar-
bann á útflutningi
bresks nautakjöts.
„Major fer i stríð
við Evrópu", sagði í
fyrirsögn fréttar í
blaðinu Guardian John Major
um hótanir breska aötaka.
forsætisráðherrans
um að lama alla starfsemi ESB
nema eitthvaö miðaði í þá átt að
binda enda á banniö.
Blaðið sagði að Major hefði
valdið mestu kreppu í samskipt-
um Bretlands og Evrópusam-
bandsins frá því landið gekk í
sambandið árið 1973.
Ákveðið hefur verið að landbún-
aðarráðherrar ESB komi saman í
Lúxemborg dagana 3. og 4. júní til
að ræða málið enn einu sinni.
Sir Leon Brittan,
sem á sæti í fram-
kvæmdastjórn ESB,
sagði í París í gær
að hann ætti von á
því að deilan leyst-
ist. „Banninu verður
aflétt nema meiri-
hluti verði í ráð-
herraráðinu um að
neita að gera það.
Það er mjög svo ólík-
legt,“ sagði hann.
Framkvæmda-
haröur í horn stjóm ESB bannaði
útflutning á breska
nautakjötinu þann
27. mars af ótta við að kúariða
gæti borist í menn. Dýralækna-
nefnd ESB ákvað á mánudag að
draga ekki úr banninu með því
að leyfa sölu á nautafitu og sæði.
Major nýtur víðtæks stuðnings
fyrir harða afstöðu sína og var
honum vel fagnað í breska þing-
inu í gær þegar hann kynnti af-
stöðu stjórnar sinnar og hafði í
hótunum við ESB.
Reuter
Ellefu ára fársjúk bresk stúlka sem vakti umtal í fyrra:
Laut í lægra haldi
fyrir hvítblæðinu
Ellefu ára bresk stúlka, Jaymee
Bowen, sem varð kveikjan að mikl-
um deilum á síðasta ári þegar heil-
brigðisyfirvöld í heimahéraði henn-
ar neituðu henni um meðferð við
hvítblæði héfur nú látist af völdum
sjúkdómsins, aö sögn ættingja.
Svo virtist sem Jaymee hefði sigr-
ast á sjúkdómnum í mars eftir að
óþekktur velgjörðarmaður hennar
reiddi fram á áttundu milljón króna
sem þurfti til að greiða fyrir meðferð
á einkasjúkrahúsi. Ástand hennar
versnaði hins vegar mjög í síðustu
viku. Stúlkan gaf síðan upp öndina
seint í gærkvöld.
Faðir hennar höfðaði mál á hend-
ur heilbrigðisyfirvöldum í
Cambridge og Huntingdon á síðasta
ári til að reyna að þvinga þau til að
veita Jaymee meðferð en tapaði mál-
inu eftir að læknar sögðu litlar líkur
á því að hún mundi lifa eftir að hafa
þolað lyfjameöferð í fimrn ár.
Jaymee sjálf haföi einföld skilaboð
til yfirmanns heilbrigðismála. „Ég
mundi ekki sitja hér án þess að segja
neitt. Ég mundi fara til hans og gefa
honum almennilega á ’ann einu
sinni,“ sagði hún í viðtali við BBC.
Á meðan á málaferlunum stóð,
gekk Jaymee aðeins undir nafninu
barn B en áfrýjunardómstóll heimil-
aði birtingu nafns hennar til að fað-
ir hennar ætti auðveldara með að
safna fé til meðferðarinnar með því
að selja sögu dóttur sinnar.
Heilbrigðisyfirvöld neituðu að
veita Jaymee læknismeðferð þegar
hún átti aðeins átta vikur eftir ólif-
aöar á þéim forsendum að hún
mundi þjást of mikið og peningunum
væri betur varið í annað.
Ákvörðunin olli mikilli reiði i
Bretlandi þar sem verið er að skera
niður í heilbrigðiskerfinu. Reuter
¥
LITILL
r
OG
PONY102
St. 18-23
Verö 3.990
PONY 101
St. 18-23
Verö 3.990
BESTU
FYRSTU
SKÓRNIR
RR SKOR 1 ] [ 1
Kringlunni 6-12, s. 568 6062