Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 28
52 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 Ekki eru allir á eitt sáttir hvort banna eigi nef- og munntóbak. Tóbakshundar í tollinn? „Mér sýnist að ætli menn að framfylgja þessu banni á munn- tóbak sé næsta skrefið að koma upp tóbakshundum á Keflavík- urflugvelli til að leita uppi munntóbakið." Össur Skarphéðinsson, í Al- þýðublaðinu. Ekki sama hvaða forseti „Forseti lýðveldisins getur orðið hver sem er. En í Alþýðu- sambandinu er neyðarástand vegna þess að það er enginn nógu góður til að verða forseti.“ Dagfari, í DV. Ummæli Ekki í stuði til að tala „Ég er ekkert í stuði til að tala um þetta núna . . . Ég hef skýr- ingar á þessu öllu, en er ekki til- búinn með þær núna.“ Einar Olgeirsson hótelstjóri um mál ræstingakvenna, í Alþýðu- blaðinu. Bisnesssundið „Þú þarft bara að halda þig við regluna: Kastaðu þér til sunds þótt þú sjáir ekki til lands.“ Valgeir Sigurðsson, í DV. Köfunarbúnaður er eldri en flest- ir gera sér grein fyrir. Frumstæð köfun í fornöld voru til köfunarkúp- ur. Ekki ómerkari maður en Ar- istóteles lýsir þeim ítarlega. Köf- unarkúpur hurfu af sjónarsvið- inu á miðöldum. Leifar þeirra fundust á 16. öld á Spáni og á Ítalíu. Fram eftir öldum var ýmis frumstæður köfunarbúnað- ur notaður og gjarna voru haldn- ar sýningar þar sem menn fóru í kaf með ljós og komu upp aftur án þess að slokknað hefði á ljós- inu. Á átjándu öld verða miklar framfarir, fyrst þegar stjörnu- fræðingurinn Edmund Halley kynnti nýja gerð köfunarkúpa. Fann hann ráð til að endurnýja stöðugt loft inni í köfunarkúp- unni og mynda svo mikinn þrýsting inni í henni að það flæddi ekki inn. Blessuð veröldin Fyrsti köfunarbúningur- inn Árið 1796 fann Þjóðverjinn Klinkert upp fyrsta eiginlega köfunarbúninginn. Þetta var sí- valur blikkhólkur með hvelfdu loki, sem umlukti höfuð og efri líkama, en handleggir voru óheftir. Tveir skjáir með gleri voru á sívalningnum í augnhæð og gátu kafarar því séð frá sér. Pípa upp úr vatni var tengd við op í nefhæð og önnur pípa við hlið hennar var ætluð til að anda frá sér. Smáskúrir á víð og dreif Skammt vestur af Skotlandi er nærri kyrrstæð 997 millíbara lægð. Norður af Jan Mayen er 1028 millí- bara hæð. í dag verður norðaustlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Allra Veðrið í dag austast á landinu verður þokusúld eða rigning með köílum en annars verða smáskúrir á víð og dreif. Hiti verður á bilinu 5 til .14 stig, hlýjast í innsveitum suðvestanlands en kald- ast við ströndina norðaustan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður breytileg eða norðaustlæg átt, gola eða kaldi. Skýjað að mestu og hætt við smáskúrum, einkum síðdegis. Hiti 6 til 12 stig. Sólarlag í Reykja- vík: 23.01 Sólarupprás á morgun: 3.47 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.42 Árdegisflóð á morgun: 10.09 Veöriö kl. Akureyri 6 í morgun: skýjað 8 Akurnes skýjað 8 Bergsstaðir skýjaó 6 Bolungarvik alskýjað 5 Egilsstaöir rigning og súld 4 Keflavíkurflugv. súld 7 Kirkjubkl. léttskýjað 7 Raufarhöfn rigning 4 Reykjavik súld 7 Stórhöfði léttskýjað 7 Helsinki heiðskirt 12 Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur léttskýjað 7 léttskýjað 7 Þórshöfn alskýjað 7 Amsterdam þokumóða 9 Barcelona þokumóöa 13 Chicago heiðskírt 16 Frankfurt léttskýjað 8 Glasgow rigning 9 Hamborg þoka á síð.kls. 7 London alskýjað 11 Los Angeles heiðskírt 18 Lúxemborg þoka 5 Madríd léttskýjað 9 París skýjað 9 Róm þokumóöa 13 Valencia léttskýjað 14 New York léttskýjað 19 Nuuk léttskýjaö 3 Vín rigning 11 Washington þokumóóa 22 Winnipeg léttskýjað 5 Árni Harðarson, tónskáld og stjórnandi Fóstbræðra: Klapplið kemur með okkur Hugmyndin að ferð okkar til Norðurlandanna og Eistlands kviknaði þegar fmnskur kór frá Helsinki kom til okkar í heim- sókn. Upp úr því var farið að þreifa fyrir sér að endurgjalda heimsóknina og hlutimir fóru að gerast þegar við fengum boð frá Tivoli konserthus í Kaupmanna- höfn um að halda tónleika á veg- um þess,“ segir Árni Harðarson, stjórnandi karlakórsins Fóst- bræðra sem á morgun heldur í tónleikaför til Danmerkur, Sví- þjóðar, Finnlands og Eistlands og verða fyrstu tónleikarnir í Tivoli á föstudagskvöld. Maður dagsins „Við komum til með að syngja í sirkusbyggingunni í Tivoli, þar á eftir forum við til Svíþjóðar og höldum þar tvenna tónleika, siðan yfir til Finnlands og þar verða einnig tvennir tónleikar. Lokatón- leikarnir verða síðan 1. júní í Tall- inn í Eistlandi.“ Árni segir aö dagskráin hjá kórnum sé þversnið af íslenskri karlakóratónlist: „Við komum til Árni Harðarson. með að syngja bæði hefðbunda tónlist og nýja íslenska tónlist og einnig verða á dagskrá okkar skandinavísk lög. Það sem er kannski sérstakt við þessa tón- leika er að kórinn er að syngja einn, án undirleiks og enginn ein- söngvari er með í ferðinni. Það er bara kórinn sjálfur sem er í sviðs- ljósinu." Árni sagði að á síöustu tónleik- um kórsins hefðu verið um sjötíu kórfélagar í kórnum en þar sem ekki allir kæmust þá væru það fimmtíu og fimm kórfélagar sem tækju þátt í ferðinni: „Auk þess verður rriikið klapplið með okkur, sem eiginkonur mynda, og allt í allt eru þetta um 100 manns sem fara í ferðina." Árni Harðarson hefur stjórnað Fóstbræðrum í fimm ár. Hann ger- ir meira á tónlistarsviðinu en að stjóma Fóstbræðrum, hann er starfandi tónskáid og kennir í Tónlistarskóla Kópavogs og Kenn- araháskólanum. Árni var spurður hvort kórinn myndi flytja eitthvað eftir stjórnanda sinn: „Reyndar gerir hann það. Það eru nýleg lög sem ég kalla Spjótalög og er um að ræða þrjú stutt lög sem ég samdi viö texta eftir Þorstein frá Hamri. Þessi lög eru hluti af því nýja efni sem við erum með, en að auki erum við með lög eftir Atla Heimi Sveinsson og Jón Nordal í þessum flokki laga.“ Þegar Ámi var spurður um áhugamál sagði hann það vera listir almennt, einnig blundar í honum áhugi á íþróttum: „Þá er ég formaður Tónskáldafélags íslands og fer talsverður tími í störf á veg- um þess.“ Eiginkona Árna er Kar- itas ívarsdóttir hjúkmnarfræðing- ur og eiga þau fjögur börn. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1517: Samgöngunet fsland-Lúxem- borg í körfunni í kvöld hefst í Laugardalshöll- inni keppni í einum forriðli Evr- ópumótsins í körfubolta og eru íslendingar bæði gestgjafar og þátttakendur. Það er mikið i húfi fyrir landslið okkar og er stefnt að því að lenda í einu af tveimur efstu sætum riðUsins, þá öðl- umst við áframhaldandi þátt- íþróttir tökurétt í mótinu. íslendingar hefia keppnina og eru mótherj- arnir i kvöld frá Lúxemborg og hefst leikurinn kl. 20.00. Ekkert er leikið í fótboltanum hér á landi í kvöld, en á erlend- um vettvangi er það sjálfur úr- slitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða á milli Ajax og Juventus og er ekki að efa að margir knattspyrnuaðdáendur munu fylgjast með leiknum á sjónvarpsskjánum. Strengjasveitar- tónleikar Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í kvöld kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Á efnisskrá eru Chaconne í g-moll eftir Purcell og Concerto Grosso eftir Ernest Bloch. Stjórnandi sveitarinnar er Mark Reedman. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Bubbi í Keflavík Bubbi Morthens hefur verið á tónleikaferð um landið og í kvöld verður hann í Félagsbíói í Kefla- vík. Með honum á tónleikaferð- inni er Þorleifur Guðjónsson bassaleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Bridge Nýlega spilaði landslið Frakk- lands æfingaleik við bandaríska sveit sem skipuð var Hamman, Wolff, Rodwell, Kaplan, Mahmood og Freeman. Bandaríska sveitin hafði 60 impa sigur í 48 spila leik og græddu meðal annars 13 impa á þessu spili í leiknum. Dick Freeman átti heiðurinn af því í vörninni í sæti austurs: * ÁKG * Á83 * D2 * K10876 é D9842 D72 ♦ ÁG9 * 43 * 63 * KG1096 * K1075 * 95 Norður Austur Suður Vestur 1* pass 1» pass 2G pass 3» pass 4» p/h Eins og sést er lega sagnhafa hag- stæð og varla hægt að fara niður á samningnum - eða hvað? Spilið þró- aðist þannig: Vestur spilaði út tígul- þristi, austur setti gosann og sagn- hafi fékk slaginn á kóng. Hann spil- aði áfram tígli sem Freeman drap á ás og spilaði aftur tígli. Sagnhafi drap á tíuna (mistök) og spilaði fjórða tíglinum og trompaði með átt- unni í blindum. Freeman henti strax laufi án nokkurrar umhugs- unar. Sagnhafi var nú sannfærður um að vestur ætti trompdrottning- una. Hann spilaði tveimur hæstu í spaða, trompaði spaðagosa og svín- aði síðan hjartagosa. Ef það hefði gengið hefði hann staðið spilið án tillits til þess hvorum megin laufás- inn lá. En Freeman drap á drottn- inguna (sem hann átti ekki að eiga), spilaði láufi á ás vesturs og fékk síð- an laufstungu. Glæsivörn. ísak Örn Sigurðsson ♦ 1075 •* 54 8643 * ÁDG2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.