Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 24
48 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 Velkomin Ævintýra- og hasarmyndin Mission Impossible var frumsýnd í Hollywood í fyrrakvöld og heíjast sýningar á henni í bandarískum kvikmyndahúsum í dag. Tom Cru- ise leikur aðalhlutverkið í mynd- inni en hann veifar hér til aðdá- enda sinna sem mættu fjölmargir fyrir utan frumsýningarhúsið. Nicole Kidman, eiginkona Cruses, var meðal frumsýningargesta en einna mesta athygli vakti þó koma Brooke Shields á staðinn. Brooke er lofuð tennisstjörnunni Andre Agassi og ef grannt er skoðað má sjá fagran hring frá honum á fingri hennar. Af þessum myndum að dæma virðist Cruise bjóða Brooke velkomna til frumsýningarinnar. Sviðsljós DV 8 síðna aukablað um JJ\^ERA (7ERÐI fylgi a morgun Hveragerði er 50 ára á þessu ári og af því tilefni ætla Hvergerðingar að efna til hátíðahalda dagana 24. til 27. maí. / I þessu blaði verður fjallað um Hveragerði og hátíðardagskrána þessa daga. Francis Coppola íspegli Bandaríski leikstjórinn Francis Ford Coppola, sem gegndi hlut- verki formanns dómnefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes með miklum glæsibrag, hefur ver- ið valinn til að stýra framtíðar- myndinni Spegli, sem á að gerast eftir eitt hundrað ár, þ.e. ef ákveð- ið verður að gera myndina. Coppola er nýbúinn að stýra annarri mynd, Jack, með Robin Williams, sem verður frumsýnd í sumar. Courtney Love ljúf sem lamb Poppekkjan Courtney Love hef- ur svo illt orð á sér að keypt var sérstök trygging vegna myndar- innar um klámkónginn Larry Flynt sem hún leikur í. Aðstand- endur óttuðust að Courtney mundi gera einhvern óskunda af sér en svo varð ekki. Hún reynd- ist vera ljúf sem lamb. Já, öðru- vísi mér áður brá. Eric Roberts á uppleið Loksins kom að því að leikar- inn Eric Roberts, bróðir hennar Juliu litlu sætu, fengi meira en milljón dollara fyrir að koma fram fyrir myndavélarnar. Litla systir er löngu búin að ná þeim áfanga, og gott betur. Eric fær þessa fúlgu fyrir sjónvarpsgerð bókar Trumans Capotes, Meö köldu blóði, sem fræg kvikmynd var gerð eftir. Eric leikur á móti Anthony Edwards. Breski leikstjórinn Mike Leigh hampar gullpálmanum sem hann fékk á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrir myndina Secrets and Lies. Með honum á myndinni er leikkonan Anjelica Huston. Símamynd Reuter Þessum tveimur mönnum var ákaft fagnað þegar þeir skiptu með sér verð- laununum fyrir bestan leik karla í Cannes. Þeir heita Daniel Auteuil og Pascal Duquenne. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.