Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996
15
Oli lokbrá á vaktinni
Undanfarnar vikur hafa staðið
yfir umræður á Alþingi um frum-
varp um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins. Frumvarpið hefur
nú verið afgreitt eftir aðra um-
ræðu inn í nefnd þrátt fyrir and-
stöðu gervallrar verkalýðshreyf-
ingarinnar og stjórnarandstöðunn-
ar. Þetta hefur ríkisstjómin getað
gert í krafti mikils meirihluta á
Alþingi.
Ótrúlegt afskiptaleysi
Umhugsunarvert er hvernig
fjölmiðlar hafa sinnt þessu mikla
hitamáli, sem kallað hefur á ein-
hverja lengstu umræðu á þingi
undanfarin ár. Einu fréttirnar sem
borist hafa af þessum umræðum
eru smátilkynningar um lengd
ræðutímans. Ekkert um innihald
umræðnanna, sem verið hafa mjög
Kjallarinn
Jens Andrésson
form. SFR og stjórnarmaður í
BSRB
„Hinir almennu félagsmenn innan BSRB
hafa því haft bein áhrif á kjarasamninga
og verkfallsboðanir þegar til þeirra hefur
þurft að grípa. Til þess hefur ekki þurft
lögþvinganir.“
fróðlegar. Ekkert um afstöðu stétt-
arfélaganna, sem sendu flest inn
ítarlegar og vel grundaðar um-
sagnir um frumvarpið. Ekkert er
reynt að kafa ofan í innihald frum-
varpsins og átta síg á því hvað
þarna er á ferðinni. Hin hörðu við-
brögð gegn því vekja ekki einu
sinni upp spumingar um hvers
lags frumvarp sé eiginlega um að
ræöa.
Hins vegar taka fjölmiðlarnir
við sér þegar Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra pantar skoðana-
könnun frá Gallup og tíundar nið-
urstöður hennar um að 63% vilji
auka völd almennra félagsmanna
á kostnað kjörinnar forystu og að
tveir þriðju hlutar séu óánægðir
með fyrirkomulag kjarasamninga.
Gagnrýnin hugsun gagnvart fram-
setningu spurninganna sem spurð-
ar eru fyrirfinnst aftur á móti
ekki.
Sammála eða ósammála?
„Ertu sammála eða ósammála
því að auka völd hins almenna fé-
laga í verkalýðsfélögunum?"
Hvemig er hægt að vera ósam-
mála því? Það kemur mest á óvart
að niðurstaðan skyldi ekki vera
100% með því.
Síðan er hnýtt aftan við: „. . . á
kostnað stjóma verkalýðsfélaga og
trúnaðarmannaráða, eins og lagt
er til í nýju frumvarpi um stéttar-
félög og vinnudeilur?"
Hver hefði niðurstaðan orðið ef
spurt hefði verið: „Ertu sammála
eða ósammála skerðingaráformun-
um sem lögð eru tO í frumvörpum
ríkisstjórnarinnar?"
Þetta eru leiðandi spurningar
sem enginn sem framkvæmir
skoðanakannanir samkvæmt vís-
indalegri nákvæmni myndi voga
sér að bera á borð. En íslenskir
fjölmiðlamenn virðast sofandi og
mmska ekki einu sinni þótt fyrir-
tæki sem kennir sig við Gallup sé
uppvíst að svona óvísindalegum
vinnubrögðum.
Lögþvinganir óþarfar
Niðurstöðuna notar svo ríkis-
stjórnin til að réttlæta atlögu sína
að verkalýðshreyfingunni í land-
inu og ráðherrarnir býsnast yfir
fulltrúalýðræðinu sem ríkir í
verkalýðshreyfingunni en gleyma
því að þeir sitja á þingi og í ráð-
herrahægindum sínum í krafti
sams konar fulltrúalýðræðis. Væri
ekki eðlilegt framhald að færa í
lög að öll frumvörp skuli borin
undir þjóðaratkvæði og að til að
þau verði að lögum þurfi að
minnsta kosti þriöjungur kosn-
ingabærra manna að taka þátt i at-
kvæðagreiðslunni og helmingur
þeirra að samþykkja frumvarpið
til þess að það verði að lögum. Of-
beldisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
núna benda sannarlega til þess að
full þörf sé á því.
I SFR eru viðhafðar allsherj-
aratkvæðagreiðslur um kjara-
samninga og boðun verkfalla.
Sama fyrirkomulag er viðhaft í
flestum aðildarfélögum bandalags-
ins og hefur þátttaka ætíð verið
mjög góð. Þátttakan hefur verið
frá 60% og farið yfir 90%. Hinir al-
mennu félagsmenn innan BSRB
hafa því haft bein áhrif á kjara-
samninga og verkfallsboðanir þeg-
ar til þeirra hefur þurft að grípa.
Til þess hefur ekki þurft lögþving-
anir.
Jens Andrésson
I l i \ ' V li iUt n 111 ji t || L 1 ílulii mi H íííl
\\w y [mþ i r j
„í SFR eru viðhafðar allherjaratkvæðagreiðslur um kjara-
samninga og boðun verkfalla," segir m.a. í greininni.
Skipting vinnunnar
Fransmaðurinn Michael
Rochard hefur lagt fram tillögur
um skiptingu vinnunnar og stytt-
ingu vinnutímans. Orsökin er
kunn. Tækniframfarir gera kleift
að annast hefðbundin störf með
síminnkandi vinnuframlagi.
Lögmálið um sífellt minni fyrir-
höfn til að ná sama árangri hefur
gilt frá því á steinöld hið minnsta.
Á fræðimáli er talað um vaxandi
framleiðni. Sem betur fer þá hefur
vöxtur framleiðninnar ekki leitt
til tilsvarandi styttingu vinnutím-
ans hingað til. Þess í stað hefur
timinn sem losnaði verið nýttur til
að skapa ný verðmæti. Þannig
hafa menn getað bætt lífskjör sín.
Hefðu steinaldarbúar fengið
hugmyndir téðs Fransmanns og
framkvæmt þær má búast við að
þeir hefðu fengið aukinn tíma til
að aflúsa hver annan í sífjölgandi
tómstundum sínum. Færri lýs
væru því á hverjum skrokk í dag.
Óvíst er á hinn bóginn að þeir
hefðu farið að vinna við að byggja
sér björt hýbýli. Slíkt hefði að
sjálfsögðu ekki verið á dagskrá
enda fælist í því lenging vinnutím-
ans.
Grundvallarmisskilningur
Tillögur um skiptingu vinnunn-
ar byggjast oft á þeim grundvall-
armisskilningi að tiltæk vinna sé
á einhvern hátt takmörkuð. Að
„summa þarfra verka sé konstant"
svo að notað sé tungutak stærð-
fræðinnar. Þetta er sjaldnast sagt
berum orðum en þessi hugmynd
skín víða í gegn. Skipting vinn-
unnar og stytting vinnutímans
fælu samkvæmt þessu í sér að
misskilningnum væri komið í
Kjallarinn
Jón Erlendsson,
yfirverkfræðingur Upplýsingaþjón-
ustu Háskólans
búning kerfis sem legði fjötra á
möguleika manna til að vinna að
því að þjóna sameiginlegum þörf-
um heildarinnar, ýmist á frjálsum
markaði ellegar í opinberri þjón-
ustu.
Þetta er einmitt það sem „vinn-
an“ hefur fram yfir „tómstundirn-
ar“. Það sem menn gera „í vinn-
unni“ leiðir til þess að öllum jafn-
aði að sköpuð eru gæði sem hafa
miklu víðtækara notagildi en það
sem menn gera í tómstundum sín-
um. Þess vegna er rík ástæða til að
draga ekki að óþörfu úr vinnu-
framlagi fólks. Sé því haldið í há-
marki þá er stuðlað að aukinni
verðmætasköpun. Afkoman verð-
ur því betri en ella.
Hugmyndaleysi og uppgjöf
Núverandi getuleysi manna til
að finna, skapa, skilgreina og
skipuleggja ný og þörf verkefni
þegar tækniframfarir gera
síminnkandi kröfur til vinnufram-
lags er ekki frambærileg ástæða
til að fækka vinnustundum. Fram-
bærileg ástæða gæti á hinn bóginn
verið sú að óhófleg vinna kæmi
niður á heilsu manna eða öðrum
lífsgæðum. Ákvörðun um hámark
vinnutímans á að snúast um slíka
þætti en ekki það hvernig þróuð
er skipuleg uppgjöf i verðmæta-
sköpun á grundvelli hraðra tækni-
framfara.
Ástæðan er sú að í hverju þjóð-
félagi er ofgnótt óleystra og þarfra
verkefna. Fráleitt er að ijölga tóm-
stundum og fækka vinnustundum
við þessar aðstæður og verða því
að láta verkin bíða eða að sleppa
því að sinna þeim. Dómur sögunn-
ar sannar það sem hér hefur verið
sagt. Engin ástæða er til að ætla
að breytingar verði í þessu efni í
framtíðinni.
Ef vinnustundum fækkar þá
kemur strax upp þörf til að frnna
einhverja aðrar leiðir til að eyða
tímanum. í sumum tilvikum mun
þessi nýja ráðstöfun tímans takast
vel. Dæmi um þetta gæti til að
mynda verið hvers kyns efling
persónuþroska og þekkingar.
Ellegar þátttaka í jákvæðu félags-
starfi. í öðrum tilvikum mun hún
takast illa. Hið gríðarlega framboð
á lélegri afþreyingu, sem við
búum við, mun að líkindum
gleypa verulegan hluta þeirra
vinnustunda sem verða til fram-
búðar að tómstundum ef vinnunni
er skipt. Um leiö mun geta þjóðfé-
lagsins til að framfleyta sér
minnka. Minni verðmæti verða
sköpuð en verið gæti og afkoma
hvers og eins versnar.
Varhugaverðar tillögur
Fyrrgreind rök sýna að minni
hyggju að tillögur um jöfnun vinn-
unnar og stytting vinnutímans eru
varhugaveröar. Lengd vinnutím-
ans á ekki að ákvarðast af tíma-
bundnu hugmyndaleysi manna
við að nýta þá vinnu sem tæknin
gerir óþarfa. Ákvörðun um dagleg-
an vinnutíma á fyrst og fremst að
byggjast á mati á vinnugetu
manna og þörfum þeirra, til dæm-
is fyrir tekjur, góða heilsu, félags-
tengsl og persónuþroska.
Jón Erlendsson
„Hið gríðarlega framboð á lélegri afþrey-
ingu, sem við búum við, mun að líkind-
um gleypa verulegan hluta þeirra vinnu-
stunda sem verða til frambúðar að tóm-
stundum ef vinnunni er skipt.“
Með og
á móti
Munntóbak bannað
Hræsnisfullt
„Það eru engin gögn sem liggja
fyrir um að reyklaust tóbak sé
hættulegra en reyktóbak. Væri
þá ekki eðli-
legt að banna
líka reyktóbak-
ið fyrst það er
bannað að
nota þetta
reyklausa. Það
er talað um að
unglingar
komist yfir
munntóbakið
tóbak og það
er hugmyndin
að koma í veg fyrir slíkt. Þeir fá
það þá væntanlega hjá foreldrun-
um ef allir fara að lögum. Tölur
sýna að þaö dregm- jafht og þétt
úr notkun á þessari gerð tóbaks
og að neyslan var minni árið
1995 en árið áður. Sala á munntó-
bakinu er t.d. komin niður í 25
kíló á ári. Það getur varla verið
stórhættulegt.
Ég hef takmarkaða trú á boð-
um og bönnum og finnst að þess
í stað ætti að leggja upp í áróð-
ursherferð gegn tóbaksnotkun
almenn fremur en að banna það
sem er ef til vill hættuminnst.
Það er líka hræsnisfullt og
hjákátlegt að áfram er leyft að
selja gamla íslenska ruddann en
fínkorna tóbak er bannað. Þetta
bann ber því í öllu sínum rugli
vitni um flaustur og ráðleysi.
Hér vantar heila hugsun."
insson, þingmaður
Alþýðuflokksins.
Þuríður Backman,
fræóslufulltrúi
Krabbamelnsfélags
íslands.
Eykur neyslu
„Þrátt fyrir að tóbaksneysla
hafi minnkað i hinum iðnvædda
heimhluta þá eykst tóbaksneysla
í heiminum nú um a.m.k. 7% á
ári. Markhópur tóbaksframleið-
enda errt fyrst og fremst konur
og unglingar og íbúar þróunar-
landanna. Til
að ná til þess-
ara hópa eru
notaðar mis-
munandi áróð-
ursaðferðir.
Kolsýrling-
ur í tóbaks-
reyk hefur
m.a. áhrif á
þol og því fer
ekki saman að
stunda íþróttir
og reykja. Þetta vita unglingar
og þjálfarar í dag og því hefur
markaðsetning finkorna nef- og
munntóbaks hitt bent í mark hjá
þessum hópi. Fínkorna tóbak -
snuff - er ýmist tekið í nef eða
munn. Sérframleitt munntóbak
er vætt með saltvatni - þetta er
sama tóbakið, sömu neytenda-
hóparnir og sama nikótínfiknin
sem eftir stendur.
Munurinn á finkorna neftó-
baki og „gamla ruddanum" frá
ÁTVR er aðallega fólginn í niko-
tínmagninu og neytendahópn-
um. „Gamla" neftóbakið hefur
sinn fasta gamla neytendahóp og
hefur hann minnkaö með árun-
um, en neytendur snuffsins eru í
meginhluta strákar og ungir
karlmenn. Nikótínmagn snuffs-
ins er hátt og þvi verða neytend-
urnir háðir því á skömmum
tíma. Þegar sár og bólgin slím-
húð neyðir þá til að breyta
neyslu þá eru dæmi um 3 pakka
af sigarettum á dag hjá ungling-
um í grunnskóla. Snuffið elur
þvi um stórreykingamenn fram-
tíðarinnar." -GK
Kjallarahöfundar
Æskilegt er að kjallaragreinar
berist á tölvudiski eða á netinu.
Hætt er við að birting annarra
kjallaragreina teíjist.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst(«centrum.is