Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 26
50
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996
Andlát
Eggert V. Briem
Eggert Vilhjálmur Briem verk-
fræðingur, Suðurgötu 16, Reykjavík,
lést 14. maí. Útför hans hefur farið
fram.
Starfsferill
Eggert var fæddur 18.8. 1895 í
Goðdölum í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði. Hann fluttist með for-
eldrum sínum og fósturbróður að
Staðastað á Snæfellsnesi en þar var
faðir hans prestur 1901-11. Þaðan
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og
Eggert settist í Menntaskólann.
Hann fór í vélfræðinám til Þýska-
lands 1913 en þegar fyrri heimsstyrj-
öldin braust út fór Eggert til Banda-
ríkjanna og hóf nám í vélskóla þar.
Hann var kominn að lokaprófi 1918
en veikist þá af spænsku veikinni
og kom heim til Islands.
Á árunum 1924-28 ferðaðist Egg-
ert um landið, að mestu fótgang-
andi, og varð ljóst að
flugsamgöngur myndu
verða til mikilla bóta í
strjálbýlinu hér. Hann
hélt því enn til útlanda
og nú til að læra flug.
Eggert fór til Þýskalands
og líkaði ekki þar og fór
þá til Bandaríkjanna. Þar
lærði hann flug og lagði
einkum áherslu á að æfa
sig í erfiðum lendingum
með tilliti til aðstæðna á
íslandi. Að loknu námi
dvaldi Eggert áfram í
Bandaríkjunum en þar var litla
vinnu að fá. Hann vann við sitt af
hverju en stundaði annars sjálfs-
nám í eðlisfræði en það gerði hann
með því að sækja bókasöfn. Hann
ílentist vestra og gerðist bandarisk-
ur ríkisborgari. í seinni heimsstyrj-
öldinni vann Eggert fyrir herinn
við smíði og viðgerðir á hergögnum.
Að því loknu starfaði
hann sem vélfræðingur í
verksmiðju við að líta eft-
ir saumavélum og auka
hagkvæmni þeirra. Hann
fékk einkaleyfi á mörgum
uppfinningum í sambandi
við það. Eftir lát eigin-
konu sinnar kom Eggert
til íslands og komst þá í
kynni við Þorbjörn Sigur-
geirsson og starf það sem
þá var að hefjast á Eðlis-
fræðistofnun Háskólans.
Hófst þá nýr kafli í ævi
hans en hann hafði alla tíð mikinn
áhuga á eðlisfræði.
Fjölskylda
Eggert kvæntist 25.2. 1945 Cathar-
ine Hall, f. 12.2. 1890 í Fíladelflu í
Bandaríkjunum, d. í apríl 1958. Hún
stundaði söng- og verslunarnám.
* Catharine var áður gift William
Multer og rak um skeið vátrygg-
ingaumboð hans að honum látnum.
Systkini Eggerts: Gunnlaug Frið-
rika Briem, f. 13.12. 1902, 19.6. 1970,
húsfreyja í Reykjavík og forstjóri
Söfnunarsjóðs íslands, maður henn-
ar var Bjarni Guðmundsson, deild-
arstjóri í utanríkisráðuneytinu og
blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,
þau eignuðust fjögur börn, Kristínu,
meinatækni, BA í finnsku og ís-
lensku, fulltrúa og húsfreyju í
Reykjavík, Hildi, cand. phil., þjóðfé-
lagsfræðing, fréttamann á Ríkisút-
varpinu og húsfreyju í Reykjavík,
Steinunni Briem, fiðluleikara og
myndlistarmann í Bandaríkjunum,
en listamannsnafn hennar er Steina
Vasulka, og Gunnlaug Bjarna, d.
12.8. 1954 af slysförum; Unnur, f. 6.8.
1905, d. 13.7. 1969, myndlistarmaður
og teiknikennari í Reykjavík.
Foreldrar Eggerts: Kristján Vil-
Eggert Vilhjálmur
Briem.
Afmæli
Arinbjörn S.E. Kúld
Arinbjörn Sigurður Eiríksson
Kúld, er lengst af átti og rak Efna-
laugina A. Kúld á Vesturgötunni,
áður til heimilis að Hjallavegi 25,
Reykjavík, nú Hrafnistu við Klepps-
veg, Reykjavík, verður áttatíu og
fimm ára á morgun.
Starfsferill
Arinbjörn er fæddur á Ökrum á
Mýrum og ólst þar upp. Barnaskóla-
kennslu fékk hann í farskóla í
nokkrar vikur og var síðar í Hvítár-
bakkaskóla 1929-30.
Arinbjörn var sjómaður frá
sautján ára aldri en kom í land þrjá-
tíu og tveggja ára. Þá hafði hann
m.a. verið á Kötlunni og ýmsum tog-
urum auk þess sem hann hafði ver-
ið á fiskibátum. Hann starfaði við
efnalaugar og stofnaði síðan efna-
laugina A. Kúld sem hann starf-
rækti í fjölda ára en hún var lengst
af til húsa á Vesturgötu 23. Arin-
björn seldi efnalaugina árið 1978.
Fjölskylda
Arinbjörn kvæntist 27.4. 1941 Að-
albjörgu Guðnýju Guðnadóttur, f.
11.4. 1918, d. 12.5. 1979, húsmóður en
hún var dóttir Guðna Sveinssonar,
sjómanns frá Neskaupstað, og Aðal-
bjargar Guðmundsdóttur frá Mel.
Börn Arinbjörns og Aðalbjargar:
Hilmar, f. 13.10. 1940, starfsmaður
við Sundlaug Vesturbæjar, hann á
Qögur börn, Arinbjörn, Hallgrím,
Andreu og Sigríði Hafdísi; Helga, f.
28.6. 1942, sjúkraliði í Reykjavík,
gift Stefáni Brynjólfssyni, starfs-
manni hjá ÍSAL, Helga á fjórar dæt-
ur, Aðalbjörgu, Halldóru, Heiðrúnu
og Guðlaugu Helgu; Eyjólfur, f. 14.4.
1945, gullsmiður í Reykjavik, kvænt-
ur Guðrúnu Margréti Skúladóttur,
starfsmanni hjá Reykjavíkurborg.
Þau eiga eina dóttur, Hólmfríði.
Systkini Arinbjörns eru Elín, f.
26.10. 1900, látin, síðast húsmóðir í
Reykjavik; Jóhann, f. 31.12.1902, lát-
inn, fiskimatsmaður og rithöfundur
á Akureyri og síðar í Reykjavík;
Inga, f. 10.6. 1904, látin, húsmóðir í
Hraunhreppi og síðar Reykjavík;
Helgi, f. 1906, fórst með tog-
aranum Jóni Ólafssyni
1942; Óskar, f. 22.7. 1907, d.
22.1. 1924.
Foreldrar Arinbjörns
voru Eiríkur Kúld Jóns-
son, f. 8.4. 1851, d. 15.12.
1916, húsasmiður, málari
og óðalsbóndi að Ökrum á
Mýrum, og Sigríður Jó-
hannsdóttir frá Öxney, f.
27.4. 1874, d. 8.6. 1923, hús-
freyja.
Ætt
Eiríkur var sonur Jóns, b. á
Ökrum, bróður Hafliða, langafa
Snæbjarnar Jónssonar vegamála-
stjóra. Annar bróðir Jóns var Jó-
hann, langafi Kristínar, móður Atla
Heimis Sveinssonar tónskálds. Syst-
ir Jóns á Ökrum var Björg, lang-
amma Bersveins Skúlasonar sagn-
fræðings. Jón var sonur Eyjólfs
eyjajarls, alþingismanns í Svefneyj-
um, bróður Einars, langafa Jó-
hanns, prófasts á Hólmum, afa Ein-
ars Odds Kristjánsson-
ar, alþingismanns og
fyrrv. formanns VSÍ.
Eyjólfur var sonur Ein-
ars, b. í Svefneyjum og
ættfóður Svefneyjarætt-
arinnar, Sveinbjörns-
sonar. Móðir Jóns var
Guðrún Jóhannsdóttir,
prests í Garpsdal, Berg-
sveinssonar. Móðir Jó-
hanns var Halldóra
Snæbjörnsdóttir, systir
Magnúsar, langafa Jóns
forseta.
Móðir Eiríks Kúld var Elín, syst-
ir Ingibjargar, langömmu Kristjáns
Eldjám forseta. Bróðir Elínar var
Helgi, langafi Hallgríms tónskálds
og Sigurðar, fyrrv. stjórnarfor-
manns Flugleiða, Helgasonar. Elín
var dóttir Helga, alþingismanns í
Vogi á Mýrum, Helgasonar.
Sigríður var dóttir Jóhanns, b. í
Öxney á Breiðafirði, Jónssonar, og
konu hans, Ingveldar Ólafsdóttur.
Arinbjörn verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Arinbjörn Sigurður
Eiríksson Kúld.
Sigríður V. Björnsdóttir
Sigríður Vava Björnsdótt-
ir, Hraunteigi 24, Reykjavík,
sem nú dvelur á Hjúkrunar-
heimilinu Eir, er sjötíu og
fimm ára í dag.
Starfsferill
Sigríður er fædd í Reykja-
vík og ólst þar upp við
Grettisgötuna. Hún stund-
aði barnaskólanám, fyrst
við Miðbæjarbarnaskólann
og síðan Austurbæjarbama-
skólann. Þá stundaði hún
nám við Gagnfræðaskólann í
Reykjavík hjá Ingimundi Jónssyni í
Franska spitalanum við Lindargötu,
1935-38. Sigríður gekk síðan í Kenn-
araskólann við Laufásveg en varð
að hætta námi eftir mánaðartíma
vegna berkla og var hún á Vífils-
staðahælinu 1938-39.
Fjölskylda
Sigríður giftist 16.6. 1940 Haraldi
Kr. Gíslasyni, f. 9.7. 1915, d. 17.9.1979,
húsasmíðameistara og síðar kaup-
manni, en hann var sonur Gísla Krist-
jánssonar, bátasmiðs og síðar fisk-
sala, búsettm- við Hverfisgötu 86 í
Reykjavík, og konu hans, Styrgerðar
Jóhannsdóttur húsmóður.
Börn Sigríðar og Har-
alds: Björn, f. 15.12.
1943, smiður, fyrrv. sjó-
maður og nú kaupmað-
ur, kvæntur Guðnýju
Hallgrímsdóttur versl-
unarmanni og eiga þau
fjögur börn; Ingibjörg
Styrgerður, f. 1.11.1948,
veflistarkona, gift
Smára Ólasyni, yfir-
kennara við Tónlistar-
skóla Garðabæjar og
organista við Digranes-
kirkju, og eiga þau þrjú
böm; Gísli Rúnar, f. 27.11. 1950, tré-
smiður, sambýliskona hans er Sig-
rúnu Teitsdóttur, húsmóðir; Guð-
björg Aðalheiður, f: 23.1. 1954, versl-
unarmaður, gift Ingvari Ásgeirssyni
viðskiptafræðingi og eiga þau tvö
börn.
Systkini Sigríðar: Jón H. Björns-
son, f. 19.12. 1922, magister og eig-
andi Alaskastöðvanna, en fyrri
kona hans var Margrét Gunnlaugs-
dóttir og eignuðust þau fjögur börn
en seinni kona hans er Elín Þor-
steinsdóttir og eiga þau einn son;
Árni Björnsson, f. 25.6. 1927, skip-
stjóri, búsettur í New York; Aðal-
heiður Björnsdóttir, f. 2.5. 1934, d.
10.5. 1934.
Foreldrar Sigríðar: Björn Björns-
son, f. 15.11. 1886, d. 27.4. 1939, gull-
smiður og teiknikennari, og Ingi-
björg Jónheiður Árnadóttir, f. 12.7.
1896, d. 26.11. 1980, húsmóðir og
túlkur í ensku, síðar veitingakona
en hún starfaði einnig sem sjúkra-
liði í Bandaríkjunum. Seinni maður
hennar var doktor Stefán Einars-
son, prófessor við háskólann í
Baltimore.
Ætt
Bróðir Björns var Baldvin Björns-
son gullsmiður, faðir Björns Th.
Björnssonar listfræðings. Björn var
sonur Björns, gullsmiðs á ísafirði
Árnasonar, b. í Heiöarbæ í Þing-
vallasveit, Björnssonar, prests á
Þingvöllum, bróður Einars, langafa
Halldóru, móður Örlygs Sigurðsson-
ar listmálara. Björn á Þingvöllum
var sonur Páls, prests á Þingvöllum,
Þorlákssonar, bróður Jóns, prests
og skálds á Bægisá. Móðir Björns á
Þingvöllum var Sigríður Stefáns-
dóttir, prests á Breiðabólstað í
Fljótshlíð, Högnasonar „prestaföð-
ur“, prests á Breiðabólstað, Sigurðs-
sonar.
Móðir Bjöms Árnasonar var Sal-
vör Kristjánsdóttir, b. í Skógarkoti í
Þingvallasveit, Magnússonar og
konu hans, Guðrúnar Þorkelsdóttur.
Móðir Bjöms Bjömssonar var Sig-
ríður Þorláksdóttir, b. í Fagranesi,
bróður Hallgríms, langafa Guðjóns
B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Þorlák-
ur var sonur Hallgríms, b. á Stóru-
Hámundarstöðum, Þorlákssonar,
dbrm. á Skriðu, Hallgrímssonar,
málara á Kjama i Eyjafirði, Jónsson-
ar, föður Gunnars, afa Tryggva
Gunnarssonar bankastjóra og Kristj-
önu, móður Hannesar Hafsteinss.
Annar sonur Hallgríms var Jón,
málari á Lóni, langafi Pálínu, móður
Hermanns Jónassonar forsætisráð-
herra, föður Steingríms, fyrrv. for-
sætisráðherra. Móðir Þorláks í
Skriðu var Halldóra Þorláksdóttir, b.
á Ásgeirsbrekku, Jónssonar, ættföð-
ur Ásgeirsbrekkuættarinnar, föður
Ásgríms, langafa Áslaugar,
langömmu Friðriks Sophussonar.
Á meðal systkina Ingibjargar
voru Ásta málari og Magnús Árna-
son listamaður. Ingibjörg var dóttir
Árna Pálssonar, útvegsb. og barna-
kennara í Innri-Njarðvíkum, og
konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur
frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð.
Sigríður fagnar þessum timamót-
um ásamt fjölskyldu sinni með ferð
til Þingvalla nk. föstudag en um-
ræddur staður er afmælisbarninu
afar kær.
Sigríður Vava Björns-
dóttir.
DV
hjálmur Briem, f. 18.1.1969 á Hjalta-
stöðum í Blönduhlið, d. 1.6. 1959 í
Reykjavík, stærðfræðikennari við
Lærða skólann, sóknarprestur í
Goðdölum í Skagafirði, á Staðastað í
Staðarsveit á Snæfellsnesi og síðar
starfsmaður Landsbankans í
Reykjavík og forstjóri Söfnunar-
sjóðs íslands í Reykjavík, og kona
hans, Steinunn Pétursdóttir, f. 10.3.
1870 í Valadal, Seyluhreppi, Skaga-
firði, d. 31.5. 1962 í Reykjavík, hús-
freyja og síðar saumakona og tón-
listarkennari í Reykjavík. Vilhjálm-
ur og Steinunn ólu upp Sigurð Birk-
is, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar,
Sæmund Helgason (í nokkur ár), en
hann var systursonur Vilhjálms, og
Kristínu Jónsdóttur, d. 1932.
Til hamingju með afmælið 22. maí
85 ára
Kristinn Kristjánsson, Vesturbotni, Vesturbyggð.
80 ára
Erlendur Konráðsson, Rauðumýri 7, Akureyri. Hera Sigurgeirsdóttir, Vallholtsvegi 17, Húsavík.
75 ára
Amdís Ámadóttir, Háaleitisbraut 20, Reykjavík. Ásta Björnsdóttir, Leirubakka 30, Reykjavík. Magnea Þóra Guðjónsdótt- ir, Lerkihlíð 7, Reykjavík.
70 ára
Rósa Þorsteinsdóttir, Jöklatúni 1, Sauðárkróki.
60 ára
Davíð Guðmundsson, Glæsibæ I, Glæsibæjarhreppi. Ingimar Hjálmarsson, Holtagerði 4, Húsavík. Hafdis Ólafsdóttir, Aratúni 3, Garðabæ. Björgvin Þorvarðarson, Lágholti 14, Stykkishólmsbæ. Jón Heiðar Magnússon, Logalandi 30, Reykjavík. Brynja Kolbrún Ólafsdóttir, Víðigrund 3, Akranesi. Gunnar Sighvatsson, Hafharhraut 43, Hornafjarðar- bæ. Hann er að heiman.
50 ára
Zophonías Antonsson, Goðabraut 17, Dalvík. Ólafur Hrólfsson, Snorrabraut 67, Reykjavík. Ingimundur Konráðsson, Bakkageröi 16, Reykjavík. Jóhanna Brynjólifsdóttir, Selbraut 30, Seltjarnarnesi. Jón Sigfússon, Brunnavöllum, Borgarhafnar- hreppi. Hörður Barðdal, Flókagötu 41, Reykjavík.
40 ára
Guðmundur T. Guðbjöms- son, Brekkugötu 7, Hvammstanga. Grétar Már Sæmundsson, Ki-ummahólum 8, Reykjavík. Jóhann Friðrik Klausen, Hrísateigi 12, Reykjavík. Sigurbjörg J. Ámundadótt- ir, Heiðarbrún 19, Hveragerði. Kristín Júliusdóttir, Garðabyggð 18, Blönduósi. Sólrún Alda Sigurðardóttir, Engjaseli 78, Reykjavík. Ólafur Kristófer Ólafsson, Aðalgötu 13, Stykkishólmsbæ. Hrafnhildur F. Júlíusdóttir, Huldubraut 60, Kópavogi. Rósa Einarsdóttir, Vallarbraut 11, Akranesi. Guðrún C. Þorgilsdóttir, Lönguhlíð 15, Akureyri.