Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 18
42 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 Fréttir r>v Dverglamb í Þorlákshöfn DV, Selfossi: „Þegar ég kom um morguninn til að kíkja á kindumar og hestana var kindin búin að bera. Lambið var komið á lappirnar og hafði fest hausinn milli rimla - það var svo lítið. Ég hef aldrei séð svona lítið lamb áður en það er hresst og sýgur mömmuna af krafti. Það verður gaman að fylgjast með því - sjá hvernig það dafnar," sagði hesta- maðurinn og fjárbóndinn í frístund- um, Sigurgeir Kristinsson í Þorláks- höfn, við DV. Það fæddist hjá honum dverg- lamb fyrir nokkrum dögum og heils- ast vel. Ærin var að bera í fyrsta sinn og var einlembd og lambið svo örsmátt. Sigurgeir er Vestmannaey- ingur en fluttist til Þorlákshafnar og vinnur þar nú á trésmíðaverk- stæði. -KE Formaður ÍA, Jón R. Runólfsson, nælir heiðursmerkinu í barm Guð- jóns Finnbogasonar en Hallur Gunnlaugsson bíður eftir sínu. Til hægri eru Guðbjartur Hannesson, skólastjóri og bæjarfulltrúi, og Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. DV-mynd Daníel íþróttabandalag Akraness: Tveir nýir heiD- ursfélagar hjá ÍA DV, Akranesi: í afmælishófi Iþróttabandalags Akraness, sem heldur upp á 50 ára afmælið á þessu ári, voru tveir góð- kunnir Skagamenn gerðir að heið- ursfélögum íþróttabandalagsins, þeir Guðjón Finnbogason og Hallur Gunnlaugsson. Guðjón var um árabil einn af bestu knattspyrnumönnum lands- ins, lék með landsliðinu og var í gullaldarliði Skagamanna. Þá hefur Guðjón verið þjálfari hjá ÍA og átt sæti í stjórn knattspyrnufélagsins. Hann var einnig um árabil meðal fremstu knattspyrnudómara lands- ins. Hallur Gunnlaugsson hefur verið sundkennari í 42 ár og verið í stjórn sundfélagsins. Hann hefur átt mik- inn þátt í uppbyggingu sundíþrótt- arinnar á Akranesi og þjálfað marga af afreksmönnum sundsins þar. Þrír voru fyrir sem heiðursfélag- ar hjá ÍA, Ríkharður Jónsson, Þórð- ur Þórðarson og Málfríður Þor- valdsdóttir þannig að í dag eru heið- ursfélagarnir 5. -D.Ó. Nýja Apótekið DV-mynd Daníel Ólafsson. Akranes: Apótekið flutt á sextugs- afmælinu DV, Akranesi: Nýverið flutti Akranessapótek af Suðurgötu 32 í nýtt og glæsilegt 260 m2 húsnæði á Kirkjubraut 50 á Akranesi. Apótekið er á tveimur hæðum og er allt hið glæsilegasta. Að sögn Gylfa Garðarssonar lyfja- fræðings var gamla húsnæðið mjög óhentugt, m.a. fyrir þá sem hafa skerta hreyfigetu og svo voru bíla- stæði fá.'Nýja húsnæðið er mjög vel staðsett og nóg er af bílastæðum. Á neðri hæð húsnæðisins er af- greiðsla og vörumóttaka en á efri hæð er kaffistofa, lager og skrifstof- ur. Sjö manns starfa við apótekið sem á þessu ári heldur upp á sex- tugsafmælið. Apótekari er Gylfi Garðarsson. -D.Ó. Jara og Einar duttu í lukkupottinn! Smáaugiýsingar 550 5000 Sigurgeir með lambið en Karen Heimisdóttir, til vinstri, og Linda Heimisdótt- ir fylgjast með. DV-mynd KEi Jara og Einar voru svo heppin að vera valin úr fjölda umsœkjenda þegar DV auglýsti eftir fólki í brúðkaupshugleiðingum. Þau hafa ákveðið brúðkaupsdaginn 17. ágúst nk. og hafa fest kaup á íbúð sem þau fá afhenta nú í júní. Jöru og Einar vantar allt milli himins og jarðar. DV œtlar að gefa þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV. Nú á ncestunni munu þau Jara og Einar fara að skoða smáauglýsingarnar af fullri alvöru. Þau vilja eignast: sófaborð, sófasett, borðstofu- borð og stóla, hornskáp með gleri, fataskáp, náttborð, tölvuborð, baðskáp, standlampa, sjónvarp, örbylgjuofn, blóm o.fl. Við munum fylgjast með þeim og upplýsa lesendur DV um árangur þeirra! Nú er tími til að selja! oWtmil lihim/0s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.