Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 7 Fréttir Skammvinn tilraun til rottueldis í Hlíðunum: Dó úr leiðindum í rauðrófukrukkunni „Ég var að vinna i garðinum þeg- ar ég sá að köttur var á eftir rottu- unga í næsta garði. Hann náði ung- anum og þá sá ég að einn ungi var líka á hlaupum í mínum garði. Mér tókst að fanga hana í skyrdollu,“ segir Halla Guðmundsdóttir, íbúi í Hlíðunum, þegar hún lýsir upphaf- inu að skammvinnri tilraun í rottu- eldi. Halla lætur sér hvergi bregða þegar hún tekur hræið af rottunni upp og sýnir ljósmyndara. „Rottu- eldið“, sem við leyfum okkur að kalla svo, fékk skjótan endi þvi rott- an dó drottni sínum í rauðrófu- krukku fyrstu nóttina sem hún var í haldi. Leiðindi eru líklegasta skýr- ingin á dauðdaga hennar. „Hún var fyrst í skyrdollunni en nagaði sig út um loftgötin og slapp þegar koma átti henni í öruggari geymslu. Það tókst þó að fanga hana aftur og setja í krukkuna," segir Halla. Loftgöt voru á loki krukk- unnar en engu að síður lést íbúinn. Óvenjumikið hefur verið um rott- ur í Hlíðunum í vor. Virðist sem góða veðri í vetur hafi farið vel með rottustofninn og nú eru fyrstu ung- arnir að skríða úr hreiðrunum, mörgum borgarbúum til lítillar ánægju. -GK Framboösfundur með forsetaefnum Félag stjórnmálafræðinga efnir til fyrsta framboðsfundar með öllum þeim fjórum forsetaframbjóðendum sem skilað hafa inn tilskildum fjölda meðmælenda. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu, Ársal, nk. föstudagskvöld og hefst kl. 20. Þetta er annar fundurinn í röð þriggja funda sem félagið stendur fyrir um forsetakosningarnar. Á Hótel Sögu munu frambjóðend- ur halda 10-15 mínútna framsögur og að því loknu verða umræður og fyrirspurnir með þátttöku gesta úr sal. Fundarstjóri verður Árelía Ey- dís Guðmundsdóttir stjórnmála- fræðingur. Fundurinn er öllum op- inn. Halla Guðmundsdóttir fangaði rottu í Hlíðunum. Þar er nú óvenjumikið um rottur enda hefur tíð verið góð í vetur og rottustofninn að því leyti búið við góð skilyrði. DV-mynd GVA Ungt sjálfstæðisfólk fagnar niður- stöðum starfshóps á vegum mennta- málaráðherra um skilgreiningu á þjónustuhlutverki RÚV og brott- hvarf þess af auglýsingamarkaði. Þó er þess saknað að ekki er tekin af- staða til þess hvort RÚV eigi yfir- höfuð að vera til, samkvæmt álykt- un stjórnar Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Einnig ítrekar það þá afstööu sína að ríkisvaldið eigi ekki að sinna starfsemi í samkeppni við einkaaðila á sviði þar sem fjölmarg- ir hafa haslað sér völl og aðrir gætu þar að auki sinnt jafn vel eða betur. -SF GRIPTU TAW“,ni»W MEÐAN HUN GEFST RIIV af &Lv ,, — tÍllÍl {/// 0 'ÍL I Einfalt, sterkt og fallegt 6 manna amerískt fellihýsi á „EGGJANDF6 verði ÖNÍs^llSÍ fellihýsi á verði tjaldvagns. 395.000 ♦Gildir meðan birgðir endast á staðfestum pöntunun Venjulegt verð kr. 465.000,- stgr. kr* stgr. TITANehf. Lágmúla 7 108 Reykjavík Sími 581 4077 Fax 581 3977 Panasomcdagar _ XmJ þeim lýkur á laugardag! sjónvörp • Ferðageislaspilarar HiFi myndbandstæki • hljómtækjasamstæður bílgeislaspilarar • rafmagnsrakvélar ekki missa af þeimr JAPISS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.