Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 53 Sigrún Sól Ólafsdóttir leikur sölukonuna í einleiknum. Ég var beðin að koma ... í kvöld kl. 21.00 veröur ein- leikurinn Ég var beðin að koma . . . eftir Þorvald Þorsteinsson frumsýndur í Kaffileikhúsinu i Ulaðvarpanum. S>Tiingin er sú þriðja í einleikjaröð leikhússins þar sem ungir leikarar setja upp einleikssýningu með aðstoð þekktra leikstjóra. Leikari er Sigrún Sól Ólafsdóttir og leik- stjóri Guðjón Pedersen. Verkið er kómískt og fjallar um óvenjulega sölukonu sem fer ótroðnar slóöir í sölumennsku. Höfundurinn, Þorvaldur Þor- steinsson, setur verkið saman úr áður birtum og óbirtum text- um sínum. Með stuttum sögu- og samtalsbrotum, kunnugleg- um klisjum og hugvíkkandi vangaveltum fer konan sem beð- Leikhús in var að koma með okkur í hraðferð um ólíkar lendur mannssálarinnar, bæði vegi og vegleysur, jafnt inn á almenn- inginn sem á bannsvæðin sjálf. Sigrún Sól Ólafsdóttir leik- kona útskrifaðist frá Leiklistar- skóla íslands vorið 1994. Síðustu verkefhi hennar hafa verið Eng- illinn og hóran, Trjóudætur eft- ir Evrípídes og hún verður í Jötninum eftir sama höfund sem sýnt verður í formi rokkóp- eru eftir Leif Þórarinsson á Listahátíð í sumar. Stuttmynda- dagar í Loft- kastalanum 1 dag er annar dagur Stutt- myndadaga í Loftkastalanum. Áfram verða sýndar fjölmargar stuttmyndir sem borist hafa og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í lok hátíðarinnar. í kvöld eru tveir fyrirlestrar á dagskrá. Egill Helgason talar um kvikmyndagagnrýni og Gísli Snær Erlingsson um leik- stjóm. Kynnir á hátiðinni er Kolflnna Baldvinsdóttir. Samkomur Hlutverk heimspekings- ins í heilbrigðisþjónustu er fyrirlestur sem heimspek- ingurinn Chris Melley heldur í dag kl. 17.00 í stofu 101 í Odda. Hádegsisverðarfundur Lögfræðingafélag íslands heldur hádegisverðarfund í Komhlöðunni á morgun kl. 12.00. Gestur fundarins er Iouri A. Rechtov, sendiherra Rúss- lands hér á landi. Vímuefnafræðsla Alla miðvikudaga kl. 17.30- 19.00 eru umræður fyrir for- eldra um vímuefnafræðslu að Hverfisgötu 4a. fjölskylduráð- gjafi Tinda, Ragnheiður Óladótt- ir, heldur fyrirlestra og stjórnar umræðum. John Malcovich leikur hinn þjáða Dr. Jekyll. Mary Reilly Stjörnubíó hóf um síðustu helgi sýningar á Mary Reilly, sem er gerð eftir skáldsögu sem byggist á hinni frægu sögu Ro- berts Louis Stevensons, Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Aðalper- sónan er Mary Reilly, herbergis- þerna sem sinnir vísindamann- inum dr. Jekyll sem umbreytist í hr. Hyde. Breytingin á vísinda- manninum er öðruvísi en áður hefur verið gerð. Dr. Jekyll verð- ur ekki afskræmdur og líkam- lega afbakað illmenni heldur breytist hann í óheflað glæsi- menni sem hefur svarta sál. Það er Julia Roberts sem leik- ur Mary Reilly. John Malkovich leikur dr. Jekyll og hr. Hyde, Michael Gambon leikur föður Kringlukráin: Þekkt lög í djassútsetningum Kringlukráin er í Borgar- kringlunni og hefur verið und- anfarin ár meðal vinsælustu skemmtistaða á höfuðborgar- svæðinu. Staðurinn býður yfir- leitt upp á lifandi tónlist á kvöldin og á miðvikudögum hef- ur þar veriö til siðs að vera með djasskvöld. Ekki verður brugðið út af venjunni í kvöld en þá kemur fram gítarleikarinn Ómar Ein- Skemmtanir arsson og leikur ásamt kvartett sínum, sem skipaður er þeim Kjartani Valdemarssyni á pí- anó, Gunnari Hrafnssyni á bassa og Gunnlaugi Briem á trommur, allt landsfrægir hljóð- færaleikarar. Á efnisskrá þeirra félaga eru bæði gömul og ný lög, djasslög og dægurlög. Ómar og félagar hefja leikinn kl. 22.00. Ómar Einarsson gítarleikari leikur á Kringlukránni í kvöld ásamt Kjartani Valdemarssyni, Gunnari Hrafnssyni og Gunnlaugi Briem. Allar aðalleiðir greiðfærar Þjóðvegir landsins eru allflestir greiðfærir en nú eru vegavinnu- flokkar víða að gera við vegi og setja nýja klæðingu. Á leiðinni Reykjavík-Höfn hefur verið sett ný klæðing á leiðirnar Skeiðarársand- Færð á vegum ur, Skaftafell-Kvísker, Breiðamerk- ursandur og Jökulsá-Höfn og þegar austar dregur er einnig ný klæðing í Oddsskarði. Nýrri klæðingu fylgir steinkast svo að bílstjórar ættu að aka varlega þessar leiðir. Unnið er að lagfæringu vega á leiðinni Reykjavík-Hvalfjörður og Sand- skeið-Bláfjöll og eru bílstjórar beðn- ir að sýna aðgát. 02 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir LokaörStOÖU ® Þungfært ®Fært fiallabilum Sonur Ragnheiðar og Péturs Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 5. maí kl. 23.25. Þegar hann var Barn dagsins vigtaður eftir fæðinguna reyndist hann vera 3095 grömm að þyngd og mældist 50 sentímetra iangur. For- eldrar hans eru Ragnheiður E. Þor- steinsdóttir og Pétur Már Ólafsson og er hann fyrsta barn þeirra. Kvikmyndir Mary Reilly og Glenn Close leik- ur lítið hlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar er breski leikstjórinn Stephen Fre- ars. Hann á að baki farsælan fer- il í kvikmyndum. Meðal mynda sem hann hefur gert eru My Beutiful Laundrette, Prick up Your Ears, Sammy and Rosie Get Laid, Dangerous Liasons, The Grifters, Hero og The Snapp- er. Nýjar myndir Háskólabíó:Lán i óláni Laugarásbíó: Bráður bani Saga-bíó: Stolen Hearts Bíóhöllin: Last Dance Bíóborgin: Executive Decision Regnboginn: Apaspil Gengið Almennt gengi LÍ nr. 101 22. mai 1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 67,400 67,740 66,630 Pund 101,920 102,440 101,060 Kan. dollar 48,090 49,390 48,890 Dönsk kr. 11,3250 11,3850 11,6250 Norsk kr. 10,1990 10,2550 10,3260 Sænsk kr. 9,9080 9,9630 9,9790 Fi. mark 14,2480 -14,3330 14,3190 Fra. franki 12,9120 12,9860 13,1530 Belg. franki 2,1265 2,1393 2,1854 Sviss. franki 53,0800 53,0800 55,5700 Holl. gyllini 39,0900 39,3300 40,1300 Þýskt mark 43,7300 44,9500 44,8700 ít. líra 0,04320 0,04346 0,04226 Aust. sch. 6,2120 6,2500 6,3850 Port. escudo 0,4259 0,4285 0,4346 Spá. peseti 0,5251 0,5293 0,5340 Jap. yen 0,62980 0,63360 0,62540 írskt pund 105,050 105,700 104,310 SDR/t 96,96000 97,54000 97,15000 ECU/t 82,4200 82,9100 83,3800 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 1 2 T~ íT fe 7 & | 10 1 L 12 1 '5 H 1 T\ * IX wufam 20 21 J Lárétt: 1 skip, 5 samskipti, 8 glaðir, 9 lögun, 11 athuga, 12 fæða, 13 umrót, 15 ásaka, 17 skipastól, 19 landræma, 20 fantur, 22 snúningar, 23 kyrrð. Lóðrétt: 1 óbundinn, 2 runa, 3 ekki, 4 ágrip, 5 seöla, 6 gröm, 7 fugl, 10 líkamshluta, 14 mikill, 16 fljótið, 18 tíðum, 21 kusk. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sætt, 5 óma, 8 óreiðan, 9 kalla, 10 kg, 11 núp, 13 erja, 15 kraftar, 17 og, 18 ónýta, 20 ali, 21 sal. Lóðrétt: 1 sókn, 2 æra, 3 telpa, 4 tilefni, 5 óðar, 6 mak, 7 angar, 12 úrga, 14 jata, 15 kot, 16 Týs, 18 ól, 19 al.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.