Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 32
V I K
L«nv
tii nfiijtófe að vint*ú
■4-\
-N *
Vinningstölur^
21
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
BS550 5555
Frjálst oháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996
Alþýðusambandsþing:
Forsetakjör
áætlað í dag
- gæti frestast
Samkvæmt dagskrá þings ASÍ á
forseta- og miðstjórnarkjör að hefj-
ast á hádegi. Uppstillinganefnd átti í
hinum mestu erfiðleikum með að
koma sér saman um tillögu til upp-
stillingar í gær. Þó var talið að
meirihluti væri fyrir því í nefnd-
inni að hún stillti Hervari Gunnars-
syni upp sem forsetasefni.
En hvernig sem listi uppstillinga-
nefndar verður þykir ljóst að kosið
verði á milli Hervars og Grétars
Þorsteinssonar. í gær var talið lík-
legast að Benedikt Davíðsson gæfi
ekki kost á sér.
Þá er eftir að finna varaforseta-
efni. Samkvæmt heimildum DV eru
_ líkur á að varaforsetaefni Hervars
^.Gunnarssonar verði Hansína Stef-
ánsdóttir frá Selfossi og Guðmund-
ur Þ. Jónasson formaður Iðju. Vara-
forsetaefni með Grétari Þorsteins-
syni verði Ingihjörg R. Guðmunds-
dóttir, núverandi varaforseti ASÍ og
Halldór Björnsson, formaður Dags-
brúnar. -S.dór
Bingóferöir:
Stranda-
glópar
Flugi Bingóferða frá Kaup-
mannahöfn til íslands og aftur til
Kaupmannahafnar, sem vera átti sl.
nótt, var aflýst og er nokkur hópur
íslendinga strandaglópar í Kaup-
mannahöfn og einhver hópur sem
ætlaði út í nótt með fluginu fór
hvergi.
Bingóferðir hafa auglýst flug
milli Kaupmannahafnar og Reykja-
víkur tvisvar í viku og hafa tvö flug
verið flogin hingað til.
Ekki náðist í Hilmar Kristjáns-
son, framkvæmdastjóra Bingóferða,
vegna þessa máls í morgun. -SÁ
Kleifarvatn:
Jarðskjálftahrina
Skjálftahrina hófst norðan við
Kleifarvatn um níuleytið í gær-
morgun og stóð hún fram til átta í
gærkvöld. Stærsti skjálftinn varð
nálægt hálfellefu í gærmorgun og
mældist hann nálægt 3 stigum á
Richterskvarða.
„Skjálftar eru algengir við Kleif-
arvatn en í seinni tíð hafa þeir ver-
ið algengari sunnan til í vatninu en
norðan,“ sagði Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur í morgun.
Hann telur skjálftana í gær ekki
undanfara neins stórs skjálfta.
-IBS
Maður grunaður um Qölda íkveikja handtekinn í nótt:
Reynt að brenna
skjalasafn Alþingis
- maðurinn var handtekinn á heimili sinu en sannanir vantar
Maður á fertugsaldri er nú í
vörslu lögreglu grunaður um að
hafa í nótt og raunar oft áður
kveikt í á ýmsum stöðum i Reykja-
vík. í nótt kveikti hann í á þremur
stöðum á um 10 mínútna tímabili
i og við miðbæinn. Virðist maður-
inn hafa hlaupið eða farið á reið-
hjóli milli íkveikjustaða.
Margt bendir til að maðurinn
hafi ætlað að kveikja í Skjalasafni
Alþingis i Vonarstræti 12 en þar
logaði glatt í ruslatunnu við bak-
glugga en plast og krossviður var
fyrir glugganum og komst eldur-
inn ekki inn, aðeins reykur. Er
það mat slökkviliðs að þarna hafi
litlu mátt muna að stjórtjón yrði.
Maðurinn kveikti einnig í rusla-
tunnum við Bandaríska sendiráðið
við Laufásveg og í tunnum við hús
Happdrættis Háskólans við Tjam-
argötu. Liðu aðeins um 10 mínútur
milli þessara bruna. Óverulegt tjón
varð á þessum stöðum.
Til mannsins sást þegar hann
kveikti í við Tjarnargötuna. Var
honum veitt eftirfor að heimili
sínu í miðbænum og hann hand-
tekinn þar á öðrum tímanum í
nótt. Maðurinn neitar öllum sak-
argiftum en hann hefur lengi ver-
ið grunaður um að standa fyrir
ýmsum minni háttar brunum í
Reykjavík.
Seint í apríl í vor var t.d. kveikt
í ruslagámi við gamalt timburhús
í Kirkjustræti. Þar munaði litlu að
stórbruni yröi. Þessi sami maður
er grunaður um þá íkveikju sem
íkveikjur í Reykjavík
- í nótt -
msH
og marga elda í ruslatunnum og
gámum í vetur. Þá er hann og
grunaður um að hafa oft kveikt í
sinu.
Um nokkurt skeið hefur leikið
grunur á að brennuvargiu- gengi
laus í borginni. Beindist grunur
að manni sem áður hefur verið
grunaður um íkveikjur. Mun hann
einkum beita sér á vorin áður en
nótt er albjört. Ekki er vitað til að
íkveikjur hans hafi valdið stór-
tjóni en oft hefur verið hætta á
ferðum.
Maðurinn verður yfirheyrður af
rannsóknarlögreglunni í dag. Við-
urkennt er að í flestum tilvikum
er um grun á hendur manninum
að ræða en þó sást til hans í nótt.
-GK
Heimili fatlaðra barna í Árlandi:
Ráðherra
lokar ekki
„Frétt um fyrirhugaða lokun kom
okkur á óvart. Ég er satt að segja
undrandi á þeirri tillögu að loka
heimilinu sem ég geri ráð fyrir að
svæðisstjórn hafi lagt til. Mér finnst
hins vegar eðlilegt að leita annarra
leiða. Ég tel ekki að lokun sé fram-
kvæmanleg,“ sagði Páll Pétursson
félagsmálaráðherra í samtali við
DV í morgun um fyrirhugaða lokun
heimilis fyrir fotluð börn að Ár-
landi 9. Þroskahjálp telur rekstur
heimilisins í mikilli kreppu vegna
flárskorts.
Ráðherra sagði að endanleg
ákvörðun um aðgerðir lægi ekki
fyrir en hann myndi ganga í málið
strax í dag. Niðurstaða um hvað
gert yrði til að halda heimilinu
opnu myndi síðan væntanlega liggja
fyrir á næstu dögum. „Við munum
finna einhver önnur úrræði og fara
betur í reksturinn og sjá til þess að
þeir einstaklingar sem þarna búa
bíði ekki neina hnekki," sagði ráð-
herra.
-Ótt
Slökkvilið í Reykjavík hefur oft í vetur orðið að fást við elda sem kveiktir hafa verið í borginni. Nú er maður í haldi
grunaður um að hafa staðið fyrir fjölda íkveikja. Hann neitar öllum sakargiftum en verður yfirheyrður í dag. Myndin
tengist ekki þeim brunum sem maðurinn er talinn standa að. DV-mynd S
ÞAÐ ER NU HELDU£
BETUR ELDSMATUR I
RÆÐUM HJÖRLEIFS!
Veðriö á morgun:
Kaldast á
Norðaustur- og
Austurlandi
Veðurstofan gerir ráð fyrir
fremur hægri austlægri átt á
landinu. Dálítil súld verður
norðaustan og austan til en
annars staðar þurrt en skýjað
með köflum. Hitinn verður á
bilinu 3 til 7 stig á Norðaustur-
og Austurlandi en 7 til 12 stig
annars staðar.
Veðrið í dag er á bls. 52
Útgerðarmenn
Tökum á móti
trollvír
afpÍHRINGRÁSHR
ENDURVINNSLA
brother
tölvu-
límmiða-
prentari
Nýbýlavegi 28 - Sími 554-4443