Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 Fréttir__________________________________________________________________________________pv Öldrunarheimili óstarfhæft vegna deilu um skilgreiningar: Heilabilaðir sitja heima meðan stjórarnir rífast - þetta er heilbrigðisþjónusta en ekki félagsmál, segja hjúkrunarfræðingar „Gömlu konunni var boöið aö skoða aðstæður í lok maí. Síðan hef- ur ekkert gerst og heimilið er enn lokað og það eina sem við fáum eru afsakanir. Síðast var sagt að ekki væri búið að kaupa í matinn," segir aðstandandi gamallar konu sem fengið hefur loforð fyrir vist á nýju öldrunarheimili á vegum Reykja- víkurborgar. Um er að ræða dagvist fyrir heila- bilaða að Lindargötu 59. Ekki hefur tekist að opna deildina í vor vegna þess að Félagsmálastofnun borgar- innar og Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga greinir á um hvort það flokkast undir félagslega þjónustu eða heilbrigðismál. Um 20 vistmenn geta fengið inni á deildinni. Ef heimilið fellur undir heilbrigð- isþjónustu þarf m.a. að ráða að því hjúkrunarforstjóra. Þess þarf ekki ef um félagslega þjónustu er að ræða. Ekki er hins vegar deilt um hvaða þjónustu á að veita en veru- legur munur er á rekstrarkostnaði eftir því hvemig starfsemin er skil- greind. Af hálfu borgarinnar hefur verið ákveðið láta heimilið heyra undir Félagsmálastofnun. Því vilja hjúkrunarfræðingar ekki una. „Gamla konan er heilabiluð og ósjálfbjarga. Hún trúði þvi fyrst eft- ir heimsóknina í vor að hún ætti að fara á nýja heimilið en svo liðu da- garnir án þess að nokkuð gerðist. Nú er hún búin að gleyma öllu og situr ein heima í íbúð sinni í reiði- leysi,“ segir aðstandandi umræddr- ar konu. „Okkur finnst þetta mikið órétt- læti gagnvart gömlu konunni og það veldur okkur líka miklum vandræð- um. Hún getur ekki séð um sig sjálf og á hvergi inni. Nýja deildin tekur 20 vistmenn en starfsfólkið situr bara þar og prjónar eða leggur kap- al vegna þess að forstöðumaðurinn á í launadeilu og vill ekki hefja starfsemina," segir áðumefndur að- standandi. Hjá Félagsmálastofnun fengust þær upplýsingar að loforð lægi fyrir um að deildin yrði opnuð í dag, fóstudag. Öll leyfi væru fyrir hendi, sem og aðstaðan og því ekkert ann- að að gera en að byrja að taka á móti sjúklingum. „Ef borgin opnar deildina á morg- un þá brýtur hún lög. Þetta er heil- brigðisstofnun og það höfum við staðfest frá heilbrigðisráðuneytinu. Rekstrarleyfið er fyrir heilbrigðis- stofnun og borgin fær fjármagn í samræmi við það. Borgin rekur láglaunastefnu og vill sjálfsagt spara sér þarna pen- inga. Hjúkrunarfræðingar munu ekki standa í vegi fyrir því að opn- að verði en við krefjumst þess að skilyrði laga verði uppfyllt," segir Ásta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. -GK Fjölmennt starfslið notaði óspart öflugt Ijósa- og hljóðkerfi til að búa til stemningu áður en David Bowie var baðaður Ijósum og andrúmsloftið var rafmagnað þegar hann hóf sönginn. DV-mynd ÞÖK Tónleikar Bowies í höllinni: Rúmlega 5500 aðdáendur fylltu höllina Rúmlega 5500 aðdáendur rokk- stjörnunnar David Bowie fylltu Laugardalshöllina í gærkvöldi og voru vel með á nótunum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum tón- leikum hans. íslenska hljómsveitin Lhooq hitaði upp fyrir stórstjörn- una frá klukkan 20.00, en Bowie, sem auglýst hafði komu sína klukk- an 21.00 á svið, lét bíða eftir sér í tæpar 10 mínútur til þess að magna upp stemninguna. Óhætt er að segja að það hafi tek- ist. Fjölmennt starfslið notaði óspart öflugt ljósa- og hljóðkerfi til að búa til stemningu áður en goöið var baðað ljósum og andrúmsloftið var rafmagnað þegar hann hóf söng- inn. Þrátt fyrir aö stemningin hefði verið góð meðal gestanna, bar lítið á ölvun og öðrum vímugjöfum og áhorfendur voru í alla staði til fyrir- myndar. Þeir sem keyptu sig inn á tónleikana voru á ölium aldri og greinilegt að Bowie höfðar ekki síð- ur til ungs fólks en þeirra sem voru að öðlast tónlistarvitund á áttunda áratugnum. Bowie hélt af landi brott í morgun til tónleikahalds i Þýskalandi. -ÍS Björk með tónleika á listahátíð í kvöld: Hissa en ánægð að fólk nenni að hlusta á mig - er ekki að reyna að geðjast öðrum en sjálfri mér, segir Björk „Ég mun aðallega fiytja lög af plötunum Debut og Post. En þar sem ég er með nýja hljómsveit þá verða útsetningamar töluvert öðru- vísi. Mér hefur alltaf fundist það dapurlegt að vera með „live“ tón- leika og vera að herma eftir plötum og öfugt. Það er alltaf spennandi með tónleika aö maður veit aldrei hvað gerist nákvæmlega þvi engir tónleikar eru eins,“ sagði Björk Guðmundsdóttir söngkona á blaða- mannafundi í gær, en hún mun halda tónleika á Listahátíð í Reykja- vík í kvöld. Tvö ár eru liðin síðan Björk hélt síðast stórtónleika á ís- landi. „Mér líst annars ágætlega á tón- leikana og mun auðvitað gera mitt besta til að skemmta áhorfendum. Ég ætla að sjálfsögðu að syngja á ís- lensku. Lögin eru samin á íslensku og það væri kjánalegt að syngja á ensku fyrir íslendinga. Ég er eigin- lega hissa en mjög ánægð að fólk skuli nenna að hlusta á mig enn þá. Ég er ekki að reyna að geðjast öðr- um en sjálfri mér og hef alltaf reynt að standa mig fyrir mig sjálfa og engan annan. Mér finnst auðveldara að koma til íslands nú en þegar ég kom um síðustu jól. Þá gekk ég nið- ur Laugaveginn og fólk var hrein- lega geðveikt en nú er allt miklu ró- legra og ágangur fólks ekki eins mikill," sagði Björk en hún hefur heldur betur fengið nýtt útlit þar sem svarta hárið er farið og ljósir lokkar kómnir í staðinn. Á tónleikunum. í kvöld mun breska hljómsveitin Plaid ríða á vaðið en hún er skipuð fyrrum hljómsveitarmeðlimum Black Dog. Björk mun síðan koma fram og á eftir henni kemur Goldie, unnusti Bjarkar, fram ásamt hljómsveit sinni. Þess má geta að Björk kom til íslands í gærmorgun beint af tón- leikum í San Francisco sem voru styrktartónleikar fyrir sjálfstæðis- haráttu Tibetbúa. -RR Björk á blaðamannafundi í gær. Þú getur svaraö þessari spurningu með því aö hringja í síma 904 1996. 39,90 kr. mínútan 1 Ástþór Magnússon 2 Gubrún Agnarsdóttir 3 Ólafur Ragnar Grímsson 4 4 Pétur Hafstein 904 1996 Hvaða frambjóðanda vilt þú sem forseta íslands? Þetta er dagleg atkvæöagreiösla en ekki skoðanakönnun Gott árferði í sjónum Niðurstöður úr vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar um ís- landsmið sýna að yfirleitt er gott árferði í sjónum umhverfis land- ið og miklu betrá en var vorið 1995 sem var hið kaldasta sem sögur fara af. Helstu niðurstöður eru þær að hitastig sjávar og seltmnagn er víðast hvar í meðallagi. Gróður var þegar á heildina er litið litill allt umhverfis landið nema þá helst djúpt út af Vesturlandi og Norðvesturlandi. Gróðurfarið sýnir að vorkoman hefur verið fyrr á ferðinni en venjulega. Átumagn í sjónum reyndist um eða yfir meðallagi alls staðar við landið nema út af Suðurlandi og að venju var það mest i kalda sjónum djúptnorðaustur af land- inu. -SÁ Stuttar fréttir Básafell kaupir Rit Rækjuverksmiðjan Básafell á ísafirði hefur gert tilboð í öll hlutabréf rækjuverksmiðjunnar Rits á sama staö. Samkvæmt RÚV er þetta liður í hugsanlegri sameiningu fimm sjávarútvegs- fyrirtækja á Vestfjörðum. Tveir kýlaveikislaxar Tveir kýlaveikir hoplaxar fundust í Elliðaánum þegar Ár- bæjarstíflan var opnuð í maí. RÚV greindi frá þessu. Aukið samstarf Margrét Frímannsdóttir, för- maður Alþýðubandalagsins, hef- ur sent forráðamönnum annarra stjórnarandstöðuflokka bréf þar sem farið er fram á viðræður um aukið samstarf flokkanna. Skattfé í tjaldstæði Grindavíkurbær má kosta rekstur tjaldstæðis af skattfé, samkvæmt úrskurði áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Konur flughræddari Mun fleiri konur en karlar þjást af flughræðslu samkvæmt athugun yfirsálfræðings á geð- deild Landspítalans. Þetta kom fram í Mbl. Auknar skuldir Skuldir Reykjavíkurborgar jukust um rúmar 1.500 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningum borgarinnar sem lagðir voru fram á fundi borgar- stjómar í gær til fyrri umræðu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.