Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 11 pv_____________________________________________________________________________________________Fréttir Erlendir sérfræöingar um tengsl iþrótta og heimilisofbeldis: Bretar verða varir við aukn- ingu meðan EM stendur yfir - ekki tengsl á íslandi, segir Ásta Arnardóttir, fræöslu- og kynningarfulltrúi Kvennaathvarfsins Það hefur ekki farið framhjá neinum að núna stendur yfir Evr- ópumeistaramótið í knattspyrnu. Margir eru hinir ánægðustu með þessa miklu fótboltavertíð, öðrum stendur á sama en í Bretlandi hafa komið upp hugmyndir um að til séu hópar sem hugsi með hryllingi til slíkra íþróttaviðburða. í júníhefti breska tímaritsins Cosmopolitan er bent á að í mörg- um tilfellum virðist eiginkonur þurfa að þola aukið heimilisofbeldi sem virðist megi rekja til þeirrar spennu sem fylgir slikum íþrótta- keppnum. Ekki eru til neinar töl- fræðilegar upplýsingar um tengsl íþrótta og ofbeldis en sálfræðingar beggja megin Atlantshafsins eru farnir að benda á að hafi einstak- lingur tilhneygingu til að beita of- beldi séu íþróttir ein hraðasta leiðin til að kveikja upp ofbeldishegðun. Þá virðist ekki skipta máli hvort einstaklingurinn spilar sjálfur, hvort hann horfir á leikinn í hópi vina eða situr einn fyrir framan sjónvarpið. í samtali við DV sagði Ásta Arn- ardóttir, fræðslu- og kynningarfull- trúi Kvennaathvarfsins, að ekki væri aukin ásókn í Kvennaathvarf- ið meðan að stórir íþróttaviðburðir væru í gangi. Hún sagðist telja að það kæmi sennilega til vegna þess hve ólík þjóðfélög Bretland og ís- land væru. í Bretlandi væri ofbeldi af völdum fótboltabullna mjög al- gengt fyrirbæri en um slíkt væri . ekki að ræða hér á landi. Ásta sagði að ástandið i Bretlandi kæmi sér ekki á óvart, hún hefði sjálf verið búsett þar í þrjú ár og tekið eftir þeim óeirðum sem oft vilja fylgja knattspyrnunni. Ásta sagði ennfremur að aðsókn- in í Kvennaathvarfið væri jöfn og þétt þó að vissulega kæmu ákveðnir toppar í aðsókn en þeir væru ekki árstíðabundnir og því ættu starfs- menn athvarfsins erfitt með að rekja þá til einhvers sérstaks. Eina mynstrið samkvæmt upplýsingum Ástu er að það er ekkert reglulegt mynstur hér á landi. Bandarísk könnun meðal íþrótta- manna sýndi að þótt þeir væru að- eins 3,3 % af öllum háskólanemum þar vestra þá báru þeir ábyrgð á 19% árása innan háskólasamfélags- Hæstiréttur: Næsta dómsuppsaga í nýjum húsakynnum Þann 19. júní sl. var í síðasta sinn kveðinn upp dómur í Hæstaréttar- húsinu við Lindargötu. Árlegt rétt- arhlé stendur nú yfir þar til í sept- ember er Hæstiréttur hefur aftur störf í nýju Hæstarréttarbygging- unni sem reist hefur verið. Flutn- ingar eru fyrirhugaðir í ágúst. Hæstiréttur hefur starfað við Lind- argötuna síðan 1949 er hann flutti þangað af annarri hæð Hegningar- hússins við Skólavörðustíg. -saa rmn . . c- I ■ :.a. ■ ■ li®ll nrywiiíi liiffaiiaiii.iiiw1! 'émm m » j # fgr'É í jf i u.., j • ■■ f jgwjy ■** rr > w Dómarar er skipuöu síðasta dóminn í húsinu voru Garöar Gíslason, Guörún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Siguröur Líndal. Lögmenn voru Reynold Kristjánsson og Jónatan Sveinsson. Á myndinni er einnig Sigríður Norðmann hæstarréttarritari. DV-mynd Pjetur Ársskýrsla Amnesty International um mannréttindamál: Stefna Islands alltaf verið varkár og ósjálfstæð „Meginþema samtakanna nú er að berjast gegn sölu vopna og her- gagna til þeirra ríkja sem þekkt eru fyrir að troða á grundvállarréttind- um þegna sinna og pynda þá og myrða. Við berjumst gegn stórfelld- um mannréttindabrotum en því miður hefur alþjóðasamfélagið firrt sig ábyrgð á þeim og meira að segja mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem við höfum orðið fyrir miklum vonbirgðum með,“ sagði Sigrún Markúsdóttir, formaður ís- landsdeildar Amnesty International, en deildin hélt blaða- mannafund í gær þar sem hún kynnti nýútkomna ársskýrslu sam- takanna. I skýrslunni kemur fram að yfir- völd í fjölmennum áhrifamiklum ríkjum eins og Bandaríkjunum, Bretlandi, Rússlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Kína versla með vopn og tæki sem stuðla að mann- • réttindabrotum. í skýrslunni segir að því miður kjósi fjölmörg ríki að hundsa rétt sinn á alþjóðavettvangi og láta stórfelld mannréttindabrot í öðrum ríkjum afskiptalaus. Þvi miður sé gagnrýni oft látin víkja fyrir voninni um ávinning í við- skiptum, segir í skýrslunni. Þar er greint frá mannréttindabrotum í 146 ríkjum. í 85 ríkjum sátu samvisku- fangar bak við lás og slá og pólitísk morð voru framin í 63 ríkjum. 114 ríkisstjórnir létu pynda fanga og í 54 ríkjum létust fangar af völdum pyndinga. Aftökur fóru fram í 41 ríki og vitað er um mannshvörf í 49 ríkjum. Óhugnanlegar staöreyndir „Þetta eru óhugnalegar stað- reyndir og það er víða aukning á mannréttindabrotum þó að sums staðar séu jákvæðar fréttir. Það er verið að reyna að þrýsta á fleiri ríki að marka sér kraftmeiri mannrétt- indastefnu og við höfum rætt við is- lensk stjórnvöld um að taka upp sjálfstæðari stefnu í þessum efnum. sérstaklega hvað varðar pyndingar. Því miður hefur stefna íslands alltaf verið varkár og ósjálfstæð í mann- réttindamálum og viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda nú hafa verið á sama veg. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist á næstunni því allir forsetaframbjóðendurnir hafa mannréttndamál ofarlega á stefnuskrá sinni og við fögnum því að sjálfsögðu mjög,“ sagði Sigrún. Þess má geta að ísland hefur aldrei lent í skýrslum samtakanna en þar eru nágrannalönd eins og Danmörk og Lúxemborg sökuð um mannréttindabrot. Danmörk vegna lögregluaðgerða gegn fjölmennum mótmælum og Lúxemborg vegna langs gæsluvarðhaldstíma. -RR ins. Vegna slíkra frétta tóku banda- rískar sjónvarpsstöðvar upp á því að renna neyðarnúmerum fyrir konur yfir skjáinn á meðan úrslita- leikurinn í bandaríska fótboltanum, SuperBowl, stóð yfir. Niðurstaðan varð sú að símtöl eftir leikinn juk- ust um 40%. Það hafa komið upp áberandi mörg mál undanfarið þar sem íþróttamenn á heimsmælikvarða hafa verið staðnir að heimilisof- beldi. Nægir þar að nefna nöfn eins og bandarísku fótboltahetjunnar O.J. Simpsons sem síðar var ákærð- ur fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, bandaríska hnefaleika- kappans Mikes Tysons, sem síðar var dæmdur fyrir nauðgun, og breska fótboltakappans Pauls Gascoignes sem játaði fyrir bresk- um fjölmiðlum að hafa beitt sambýl- iskonu sína, Sheryl, árum saman of- beldi. Og nú er farið að benda á að ef til vill nái slík ofheldiskennd einnig til áhorfenda. En það eru ekki allir á sama máli. Margir benda á að heimilisofbeldi sé margflókið fyrirbæri og ekki sé hægt að benda á einn ákveðinn hlut sem kveiki árásargirni manna. -ggá Taktu þátt í leitinni aö Evrópumeistara DV! Með því aö spá fýrir um úrslit EM og hver markakóngur keppninnar veröur og senda svarseðilinn til DV ertu kominn í pottinn og gætir orðið Evrópumeistari DV. Dregið daglega! Daglega verða dregnir út skemmtilegir vinningar úr öllum innsendum seðlum. Nöfn vinningshafa veröa birt daginn eftir á íþróttasíðum DV. Svarseðlarnir birtast jafnframt á hverjum degi í DV þar til keppninni lýkur, þú getur því sent inn eins marga seðla og þú vilt! (Ekki er tekið við Ijósritum) Geisladiskar og bíómiðar daglega! Daglega eru nöfn þriggja þátttakenda dregin úr pottinum og fá þeir heppnu geisladisk frá Japis og bíómiða fyrir tvo í Háskólabíó. Glæsileg verðlaun fyrír Evrópumeistara DV! í byrjun júlí verður dregið úr öllum réttum innsendum seðlum og fær Evrópumeistari DV glæsilega Sony myndbandstökúvél, CCD-TR340 frá Japis, að verðmæti 59.900 kr. Vélin er 8 mm, mjög Ijósnæm (0,3 lux) sem þýðir að það er nánast er hægt að taka myndir í myrkri án Ijóss og með 10 x aðdrætti. Vélinni fylgir rafhlöðukassi fyrir LR6 rafhlöður og fjarstýring. SONY JAPISS r ~ ; ,~7) HASÍCÓLABIÖ 1) Hvaða lið lenda í fyrstu þremur sætunum í EM? II_________________2)____________________3) 2) Hver verður markakóngur keppninnar?_____ Nafn:______________________________________________Sími:___________ Heimilisfang: _____________________________________________________ Sendlst tll DV, merkt: Evrópumelstarl DV, Pverholtl 11,105 Reykjavík. Skllafrestur er tll 28. Júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.