Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 15 Varasöm reikningslist „Tóbaksiðnaðurinn verst með því að fá hagfróða menn til að reikna dæmi,“ segir Árni m.a. í greininni. Útreikningar eru varasamir. Ekki vegna þess að það sé endUega farið rangt með tölur í þeim. Held- ur vegna þess að tölurnar standa á brauðfótum: það er hægt að snúa þeim hvert sem vera vill. Um leið og þessar sðmu tölur sýnast vera fræðileg staðfest- ing á staðreynd- um, óháð tilfinn- ingum og öðru því sem er óútreiknan- legt og þar með tortryggilegt. Borgar sig að reykja? Tökum dæmi af deilum um kostnað samfélagsins af tóbaks- reykingum sem háværar eru í Bandaríkjunum. Þar hefur verið reynt að gera tóbaksframleiðendur ábyrga fyrir því heilsutjóni sem verður 'af reykingum og þar með skaðabótaskylda. Tóbaksiðnaður- inn verst með því að fá hagfróða menn til að reikna dæmi. Nú síö- ast hefur einn slíkur, hagfræðing- ur að nafhi Viscusi, lagt saman og dregið frá og fengið það út að í rauninni græði bandariskt samfé- lag sem svarar um 40 krónur á hverjum sígarettupakka sem reyktur er (sjá Mbl. 19. maí). Út- koman fæst ekki aðeins með því að reikna sem rækilegast með at- vinnutekjum af tóbaksframleiðslu og sölu og svo skatttekjum. Hún fæst ekki síst með því að reikna út þjóðhagslegan hagnað af því að reykingamenn deyja svo sem fjórum árum fyrr en þeir sem ekki • reykja. Þeir taka þvi ekki til sín eins mikið af kostnaði við ellilífeyri - og spara víst í heilbrigðisþjón- ustu líka. Vegna þess að mjög stór hluti útgjalda til heilbrigðismála geng- ur til þeirra sem ná háum aldri. Hagfræði dauðans Tóbaksfyrirtæki vita samt ekki nógu vel hvemig nota skal slíka útreikninga. Enda fela þeir það í sér að viður- kennt sé að dauðinn geti verið lyftistöng fyrir þjóðarhag. Það hefur mönnum til þessa fundist heldur ónotaleg og kald- ranaleg afstaða. En það er sjálfsagt farið að breytast. Við lifum á tím- um þegar allir keppast um að losna við „mannlega þáttinn" í sjálfum sér eða a.m.k. þrengja að honum til að hagræn reiknilist njóti sín betur. Burt með „tilfinn- ingastjórnun" á fyrirtækjum, sú tillitssemi við starfsfólk sem í henni birtist skerðir ágóða hluthafa! Reikn- um út hvaða sjúkdóma borgar sig að lækna og hvaða ekki (með tillliti til starfs- getu þess sem lækna skal) - og högum útgjöld- um eftir því! í smáu og stóru þoka menn sér inn i þann hugsun- arhátt að öll mannleg breytni sé tiltölulega einfalt hagfræðidæmi. Eru börn ekki afleit fjárfesting? Er vinátta við menn sem hafa dregist aftur úr í framapoti ekki dragbítur á þinn eigin frama og þar með ávísun á útreiknanlegt tap? Það er sérstaklega áberandi upp á síðkastið hve rækilega er haldið að almenningi tölum sem sýna hve óhagkvæm og dýr og vond fjárfesting ellin er. Jafnt og þétt er skotið á okkur upplýsingum um það að þjóðin sé að eldast. Alltaf þurfi að vinna fyrir fleiri og fleiri gamalmennum og kostnaður við þeirra langa líf vaxi með ævin- týralegum hraða. Vitanlega eru þessar tölur réttar svo langt sem þær ná - en hvert ná þær? Hver og einn vill lifa sem lengst og óskar langlífis þeim sem honum er vel við? En hvað um alla hina, allt þetta gagnslausa leiðindalið sem skekkir ríkisfjármálin og eykur skattbyrði jafnt og þétt? Verður það ekki lævís freisting á okkar hagæðingaröld að festa hugann æ meir við þá „bláköldu staðreynd" að um það bil sem menn verða hálfsjötugir verður há dánartíðni „þjóðhagslega hagkvæm"? Það er í rauninni gott að menn reyki, segja útreikningar Viscusis, því fyrr er hagkerfið laust við þá. Vel má setja upp dæmi sem sýn- ir að eitt það skásta sem gæti kom- ið fyrir ríkisfjármálin og almenna skattgreiðendur væri efling skað- legra lífshátta þeirra sem komast á efri ár. Það væri „skilvirk fjár- festing" að efna tO öflugrar inn- rætingarherferðar sem undir já- kvæðu vígorði eins og „njótum lífsins" héldi því að eldri borgur- um að nú væri tími til kominn fyr- ir þá að sletta úr klaufum. Með því að reykja og þjóra sem mest og éta feitar og miklar steikur og liggja í leti á milli þess að menn hömuð- ust eins og trítilóðir á dansiböllum fyrir síhressa eUífðarunglinga. Og fleiri ráð mætti frnna - enn virk- ari. Árni Bergmann Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur „ Vel má setja upp dæmi sem sýn- Ir að eitt það skásta sem gæti komið fyrir ríkisfjármálin og ab menna skattgreiðendur væri efl- ing skaðlegra lífshátta þeirra sem komast á efri ár.“ Er siðleysið Nú á dögunum kom sakleysisleg frétt i DV er skýrði frá því að sjáv- arútvegsráðherra hefði með reglu- gerð sett steinbítinn undir kvóta sem og sandkola og skráplúru. Þetta var svona ein viðbótargjöfln til braskaranna upp á 2 mUljaröa króna. Nýlega hafði Alþingi lokið við að leggja blessun sína yfir til- lögu ráðherrans vegna línutvöfóld- unar, til handa bröskurum, upp á margfalt hærri upphæð. Það gefur margur minna af eignum annarra með einu pennastriki. Nú er siðleysi sjávarútvegsráðu- neytisins undir stjórn Þorsteins Pálssonar og fyrrum ráðherra þess, HaUdórs Ásgrímssonar, næstum Mlkomnað. Þorsteinn Pálsson á einungis eftir að koma fiski utan íslenskrar landhelgi I hendur bröskurunum. Hann gerði tUraun til þess í vor. Ef að líkum lætur mun honum takast skítverk- ið í haust og þá með leyfi hins auma Alþingis sem hefur æ ofan í æ séð i gegnum fingur sér vegna þessara óhæfuverka sem eiga ekki sinn líka, a.m.k. ekki fyrir norðan miðbaug. Selja steinbítskvótann Nú er ég ekki að segja að kaUa- greyjunum, sem fá steinbít úthlut- að í kvóta hér vestra á næstunni og hafa verið að berja á honum undanfarin ár, veiti nokkuð af þessu búsUagi. En hitt vita aUir að megnið af stein- bítskvóta þeirra stoppar ekki í höndunum á þeim. Sökum peningaþurftar munu þeir marg- ir hverjir selja steinbítskvótann frá sér til brask- aranna í öðrum landshlutum. Fyrir einum ára- tug veiddu ísfirðingar 3-4.000 tonn árlega af steinbít. Samkvæmt nýju gripdeildarreglugerðarákvæðun- um fá þeir ekki úthlutað eitt ein- asta kUó. I leiðinni er rétt að benda á það að nú mun sá braskarafiskur vegna afnáms línutvöfóldunar smám saman lenda á þilfari út- hafsveiðiskipa til verkunar úti í sjó. Nú kaUast þessir gemingar ekki þjófnaður í eiginlegri merk- ingu vegna þess að áðumefndir ráðherrár véluðu út úr hinu auma „Fyrir einum áratug veiddu ísfírð- ingar 3-4.000 tonn árlega afstein- bit. Samkvæmt nýju gripdeildar- reglugerðarákvæðunum fá þeir ekki úthlutað eitt einasta kíló.“ fullkomnað? Alþingi leyfi tU þess að ausa úr auðlindum þjóðarinnar að eigin vild. En ég spyr, ef þetta er ekki þjófnaður hvað er þetta þá? Svari nú hver fyrir sig. Á sömu tímum og þetta er að gerast er dómsmálaráð- herra, Þorsteinn Pálsson, að stækka fangelsin í óða önn utan um smákrimma. Á ámnum 1985-1990 var þeim útgerðarmönnum sem vom svo heppnir að vera við útgerð á þeim tíma færðar aU- ar auðlindir sjávar kringum ísland og ættingjum þeirra tU eilífðar. Þegar slík gífurleg verðmæti em eignfærð einstaka mönnum þá er það eðlUegt að sú hugsun hvar- fli að mörgum hvort hér muni liggja mútur á bak við. Ég tel það vera verðugt verkefni að rannsaka það á næstu árum hvort svo hafi verið. Hvort sem þær mútur gætu legið i bitlingum eða fé. Forseti valdalaus Fjölmiðlamenn hafa lagt á sig töluvert erfiði vegna væntanlegra forsetakosninga tU að sanna fyrir alþjóð að embætti forseta sé ger- samlega valdalaust og að þeir megi hvorki hreyfa legg né lið nema með leyfi stjórn- valda. Má vera að svo sé. Hins vegar hef ég ekki heyrt þessa fjöl- miðlamenn spyrja for- setaefnin um fisk- veiðimálin og það sið- leysi sem viðgengst ár eftir ár sem nú er búið að kljúfa þjóðina í herðar niður í iU- deUum og úlfúð. Eitt er víst að ég mun ekki slíta skósólum mín- um á kjörstað þann 29. júní næstkomandi. Við unga fólkið í landinu vil ég segja þetta: Nú hafa mið- stýringarmenn stolið aðalauðlind þjóðar- innar til handa ein- staka mönnum og ættingjum þeirra. Þeir hafa svipt ykkur möguleikum til þess að beijast tU bjargálna af eigin rammleik á jafnréttisgrundveUi í framtíðinni. Svarið þessari sið- spiUtu kynslóð sem nú ræður ríkj- um. Búið ykkur undir átök í næstu alþingiskosningum. Ykkar er mátturinn, það sannaði unga fólkið á ísafirði í sveitarstjórnar- kosningunum nývérið. Málinu er ekki lokið. Halldór Hermannsson Kjallarinn Halldór Hermannsson verkstjóri, ísafirði ■ r 1 Með og á móti Á jafn dýr viðburöur og listahátíð rétt á sér? Listin verður aldrei metin til fjár „Eigi það besta sem gert er í listum rétt á sér þá hlýtur Listahátíð í Reykjavik að eiga sér tU- verurétt. Þær 14 mUljónir sem ríki og borg veita nú hvort um sig tU hátíðarinn- ar er mun lægri styrkur en nágrannaþjóðir veita tU sambærUegra hátíða. Listin er fyrir aUa og á jafn fjöl- breytUegri hátíð og nú ætti hver að finna eitthvað við sitt hæfi. Listin verður aldrei metin tU fjár. Hafi þó ekki væri nema ein sál fundið snert af guðdómnum við að hlýða t.d. á einleik Kiss- ins, söng Hvorostovsky’s eða óp- eru Jóns Ásgeirssonar þá er til- ganginum náð. Og sú gleði og list sem böm og fuUorðnir urðu aðnjótandi í tjaldi sígaunanna í Hljómskálagarðinum mun fylgja þeim sem gott veganesti í dag- legu amstri. Vilji einhver sann- færast hvet ég hann tU að fara á tónleikana 29. júní þar sem Ash- kenazy, einn af bestu tónlistar- mönnum heimsins, stjómar frá- bærri hljómsveit af sniUd. Aðrir geta glaðst yfir að geta notið á heimaveUi stjarna poppheimsins á næstu dögum. Ef við viljum teljast menningarþjóð höfum við ekki efni á að vera án listarinn- Slgný Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Ustahátiðar í Reykjavík. Ekki þarf at- beina hins opinbera „Eg er mjög hlynntur list- um. Um list- viðburði gilda hins vegar sömu lögmál og um aöra viðburði sem tiltekinn hóp- ur hefur at- vinnu af og annar hefur not eða ánægju af. Því er öfugsnúið að stjómendur bæj- arfélaga og ríkis taki sér það vald að ákveða í hverju lands- menn skuli taka þátt og hvenær. verkfræöingur. Fólk verður að fá að ákveöa í hvað það ver fé sínu. Ef fólk viU taka þátt í listviðburðum gerir það það. TU þess þarf ekki at- beina ríkis eða sveitarfélaga. Ef alþýðan viU aðeins brauð og leika fær alþýðan brauð og leika og svo verður að vera. Líf lands- manna verður ekki betra við það eitt að valdsmenn ákveði að standa fyrir viðburðum sem fáir taka þátt i. Þó að búið sé að taka fé fólks er ekki þar með sagt að það vUji taka þátt í því sem fénu er varið i. Sem betur fer eru ekki enn nein lög sem skylda mann til þátttöku. Þegar svo er komið að jafnvel aðstandendur listahátíðar lýsa því yfir að viðburðir séu orðnir of margir hljóta menn að sjá að tími er tU að hugsa sig um - og þó fyrr hefði verið.“ ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.