Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 13 _______________Menning Rokkrapsódíur Roberts Wells Síðastliðið laugardagskvöld lenti sá sem þetta ritar óvænt á tónleik- um á Hótel íslandi. Þar lék sænski píanóleikarinn Robert Wells ásamt bassaleikaranum Lars Risberg og trommuleikaranum Peter Eyre. Wells er afskaplega fær á hljóðfær- ið og ekki ólíklegt að hann sé klass- ískt menntaður í tónlist en hafi snemma alveg leiðst út í rokk og skyldar greinar. Efnisskrá tónleik- anna var fjölbreytt. Frantasie-Imp- romptu eftir Chopin minnti bæði á Jacques Loussier og Keith Emer- son en Hnotubrjóturinn var meira í anda þess síðarnefnda sem og axlasítt hár flytjandans. Þótt flúrið væri nóg í tónlistinni voru Wells og félagar sem betur fer klæddir hefðbundnum jakkafótum en ekki Robert Wells og félagar. glitklæðum eins og Liberace eða Little Richard en í anda hans og Jerry Lee Lewis voru flutt rokklögin Johnny by Good, Great Balls of Fire og Roll over Beethoven (auðvitað). Oft voru tilvísanir í þekkt klassísk verk inn í millum. Earwax Boogie var stutt kennslustund í klisjum búggí-vúggí píanóleiks eins og Wells orðaði það sjálfúr, og segja má að rokklögin hafi líka ver- ið sýnikennsla í klisjum eða lykkj- um (licks) rokkpíanóleiks. Sverð- dansinn, í hinni kunnu rokkútsetn- ingu Dave Edmunds, var undarlega líflaus þrátt fyrir allan hamagang Tónlist Ingvi Þór Kormáksson inn og Spain eftir Chick Corea var ekki nógu afslapp- að eða afturliggjandi í taktinum til að hæfa Rhodespí- anó hljómnum og með slegnum aukahljómi á ákveðn- um stað sem stressaði lagið enn meira. Undrabarnið greinilega betur að sér í rokkinu en í djassinum. Root Beer Rag Billy Joels kom betur út, fjörlega flutt og mikið stuð en litlu bætt við hljóðritun höfundar. Wells lék ýmist á flygil eða rafmagnspíanó og Ris- berg lék bæði á kontra- og rafbassa. Bestu verkin í flutningi tríósins voru að mínu mati rokkrapsódíurn- ar svonefndu frá Norðurlöndunum sem flnna má á geisladiskinum Nordisk Rapsodi. Þær voru fluttar að hætti rokkbállaða og með dálitlum nýaldarblæ. Sænska þjóðlagið Visa frán Ráttvik og lagið sem við hér heima köllum „Úr 50 centa glasinu . . voru í afar fallegum útsetning- um Weels, hið síðarnefhda voldugt svo minnti á ólympíufánahyllingu Davids Fosters frá því fyrr um kvöldið. Finnsku verk- in Der björkama susa eftir Merikanto og Romanesi eftir N.E. Fogstedt voru einstaklega indæl. Á endan- um er það einfaldleikinn sem stendur upp úr en handapatið og hraðinn sem einkennir hina tæknilegu fullkomnun er bara stundarfyrirbrigði; sýning á leik- sviði hótelsins. sæn9HONTAS pOCA P VS.2A90r Búlasaun»‘,r paKKn'öQ ^a f Ys. 39°r Köflóttir kappar kr. 390,- metrinn Blúndudúkar frá kr. 440,- N Bómullargarn kr. 100,- stykkið r Haooyrðavcrsluoip IHIS Eyravegi 5, 800 Selfoss - Sími 482 1468 NÝ ÚRVALSBÓK JOHN LUTZ SVÍKUR EKKI: Metsölubókin MEÐLEIGJANDI ÓSKAST seldist upp á skömmum tíma. FYRRVERANDI er ný bók eftir sama höfund. Æsispenn- andi sál- fræðileg spennu- saga á næsta sölustað. I8ii URVALS ASetfosstfdaffri U.I4-I7víív(nlM © jjvsof lt Sjáumst’ í sumarskapi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.