Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 37 Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur aðalhlutverkið. Taktu lagið Lóa Eina leikritiö sem nú er á fjöl- um ÞjóðleikMssins er hiö vin- sæla verk Jims Carthwrights, Taktu lagið Lóa, en nokkrar sýningar eru á verkinu þessa dagana í tilefni þess að nú er verið að leggja upp í leikferð með verkið. Taktu lagið Lóa, sem fjallar um unga óframfærna stúlku sem hefur fallega söngrödd sem margir ætla sér að græða á, fékk frábæra dóma og mikla aðsókn og það sama má í raun segja um Leikhús öll þrjú leikrit eftir Jim Cartwright sem sýnd hafa verið hér á landi en þau eru Strætið og BarPar og nú styttist í að nýjasta leikrit Cartwrights, Sto- ne Fi-ee, verði framsýnt í Borg- arleikhúsinu en um heimsfrum- sýningu á þessu verki er að ræða. Á meðan beðið er geta þeir sem enn hafa ekki séð Lóu brugðið sér í Þjóðleikhúsiö í kvöld en leikferðin hefst síðan næstkomandi fimmtudag á Ak- ureyri. Næturganga á sumarsólstöðum í tilefni af sumarsólstöðum kl. 2.24 í nótt stendur hafnargönguhóp- urinn fyrir næturgöngu. Gangan hefst um miðnætti við Nesti í Foss- vogi. Gengið verður samfellt með ströndinni vestur á Seltjarnarnes og að Reykjavíkurhöfn - síðan um Skildinganesmela og Öskjuhlíð að Nesti. Göngunni lýkur milli kl. 7 og 8 um morguninn, en öllum er í sjálfsvald sett að fara úr göngunni Útivera hvar sem er. Á leiðinni verður kveikt lítið fjörubál kl. 1.30, horft á sólarupprás og að öðra leyti notið kyrrðarinnar og birtubreytinganna. Kaffiveiting- ar verða í boði árla morguns og gef- inn verður kostur á stuttri sjóferð ef veður leyfir. Allir eru velkomnir. Eiríkur og Endurvinnslan Eiríkur Hauksson og hljóm- sveit hans Endurvinnslan skemmta í Rósenbergkjallaran- um í kvöld. Munu þeir meðal annars leika lög af nýrri plötu sem komin er út með hljóm- sveitinni. Samkomur Havana á Kaffi Króki Hljómsveitin Havana leikur fyrir dansi á KafFi Króki, Sauð- árkróki, i kvöld. í hljómsveit- inni eru Edda Borg, Kjartan Valdemarsson, Bjarni Svein- bjömsson, Pétur Grétarsson og Siguröur Flosason. Félagsvist Spiluð verður félagsvist í Gjá- bakka, Fannborg 8, í kvöld kl. 20.30. Reggae on Ice á Hótel íslandi: Sumarsólstöðuball Hljómsveitin Reggae on Ice, sem gaf út í síðustu viku geislaplötuna I berjamó, verður með sumarsól- stöðuball á Hótel íslandi í kvöld og er yflrskrift skemmtunarinnar Sól- in fer upp, en kemur ekki aftur nið- ur. Hljómsveitin mun að sjálfsögðu leika lög af nýju plötunni, enda má segja að ballið sé um leið nokkurs konar útgáfutónleikar. Á plötu Reggae On Ice er að finna bæði frumsamin lög og eldri lög og má meðal annars heyra á plötunni end- Skemmtarúr urútsetningar á lögunum Lóan er komin, Uppí sveit og Hvers vegna varst’ ekki kyrr. Sérstakur gestaplötusnúður kvöldsins er sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson, sem ekki á í vandræð- um með að bregða sér úr söngvara- hlutverkinu yfir i plötusnúð. Húsið verður opnað kl. 23. Á morgun verð- ur síðan Reggae On Ice á Duggunni, Færð er góð á þjóðveg- um landsins Færð er víðast hvar góð á helstu þjóðvegum landsins. Vegir á hálendinu eru enn marg- ir hverjir blautir og ekki búið að opna nema lítinn hluta og þá fyrir jeppa og fjallabíla. Færð á vegum Á nokkrum leiðum eru vega- vinnuflokkar að störfum við lagfær- ingar og eru bílstjórar beðnir um að virða hraðatakmarkanir sem þar era, þá eru bílstjórar einnig beðnir að fara varlega þar sem ný klæðing er, en hún getur valdið steinkasti. Ástand vega Qd 0 Hálka og snjór án fyrirstööu Lokað 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir Œl Þungfært © Fært fjallabílum V. ÆqÆÞ Systir Róberts Þórs Myndarlega stúlkan á myndinni 3760 grömm aö þyngd og 51 sentí- fæddist á fæðingardeild Landspítal- metra löng. Foreldrar hennar eru ans 3. júní. Hún var við fæðingu Ragnheiður Sigurðardóttir og Helgi Ragnarsson. Hún á einn bróður, daasins Róbert Þór, sem er átta ára gamall. Richard Gere leikur verjandann Martin Veil, með honum á mynd- inni er skjólstæðingur hans sem Edward Norton leikur. Innsti ótti Háskólabíó sýnir um þessar mundir spennumyndina, Innsti ótti (Primal Fear). í henni segir frá hinum hrokafulla, snjalla og vinsæla lögfræðingi, Martin Veil, sem veit ekkert skemmti- legra en að eiga í átökum í rétt- arsalnum og vera um leið í sviðsljósinu. Með þetta í huga býðst hann til að verja bláfátæk- an ungan mann sem ásakaður er fyrir að hafa myrt virtan og þekktan mann í Chicago. Lög- reglan telur sig hafa næg sönn- unargögn til að sakfella unga manninn. Fyrir Vail skiptir það engu máli hvort skjólstæðingur hans sé sekur eða saklaus. Það Kvikmyndir sem er honum efst í huga er að selja sína útgáfu af sannleikan- um og sigra. Þessi vörn verður þó ekki eins glæsileg og gefandi fyrir Vail eins og hann ætlaði í byrjun. Richards Gere leikur lögfræðing- inn en auk hans leika í mynd- inni Laura Linney, John Mahon- ey, Alfre Woodward, Frances McDormand og Edward Norton. Nýjar myndir Háskólabíó:lnnsti ótti Laugarásbíó: Á síðustu stundu Saga-bíó: Allir í boltanum Bíóhöllin: Á hæpnasta svaði Bíóborgin: Trainspotting Regnboginn: Skítseiði jarðar Stjörnubíó: Einum of mikið Krossgátan 1 Z 5 4 s1 L I Ó 4 10 ir II vr té TT' IF TT i 14 ío Lárétt: 1 krabbadýr, 8 gagna, 9 ryk- korn, 10 söguburður, 11 naumu, 12 reykjarsvæla, 14 fæðu, 15 fjas, 17 íl- át, 19 ástundunarsama, 20 sjór. Lóðrétt: 1 stærst, 2 viðmótið, 3 fugl- ar, 4 fæða, 5 endaði, 6 óttast, 7 pár- ar, 13 peninga, 14 karlmannsnafn, 16 viðkvæm, 18 átt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 dómstól, 7 álit, 8 ýsa, 10 raðir, 11 ás, 12 agg, 14 laus, 16 raul, 18 næm, 20 ók, 21 stapi, 23 pat, 24 hlið. Lóðrétt: 1 dárar, 2 ólag, 3 mið, 4 stillt, 5 týran, 6 las, 9 sáu, 13 gust, 15 smið, 17 aka, 19 æpi, 20 óp, 22 al. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 124 21.06.1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,990 67,330 67,990 Pund 103,080 103,600 102,760 Kan. dollar 48,990 49,290 49,490 Dönsk kr. 11,3950 11,4550 11,3860 Norsk kr 10,2520 10,3080 10,2800 Sænsk kr. 10,1020 10,1570 9,9710 Fi. mark 14,4130 14,4980 14,2690 Fra. franki 12,9490 13,0230 13,0010 Belg. franki 2,1322 2,1450 2,1398 Sviss. franki 53,3000 53,6000 53,5000 Holl. gyllini 39,1500 39,3800 39,3100 Þýskt mark 43,9000 44,1200 43,9600 It. líra 0,04357 0,04385 0,04368 Aust. sch. “6,2350 6,2730 6,2510 Port. escudo 0,4274 0,4300 0,4287 Spá. peseti 0,5216 0,5248 0,5283 Jap. yen 0,61610 0,61980 0,62670 írskt pund 106,050 106,710 105,990 SDR 96,49000 97,07000 97,60000 ECU 83,1300 83,6300 83,21000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.