Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 Utlönd 9 DV Bandaríska söngkonan Liza Minelli lét viröingu fyrir Pavarotti ekki trufla sig á útitónleikum á Ítalíu í gærkvöldi og söng lagið New York, New York með miklum tilþrifum. Símamynd Reuter Stjörnur óperu og popps meö tónleika fyrir bosnísk börn: Liza Minelli hafði í við Pavarotti - David Bowie er einn verndara söfnunarinnar S.tjörnur óperu, rokks og popps tóku höndum saman í Modena á Ítalíu í gærkvöldi og komu fram á útitónleikum sem haldnir voru til að safna fé handa stríðshrjáðum börnum í Bosníu. Stórtenórinn Luciano Pavarotti stóð fyrir tónleik- unum en þetta eru aðrir tónleikam- ir sem hann heldur í þessu augna- miði á skömmum tima. Stjörnur eins og Eric Clapton, Elton John, Sheryl Crow og Liza Minelli stigu á svið með Pavarotti við mikla hrifn- ingu 15 þúsund tónleikagesta. Flestar stjarnanna úr heimi Stuttar fréttir Vilja sættast Leiðtogar ESB-ríkja vonast til að ná sáttum um nautakjötsdeil- una við John Major á fundi í dag en Major segist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar á truflunum þeim sem Bretar hafa valdið í Evrópustarfmu. Haldi sig við samninga Leiðtogar arabaríkja hvöttu Egypta til að hýsa fund þar sem ný ríkisstjórn ísraels yrði ki-afin um að halda sig við það friðar- ferli sem væri í gangi. Tók niður hringinn Díana prinsessa tók trúlofun- arhringinn sem Karl gaf henni á sínum tíma af sér í fyrsta skipti frá brúðkaupi hennar og Karls. Söknuðu bresk blöð hringsins sem kostaði um 2,5 milljónir króna. Halda sínu striki Mexíkómenn segjast munu gera hvaðeina til að vernda við- skiptahagsmuni sína á Kúbu en þeir eru í uppnámi eftir meiri viðskiptahömlur af hálfu Banda- ríkjanna. Reuter rokks og popps virtust bera ótta- blandna virðingu fyrir Pavarotti á sviðinu en söngkonan Liza Minelli var ekkert að spá í slíkt heldur lét vaða í hið fræga lag New York, New York svo Pavarotti mátti hafa sig allan við. Söngkonan Cheryl Crow kom síðan flestum á óvart þegar hún söng dúett með Pavarotti úr óp- erunni Don Giovanni eftir Mozart. „Ég komst að því að Cheryl hafði upphaflega fengið klassíska þjálfun sem sópransöngkona og fékk hana því til að taka þennan dúett með mér,“ sagði Pavarotti himinlifandi eftir tónleikana. „Okkur tónlistarmönnum ber að hjálpa til við endurreisnarstarfið og taka þátt í sorginni i Bosníu," sagði Eric Clapton áður en hann tók lagið Holy Mother með Pavarotti. Aðspurður hvers vegna svo marg- ar stjórstjörnur hefðu fallist á að vera með sagði Pavarotti að þær hefðu frétt af velgengni síðustu styrktartónleika. Geislaplata frá þeim hefur selst í yfir einni milljón eintaka. Rennur allur ágóði til bresku góðgerðarsamtakanna War Child sem stofnuð voru af tveimur blaðaljósmyndurum sem upplifðu stríðshörmungarnar í Bosníu. Auk Pavarotti eru þeir Brian Eno og David Bowie, sem söng í Laugar- dalshöll í gærkvöldi, verndarar þessa átaks. Reuter Deilt um persónuupplýsingar frá FBI: Dularfullur nafnalisti ekki komið I leitirnar Listinn sem starfsmenn Bills Clintons í Hvíta hús- inu notuðu þegar þeir öfl- uðu sér rúmlega fiögur hundruð skýrslna frá al- ríkislögreglunni FBI hefur ekki fundist og leyniþjón- ustan hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom, að því er bandarískir embætt- ismenn sögðu í gær. Embættismenn leyni- þjónustunnar og FBI sögðu að þeir hefðu engar sannanir fyrir öðru en því sem haldið er fram í Hvíta hús- inu að skjölunum hafi verið safnað saman vegna mistaka. Deilan snýst um hvort Hvíta hús- ið leitaði eftir og fékk með óeðlileg- um hætti síðla árs 1993 og snemma árs 1994 viðkvæm skjöl frá FBI um 408 einstaklinga, þar á meðal þekkta repúblikana eins og James Baker, fyrrum utanríkisráðherra, og Ken- neth Duberstein, sem starfaði í Hvíta húsinu í stjómartið Ronalds Reagans. í Hvíta húsinu er sagt að listinn hafi verið settur saman til að ákvarða hverj- ir fengju aðgangspassa að forsetaskrifstofunum. Leyniþjónustan sér alla- jafna um það en þar á bæ segjast menn ekki hafa átt neinn þátt í að biðja um skjölin frá FBI. Janet Reno, dómsmálaráðherra Bndaríkjanna, fór fram á það í gær við Kenneth Starr, sérstakan sak- sóknara í Whitewater-málinu, að hann rannsakaði hvort starfsmenn Hvíta hússins hefðu fengið skjölin á ólöglegan hátt. Nokkrir öldungadeildarþingmenn repúblikana sögðu að Clinton og starfsmenn hans hefðu verið á hött- unum eftir upplýsingum sem þeir gætu notað til að skaða repúblikana. Reuter Janet Reno. Raaboh pumB' ^ Rucanor^T sportvöruverslun landsins 2 manna Camouflage tjald, verö aöeins kr. 3.900, stgr. kr. 3.705. Golfvörur og golffatnaöur: golfgallar, dömu og herra, fleece windbreaker peysur, buxur, golfbolir, kylfur, boltar, kerrur, pokar og fl. Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40 Verslumn Utvistarfatnaöur og feröavörur. Vandaöur, vatnsvarinn útivistarfatnaður, gönguskór, bakpokar, svefnpokar, vind- sængur, sokkar, legghlffar, nærfatnaöur o.fl. Vindsæng, sjálfuppblásin, verö aðeins kr. 4.900, stgr. kr. 4.655. Hengirúm, verö kr. 3.200, grind fyrir hengirúm, kr. 6.700. /VI4RKIÐ ALVÖRU SFORTVERSLUN Allar almennar sport- og útivistarvörur, reiðhjól og æfingatæki Göngu- og hjólatjald, 2 manna, aðeins 2 kg, vandaö og vatnsvariö, kr. 8.900, stgr. kr. 8.455. íþróttafatnaður, sundfatnaöur, íþróttaskór, bómullargallar, sokkar, úlpur og margt fleira. Ódýrir íþróttagallar: barna frá kr. 3.980 fullorðins frá kr. 4.500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.