Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 Fréttir DV Dagur með Guðrúnu Agnarsdóttir forsetaframbjóðanda: Anægjulegt að hafa sloppið svona vel frá Veðurstofunni raörgum frambjóðendum í gegnum tíðina að það hafi verið sérstaklega erfitt að tala hér. Ástæðan mun vera sú að starfsmenn eru svo málefna- legir og hafa sett marga í mikil vandræði og spurt þá hreinlega spjörunum úr,“ segir hún að lokum og starfsmenn í salnum eru greini- lega stoltir af þessu. Hrafnista heimsótt Næst er haldið á Hrafnistu en þangað hefur hún boðað komu sína rétt fyrir hádegi. Hún heilsar fyrst upp á vistmenn og starfsfólk sem er flest að byrja að borða hádegismat- inn. Guðrún fer í pontu í matsaln- um og heldur þar kynningu og ræðu, svipað því og fyrr um morg- uninn. í matsalnum eru um 200 vist- menn af þeim 317 sem þar dvelja. Gamla fólkið hlustar af athygli á Guðrúnu og virðist yfir sig ánægt að fá svona gestakomur og krydd í tilveruna. Guðrún fær engar fyrirspumir úr salnum en eftir á, þegar hún gengur á milli fólksins, fær hún hvatningu frá mörgum og óskir um gott gengi. Margir vistmenn sem blaðamaður tal- ar við segjast vera búnir að gera upp hug sinn varðandi kosningamar og það virðist mikil tilhlökkun í gamla fólkinu eftir kosningunum sjálfum. Guðrúnu og blaðamanni er boðið upp á hádegisverð í matsalnum. Á boðstólum er steiktur fiskur og ra- barbaragrautur. Eftir matinn spjall- ar Guðrún síðan við starfsfólk Hrafnistu. Þar kemur fyrirspum til hennar um hvort íslendingar eigi ekki sjálfir að kjósa um aöild að Efnahagsbandalaginu. Guðrún svar- ar að slíkt sé algert grundvallarat- riði því að annað myndi skerða full- veldi íslands. Hún segist muni beita synjunarvaldi sem forseti til að leyfa slíka kosningu ef til kæmi. Guðrún skoðar því næst hjúkran- ardeildir Hrafnistu og spjallar við lækna og hjúkrunarfólk. Hún er Guðrún heilsar upp á tvo vistmenn í matsal Hrafnistu en þar snæddi hún hádegisverð. DV-myndir JAK Guðrún á léttu spjalli við starfsmenn Veðurstofunnar t kaffisalnum. betur. Fólkið í salnum tekur flest undir þetta og tvær konur undir- strika þetta umræðuefni við blaða- mann þegar fyrirspyrnum lýkur og finnst að það eigi ekki að birta nein- ar skoðanakannanir. Guðrún virðist eiga miklum vin- sældum að fagna á Veðurstofunni og áður en hún fer stendur starfsmaður upp og segir að menn eigi alltaf að kjósa eftir sannfæringu sinni og því ætli hann að kjósa Guðrúnu Agnars- dóttur. Guðrún þakkar fyrir þetta og góðar og hlýjar móttökur í salnum. „Það er sérstaklega ánægjulegt að hafa sloppið svona vel héðan frá Veðurstofunni því ég hef heyrt frá læknir sjálf og hefur því skiljanlega sérstakan áhuga á verkefnum og að- stæðum lækna og hjúkrunarfólks á staðnum. Loks liggur leiðin á handavinnudeildina þar sem vist- menn sýna hæfni sína en þar búa þeir til marga fallega og skemmti- lega hluti. Dagskrá Guðrúnar er styttri en oftast áður þennan daginn því að hún er á leið að kistulagningu tengdamóður sinnar. „En það er löng og ströng dagskrá fram undan og alveg fram á lokadag," segir Guð- rún. -RR Guðrún Agnarsdóttir byrjar dag- inn snemma og er mætt í heimsókn á Veðurstofuna þegar klukkan er rétt rúmlega níu. Þar heilsar hún upp á veðurfræðinga og aðra starfs- menn stofunnar og fylgist með störf- um þeirra og vinnuaðstæðum. Því næst heldur hún stutta ræðu í kaffi- stofunni þar sem era staddir um 40 starfsmenn. Þar kynnir hún sig og segir frá helstu stefnumálum sín- um. Hún segir að forsetaembættið eigi ekki að vera táknræn tignar- staða heldur skapandi og frjór vett- vangur til að móta íslensku samfé- lagi farsæla og mannúðlega framtíð- arstefnu. Forsetaembættið sé sameiningartákn þjóðarinnar. í sambandi við vald forsetans segist hún vilja að hann hafi áhrifavald til að fylgja eftir málum og halda þeim vakandi. Hún segist vilja að lýðræð- ið sé virkara og þar eigi forsetinn að leika stórt hlutverk í framtíð- inni. Hann eigi að aðgæta hin heil- brigðu gildi í þeim heimi sjálfselsku, græðgi og eiginhags- munasemi sem við lifum í. Guðrún segir aö íslendingar verði að vera vakandi um sjálfstæði sitt því það sé ekki gefið. Það þurfi að bæta al- menna menntun allra landsmanna, sérstaklega verkmenntun sem sé undirstaða helstu atvinnugrein- anna. Létt andrúmsloft Eftir að hún lýkur máli sínu er greinilegt að hún hefur náð tökum á áheyrendum. Andrúmsloftið er létt og vingjarnlegt og starfsmenn bera fram nokkrar spurningar. Ein er á þá leið hvort forsetinn eigi að vera fulltrúi stjómmálaflokka og ríkis- Guðrún skoðar veðurkort dagsins með tveimur starfsmönnum Veðurstofunnar. Hún gat ekki fengið veðurspána fyr- ir sjálfan kosningadaginn. valds. Guðrún svarar og segir að forseti eigi ekki að vera ambátt valdsins. Hann eigi að láta í sér 3uðrún heldur stutta tölu í kaffisal Veðurstofunnar. FORSETAí heyra um grundvallarréttindi þjóð- arinnar og styrkja lýðræðið. Hann eigi hins vegar ekki að setja sig inn í kjaradeilur eða flokkapólitík. Guð- rún segir þetta vera vandmeðfarið og það sé mikilvægt að finna réttu tilefnin eða vita hvenær eigi að vökva garðinn, eins og hún orðar það. „Þetta er álíka erfitt og með veðrið," segir hún og starfsmenn Veðurstofunnar hlæja dátt að þessu. Spurt er hvort ekki þurfi að varð- veita betur tungu íslendinga og Guðrún tekur heils hugar undir það. Hún segir sjálfstæði þjóðarinn- ar byggjast að miklu leyti á okkar sérstæða tungumáli. Guðrún er spurð um hennar álit á skoðana- könnunum og fjölmiðlaumfjöllun. Guðrún svarar að þær geti verið hættulegar því margir taki afstöðu eftir þeim og kjósi jafnvel þá sem þar fá mest fylgi. Guðrún segist ekki vera nógu ánægð með fjöl- miðlaumfjöllunina og finnst fjöl- miðlar of aðgangsharðir og einbeiti sér að aukaatriðum í stað þess að leyfa frambjóðendum að kynna sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.