Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 Iþróttir DV I>V SPILADU IVIEO PÍNU LIÐI Nýtt fyrirkomulag hjá GR var mjög vinsælt - 260 kylfingar mættu á nýstárlegt opið golfmót Um liðna helgi var í fyrsta skipti keppt á opnu golfmóti með Texas scramble fyrirkomulagi á opnu móti hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur. Fyrirkomulagið er þannig að tveir kylfmgar keppa saman í liði. Eftir hvert högg velja þeir um betri bolta og svona geng- ur þetta fyrir sig á öllum brautum og flötum. Eyjamaðurinn Þor- steinn Hallgrímsson, GV, og Sighvatur Amarsson, GR, léku til sigurs á mót- inu og Friðbjörn Odds- son og Davíð Oddsson, báðir í GK, urðu í 2.-A. sæti ásamt þeim Ómari Guðnasyni og Kristjáni Árnasyni, GR, og Eiríki Guðmundssyni og Viggó H. Viggóssyni, GR. Þetta skemmtilega keppnisfyrirkomulag á greinilega framtíö fyrir sér hér á landi og þátt- taka fór fram úr björt- ustu vonum. Hins vegar er leikur tímafrekur með þessu móti og þarf að bæta þar úr. Vom kepp- endur upp í sex tíma að leik. Hlynur bestur hjá Hamri Hlynur Þór Stefáns- son, GB, sigraði í keppni meö forgjöf á opnu móti á Hamarsvelli hjá Golf- klúbbi Borgarness um síðustu helgi. Hlynur lék á 67 höggum. Hörður Már Gylfason, GK, kom inn á 68 höggum og Bjart- ur Finnsson, GB, á 69 höggum. Hörður Már sigraði með forgjöf á 73 höggum nettó, Þórður Ólafsson, GL, lék á 74 höggum og Haraldur Már Stefánsson, GB, þriðji á 75 höggum. ívar Hauksson, GKG, sigraði með og án forgjaf- ar á opnu móti hjá Golf- klúbbi Bakkakots. ívar lék á 132 höggum og 124 nettó. ívar lék 18 holur á 65 höggum sem er vallar- met. -SK Þrátt fyrir nokkrar hrak- farir í undankeppni lang- stökksins á úrtökumóti bandarískra frjálsíþrótta- manna fyrir ÓL í Atlanta, tókst Carl Lewis að tryggja sér keppnisrétt á leikunum og keppir í langstökkinu í Atlanta á sínum fjórðu leik- um. Lewis stökk 8,03 metra í undankeppni langstökksins en í úrslitakeppninni stökk hann snemma 8,30 metra og náði þriðja sæti. Colin Powell, heimsmethafinn, var lengi á hálum ís en tryggði sér þátttökuréttinn með 8,39 metra stökki í síð- ustu umferðinni eftir að hafa lengst af verið í sjötta sæti. Þriöji bandaríski kepp- andinn í langstökkinu verð- ur Joe Greene en hann stökk 8,34 metra. Lewis var ánægður eftir keppnina í langstökkinu þrátt fyrir að honum mis- tækist að tryggja sér keppn- isréttinn í 100 metra hlaup- inu vegna meiðsla: „Þetta hefur verið mjög spennandi tími fyrir mig, einfaldlega vegna þess að langstökkið hefur alltaf verið mín uppá- haldsgrein. Ég hélt að ég ætti möguleika í 100 metra hlaupinu en það fór illa. Þrátt fyrir allt er það stór- kostleg tilfinning að hafa tryggt sér keppnisrétt á enn einum leikum," sagði Lewis sem hefur sigrað í lang- stökkskeppnum á síðustu þrennum ólympíuleikum. Lewis er 35 ára gamall og án efa einn mesti afreksmaður frjálsra íþrótta frá upphafl. Mike Powell sagði: „Þetta var þriðji mesti hápunktur- inn á mínum ferli. Ég var hræddur og fór með bænir.“ Þriöji besti tíminn frá upphafi hjá Johnson Michael Johnson hefur verið algerlega ósigrémdi í 400 metra hlaupi undanfarin ár en á þó enn eftir að slá heimsmet Butch Reynolds, 43,29 sekúndur. Á úrtökumótinu hljóp Johnson á 43,44 sekúndum sem er þriðji besti tími í greininni frá upphafi. Að- eins heimsmet Reynolds og besti tími Johnsons áður, 43,39 sekúndur, þegar hann varð heimsmeistari í fyrra, er betra. Johnson var óá- nægður með að hafa ekki slegið heimsmetið og sagði það engum nema sjálfum sér að kenna. Johnson á einnig góða möguleika á að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna í 200 metra hlaupinu en það skýrist um helgina. „Auðvit- að er álagið mikið á kepp- endum á þessu móti. Ef þér mistekst hér færð þú það hlutskipti að horfa á frjáls- íþróttakeppni leikanna í sjónvarpinu. Spennan verð- ur allt öðruvísi á leikunum sjálfum,“ sagði Johnson. Sigur hans í 400 metra hlaupinu var sá 53. í röð hjá þessum frábæra íþrótta- manni. -SK Nýr þjálfari hjá Sundfélagi Hafnarfjaröar Þriðjudaginn 18. júni samþykkti stjórn Sundfélags Hafnarfjarðar að ganga til samninga við Brian Mars- hall um að hann tæki að sér að vera aðalþjálfari félagsins næstu fjögur ár. Brian er nú aðstoðarþjálfari í Birmingham og er vel menntaður í þjálfun o.fl. auk þess að vera búinn að vinna við þjálfun frá 1989. Hann hefur þjálfað alla- aldurshópa og m.a. hefur hann unnið með sund- mönnum úr Ólympíulandsliði Breta. Menn binda miklar vonir við það að honum takist að halda.áfram því starfi sem unnið hefur verið í sam- taka átaki foreldra, stjórna og þjálf- ara Sundfélags Hafnaifjarðar við að byggja upp sundhóp í fremstu röð. Á sama tíma og Brian tekur við hættir Klaus-Júrgen Ohk að eigin ósk enda fer hann nú í haust til að þjálfa landslið Lúxemborgar. Sund- félag Hafnarfjarðar hefur vaxið og dafnað undir hans leiðsögn og síð- ustu tvö ár hefur hann uppskorið í samræmi við sáningu. Sundmenn SH hafa raðað sér í fylkingarbijóst þess mikla uppgangs sem nú er í sundi á íslandi og staðfestist m.a. meö því að nú fara tveir sundmenn frá Hafnarfirði til Atlanta í sumar á ólympíuleika fatlaðra og ófatlaðra. -JGG Vernharð og júdósambandið semja um frið Á stjórnarfundi Júdósambands ís- lands f gær var komist aö samkomu- lagi viö Vernharð Þorleifsson vegna yfirlýsinga hans og ásakana í garð stjórnar JSÍ og landsliðsþjálfara. Vernharð hefur beðist velvirðingar og beiðnin verið tekin til greina. Mun hann samkvæmt gerðu sam- komulagi halda áfram æfingum undir leiðsögn landsliðsþjálfarans, Michal Vachun, eins og hann hefur gert í langan tíma. Þeir munu snúa sér af fullum krafti að lokaundir- búningi fyrir Ólympíúleikana í Atl- anta þar sem þeir munu verða full- trúar íslands í júdókeppninni. Samkomulag þetta var handsalað og urðu menn ásáttir um að halda sig frá fjölmiðlum um þessi mál. Það er von JSÍ að látum linni svo þeir Michal Vachun og Vemharð geti einbeitt sér að æfingum þessar fáu vikur sem eftir eru fram aö ólympíuleikunum og óskar JSÍ þeim velfamaðar. -JGG Þær leika á Möltu íslenska kvennalandsliöið í körfuknattleik, sem tekur þátt í „Promotion cup“ á Möltu í næstu viku ásamt sjö öðrum þjóðum, hefur veriö valið og er þannig skipað (landsleikjafjöldi í sviga): Kristín Blöndal (7), Hanna Kjartansdóttir (16), Linda Stefánsdóttir (27), Anna Dis Sveinbjörnsdóttir (14), Erla Reynisdóttir (3), Alda Leif Jónsdóttir (0), Kristín Jóns- dóttir (2), Birna Valgarðs- dóttir (2), Erla Þorsteinsdótt- ir (3), Helga Þorvaldsdóttir (8), Anna María Sveinsdóttir (36), Guðbjörg Norðfjörð (23). íslenska liðið er í riðli með Andorra, Kýpur og Möltu en í hinum riðlinum leika lið Gíbraltar, Lúxemborgar, Wa- les og Albaníu. Þjálfari liðsins er Sigurður Ingimundarson og meö í för er Leifur S. Garðarsson dómari. -SK Fimleikar: íslendingar í öðru sæti íslenskar fimleikastúlkur urðu í öðru sæti í undirbúnings- keppni í fimleikum fyrir smá- ■þjóðaleikana sem fram fór á dög- unum í Lúxemborg. Lið Kýpur sigraði i liðakeppn- inni og hlaut samtals 101,450 stig. Islenska liðið hlaut 100,300 stig í annað sæti, Lúxemborg hlaut 100,100 stig í þriðja sæti og Mónakó rak lestina með 97,00 stig. ; I éinstaklingskeppninni varð Elín Gunnlaugsdóttir í 5. sæti, Elva Rut Jónsdóttir í 9. sæti, Hel- ena Kristinsdótir í 12. sæti og Lilja Jónsdóttir í 13. sæti. -SK Miðnæturhlaup Hið árlega Miðnæturhlaup á Jónsmessu fer fram nk. sunnu- dag kl. 23.00. Keppt er í ýmsum flokkum. Hlaupið er um Laugar- dalinn frá Sundlaugunum þar sem skráning fer einnig fram. -SK Gassi er saklaus Eitt bresku dagblaðanna heldur því fram í gær að Paul Gascoigne, enski lands- liðsmaðurinn í knattspymu, sé saklaus af því að hafa stað- ið fyrir ólátum og miklum skemmdum á þotu þeirri er flutti enska landsliðið á keppnisferðalagi þess í Hong Kong skömmu fyrir EM. Mikið uppistand varð í kjölfar óláta ensku landsliðs- mannanna í vélinni en skemmdirnar voru metnar á 500 þúsund krónur. Enska blaðið fullyrðir að Gassi hafi sofið eins og unga- bam á meðan þeir Robbie Fowler og Steve McManam- an, leikmenn Liverpool, hafi farið hamförum í vélinni og átt mestan þátt í að vinna þær skemmdir sem urðu á flugvélinni. Framkoma enska liðsins varð að frétta- mat víða um heim. -SK Sacchi veröi rekinn Italskir fjölmiðlar fara ekki mjúkum höndum um lands- liðsþjálfara ítalska knatt- spymulandsliðsins eftir ófar- ir ítala á EM í Englandi. Flestöll blöðin fara þess á leit og heimta raunar að Sacchi landsliðsþjálfari taki pokann sinn og komi aldrei nálægt ítölsku landsliöi meir. Eitt blaðanna segir að ef stuðningsmenn liðsins séu á annað borð að hugsa um að henda tómötum í leikmenn liðsins þá eigi sá fyrsti að fara í áttina að Sacchi. Eins og venjulega fær þjálf- ari liðs á baukinn gangi því illa. Sacchi hefur verið dæma- laust ruglaður í undirbúningi ítalska liðsins og notað 36 leikmenn í undankeppni EM. Það segir meira en mörg orð um vanhæfan þjálfara sem veit ekki hvað hann er að gera og veit varla um hvað knattspyrna snýst. -SK Gefur skóna sína Fyrirliði skoska landsliðsins, Gary McCallister, gaf 12 ára gömlum aðdáanda, Luke Myring að nafhi, knattspymuskóna sem hann spilaði í á móti Englandi en þar klúðraði hann vítaspymu. Húsiö býöur! John Hudson, kráareigandi í London, vill ekki sjá annan stór- sigur hjá Englandi eins og gerð- ist gegn Hollandi. Málið er að hann hefur lofað viðskiptavinum sínum fríum drykkjum í þrjár mínútur eftir hvert mark enska liðsins. „Þurftu þeir að vinna svona stórt?“ sagði Hudson. Veöbankar Samkvæmt veðbönkum verða þetta þrjú efstu liðin: Þýskaland 7-4 England 3-1 Frakkland 9-2 Mike Powell og Carl Lewis gera að gamni sínu eftir keppnina í iangstökkinu. Báöir komust þeir á ólympíuleikana og verður fróölegt aö fylgjast meö einvígi þeirra í langstökkskeppninni í Atlanta. Símamynd Reuter Bandaríska úrtökumótið í frjálsum fyrir ÓL: Lewis með í Atlanta - stökk 8,30 metra í langstökkinu. Powell hætt kominn t 25 Mjólkurbikarkeppnin: Höttur veitti Akranesi harða keppni 11 leikir í 32 liða úrslitum Mjólkubikarkeppninnar í knatt- spymu vora háðir í gærkvöldi. Keflavík U-23-Keflavík 0-3 1. deildar lið Keflvíkinga vann ungmennalið félagsins nokkuð örugglega. Eysteinn Hauksson, Sverrir Sverrisson og Óli Þór Magnússon skoruðu mörkin. Fram U-23-Breiðablik 0-2 1. deildar lið Breiðabliks fékk að hafa fyrir hlutunum gegn ungmennaliði Fram á Valbjarnar- velli. Blikar höfðu þó betur með mörkum frá Kjartani Einarssyni og Kristófer Sigurgeirssyni. Leiknir R-Þór A 1-3 Harður 2. deildar slagur var háður á Leiknisvelli. Norðan- menn höfðu betur með mörkum frá Bjama Sveinbjörnssyni, Hring Hringssyni og Zoran Zikic. Þorvaldur Guðmundsson skoraði mark Leiknis. Dalvík-Leiftur 0-7 Sverrir Sverrisson og Páll Guðmundsson skoraðu tvö mörk hvor gegn Dalvíkingum og Rastislav Lazorik, Jón Þór Andrésson og Sindri Bjamason eitt hver. Víkingur Ó—Fylkir 1-5 1. deildar lið Fylkis vann auð- veldan sigur á Víkingi fólafsvík. Kristinn Tómasson skoraði þrennu fyrir Fylki og þeir Er- lendur Þór Gunnarsson og Þór- hallur Dan Jóhannsson sitt markið hvor. Sindri-Stjarnan 2-5 Stjarnan vann öruggan sigur á Sindra austur á Hornafirði. Valdimar Kristófersson skoraði tvö mörk og þeir Rúnar Sig- mundsson, Goran Micic og Ingólfur Ingólfsson eitt hver. Magni-KR 0-3 KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Grenivík en helmingur bæjarbúa lagði leið sína á völlinn. Þorsteinn Jónsson, Heimir Guðjónsson og Hilmar Björnsson skoruðu fyrir KR. Víkingur -Skallagr. 1-3 Að loknum venjulegum leik- tíma var staðan jöfn, 1-1, en Skallagrímur knúði fram sigur í framlengingu. Hörður Theodórs- son skoraði fyrir Viking og Björn Axelsson fyrir Borgnesinga í venjulegum leiktíma. Sindri Grétarsson skoraði tvö í framlengingu. Höttur-ÍA 1-3 Höttur komst yfir gegn Skaga- mönnum strax á 3. mínútu með marki frá Sigurði Magnússyni. Síðan fylgdu í kjölfarið mörk frá Bjama Guðjónssyni, Jóhannesi Harðarsyni og Haraldi Ingólfs- syni. Ægir-Grindavík 0-5 Ólafur Ingólfsson skoraði tvö af mörkum Grindvíkinga gegn Ægi. Zoran Ljubecic, Kekic og Grétar Einarsson skoruöu hin þrjú mörkin. Valur U-23-Valur 0-7 1. deildar lið Vals vann stórsig- ur á ungmennaliði félagsins. Sig- þór Júlíusson gerði þrennu í leiknum og þeir Jón Þórðarson, Jón Helgason, Sigurbjörn Hreið- arsson og ívar Ingimarsson hin fjögur. Leikir í kvöld: í kvöld lýkur 32- liða úrslitunúm með eftirtöldum leikjum: Bolungar- vik-FH, Völsungur-KA, ÍR-Þróttur, Breiðablik U23-IBV. -JKS íþróttir „Erfiðast að fara frá Njarðvíkingum" - segir Teitur Örlygsson körfuknattleiksmaður „Eg er mjög ánægður með samninginn en þama gefst tæki- færi sem mér hefur lengi dreymt um. Ég fer til Grikklands á næstu dögum í læknisskoðun. Það þurfa allir að gangast undir skoðun sem gera atvinnumannasamning, en ég veit ekki betur en að allt sé í lagi,“ sagði Teitur Örlygsson í samtali við DV í gærkvöldi. Teitur gerði sem kunnugt er tveggja ára samning við gríska lið- ið Larissa í fyrradag. Áhugi liðs- ins vaknaði eftir frábæra frammi- stöðu Teits á Evrópumótinu. „Lið- ið ætlar sér stóra hluti í deildinni á næsta vetri og ég er mjög spenntur að takast á við þetta verðuga verkefni. Þetta var líklega síðasta tækifæri sem ég fékk til að spreyta mig í körfuknattleik á er- lendri grundu. Erfiðast af öllu verður þó að fara frá Njarðvíking- um sem ég hef leikið með alla minn feril. Það er aldrei að vita nema ég eigi einhvem tímann aft- ur eftir að leika með Njarðvík," sagði Teitur sem verður 30 ára gamall í janúar á næsta ári. Larissa er eitt af frægustu lið- um Grikklands en á síðustu áram hefur hallað undan fæti. Forráða- menn liðsins ætla núna að snúa blaðinu við og era stórhuga fyrir næsta tímábil. Fleiri leikmenn en Teitur hafa verið keyptir, þar á meðal Bandaríkjamaður og grískur landsliðsbakvörður. Teitur telst ekki útlendur vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. -ÆMK/JKS Teitur Örlygsson leikur í einni bestu deild Evrópu næsta vetur. Blaðamenn létu spurningarnar dynja á ítalska framherjanum Gianfranco Zola sem misnotaöi vítaspyrnu í leik gegn Þjóðverjum. Símamynd Reuter Zola og Maldini reyndu að halda haus Fyrirliði ítalska landsliðsins, Pa- olo Maldini, og Gianfranco Zola reyndu að halda haus er þeir gengu um borð í flugvélina sem flutti þá aftur til Rómar. Zola, sem klúðraði vítaspyrnu á 8. mínútu leiksins, var áð vpnum von- svikinn. „Ég svaf ekki mikið síð- ustu nótt og það er virkilega erfitt að sætta sig við þessa klúðruðu spymu,“ sagði Zola. „Ég veit að ég gerði mistök en hjarta mitt og lík- ami gerðu hvað þau gátu til að tryggja okkur sigur en það gekk ekki eftir. Þetta var ekki okkar dag- ur,“ bætti hann við. Zola hafði æft vítaspymur morguninn fýrir leik- inn með 100% nýtingu. „Ég er viss um að Köpke vissi að ég spyrni alltaf með hægri fæti. Þó ég hafi hugsað um að skjóta í hitt hornið þá gerði ég það sem mér fannst eðlileg- ast fyrir mig. Það var nógu ná- kvæmt en ekki nógu fast.“ Maldini var ánægður með leik sinna manna en ekki með úrslitin. „Mér fannst viö spila frábærlega í fyrri hálfleik og við börðumst líka vel í þeim seinni og ég bjóst við marki en því miður þá erum við á heimleið," sagði þessi öflugi varnar- maður en nú er talað um að faðir hans, Cesare Maldini, taki kannski við landsliðinu. - -JGG nr.32 Spánn - England nr.34 Frakkland • Holland nr.38 Þýskaland nr.47 eiira964. I a SBf il: EVRý?PUMEÍSilíflRAR Hrefna Guðjónsdóttir Krókatúni 15, Akranesi Hjálmar Örn Bergþórugötu 23, Rvík Ísleifur Vestmann Hraunhvammi 1, Hafnarf. S. Arndís Hafsteinsdóttir Laugarnesvegi 37, Rvík Ásgeir Eyþórsson Njörvasundi 24, Rvík Vlnnlngshafar fá mifia fyrir tvo á tónlelka Bjarkar í kvöld í Laugardals- höllinni og bíómiöa fyrlr tvo í Háskólabíó. Vinningshafar geta sótt vinnlngana í dag til OV, Þverholti 11,105 Reykjavík Golf: Sigurjón á 70 Sigurjón Amarson, golfleikari í GR, varð á dögunum í 13. sæti af 61 keppanda á móti í Tommy Armour mótaröðinni í Flórída í Bandaríkjunum. Sigurjón lék á 70 höggum, tveimur höggum undir pari vall- arins en SSS vallarins er 74. Mótið fór fram á Heathrow golfvellinum í Flórída og besta skor einstaklings á mótinu var 67 högg. -SK Þú færð allar upplýsingar um stöðu þína í leiknum og stöðu efstu liðanna í síma 904 IOI5 Verð 39,90 mínútan. SamvinnuíerúirLanilsýn ÍÞRÓTTADEILD J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.