Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 Sviðsljós Marlon Brando fær myndarbúta til umsagnar Marlon Brando fékk heldur óvenjulegan póst um tíma, spólur meö klipptum atriðum úr myndinni Eyju dr. Moreaus sem hann leikur eitt aöalhlutverkanna i. Sendandinn var leikstjórinn, John Frankenhei- mer. „Hann er snillingur. Af hverju skyldi maður ekki vilja leita eftir áliti hans?“ segir Frankenheimer. Og allt bendir til að það sem Brando hafði til málanna að leggja hafi gef- ið góða raun. Myndin fékk að minnsta kosti góðar viðtökur þegar hún var sýnd þröngum hópi um daginn. DV Forsetinn og filmstjarnan mest umtalaða parið í París: Chirac og Cardinale neita að eiga í ástarsambandi Jacques Chirac Frakklandsforseti og ítalska kynbomban og leikkonan Claudia Cardinale eru nýjasta kærustuparið, eða svo segja að minnsta kosti sléfberarnir í París. „Allir vita að þau eru orðin mjög náin en enginn vogar sér að setja það á prent,“ segir traustur heimildar- maður meðal fina fólksins í frönsku höfuðborginni, „les happy few“, eins og Fransmenn kalla þennan hóp spjátrunga og oflátunga. Oh, la, la! Chirac og Cardinale, sem margir muna úr kvikmyndunum um bleika pardusinn, hittust fyrst í veislu hjá Francois Pinaut, eiganda verslanak- eðjunnar Printemps. Það var snemma árs 1993. Vinir auðkýfings- ins segja að forsetinn og filmstjaman hafi umsvifalaust heillað hvort ann- að upp úr skónum. „Hann er sjarmerandi og skemmti- legur; hún er dæmigerður ítali, full lífsgleði,“ segir enn einn heimildar- maðurinn í París Þau Chirac og Cardinale sáust fyrst saman opinberlega þegar hann bauð henni að vera við setningu áttundu alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í París fyrir rúmum þremur árum. Allar götur síðan hefur Claudia sést við Claudia Cardinale. Jacques Chirac. ýmsar opinberar uppákomur sem Chirac hefur staðið fyrir, bæði sem borgarstjóri Parísar og nú siðast sem forseti Frakklands. Ög hún var fremst í flokki þekktra listamanna sem börðust ötullega fyrir kosningu hans í fyrra. Einn hængur er á sambandi þeirra Chiracs og Claudiu, nefnilega sá að bæði eru gift. Chirac hefur verið kvæntur eiginkonu sinni, Bemad- ette, í bráðum 40 ár. Hann er sonur bankastarfsmanns og sonarsonur kennara en hún er af aðalsfólki kom- in, enda með forsetningu milli ættar- nafnanna tveggja, og getur rekið ætt- ir sínar langt aftur í aldir til valda- mikilla manna innan kirkjunnar. Bernadette er hlédræg kona, ákaflega trúuð og ímynd hinnar trúu og dyggu eiginkonu. Claudia Cardinale, sem hefur við- haldið æskufegurð sinni að miklu leyti, er aftur á móti opin og hressileg eins og landar hennar eru gjarnan. Claudia ber til baka sögusagnir um að hún eigi í ástarævintýri með Chirac og hefur hótað að fara í mál við ítölsku dagblöðin sem birtu frétt- ir þar um. Talsmaður Chiracs hefur einnig vísað þessu á bug og segir þetta helberan sögurburð. Hinu verður þó ekki í móti mælt að Chirac hef- ur greinilega verið hamingjusamari og afslapp- aðri undanfarna tólf mánuði en áður, að sögn kunnugra. LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVÖLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Kynnir: Jon Axeíl Olafsson I BODI COCA-COLA (SLENSKI USTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA A (SLANDI. USTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV í HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER A BILINU 30CM00, A ALDRINUM14-35 ARAAF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MK> AF SPILUN A ISLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. (SLENSKI LISTINN BIRTIST A HVERJUM LAUGARDEGII DV OG ER FRUMFLUTTUR A BYGJUNNI A LAUGARDÖGUM KL16-18. USTINN ER BIRTUR AÐ HLUTAI TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. (SLENSKIUSTINN TEKUR ÞATT í VAU „WORLD CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESSI LOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN AHRIF A EVRÓPUUSTANN SEM BIRTUR ER f TÓNLISTARBLAÐ- INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARISKA TÓNUSTARBLADINU ÐILLBOARD. Robin Wright lét stela af sér bílnum Leikkonan unga Liv Tyler er einhver umtalaðasta konan í Hollywood þessa dagana. Hún leikur aðalhlutverkið í Stealing Beauty, nýjustu mynd ítalska snillingsins Bernardos Bertoluccis. Myndin var frumsýnd í Los Angeles á kvennadaginn 19. júní. Þess má geta að Liv, sem er 18 ára, er dóttir poppar- ans Steves Tylers úr Aerosmith. Símamynd Reuter Fræga fólkið lendir ekkert síður í vandræðum en sauðsvartur almúg- inn. Leikkonan Robin Wright, eigin- kona leikarans og ólátabelgsins Seans Penns, er ágætt dæmi þar um. Robin lenti í því fyrir skömmu að tveir unglingar komu að henni og bömunum hennar tveimur fyrir ut- an heimili hennar í Santa Monica, hrifsuðu af henni bíllyklana og óku burt á kagganum, amerískum slyddujeppa, eins og byssubrenndir. Robin hringdi hið snarasta í lögregl- una og kærði atburðinn og piltamir voru handteknir skömmu síðar. Annar piltanna, 16 ára gamall, gekkst við glæpnum og hefur nú verið dæmdur til sex mánaða vistar í betrunarbúðum. Félagi hans, sem er 18 ára, þrætti fyrir allt og verður að mæta aftur fyrir rétt. Robin og Sean voru viðstödd þeg- ar dómur í máli piltsins féll í vik- unni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.