Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 5 Fréttir Leitað að gulli í Þormóðsdal: Þarf tvö til þrjú grömm í hverju tonni - til aö vinnsla borgi sig Byrjað var á gullleit í Þormóðs- dal í Mosfellsbæ í gær með því að rannsóknarborinn Ýmir var ræstur og byrjað að bora niður í jarðlögin með 45 gráða halla. Gulls er að vænta í gömlum jarðhitasvæðum og svo háttar einmitt til í Þormóðsdal. Frederik Ros, sænskur jarðeðlis- fræðingur, stjórnar aðgerðum í Þor- móðsdal og sagði hann í samtali við DV að hann reiknaði ekki með því að gullið yrði sjáanlegt í borkjörn- unum, heldur kæmi í ljós þegar þeir yrðu efnagreindir. Hann sagði að þaö magn sem þyrfti að finnast til að borgaði sig að vinna það væri 2-3 grömm í hverju tonni jarðvegs. -SÁ Rannsóknarborinn Ymir er notaður við leitina að gullinu í Þormóðsdal og er bornum beint niður í jarðlögin með 45 gráða halla. Guðmundur Ómar Friðleifsson stjórnar bornum. DV-mynd ÞÖK Grímsey: Kappreiðar á heimskautsbaug DV, Akureyri: Hestamenn frá Akureyri standa fyrir allsérstæðri uppákomu á flug- vellinum í Grímsey nk. laugardag. Þar verður efnt til keppni í skeiði og mæta menn til eyjunnar með 6 vekringa sem munu reyna með sér. Flugvöllurinn verður því vett- vangur skeiðkeppni og endamarkið verður heimskautsbaugurinn. Sex hestar unnu sér keppnisrétt í sér- stöku úrtökumóti og náðust þá mjög góðir tímar; t.d. náði hesturinn Sindri tímanum 13,9 sek. í 150 m skeiði en íslandsmetið er 13,6 sek. Uppselt er í sérstaka ferð sem far- in verður frá Dalvík að morgni laugardagsins með Sæfara frá Dal- vík. Boðið verður upp á kaffihlað- borð við komuna til Grímseyjar en kappreiðarnar hefjast kl. 14. Slegið verður upp gi'illveislu kl. 17 og síð- an haldið heimleiðis um kvöldið með Sæfara. -gk Hrísey: Loks kom for- setaframbjóðandi - sá fyrsti frá byrjun DV, Hrisey: Þar kom að því að forsetafram- bjóðandi heimsótti eyjuna. Pétur Kr. Hafstein boðaði fund í frysti- húsi KEA kl. 9.30 þann 13. júní. Hann á heiður skilinn fyrir að koma þótt fundartíminn væri slæmur. Allir, lika þeir i frystihús- inu, eru á sínum vinnustöðum á þessum tíma. Svona samkomur þurfa að vera á kvöldin. Hingað til hefur enginn forseta- frambjóöandi frá upphafi slitið skóm sínum hér hjá okkur í Hrís- ey. Þegar kosningaslagurinn 1980 var og hét fréttum við eyjabúar að Vigdís hefði farið til Grímseyjar en þá, eins og nú framan, af vissu frambjóðendur ekki hvar Hrísey er á landakortinu. Hver veit nema nú verði breyt- ing á, þegar Pétur er búinn að brjóta ísinn, og hinir frambjóðend- urnir sigli yfir sundið. Hér er um þó nokkur atkvæði að tefla og sagt að eitt atkvæði geti skipt sköpum. Annars er mannlíf hér mjög gott og næg atvinna. Margt farand- verkafólk er hér í verbúðum og svo er ferðafólkið farið að skila sér en mikið er um það hér á sumrin. -VÞ E inkabílnúmer in Þórarinn tannlæknir með LAX-1 Frá og með 18. júní hefur skráð- um eiganda bifreiðar eða bifhjóls verið heimilt að nota sérstök skrán- ingarmerki, svokölluð einkamerki, í 'stað almennra skráningarmerkja. Þannig geta bílar nú borið númer sem eru samsett af 2-6 bókstöfum og/eða tölustöfum að vali eigandans. Ekki er þó hægt að nota samsetn- ingu þá sem er í fastnúmerakerflnu, þ.e. tveir bókstafu og þrír tölustaflr. Áletrunin má ekki brjóta í bága við íslenskt málfar né geta valdið hneykslan. Úthlutun einkamerkj- anna fer fram hjá Bifreiðaskoðun ís- lands og er farið eftir röð umsækj- anda á þann hátt að sá sem fyrstur sækir skriflega um áletrun hlýtur réttinn til að nota hana. Greiða þarf fyrir afnotaréttinn kr. 25.000 og rennur sú fjárhæð til Umferðarráðs. Parið af skráningarmerkjunum kostar svo kr. 3.750. Greiðsluna þarf að inna af hendi um leið og umsókn er skilað inn til Bifreiðaskoðunar ís- lands hf. Fjölmargar umsóknir og fyrirspumir bárust Bifreiðaskoðun- inni um leið og umræður um þetta hófust fyrr í vetur. Fyrir skömmu fengu svo þessir aðilar send sérstök umsóknareyðublöð og hafa nokkrar umsóknir nú þegar skilað sér. Hugsanir fólks á skráningarmerki Nú er ljóst að málefni sem brenna á hugum manna munu veröa vinsæl á bílnúmerum. Fyrsta einkanúmer- ið, „ísland", var afhent Árna John- sen á miðvikudaginn. Ámi hefur líka sótt um númerið „Eyjar“. Núm- eraplata á bíl Þórarins Sigþórssonar tannlæknis og laxveiðimanns hefur verið útbúinn með áletruninni „Lax 1“. Einhver númer í framtíðinni munu þó verða torskildari, s.s. „BJ 7239“, „1966“ og „44 MK“. „My Toy“ áletrun fyrir mótorhjól þótti ekki brjóta í bága íslenska málfar enda var ákveðið að túlka það skilyrði fyrir einkanúmeri rúmt. -saa Söfnuðu fyrir Danmerkurferö DV, Búðardal: Ellefu nemendur 10. bekkjar Laugaskóla í Dalasýslu fara í viku-. ferð til Danmerkur í júní - ferð sem þéir söfnuðu fyrir að öllu leyti sjálf- ir. Eiga þeir fyrir flugfari, gistingu og auk þess svolitla vasapeninga. Unglingarnir öfluðu fjár með ýmsu móti. Sviðu kindalappir og seldu. Fóru í hús með eldhúsrúllur og klósettpappír. Héldu páskabingó og félagsvist og gáfu út skólablað með styrktarauglýsingum, sem dreift var á öll heimili í Dalasýslu og Bæjarhreppi og Broddaneshreppi í Strandásýslu. Ágóði árshátíðar Laugaskóla rann í ferðasjóðinn. Þeir þrifu íþróttahúsið einu sinni í viku í vet- ur og þreyttu áheitasund í sund- lauginni á Laugum. Af þessari upp- talningu sést að þeir hafa aldeilis ekki verið iðjulausir í vetur og sýn- ir einstakan dugnað og samtaka- mátt þessa unga fólks. Það sannast hér enn og aftur að ef viljinn er fyr- ir hendi er margt hægt að gera. -MB Nemendur 10. bekkjar að loknu áheitasundi. Frá vinstri, Jón Atli, Óskar, Linda, Eggert, Stefanía, Barbara, Sigrún, Ólöf Inga, Hlynur Þór og Guðjón. Á myndina vantar Önnu Halldórsdóttur. DV-mynd MB EITTHVAÐ meS grillinu • Cerjun tvær vikur * Felling tvær vikur Styrkleiki 12% 10 lítrar CaSernet rauðvín CharcConnay fivítvín LieBfraumiCcfi fivítvín ChíoseC fivítvín 1 Vatn É Gerjun % Drekkið beint af krana (ÞaS gerist allt í boxinu) Sendum í póstkröfu Opið laugardag 10-14 í Rvík PLÚ1 fillt til víngerdar SuSurlandsbraut 22 - Reykjavík - sími 553 1080 Hafnargötu 25 - Keflavík - sími 421 1432

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.