Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 33 Myndasögur * m § s 3 co co (d >H i“H rH E3 ÖI >H 3 co co • iH o TJ o co "Ö 5 -cö Ö) O cð co Ö) tn •iH C/2 /En hvað það er hugljúft af þér, Mummi, að fara í gönguferð V meö Lúsifer á hverjum degi._L- O f H COfiNHACtN PIF ----------------------lo ||!jJ/ Rauðauga! Nj s Leiðinlega fólkið frá Litla-Kletti er að koma. Fljótur, hugsaðu upp eitthvað kurteislegt til að koma þeim í burtu. Munduð þið vilja koma einhverntfma seinna, . þvl hundurinn okkar er að leggja sig! Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 LITLA SVIÐIÐ KL. 14.00 GULLTÁRAÞÖLL eftir Ásu Hlín Svavarsdóttur, Gunnar Gunnarsson og Helgu Arnalds. Forsýningar á Listahátíð Id. 22. júnf, sud. 23. júní. SAMSTARFSVERKEFNI VIÐ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR LEIKFÉLAG ÍSLANDS SÝNIR Á STÓRA SVIÐI KL. 20.00. STONE FREE eftir Jim Cartwright Frumsýning föd. 12. júlí, 2. sýn. sud. 14. júlí, 3. sýn. fid. 18. júlí. Forsala aðgöngumiða er hafin. Miðasalan er opin frá kl. 15-20. Lokað á mánudögum. Tekið er á móti miðapöntunum í síma 568- 8000. Skrifstofusími er 568 5500 - faxnúmer er 568 0383 Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Tapað - fundið Þrír svefnpokar féllu af bíl ein- hvers staðar á leiðinni frá Straums- vík upp í Grafarvog. Þeir voru í svörtum ruslapoka. Finnandi vin- samlega hafi samband í s. 896 6060, Þórhildur eða Pétur. Fundarlaun 5.000 kr. Tilkynningar Félag eldri borgara Gönguhrólfar fara á Eyrarbakka og Stokkseyri laugard. 22. júní. Kaffi verður drukkið hjá Lefolii á Eyrarbakka. Lagt verður af stað kl. 10 frá Hverfísgötu 105. Komið verð- ur til baka um þrjúleytið. ÞJÓÐLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: TAKTU LAGIÐ LÓA eftir Jim Cartwright í kvöld, örfá sæti laus. Á morgun, örfá sæti laus, sud. 23/6, örfá sæti laus. Aðeins þessar 3 sýningar eftir I Reykjavík. Cjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tilkynningar Vídalínskirkja í Garðabæ. Efnt verður til fjölskyldusam- komu á Jónsmessukvöld, sunnudag- inn 23. júní nk., kl. 22.30. Kór og hljómsveit ungs fólks leiðir léttan söng. Skemmtileg stund fyrir fjöl- skylduna. Grill og gos í lokin. Ferðafélag íslands Föstudagur 21. júní kl. 20.00. Esja um sumarsólstöður. 1. Sólstöðu- ganga á Þverfellshorn. Heimkoma upp úr miðnætti. 2. Sólstöðuganga yfir Esju. Heimkoma áætluð um miðja nótt. Brottför í báðar göngur frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Einnig hægt að koma á eigin bil að Mógilsá. Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10.00. Nýlagað mola- kaffi. Sérleyfið frá Reykjavík til ísafjarðar: Rutan má taka farþega „Samkomulag hefur tekist milli Allrahanda og Guðmundar Jónas- sonar hf. fyrir milligöngu sam- gönguráðuneytis og skipulagsnefnd- ar fólkstlutninga um rekstur sér- leyfísleiðarinnar Reykjavík - ísa- fjörður. Eins og greint var frá í DV fyrir nokkrum dögum fór nýr fólksflutn- ingabíll frá rútufyrirtækinu Allra- handa tómur vestur vegna þess að ráðherra hefur ekki úthlutað fyrir- tækinu sérleyfi milli ísafjarðar og Reykjavíkur þrátt fyrir að umsókn liggi fyrir svo og stuðningsyfirlýs- ingar frá sveitarstjórnum á Flat- eyri, Bolungarvík, ísafirði og víðar. Vestfjarðaleið rak áður sérleyfið milli ísafjaröar og Reykjavíkur en hætti því árið 1993 og hefur því ekki verið þjónað síðan. Allrahanda rekur nú sérleyfið milli ísafjarðar og Hólmavíkur en hyggst aka frá Reykjavík til ísa- fjarðar um Hólmavík og tengja þannig báða síðarnefndu staðina við höfuðstaðinn. Gallinn var bara sá að Guðmundur Jónasson hf. rek- ur sérleyfisleiðina Reykjavík Hólmavík og hefur gert í áratugi. Sú lausn sem nú er fundin felst í því að Allrahanda mun aka leiðina Reykja- vík - Hólmavík í nafni Guðmundar Jónassonar. Sáttafundir hafa staðið undanfama daga og síðdegis í fyrra- dag náðist samkomulag og lagði því ísafjarðarrúta Allrahanda af stað í gær með farþega en hún var tóm í fyrstu ferð sinni vestur. Bílstjóri á rútunni er þekktur bílamaður fyrir vestan, Bílabergur, Guðbergur Guðnason frá Flateyri. -SÁ VEIÐILEYFI ÚLFARSÁ (KORPA) Sala á veiðileyfum hafin. Stórfelld verðlækkun. Korpa er ein af fjórum til fimm bestu laxveiðiám landsins. Veiðileyfi seld í Hljóðrita, Laugavegi 178, sími 568 0733, og í Veiðihúsinu, Nóatúni, sími 561 4085.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.