Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 7 DV Sandkorn Til Kanada Othafsveiöar íslenskra sæ- fara hafa sem kunnugt er færst í vöxt síðustu miss- eri. Nú er varla til sá hafflötur á jarðkringlunni þar sem fiskar synda undir að ekki sigli þar íslenskar fleytur. Eitt af þessum hafsvæðum er hinn svo- kallaði Flæmski hattur norðaustan við Nýfundnaland. Þar moka íslend- ingar upp rækjunni og skapa þjóð- arbúinu mihjarðaverðmæti. Sam- fara veiðunum hafa flugferðir með áhafnir islenskra skipa til og frá Kanada verið tíðar. Eiginkonur og unnustur sjómannanna hafa fengið að fljóta með í þessum feröum til að hitta sína menn. Illkvittnir gárung- ar hafa kpllað flugvélarnar í þess- um ferðum dráttarvélar. Ekki veit Sandkomsritari af hverju! Beint ítunnuna! Þótt að hin ágæta kona, Guðrún Pét- ursdóttir, er hætt í forseta- framtíoði þá má Sand- kornsritari til með að segja sögu af ferð hennar á bæ í Eyjafirði á dögunum. Hún tók bóndann tali og spurði hvort hann væri með kýr. Bóndí kvað svo ekki vera. Guðrún spurði hvort hann væri þá með sauðfé. Bóndi sagði það löngu hætt að borga sig. Hann væri núna bara 1 hrossaræktinni. Guðrúnu var þá bent á stóð í haga þar skammt frá sem bóndi sýndi með stolti. Guðrún spurði hvað hrossin væru mikils virði og bóndinn sló á töluna 25 milljónir króna. „Á Japansmarkað þá?“ spurði Guðrún og varla þarf aö fjölyrða um viðbrögð bóndans. Hann varð orðlaus, meö þessa líka gæðinga í haganum! Salan tók kipp Leikfélag ís- lands og Leik- félag Reykja- víkur ætla í sameiningu að setja upp heimsfrumsýn- ingu í Borgar- leikhúsinu á nýju leikriti Jims Cart- wrights, Stone free, þann 12. júlí nk. Æfingar eru komnar á fullt hjá landsins fremstu leikurum og tónlistarmönnum og því spennandi sýning á döflnni. Hins vegar brá svo við á dögunum að sýningin fékk óvænta athygli hjá Ríkisút- varpinu. I hádegisfréttum 12. júní sl. var nefnilega sagt að frumsýning yrði þá um kvöldið og Cartwright sjálfur væri kominn tfl landsins. Ekki var að sökum að spyrja. Síma- línur í Borgarleikhúsinu tóku að glóa, eða eins og einn aðstandenda Stone free orðaði það: „Miðasalan tók kipp.“ Salan hófst hins vegar ekki fyrr en núna í vikunni og það undarlega gerðist að þessu sinni, RÚV klikkaði! Gegn Gumma í ágætum mola Viðskiptablaðs- ins .mátti nýlega lesa vangavelt- ur um þaö hvatakerfi í 1. deild karla í knattspymu að greiða þeim leikmanni 100 þúsund krónur sem skorar 3 mörk i einum leik. Þetta þykir hið besta fyrirkomulag þótt þeir séu ekki margir sem til þessa hafa náð að krækja sér i 100 þúsund kallinn. Nýjar útfærslur á þessu hvatakerfi eru komnar í um- ferð í Grenivik, ef marka má Við- skiptablaðið, en Magni í Grenivík mætti KR-ingum í bikarkeppninni i gærkvöldi. Varnarmönnunum var nefnilega heitið 100 þúsund krónum ef þeim tækist að koma í veg fyrir að Gummi Ben skoraði þrennu! Sandkomsritari er tilbúinn að heita 100 þúsund krónum ef einhver leik- maður fær 3 gul spjöld í leik! Umsjón: Björn Jóhann Björnsson Fréttir JJF^pottase'1 / G'®s!,eiá tara' upp; a*»astal'wo»'"b/n„i,og X pottaí 5PO^°S Bestu raft^ Suðukanna wA' i uattwej ^ kr.3- 1 Rrauðnst — I vSflniárn______Á KÓPAVOGSOALUR DV, Vopnafiröi: Samningur hefur verið gerður milli Tanga hf. hér á Vopnafirði og rússnesks útgerðarfyrirtækis í Múr- mansk um að skip frá Rússunum landi hér ísuðum fiski. Fram að þessu hefur allur Rússafiskur, sem hingað hefur komið, verið frosinn. Fyrsti farmurinn kom í maílok. Það var togarinn Makeyevka sem landaði rúmlega 50 tonnum af fiski sem ísaður var í stíur. Þetta var að langmestu leyti þorskur og alveg þokkalegasta hráefhi. Togarinn tók hér kassa og ís og einnig fór með honum islendingur, sem leiöbeinir rússnesku sjómönn- unum um handbrögðin. Togarinn landaði aftur 14. júní og var þá með 75 tonn af fallegum þorski sem að mestu var veiddur suðaustur af Bjariíarey. Togarinn tók aftur kassa og ís og hélt á veiðar samdægurs. Árangurinn af þessari tilraun verður nú metinn meö tilliti til áframhaldandi veiða fyrir Tanga. Svipuð tilraun var gerð 1994 en gekk þá ekki upp. -AH Loðnuverksmiðjan á Eskifirði setur met: Vopnafiörður: Rússar landa ísfiski - útflutningsverðmætið losar 900 milljónir króna „Þetta er það mesta sem við höf- um tekið á móti hér á Eskifirði,“ sagði Björn Kristinsson, verk- smiðjustjóri loðnuverksmiðjunnar á Eskifirði, sem hefur tekið á móti rúmum 100 þúsund tonnum það sem af er árinu. Af þessu magni eru 34 þúsund lestir af síld en hitt er loðna. Þær eru ekki margar loðnuverk- smiðjurnar á Islandi sem ná þessu magni á heilu ári, hvað þá hálfu. Að sögn Bjöms nemur útflutn- um af loðnu og síld en allt árið var nokkru sinni eða rúm 1,1 milljón ingsverðmæti lýsis og mjöls úr þess- tekið á móti 105 þúsund lestum. Það lesta á komandi loðnuvertíð. Ef allt um 100 þúsund lestum rúmum 900 var vegna þess að sumar- og haust- gengur eftir ætti það magn sem milljónum króna. veiðar á loðnunni brugðust að verksmiðjan á Eskifirði tekur við í Á sama tíma í fyrra hafði verk- mestu. ár eftir að aukast verulega. smiðjan tekið á móti 90 þúsund lest- Nú er loönukvótinn meiri en -S.dór Rússneski togarinn Makeyevka landar á Vopnafirði. DV-mynd Ari Berlínarflug í síðustu viku hófst áætlunar- flug Flugleiða til Berlínar og mun það standa til 10. septem- ber. Flugleiðir verða í samvinnu viö þýska flugfélagið LTU á þess- ari flugleið. Bókanir í flugið til Berlínar munu vera góðar og eru þær flestar frá Þýskalandi. Þýskaland er einn mikilvægasti markaður Flugleiða fyrir ferða- menn til íslands. Þjóðverjar munu einnig vera þeir ferða- menn sem staldra lengst við á ís- landi. -JHÞ ____>U IVERSLU OKKAR OG GERÐ GÓÐ KAUP Tve9«arSgn . ' oKar S\/ernP a RO ro'O Komin yfir 100 þúsund tonn það sem af er árinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.